Morgunblaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 32
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Háfurinn kippti sér lítið upp við það þótt ég væri að svamla þarna í kring- um hann. Ég gaf honum smávegis að éta og hann virtist sallarólegur með- an ég myndaði,“ segir Erlendur Bogason kafari, sem í síðustu viku náði skemmtilegum myndum af háfi rétt utan við Árskógsströnd í Eyja- firði. Háfurinn hafi virst undrandi á aðförum kafarans og jafnvel forvit- inn, en ekki látið hann trufla sig. Er- lendur segir að háfurinn hafi verið um 120 sentimetrar á lengd og senni- lega stærsti háfur sem hann hafi séð. Erlendur hefur síðustu ár kafað víða við Ísland og safnað myndum neðansjávar. Hann segir takmark sitt, Hreiðars Þórs Valtýssonar og fleiri að byggja upp safn mynda og upplýsinga um lífríkið í sjónum við Ísland, en til þessa hefur áherslan verið lögð á Eyjafjörðinn. Nú þegar má finna margvíslegt efni og ein- stakar myndir á vefnum vistey.is. Háfurinn ferðast víða Þar má m.a. finna eftirfarandi upplýsingar um hákarla. „Hákarlar eða háfiskar eru efsta þrepið í fæðu- keðju hafsins því flestir þeirra eru öflugir ránfiskar. Tuttugu tegundir hafa fundist hér við land og eru helstu tegundirnar beinhákarl (Ce- torhinus maximus), hámeri (Lamna nasus), hákarl (Somniosus micro- cephalus) og háfur (Squalus ac- anthias). Þetta eru einnig einu há- fiskarnir sem fundist hafa í Eyjafirði. Allar verða þessar teg- undir þó, nema hákarlinn sjálfur, að flokkast sem frekar sjaldgæfir flækingar. Háfurinn er líklega algengasti háfiskurinn við Ísland en hann er hins vegar sjald- gæfur í kalda sjónum og þar með í Eyjafirði. Hann finnst bæði við botn og uppi í sjó. Hann er einnig þekktur fyrir að ferðast víða.“ Erlendur fékk ábendingu um háf- inn frá kunningja sínum, trillukarli á Árskógsströnd, og beið ekki boðanna að gera græjurnar klárar og koma sér í kafarabúninginn. Hann var þó ekki bjartsýnn á árangur því eftir norðanveður í langan tíma var sjór- inn grænn og gruggugur. Ýmislegt fór úrskeiðis „Það er hins vegar oft þannig að þegar maður á síst von á því verður árangurinn bestur. Akkúrat þegar ég var að mynda fékk ég fína birtu og bláan sjó, en háfurinn var bara rétt undir yfirborðinu. Svo brást flassið hjá mér, en ég gat lýst upp með sterku vasaljósi sem ég hélt á í vinstri hendinni. Ég hef sjaldan fengið svona gott tækifæri til að mynda og það var eins gott að ég klúðraði því ekki,“ segir Erlendur Bogason. Undrandi og forvitinn háfur  Byggja upp safn mynda og upplýsinga um lífríkið í sjónum við landið Ljósmynd/Erlendur Bogason Forvitinn Það var eins og háfurinn væri forvitinn þar sem hann fylgdist með tilburðum kafarans, en það skemmdi ekki fyrir að hann fékk líka gott að éta. Erlendur Bogason MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 317. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. „Þjóðin þarf ekki Villa …“ 2. „Átti ekki von á þessu“ 3. Liverpool náði í stig á Brúnni 4. Tvívegis fengið koss á gluggann »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sópransöngkonan Arndís Halla Ás- geirsdóttir og píanóleikarinn Antonía Hevesi halda hádegistónleika á morgun kl. 12:15 í Norðurljósasal Hörpu. Fluttar verða þekktar aríur úr óperum eftir Mozart, Donizetti, Web- er, Verdi og Offenbach. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flytja þekktar aríur á hádegistónleikum  Í tilefni þess að argentínski rithöf- undurinn Enrique del Acebo Ibáñez er staddur hér á landi stendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungu- málum fyrir há- degisfyrirlestri á verkum hans í dag. Kynningin, sem ber yfirskriftina „Ör- sagan: Bókmenntaform samtímans?“, verður haldin í stofu 206 í Odda. Ibáñez á hádegisfyrir- lestri Háskóla Íslands  Trommuleikarinn Scott McLe- more leikur ásamt hljómsveit á KEX hosteli annað kvöld og í Stofunni í Aðalstræti 7 á fimmtudagskvöld. Hann gaf nýverið út aðra sólóplötu sína, Remote Location, sem hlotið hefur prýð- isdóma. Scott McLemore með tónleika á KEX Á þriðjudag Austlæg átt, 3-10 m/s. Rigning SA-til á landinu, ann- ars úrkomulítið. Norðaustan 8-13 og él á Vestfjörðum síðdegis. Hiti 0 til 5 stig syðra, en vægt frost fyrir norðan. SPÁ KL. 12.00 Í DAG SA 18-28 m/s suðvestantil en SA 15-23 í öðrum landshlutum. Slydda eða rigning S- og V-lands en úrkomu- minna á N- og NA-landi. Mikil úrkoma SA-til. Lægir eftir hádegi. VEÐUR Eggert Gunnþór Jónsson, landsliðsmaður í fótbolta, spilar með Charlton sem lánsmaður næsta mánuðinn tæpan en hann hefur nær ekkert fengið að spila með Úlfunum á tímabilinu. Eggert gat þó ekki verið með Charlton í sigri liðsins í gær því hann var „boðinn velkominn“ með grófri tæklingu á fyrstu æfingu sinni með liðinu. Hann er stokkbólginn á ökkla. »1 Tæklaður úr leik á fyrstu æfingu Gísli Hlynur Jóhanns- son og Hafsteinn Ingi- bergsson hafa dæmt saman handknatt- leik í þrjá áratugi og eru enn að. Þeim fé- lögum reiknast til að þeir hafi, þegar allt er tekið saman, dæmt 1.500 handboltaleiki í öllum flokkum og hjá báðum kynjum eins og fram kemur í spjalli við Gísla í íþrótta- blaðinu í dag. Leikur númer 1.500 hjá þeim félögum var stórleikur FH og Hauka á laugardag- inn. »4 Gísli og Hafsteinn hafa dæmt 1.500 leiki María Guðmundsdóttir úr Skíðafélagi Akureyrar fékk góðar fréttir þegar hún fór í skoðun í Osló í síðustu viku. Sex mánuðum eftir krossbands- aðgerð er hún með nægan styrk í fót- unum til þess að stíga aftur á skíði. Hún getur þó ekki æft af fullum krafti í brekkunum fyrr en eftir nokkrar vik- ur til viðbótar og endurhæfingin heldur áfram. » 2 Steig aftur á skíði sex mánuðum eftir aðgerð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.