Morgunblaðið - 12.12.2012, Page 1

Morgunblaðið - 12.12.2012, Page 1
Bradford, sem leikur í ensku D- deildinni í knattspyrnu, gerði sér lít- ið fyrir og sló Arsenal út í átta liða úrslitum deildabikarsins í gær- kvöldi, með því að sigra í víta- spyrnukeppni eftir að staðan var jöfn, 1:1, að loknum venjulegum leik- tíma og framlengingu. Bradford er 65 sætum neðar en Arsenal í deilda- töflunni í heild. Bradford náði forystunni strax á 16. mínútu leiksins þegar Garry Thompson skoraði með fallegu skoti eftir aukaspyrnu, 1:0. Þannig var staðan allt þar til þrjár mínútur voru til leiksloka en þá náði Thomas Ver- maelen að jafna með skalla eftir fyr- irgjöf frá Santi Cazorla. Vítaspyrnukeppnin var dramatísk en Bradford komst í 2:0 og 3:1. Taugar leikmanna D-deildarliðsins voru hinsvegar þandar til hins ýtr- asta því Wojciech Szezesny í marki Arsenal hélt úrvalsdeildarliðinu inni í leiknum með því að verja þriðju og fimmtu spyrnu Bradford. Thomas Vermaelen, fyrirliði Arsenal, gat síðan tryggt sínum mönnum bráða- bana en hann skaut í stöng í síðustu spyrnu liðsins og þar með braust út gífurlegur fögnuður meðal leik- manna Bradford og stuðnings- manna þeirra á Valley Parade. Ar- sene Wenger stillti upp sterku liði, ekki hálfgerðu varaliði eins og oft áður í þessari keppni. vs@mbl.is Lið úr D-deildinni komið í undanúrslit  Ævintýri Bradford gegn Arsenal MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2012 ÍÞRÓTTIR Þýskaland Aron er ánægður með að fá tvo vini sína úr Hafnarfirði í þýska handboltann. Mikil viðurkenning fyrir handboltann á Íslandi. Er að jafna sig af meiðslum og er tilbúinn í auknar kröfur með landsliðinu. 3 Íþróttir mbl.is Matthías Har- aldsson þjálfari Þróttar frá Nes- kaupstað mun taka við A- landsliði kvenna í blaki af Apostol Apostolov, þjálf- ara Aftureld- ingar, sem stýrt hefur landsliðinu síðustu fjögur ár- in. Apostolov snýr sér hins vegar að þjálfun karlalandsliðsins og tekur við starfinu af Zdravko Demirev. Stór verkefni eru framundan á næsta ári hjá báðum A-landslið- unum. Þau taka þátt í undankeppni fyrir HM 2014 og verður það í fyrsta skipti sem Íslands tekur þátt í slíkri undankeppni. Einnig keppa þau á Smáþjóðaleikunum sem fara fram í Lúxemburg. kris@mbl.is Skipt um þjálfara í blakinu Apostol Apostolov Danska hand- boltafélagið Vi- borg ætlar að leggja höf- uðáherslu á kvennalið sitt samkvæmt frétt á heimasíðu fé- lagsins í gær- kvöldi. Mun minni kraftur verða settur í karlaliðið sem nú er í efstu deild og er stefnt að því að tefla fram ung- um leikmönnum en kvennaliðið á að geta keppt við þau bestu í Evrópu. Óskar Bjarni Óskarsson þjálfar karlaliðið og Orri Freyr Gíslason leikur með því. kris@mbl.is Breytingar hjá Viborg Óskar Bjarni Óskarsson AFP Sigursælar Norsku konurnar fagna sigrinum á þeim sænsku í gær. Liðið er með ólíkindum sigursælt og hefur unnið síðustu þrjú stórmót og er nú komið í undanúrslit á EM í Serbíu undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Í gærkvöldi gekk Guðmundur Við- ar Mete til liðs við 2. deildarlið Aftureldingar í knattspyrnu og mun leika með því á komandi keppnistímabili. Guðmundur, sem er 31 árs gamall varn- armaður frá Eskifirði, bjó lengi í Svíþjóð og lék þar með Malmö í úr- valsdeildinni og með Norrköping í B-deildinni til ársins 2005, ásamt því að hann var í stuttan tíma hjá Midtjylland í Danmörku. Guðmundur flutti til Íslands 2005 og hefur leikið með Keflavík, Val og Haukum. Hann náði þó ekkert að spila með Haukum í 1. deildinni á þessu ári. vs@mbl.is Afturelding fær liðsstyrk Guðmundur Viðar Mete Noregur undir stjórn Þóris Her- geirssonar mun leika um verðlaun á EM kvenna í handknattleik sem nú er í fullum gangi í Serbíu. Noregur vann Svíþjóð í næstsíðasta leik sín- um í milliriðli í gær eftir jafna við- ureign, 28:25. Anja Edin var marka- hæst hjá Noregi með níu mörk. Noregur er í efsta sæti í milliriðli I og spurningin er því bara hverjir fylgja Norðmönnum í undanúrslit. Sú barátta opnaðist upp á gátt í gær- kvöldi þegar Serbía vann Danmörku 29:26. Serbía er í öðru sæti með fimm stig en Danmörk og Frakkland hafa bæði fjögur stig, Svíþjóð er með þrjú og Tékkland er á botninum án stiga. Serbíu nægir jafntefli gegn Frakk- landi í síðustu umferð milliriðilsins til að komast áfram. Danir þurfa að glíma við Norðmenn og Svíarnir spila við Tékkana. Í milliriðli II liggur fyrir hvaða þjóðir komast áfram og það eru Svartfjallaland og Ungverjaland. Spánverjar og Rússar eyðilögðu endanlega vonir hvorir annarra um að komast í undanúrslitin með jafn- tefli, 25:25, í gær. Ungverjaland tryggði sér sætið með sigri á Rúm- eníu 25:19 en Svartfjallaland gat leyft sér að tapa fyrir Þýskalalandi 27:20. kris@mbl.is Velgengni Norð- manna virðist engan enda taka Aldís Kara Lúðvíksdóttir, framherji úr FH, skrifaði í gærkvöld undir tveggja ára samning við knatt- spyrnudeild Breiðabliks. Aldís er 18 ára og var markahæsti leikmaður FH í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili með 7 mörk í 17 leikjum, og hefur samtals gert 13 mörk í 30 leikjum fyrir Hafnarfjarð- arliðið í deildinni. Samtals hefur hún skorað 53 mörk í 54 meistaraflokks- leikjum með FH. Aldís á að baki 15 leiki með U17 ára landsliðinu þar sem hún skoraði 18 mörk, sem er markamet í þeim aldursflokki, og hún hefur einnig leikið 8 leiki með U19 ára landslið- inu. vs@mbl.is Aldís Kara til liðs við Breiðablik Húnar sigruðu SR Fálka, 4:2, þeg- ar liðin mættust á Íslandsmóti karla í íshokkí í Egilshöllinni í gær- kvöld. Staðan var 0:0 eftir fyrstu lotu, Húnar komust síðan í 2:0 en Fálkar jöfnuðu í síðustu lotunni, áður en Húnarnir gerðu tvö síðustu mörkin. Með sigrinum komust Húnar upp fyrir SA Víkinga og í annað sætið með 17 stig en Björninn er á toppnum með 25 stig. Mörk/stoðsendingar Húna: Brynjar Bergmann 2/1, Gunn- laugur Guðmundsson 1/0, Matthías Sigurðsson 1/0, David MacIsaac 0/1, Trausti Bergmann 0/1, Hrólfur Gíslason 0/1. Mörk/stoðsendingar Fálka: Egill Þormóðsson 2/0, Gauti Þormóðsson 0/1. Húnar lögðu Fálka og eru í öðru sæti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.