Morgunblaðið - 31.01.2013, Side 1
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013
ÍÞRÓTTIR
Grétar Rafn Sáttur við tilveruna á framandi slóðum í Tyrklandi. Skemmtileg lífsreynsla og krefjandi umhverfi en gott
að einbeita sér að fótboltanum. Frá keppni fram í mars vegna aðgerðar á hné. Langt bann frá landsliðinu. 2-3
Íþróttir
mbl.is
Tómas Þór Þórðarson
tomas@mbl.is
„Þeir hringdu í umboðsmanninn
minn í gær og nú bíðum við bara
eftir tilboði,“ segir knattspyrnu-
maðurinn Halldór Orri Björnsson,
leikmaður
Stjörnunnar, í
samtali við
Morgunblaðið en
hann bíður nú
eftir samnings-
tilboði frá norska
B-deildarliðinu
Bryne.
Halldór Orri,
sem hefur verið
lykilmaður í upp-
eldisfélagi sínu
Stjörnunni um árabil, fór á reynslu
til Bryne um síðustu helgi og spil-
aði æfingaleik gegn Haugesund.
„Mér gekk bara fínt sko. Ég spil-
aði þarna hálfan æfingaleik og svo
þegar þjálfarinn skutlaði mér út á
völl lét hann mig vita að þeir vildu
fá mig til liðsins,“ segir Halldór
Orri en hann býst við að fá samn-
ingstilboð frá Bryne fyrir helgi.
Síðasti séns að fara út
Bryne er á suðvesturströnd Nor-
egs í hálftíma fjarlægð frá Stav-
anger en liðið endaði í 10. sæti B-
deildarinnar á síðustu leiktíð.
„Mér leist vel á aðstæður þarna,
þjálfarann og allt í kringum félagið.
Þeir eru líka að vinna í því að
styrkja liðið ennþá meira. Liðið
ætlar sér einhverja hluti í sumar
og það skiptir máli. Ég skoða þetta
því með opnum huga,“ segir Hall-
dór Orri sem hefur í nokkur ár
núna langað að komast út í at-
vinnumennsku.
„Maður fer að verða helvíti gam-
all í þessu. Ég verð 26 ára á þessu
ári þannig að þetta er síðasti séns
ef maður ætlar einhverntíma út.
En ég fer ekki út bara til að fara
út. Tilboðið verður að vera spenn-
andi,“ segir Halldór Orri Björns-
son.
Bíður eftir
tilboði Bryne
Halldór Orri
Björnsson
Aganefnd HSÍ vísaði í gær frá er-
indi sem sent var til nefndarinnar
vegna tveggja leikmanna karlaliðs
Hauka sem voru útilokaðir með
rauðu spjaldi frá viðureign Hauka
og Fram í undanúrslitum deildabik-
arins síðasta laugardag. Dómarar
leiksins, Svavar Pétursson og Haf-
steinn Ingibergsson, létu þess getið
á leikskýrslu við leikslok að ekki
myndi fylgja sérstök skýrsla til
aganefndar vegna spjaldanna. Þeir
skiptu síðan um skoðun og skiluðu
síðar inn skýrslu vegna atvikanna.
Aganefnd ákvað að taka ekki
skýrslur dómaranna til athugunar
vegna þess að sérstaklega var getið
á leikskýrslu leiksins að ekki fylgdi
skýrsla til aganefndar „Að mati
aganefndar brýtur það í bága við
ákvæði 10. gr. reglugerðar um aga-
mál að senda skýrslu vegna útilok-
unar eftir að lokið var við uppgjör
leiksins. Málinu er því vísað frá,“
segir í úrskurði aganefndarinnar
sem birtur var að vef HSÍ í gær-
kvöldi. Leikmenn Hauka hafa þar
með sloppið með skrekkinn við
hugsanlegt leikbann. iben@mbl.is
Sloppið með
skrekkinn?
Wayne Rooney tryggði Manchester
United, 2:1, sigur á Southampton á
Old Trafford í gærkvöldi. Þar með
er United-liðið komið með sjö stiga
forskot á nýjan leik í efsta sæti
ensku úrvalsdeildarinnar í knatt-
spyrnu en ríkjandi meistarar í Man-
chester City töpuðu stigum í fyrra-
kvöld í heimsókn sinni QPR á
Loftus Road.
Það var samt ekki mikill glæsi-
bragur á leik Mancehester United
lengst af leiksins í gærkvöldi. Gest-
irnir komust yfir á 3. mínútu eftir
kæruleysi hjá Michael Carrick þeg-
ar hann sendi boltann aftur til Dav-
id De Gea, markvarðar. Jay Ro-
driguez nýtti sér mistökin og
skoraði. Fimm mínútum síðan jafn-
aði Rooney metin og skoraði síðan
annað mark á 27. mínútu. Þar við
sat í markaskorun en leikmenn
Southampton voru sterkari í síðari
hálfleik. Þeim tókst hinsvegar ekki
að nýta sér það til þess að skora
mark.
„Við vorum lánsamir að vinna
leikinn,“ sagði Sir Alex Ferguson,
knattspyrnustjóri Manchester Unit-
ed, í leikslok. „Mínir menn voru frá-
bærir fyrsta hálftímann en eftir það
rann af okkur mesti móðurinn.
Leikmenn Southampton voru frá-
bærir í síðari hálfleik. Þeir eru klár-
lega með besta liðið sem heimsótt
hefur Old Trafford í deildinni í vet-
ur,“ sagði Ferguson.
Arsenal svaraði fyrir sig
Arsenal og Liverpool skildu jöfn,
2:2, í frábærum leik í ensku úrvals-
deildinni í fótbolta í kvöld. Luis Suá-
rez og Jordan Henderson komu
Liverpool í 2:0 en Oliver Giroud og
Theo Walcott skoruðu tvö mörk
með tveggja mínútna millibili og
björguðu stigi fyrir Arsenal.
Reading átti líka ævintýralega
endurkomu gegn Chelsea sem
komst tveimur mörkum yfir gegn
nýliðunum. Juan Mata og Frank
Lampard skoruðu mörkin en vara-
maðurinn Adam Le Fondre jafnaði
metin með tveimur mörkum á loka-
mínútum leiksins.
Gylfi nærri því að skora
Litlu mátti muna að Gylfi Þór
Sigurðsson tryggði Tottenham sig-
ur á Norwich en langskot hans var
vel varið á 89. mínútu. Gylfi Þór
kom inn á sem varamaður tveimur
mínútum áður. iben@mbl.is
AFP
Öflugur Shinji Kagawa lagði upp fyrra mark Man. United. Hér hafa þrír leikmenn Southampton á honum augu.
Rooney með tvö
Liverpool missti niður tveggja marka forskot á Emirates
Reading jafnaði á elleftu stundu gegn Chelsea
Helena Sverrisdóttir og samherjar
hennar í Good Angels Kosice frá Sló-
vakíu komust í gærkvöld í efsta sæti
B-riðils Meistaradeildar kvenna í
körfuknattleik þegar þau unnu tyrk-
neska liðið Fenerbahce, 66:63, á
heimavelli.
Helena lék í 20 mínútur og skor-
aði átta stig og tók fimm fráköst, þar
af fjögur í vörn. Good Angels Kosice
hefur unnið níu af ellefu leikjum sín-
um í riðlinum. Fenerbahce er í öðru
sæti með átta sigurleiki og ítalskt
lið, Famila Schio, er í þriðja sæti
með sjö sigra þegar ein umferð er
eftir. Good Angels mætir rúmenska
liðinu Municipal Targoviste í loka-
umferðinni á útivell 6. febrúar.
Sigur hjá
englunum
TOPPLEIKiR!
N1-deild kvenna
Fram–Valur
Framhús | Kl. 19:30
Fim. 31. jan. | N1-deild kvenna
Afturelding–Fylkir
Varmá | Kl. 16:00
Lau. 2. feb. | N1-deild kvenna
Selfoss–HK
Selfoss | Kl. 13:30
Lau. 2. feb. | N1-deild kvenna
Stjarnan–Grótta
Mýrin | Kl. 13:30
Lau. 2. feb. | N1-deild kvenna
Haukar–FH
Strandgata | Kl. 16:00
Lau. 2. feb. | N1-deild kvenna