Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 | SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 LAGER HREIN SUN FACEBOOK.COM/GLERAUGNAMIDSTODIN 40% afsláttur af umgjörðum Tottenhamgæti keypt nýjan framherja áður en fé- lagaskiptaglugg- inn lokast á mið- nætti í kvöld, en Jermain Defoe, sem hefur borið hitann og þung- ann af sóknarleik liðsins, spilar kvið- slitinn. Emmanuel Adebayor er svo fjarverandi þar sem hann er staddur í Suður-Afríku að keppa í Afríku- keppninni með Tógó. Clint Dempsey hefur leyst Defoe af frammi und- anfarið. „Við náðum upp stöðugleika þegar við fórum að spila 4-4-2 þann- ig að við höfum þann möguleika að bæta við framherja,“ sagði André Villas-Boas á blaðamannafundi. „Ég er bara að reyna að finna út úr því hvort við eigum að láta slag standa. Markaðurinn í janúar er mjög erf- iður. Verðið á leikmönnum er út í hött,“ segir Villas-Boas.    RomanAbramo- vich, eigandi Chelsea, hefur gert knatt- spyrnustjóranum Rafa Benítez það algjörlega ljóst að forgangsatriði liðsins á þessu tímabili er að ná einu af efstu fjórum sætum úrvalsdeildarinnar og kom- ast þannig í Meistaradeildina aftur næsta vetur. Benítez opinberaði það á blaðamannafundi að Michael Em- analo, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, hefði heimsótt Benítez á æfingasvæði Chelsea til að láta hann vita hversu mikilvæg Meist- aradeildin er fyrir eigandann. „Eina sem ég get sagt er það sem ég veit. Við höfum fundað. Við töluðum um stöðuna eins og hún er og það er mér ljóst að forgangsatriðið er að ná einu af efstu fjórum sætunum og komast eins og langt í öðrum keppnum og hægt er,“ sagði Benítez.    Hollenskilandsliðs- maðurinn Urby Emanuelson er á leið til Fulham á láni í ensku úr- valsdeildinni en hann leikur með AC Milan á Ítal- íu. Urby er örv- fættur og getur bæði leikið í bak- verði og á kanti en hann hefur lítið fengið að spila með Milan á tíma- bilinu. „Ég mun klára tímabilið á lánssamningi. Ég hef áður unnið með Martin Jol hjá Ajax og líkaði vel. Ég er ánægður með að hann gefi mér tækifæri núna,“ segir Urby Emanuelson í viðtali við De Telegra- af.    Brasilíski miðjumaðurinn Phil-ippe Coutinho er formlega genginn í raðir Liverpool en hann skrifaði undir langtímasamning við félagið í gær. Hann er annar leik- maðurinn sem Liverpool fær í jan- úarglugganum en áður hafði fram- herjinn Daniel Sturridge samið við félagið. Liverpool kaupir Coutinho af Inter Mílanó fyrir 8,5 milljónir punda. Þessi 20 ára gamli Brassi hóf ferilinn hjá Vasco da Gama í heima- landinu áður en hann flutti sig um set til Inter á Ítalíu. Hann á að baki einn landsleik fyrir Brasilíu.    Jerome Fernandez hefur ákveðiðað gefa áfram kost á sér í franska landsliðið í handknattleik, en síðustu daga hafa verið uppi vangaveltur um að hinn tæplega 36 ára gamli handknattleiksmaður íhugaði að hætt að leika með lands- liðinu og fylgja þar með í fótspor þeirra Daouda Karaboue og Didier Dinart sem léku sína síðustu lands- leiki á HM á Spáni. Fólk sport@mbl.is styrk á sömu forsendum og Birgir Leifur. Eygló fór úr C-styrk í A-styrk Eygló Ósk Gústafsdóttir hækkar úr C-styrk upp í A-styrk en í fyrra fengu sjö íþróttamenn C-styrk en nú eru þeir níu talsins. Kári Steinn Karlsson hlaupari, Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarpari og Þor- móður Árni Jónsson júdókappi fara úr B-styrk niður í C-styrk. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er áfram á C-styrk en þau Einar Daði Lárusson tugþraut- armaður, Helgi Sveinsson frjáls- íþróttamaður, Aðalheiður Rósa Harðardóttir karatekona, María Guðsteinsdóttir kraftlyftingakona og Júlían Jóhannsson kraftlyft- ingamaður voru ekki á meðal styrkþega í fyrra. Innan við 15% af kostnaði Úthlutunin í fyrra hljóðaði upp á 83 milljónir en þá var einnig fram- lag frá sjóði Ólympíufjölskyldu ÍSÍ. Afrekssjóðurinn er fjármagnaður annars vegar með ríkisstyrk sem er 55 milljónir fyrir þetta ár en var 34,7 milljónir í fyrra. Hins vegar er sjóðurinn fjármagnaður með hlut- deild úr tekjum íþróttahreyfing- arinnar af Íslenskri getspá. Af 81 milljón kemur 71 milljón frá Afreks- sjóði og 10 milljónir úr Styrkt- arsjóði ungra og framúarskarandi efnilegra íþróttamanna. Rétt er að taka fram að það eru viðkomandi sérsambönd sem fá styrkina, sem eru eyrnamerktir ákveðnum íþróttamönnum. Vegna fjárskorts geta sjóðirnir sinnt mun færri verkefnum en um- sóknirnar hljóða upp á. Umsóknir bárust frá 23 sérsamböndum vegna 55 einstaklinga og vegna 28 verk- efna/liða. 22 sérsambönd hlutu styrki vegna 21 einstaklings og 25 verkefna/liða. Framlag Afrekssjóðs ÍSÍ til sér- sambanda er rúm 71 milljón og nemur einungis um 14,9% af kostn- aðaráætlun vegna þeirra verkefna. Morgunblaðið/Golli Stekkur Eygló Ósk Gústafsdóttir var á C-styrk í fyrra en er nú komin í A-flokkinn og fær 200 þúsund á mánuði. Ásdís fær félagsskap eftir margra ára einveru  Færri fá en vilja úr Afrekssjóði ÍSÍ  Fimm íþróttamenn á A-styrk árið 2013  Þeim sem fá B-styrk fækkar úr ellefu í einn  Heildarupphæðin 81 milljón Afrekssjóður ÍSÍ » 81 milljón króna úthlutað til afreksíþróttamanna og ungra og efnilegra íþróttamanna úr Afrekssjóði ÍSÍ á árinu 2013. » Fimm íþróttamenn á A- styrk, einn á B-styrk og níu eru á C-styrk. » A, B, og C-styrkir hækka all- ir á milli ára en A-styrkurinn fer úr 1.920.000 krónum á ári í 2.400.000. FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kris@mbl.is Fimm íslenskir íþróttamenn fá A- styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ á þessu ári en tilkynnt var á blaðamannafundi í Laugardalnum í gær um hvernig styrkjum verður úthlutað á árinu. Styrkveitingar fyrir árið 2013 nema samtals rúmlega 81 milljón króna. Þar af er rúmlega 71 milljón króna úr Afrekssjóði og 10 milljónir króna úr Styrktarsjóði ungra og fram- úrskarandi efnilegra íþróttamanna. Í fyrsta skipti í mörg ár fær spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir félagsskap í hópi íþróttamanna sem hljóta A-styrk. Styrkurinn hækkar nú á milli ára og er 200 þúsund á mánuði í stað 160 þúsund króna í fyrra. Ásdís hefur verið ein á A- styrk síðustu árin en nú bætast í hópinn Auðunn Jónsson kraftlyft- ingamaður, Ásgeir Sigurgeirsson skotíþróttamaður, Eygló Ósk Gúst- afsdóttir sundkona og Jón Margeir Sverrisson sundmaður. Ein á B-styrk í stað ellefu Verulega fækkar í hópi þeirra sem fá B-styrk á milli ára. Þar er nú einungis Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona og fær hún 120 þúsund á mánuði en B-styrkurinn hækkar um 40 þúsund á mánuði á milli ára. Ell- efu íþróttamenn fengu hins vegar B-styrk á Ólympíuárinu 2012. Nokkur í þeim hópi fara út úr styrktarkerfinu þetta árið, Bergur Ingi Pétursson sleggjukastari, Helga Margrét Þorsteinsdóttir sjö- þrautarkona, Jakob Jóhann Sveins- son sundmaður, Ragna Ingólfs- dóttir badmintonkona og Ragnheiður Ragnarsdóttir sund- kona. Einnig kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson en hann var reyndar á lægri styrk en hin fjögur þar sem hann var ekki í ólympíu- grein. Einnig var skylmingakonan Þorbjörg Ágústsdóttir á B-styrk en nú fær hún eingreiðslu frá sínu sér- sambandi upp á 300 þúsund krónur en það er meira en helmingi minna en C-styrkurinn. Auðunn Jónsson, Ásgeir Sigurgeirsson og Jón Mar- geir Sverrisson hækka úr B-styrk upp í A-styrk en Auðunn var á lægri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.