Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 FÓTBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Tyrkland er vissulega mjög sérstakt og öðruvísi en annað sem ég hef kynnst á ferlinum. Fótboltinn hérna er fínn og það er gífurleg ástríða í kringum hann. Hérna verður allt vit- laust ef leikir tapast og haldnir marga tíma krísufundir sem nánast væri hægt að selja inná sem skemmtiatriði. Þegar við vinnum er maður hinsvegar faðmaður og kysstur í heila viku á eft- ir. Þetta er allt öðruvísi en í Englandi þar sem lífið gekk sinn vanagang, hvort sem leikirnir unnust eða töp- uðust,“ sagði Grétar Rafn Steinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leik- maður Kayserispor í Tyrklandi, þeg- ar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Grétar er reyndar í hléi frá fótbolt- anum um þessar mundir en hann hef- ur misst af síðustu sjö leikjum liðsins og spilar ekki með því alveg á næst- unni. „Ég fór í aðgerð fyrir tíu dögum og er núna í sjúkraþjálfun tvisvar á dag. Liðþófi í öðru hnénu var lagaður eftir hnjask sem ég varð fyrir í leik í nóv- ember. Ég vissi að það þyrfti að laga þetta en það var reynt að sleppa við það og ýta mér af stað þegar við fór- um í æfingaferð eftir áramótin en það gekk alls ekki. Sennilega verð ég 4-6 vikur að ná mér þannig að ég ætti að geta byrjað að spila aftur í mars,“ sagði Grétar um meiðslin. Ráðlegg ekki ungum mönnum að koma hingað Þó Tyrkland tilheyri Evrópu að forminu til er stærstur hluti landsins í Asíu og borgin Kayseri, þar sem Grétar býr, er inni í miðju landi og beint í norður frá botni Miðjarð- arhafs. „Hér í Kayseri býr hátt í milljón manns og hingað tekur um átta til tíu tímu að keyra frá Istanbúl þar sem evrópsku áhrifin eru mest í landinu. Hérna er maður farinn að nálgast Sýrland, Írak og Íran og menningin og mannlífið taka mið af því. Trúar- brögðin ráða miklu, hérna eru mosk- ur á hverju strái, en engir barir eða diskótek. Ég myndi ekki ráðleggja ungum leikmönnum að koma hingað því hérna er enginn glamúr. Mér líkar þetta hinsvegar vel, hérna er hægt að einbeita sér vel að því að æfa og spila, læra nýtt tungumál og fá sem mest útúr því að vinna undir stjórn góðra þjálfara. Fólkið hérna er gott og lífs- reynslan á allan hátt skemmtileg. Aðstaðan hjá félaginu er frábær, með því flottara sem ég hef nokkurn tíma séð. Leikvangurinn er stórglæsi- legur og allt í kringum liðið,“ sagði Grétar en völlurinn, Kadir Has, er magnað mannvirki, aðeins fjögurra ára gamalt, og rúmar 33 þúsund áhorfendur. Prosinecki þjálfari sem kennir og hjálpar Þegar Grétar kom til Kayserispor var gamall samherji hans frá AZ Alkmaar í Hollandi, Shota Arveladze frá Georgíu, þjálfari liðsins. Þeirra samstarf varð þó skammvinnt því eft- ir mjög slæma byrjun liðsins í deild- inni varArveladze rekinn. Í stað hans kom Robert Prosinecki, fyrrverandi landsliðsmaður Júgóslavíu og Króat- íu, sem m.a. lék með bæði Barcelona og Real Madrid á sínum tíma. „Prosinecki er flottur þjálfari og eftir að hafa kynnst júgóslavneskum þjálfurum heima á Íslandi, bæði á Siglufirði og svo Zeljko Sankovic sem hjálpaði mér mikið áður en ég fór í at- vinnumennskuna, þá þekki ég hvern- ig þeir hugsa og starfa. Prosinecki lætur okkur æfa mikið, mun meira en áður, en hann er með skemmtilegar æfingar og það eru hugmyndir á bak- við allt. Þetta er ekki eins og á Eng- landi þar sem maður æfði bara til að æfa framan af vikunni og ekkert fór að gerast fyrr en á fimmtudegi. Hérna snýst allt um að kenna mönn- um og hjálpa og finna lausnir á hinu og þessu. Prosinecki á eftir að fara lengra, þetta er bara stökkpallur fyrir hann. Sjálfur reyni ég að læra sem mest sem gæti nýst mér síðar meir, hvort sem ég fer út í þjálfun eða einhverja aðra vinnu sem tengist fótboltanum. Ég reyni að vera opinn fyrir nýj- ungum og hef þegar lært mikið af dvölinni hérna.“ Byrjaði á að nota Google trans- late Grétar Rafn segir að tyrkneskan sé erfitt tungumál en hún sé að koma hjá sér, smátt og smátt. „Ég er bara nokkuð sleipur í tungumálum, þó kennararnir mínir á árum áður séu eflaust ekki allir á sama máli. Ég lagði hart að mér að ná valdi á þeim og er með góðan grunn til að læra ný mál. Fyrir utan tyrk- neskuna er ég að læra spænsku í fjar- námi um þessar mundir. Ég get orðið bjargað mér í öllum grunnsam- skiptum hérna í Tyrklandi, pantað mat og annað slíkt. Ef ég kæmi hing- að aleinn með flugvél myndi ég kom- ast þangað sem ég ætlaði mér. Fólkið hérna talar enga ensku að ráði og ég bjargaði mér til að byrja með á því að nota „Google translate“ í símanum!“ sagði Grétar sem áður lék í Sviss, Hollandi og Englandi og er því kom- inn með talsverða tungumálaþekk- ingu. Skoða málin í rólegheitum Grétar samdi við Kayserispor til tveggja ára í ágúst og er því samn- ingsbundinn félaginu næstu sautján mánuðina. Hann kveðst lítið vera far- inn að velta framhaldinu fyrir sér. „Ég sé bara til og skoða mín mál í rólegheitum. Ég ætla að halda áfram í fótboltanum enn um sinn, nokkrar dyr hafa þegar opnast og ef gott tæki- færi býðst til að gera samning til nokkurra ára mun ég skoða það mjög vel.“ Kayserispor er í 13. sæti af 18 lið- um í Tyrklandi, aðeins tveimur stig- um fyrir ofan fallsæti en samt aðeins átta stigum frá fjórða sætinu. Erfitt að byggja upp sjálfstraust „Við erum með geysilega sterkan leikmannahóp og gott lið, en byrj- uðum deildina hræðilega illa. Liðið komst engan veginn í gang, síðan urðu þjálfaraskipti, og þetta er allt búið að vera mjög þungt. Hérna í Tyrklandi er meira mál að rífa menn upp úr slæmu gengi en ég hef áður kynnst. Tyrkirnir eru mjög þungir yf- ir tapleikjum og það er erfitt að byggja upp sjálfstraust á ný. En liðið er það sterkt að það ætti í raun að vera að berjast um Evrópusæti. Deildin er mjög jöfn og ég er viss um að við endum í betri stöðu.“ Allt brjálað á pöllunum og dóm- ararnir með heimaliðinu „Hérna er líka gífurlegur munur á því hvort spilað er á heimavelli eða útivelli. Þegar við erum heima leggj- ast mótherjarnir í vörn, og öfugt. Umhverfið í útileikjunum er mjög erf- itt, allt brjálað á pöllunum, alls kyns drasli kastað í menn og blys og sprengjur út um allt. Dómararnir eru mjög erfiðir, þeir vilja líka vera í  Grétar Rafn Steinsson er sáttur við tilveruna og nýja lífsreynslu á framandi slóðum aðgerðar á hné  Faðmaðir og kysstir í heila viku eftir sigurleiki  Krefjandi umhver Hér verður allt vitla Knattspyrnukonan Kristín Ýr Bjarnadóttir hefur ákveðið að leika með Val í sumar og huga ekki frekar að því að spila ann- ars staðar á Norðurlöndum að sinni. Kristín fór frá Val til Avaldsnes í Noregi í fyrra og skoraði 24 mörk fyrir liðið þegar það tryggði sér sæti í úrvalsdeild- inni. Hún kom aftur heim og samdi við Val en var í síðustu viku boðið til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Mallbacken og var hjá félaginu í nokkra daga. „Niðurstaðan þar var sú að Mallbacken myndi ekki henta mér að sinni. Tvö norsk lið komu líka til greina en ég er búin að ákveða að spila með Val og tel að það sé best í stöðunni. Ég hef hug að spila aftur erlendis, en hjá Val er ég viss um að ég eigi mesta möguleika á að bæta mig sem leikmaður og vonandi að komast í landsliðið sem fer á EM,“ sagði Kristín Ýr við Morgunblaðið í gær. vs@mbl.is Kristín Ýr spilar með Val Kristín Ýr Bjarnadóttir Ulrik Wilbek, þjálfari danska karlalandsliðsins í handknatt- leik, er með magasár að því er danska handknattleiks- sambandið upplýsti í gær. Eins og frægt er mætti Wilbek ekki á blaðamannafund eftir úrslitaleikinn á HM á sunnu- daginn og bar því við að hann hefði verið svo slappur að hann hefði þurft að fara heim á hótel. Þess í stað las blaða- fulltrúi danska handknattleikssambandsins upp yfirlýsingu frá Wilbek á fyrrgreindum blaðamannafundi. Wilbek er kominn undir læknishendur heima í Danmörku og ætti þar með að fá bót meina sinna fljótlega. Wilbek greindi fréttamönnum frá því á mánudaginn að hann hefði átt erfitt með að sofa síðustu dagana á HM vegna verkja í maga. Hvort álagið á HM hafi orðið til þess að Wilbek fékk magasárið skal ósagt látið en Danir voru sem kunnugt er rassskelltir af Spánverjum í úrslita- leiknum sem Spánverjar unnu með 16 marka mun. gummih@mbl.is Ulrik Wilbek er með magasár Ulrik Wilbek Fótbolta.net mót karla B-DEILD, 2. riðill: Grótta – Grindavík ................................... 2:0 Staðan: Grótta 3 3 0 0 6:1 9 Grindavík 3 1 0 2 6:7 3 BÍ/Bolungarv. 2 1 0 1 4:4 3 Afturelding 2 0 0 2 2:6 0 Norðurlandsmót karla Kjarnafæðismótið í Boganum: Völsungur – KA 2 ..................................... 2:1 Staðan: KA 4 4 0 0 20:3 12 Þór 4 4 0 0 17:1 12 Völsungur 4 2 1 1 8:8 7 Dalvík/Reynir 4 1 2 1 14:18 5 KF 6 1 2 3 11:18 5 KA 2 5 1 0 4 12:19 3 Þór 2 5 0 1 4 10:25 1 England A-DEILD: Arsenal – Liverpool................................. 2:2 Oliver Giroud 65., Theo Walcott 67. – Luis Suárez 5., Jordan Henderson 60. Everton – WBA ........................................ 2:1 Leighton Baines 29., 45. víti – Shane Long 65. Norwich – Tottenham............................. 1:1 Wes Hoolahan 32. – Gareth Bale 80.  Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður hjá Tottenham á 87. mínútu. Fulham – West Ham ................................ 3:1 Dimitar Berbatov 10., Hugo Rodallega 49., Mladen Petric 90. – Kevin Nolan 48. Manch. Utd – Southampton.................... 2:1 Wayne Rooney 8., 27. – Jay Rodriguez 3. Reading – Chelsea ................................... 2:2 Adam Le Fondre 87., 90.+5 – Juan Mata 45., Frank Lampard 66.  Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Reading. Staðan: Man. Utd. 24 19 2 3 59:31 59 Man. City 24 15 7 2 45:19 52 Chelsea 24 13 7 4 49:24 46 Tottenham 24 12 6 6 41:29 42 Everton 24 10 11 3 37:27 41 Arsenal 24 10 8 6 48:29 38 Liverpool 24 9 8 7 42:30 35 Swansea 24 8 10 6 34:27 34 WBA 24 10 4 10 34:34 34 Stoke 24 6 12 6 24:29 30 Sunderland 24 7 8 9 27:31 29 Fulham 24 7 7 10 36:41 28 West Ham 24 7 6 11 27:36 27 Norwich 24 6 9 9 25:40 27 Newcastle 24 6 6 12 30:42 24 Southampton 24 5 8 11 31:42 23 Reading 24 4 8 12 30:45 20 Wigan 24 5 5 14 27:45 20 Aston Villa 24 4 8 12 20:46 20 QPR 24 2 10 12 18:37 16 B-DEILD: Huddersfield – Crystal Palace.................1:0 Staðan: Cardiff 28 19 3 6 50:30 60 Leicester 28 15 5 8 49:23 50 Hull 28 15 5 8 39:31 50 Watford 29 15 4 10 56:39 49 Cr. Palace 29 13 9 7 50:36 48 Middlesbro 28 15 2 11 47:39 47 Brighton 28 10 12 6 40:30 42 Burnley 29 12 6 11 44:42 42 Millwall 29 11 8 10 40:40 41 Nottingham F. 29 10 11 8 39:40 41 Leeds 28 12 5 11 39:44 41 Charlton 29 10 9 10 39:40 39 Derby 28 10 8 10 42:41 38 Spánn Bikarkeppnin, undanúrslit, fyrri leikur: Real Madrid – Barcelona......................... 1:1 Belgía Bikarkeppnin, undanúrslit, fyrri leikir: Kortrijk – Cercle Brugge................ frestað  Arnar Þór Viðarsson er leikmaður Cercle Bruggeþ Anderlecht – Genk ................................... 1:0 KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Ásgarður: Stjarnan – Snæfell ............. 19.15 Grindavík: Grindavík – Þór Þ.............. 19.15 Hertz-hellirinn: ÍR – Njarðvík............ 19.15 Borgarnes: Skallagrímur – Fjölnir..... 19.15 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót kvenna: Egilshöll: Fylkir – HK/Víkingur.............. 19 Egilshöll: Valur – KR................................ 21 Fótbolta.net mót karla: Reykjaneshöll: Njarðvík – Haukar..... 18.30 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, N1-deildin: Framhús: Fram – Valur....................... 19.30 1. deild karla: Laugardalshöll: Þróttur – Grótta ....... 18.30 SKAUTAR Norðurlandamótið í listhlaupi á skautum hefst í Egilshöll í dag en setningarathöfnin er kl. 15.15. Keppni í drengjaflokki hefst kl. 16 og í stúlknaflokki kl. 17.15. Mótið heldur síðan áfram til sunnudags. Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.