Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Steinunn Harðardóttir hafi verið heppið að fá að fara í þennan dal. Upplifunin er svipuð því að vera á Horn- ströndum vegna þess hve af- vikinn dalurinn er,“ segir Steinunn. Óspilltur dalur „Garfagnanadalur gleymdist í iðnvæðingunni ár- ið 1950 því hann þótti fjöll- óttur og torfær. Margir af þeim íbúum sem þar voru fóru annað, til Ameríku t.d. og örlög þessa dals voru svipuð og Eyrarbakka. Hann var verndaður frá umheiminum. Nú eru menn að gera út á það hvað hann er óspilltur. Þarna er t.d. verið að rækta korn- og maístegundir sem eru að verða útdauðar annars staðar,“ segir Steinunn. Dalurinn liggur á milli Apuan- Alpanna sem eru Marmarafjöll og Appenínafjallgarðsins og segir Stein- unn stefnt að því að ferðast þangað í vor. „Núna stefnum við að því að ganga frá úthlíðum Pennine- fjallanna, í gegnum dalinn og upp í Marmarafjöllin. Við förum úr 1.600 metra hæð, Penninemegin og yfir í 1.000 metra hæð við Marmarafjöllin,“ segir Steinunn. Hægt er að fara í ferð- ir á vegum gönguklúbbsins til Anda- lúsíu, Lucca-Siena, Madeira, um Dólómíta Alpana á Ítalíu, til Slóvakíu, Tenerife og Kanaríeyja. Aðspurð segir hún ferðirnar hafa gengið stórslysalaust. Þegar ný gönguleið er valin fer fram ákveðið ferli. Í fyrstu fór hún ávallt sjálf á staðinn en hún gerir það ekki í öllum tilvikum nú. „Ég er búin að koma mér upp góðum samböndum á þeim slóðum sem gönguferðirnar eru á,“ segir Steinunn. Flestir á miðjum aldri Steinunn segir flesta sem nýti sér gönguferðirnar vera fólk á miðjum aldri. „Flestir eru frá 35 ára aldri og upp úr. Í sumum ferðum er einn frídagur í miðri ferð, stundum er einn frídagur í lokin og stundum er enginn frídagur. Dagarnir eru mis- erfiðir. Í Toscana förum við einn dag- inn í vínsmökkun þar sem gengið er í gegnum ævintýralegan vínræktardal. Einn daginn förum við á markað í Castel novo di Garfagnana en á fimmtudögum er allur bærinn undir- Lagður. Svo borðum við á veitinga- stað þar sem tækifæri gefst á að borða allt það sem dalurinn býður upp á,“ segir Steinunn að lokum. Áhugasamir geta leitað sér frekari upplýsinga á vefsíðunni gonguhrolf- ur.is og vita.is/ithrottir/gonguferdir. Steinunn Harðardóttir Garfagnanadalur Gönguhópurinn horfir yfir Garfagnanadal sem nær lagðist í eyði um miðja 20. öld. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 „Það hefur gengið vel hjá okkur hér heima og mikill uppgangur enda eru Íslendingar að verða svo meðvitaðir um hversu miklu máli það skiptir hvað maður lætur ofan í sig. Þannig að ég er viss um að svona staðir eiga bara eftir að vaxa,“ segir Lukka Páls- dóttir, eigandi heilsuveitingarstað- arins Happs. Nú nýlega opnaði Lukka tvo nýja staði undir nafninu Happ juice & more, annan í Austurstræti og hinn í Lúxemborg. Lukka hafði áætlað að opna stað í nokkrum öðr- um löndum en hætti alltaf við þegar hún áttaði sig á hversu mikillar við- veru það krafðist af henni. Það var síðan þegar Anna Lísa Sigurjóns- dóttir tilkynnti henni að hún væri að flytja til Lúxemborgar og hefði áhuga á að opna stað þar að Lukka sló til. „Við kynntumst af því að hún var fastur viðskiptavinur Happs og þekkti þess vegna matinn inn og út og smám saman þróaðist þetta í samstarf. Það spilaði líka inn í að við vissum af annarri stelpu, Kristjönu Steingrímsdóttur, sem er mikill heilsukokkur. Svona ákvarðanir hafa allt með fólk að gera og ég treysti þeim svo vel fyrir rekstrinum. Við erum mjög ánægð með þetta skref í þróun á Happi, með opnun á tveimur nýjum veitingastöðum erum við að tvöfalda fjölda staða Happs. Með þessu erum við að mæta kröfum við- skiptavina okkar en mikill vöxtur hef- ur einkennt starfsemi okkar á síð- ustu árum og markmið okkar til framtíðar verður það sama og áður að stuðla að heilbrigði viðskiptavina okkar.“ Happ fyrir Lúxemborg Happ Nýi staðurinn í Lúxemborg tek- ur vel á móti svöngum gestum. Viðskiptavinur rekur veitingastaðinn Happ Girnilegt Samlok- urnar frá Happi líta bæði vel út og eru bráðhollar. Sólskálar -sælureitur innan seilingar Glæsilegir sólskálar lengja sumarið og gera sælureitinn ómótstæðilegan Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Gluggar og garðhús Nánari upplýsingar á www.solskalar .is Viðhaldsfríir gluggar og hurðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.