Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gerðu upp við þig hvað þú vilt fá
út úr tilteknu sambandi. Njóttu fé-
lagsskapar vinar sem þú hefur ekki séð
lengi.
20. apríl - 20. maí
Naut Þögnin sem ríkir á milli þín og mak-
ans í augnablikinu er nánast ærandi. Haltu
þínu striki í vinnunni og láttu engan bilbug
á þér finna.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Njóttu samvista við maka þinn
eða gamlan vin í dag. Ekki hugsa um eitt-
hvað sem lætur þér líða illa – bara það
sem lætur þér líða vel.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér hefur tekist að koma góðu
skikki á þín mál og mátt því næðisins vel
njóta. Ef þú finnur til öfundar skaltu kveða
þá tilfinningu í kútinn strax.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gættu þess að vera háttvís ef þú
stingur upp á umbótum í vinnunni. Ef þú
ert með fólki sem vill komast hjá uppgjöri
muntu þrýsta á þar til þú kemst að hinu
sanna.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þetta er ekki rétti dagurinn fyrir
samræður innan fjölskyldunnar. Settu þér
það mark að tala hreint út um hlutina.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ef þú neitar þér um nógu mikið kemur
hin hliðin ósjálfrátt upp á yfirborðið og tek-
ur af þér ráðin. Farðu varlega og það mun
skila þér meiru þegar til lengri tíma er litið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þótt erfiðleikar skjóti upp koll-
inum hér og þar eru þeir bara til að sigrast
á og þú hefur gaman af þeirri glímu. Gættu
þess þó að semja ekki um tímafrest sem
þú getur ekki staðið við.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ást, rómantík og unaður eru á
næsta leiti á komandi vikum. Eitthvað ligg-
ur í loftinu. Þú kemst að einhverju leynd-
armáli innan tíðar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er skemmtileg spenna í
loftinu í dag. Leyfðu samböndum að þróast
hægt, svo þau nái að skjóta djúpum rótum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Starfið er mikilvægt, en umfram
allt verður þú að vera hamingjusöm/samur
í vinnunni. Þú ættir líka að fara oftar út að
ganga.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það eru ýmsir möguleikar í stöð-
unni en farðu þér hægt því að flas er ekki
til fagnaðar. Talaðu aðeins við þann sem
þú treystir fullkomlega fyrir þínum málum.
Ólafur Stefánsson heyrði af þvíað Ratzinger hygðist hætta
sem páfi og örfáum mínútum síðar
skrifaði hann póst á Leirinn, póst-
lista hagyrðinga:
Margur sér til frægðar fer,
og flýtir sér til messu,
en Rómarferð til Ratzinger
rætist varla úr þessu.
Davíð Hjálmar Haraldsson svar-
aði í léttum dúr:
Ólafur sig oft lét dreyma;
aflátsförin biði sín,
en tárvotur má tefla heima
við til þess hannað postulín.
Ólafur var ekki seinn til svars:
Lífsins taflið leik ég ör,
leyni varla þessu:
Ég mun halda í frægðarför,
fá hjá páfa messu.
Maður kemur manns í stað,
mun því engu breyta
Renni djarft í helgað hlað,
heilags páfa að leita.
Þorleifur Konráðsson kastaði
fram á Boðnarmiði á fésbókinni:
Það var skálað meir og minna,
margoft við hvert lag
og djöfull sem ég fékk að finna
fyrir því í dag.
Helgi Zimsen sendi honum
kveðju:
Þorrablót á léttur leistu,
ljúfum undir hag.
Með sviðinn kjamma og súrnuð eistu
siturðu í dag.
Þá Hreinn Guðvarðarson:
Að skemmta sér við skál og syngja
er Skagfirðinga siðurinn
daginn eftir andann þyngja
ennið, brjóst og kviðurinn.
En Jón Gissurarson hafði aðra
sögu að segja: „Ég var raunar líka á
þorrablóti í gær, en var bláedrú og
fór snemma heim.
Mín er gjarna hugsun hýr
heillar sérhvert mótið,
er ég nú sem orðinn nýr
eftir þorrablótið.“
Ármann Þorgrímsson yrkir:
Eilífðina ekki skil
oft þó leita svara
úr engu verður ekkert til
og ekkert hverfur bara.
Ágúst Marinósson veltir fyrir sér
kjaradeilu hjúkrunarfræðinga:
Landspítalinn lokar senn
lífsins njótum hálfir.
Eftir það hér munu menn
mega drepast sjálfir.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af páfanum, þorrablótum
og Landspítalanum
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„PABBI, VIÐ VEIDDUM NÆSTUM ÞVÍ SVONA
STÓRAN FISK“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hann byrjar að
senda þér sæt skilaboð.
UPP
EKKI
TIL GÓÐS
ÉG ER KOMINN
MEÐ BÁTINN Í
ÞJÓNUSTUSKOÐUN!
EKKERT MÁL HERRA!
HVERS VEGNA KEMURÐU
MEÐ HANN Í SKOÐUN?
Í SKOÐUN EFTIR
HUNDRAÐASTA BARDAGANN...!
LANGAR ÞIG
Í BÍÓ OG
ÚT AÐ BORÐA?
JÁ, VIÐ
GÆTUM GERT
ÞAÐ, EÐA...
ÉG GÆTI TEKIÐ
ÚR ÞÉR HEILANN
OG SETT HANN
Í GÓRILLU!!
ALDREI DEITA
BRJÁLAÐAN
VÍSINDAMANN!
OJJJJ!
Víkverji er með málm í æðum oglét sig vitaskuld ekki vanta á út-
gáfutónleika Skálmaldar í Háskóla-
bíói síðastliðið laugardagskvöld, þar
sem nýja platan, Börn Loka, var
flutt í heild sinni. Til að gera langa
sögu stutta voru tónleikarnir mergj-
uð upplifun og gestir, sem kjaftfylltu
Háskólabíó, skemmtu sér kon-
unglega. Skálmeldingar geirnegldu
þetta!
Það eru forréttindi að vera þunga-
rokkari á Íslandi í dag og hafa að-
gang að tónleikum í þessum gæða-
flokki. Víkverji gerði satt best að
segja ekki ráð fyrir því að það ætti
eftir að gerast, alltént ekki með inn-
lendu bandi. En nú hefur það gerst í
tvígang á einu ári, útgáfutónleikar
Sólstafa í fyrra voru á sama stalli.
Allt frá því fyrri plata Skálmaldar,
Baldur, kom út fyrir jólin 2010 hefur
Víkverji verið undir þeirra oki og því
fyrirsjáanlegt að hann myndi ærast
af gleði í Háskólabíói. Í tilrauna-
skyni tók hann því aldavin sinn með
á tónleikana, mann sem feykir alla
jafna ekki flösu en er eigi að síður
mikill áhugamaður um tónlist og
ekki síður norræna goðafræði en á
þeim grunni er Skálmöld reist.
x x x
Þessi maður skemmti sér konung-lega á tónleikunum og ræddi
einkum um þrennt að þeim loknum.
Í fyrsta lagi öflugar lagasmíðar,
fluttar af spartverskri fimi. Honum
þótti bandið gríðarlega samstillt. Í
öðru lagi hreifst hann af bragnum
sem varpað var jafnóðum upp á tjald
í Háskólabíói. Taldi hann eiga sér fá-
ar hliðstæður í íslenskri dægurlaga-
textagerð. Í þriðja lagi heillaði leik-
gleði þeirra Skálmeldinga hinn góða
gest upp úr skónum. Orkan hefði
skilað sér með glæsibrag af sviðinu
og út í salinn.
Að leik loknum rölti Víkverji yfir
á barinn á Hótel Sögu til að fá sér
einn laufléttan fyrir svefninn. Á
næsta borði sat hópur bandarískra
kvenna, á að giska á bilinu 65 til 70
ára, og ræddi fjálglega um Led Zep-
pelin. „Stelpur, vissuð þið,“ sagði ein
og leit upp úr snjallsímanum, „að
Immigrant Song var samið um Ís-
land?“
Svona er Ísland í dag!
víkverji@mbl.is
Víkverji
En vér, lýður þinn og gæsluhjörð,
munum þakka þér um aldur og ævi,
syngja þér lof frá kyni til kyns.
(Sálmarnir 79:13)
Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook
Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum!
Prófaðu eitthvað nýtt,
settu ofinn vinyl á gólfið