Morgunblaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013
✝ Gísli GrétarÓlafsson, fædd-
ist í Keflavík 1.
október 1939. Hann
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 1. febr-
úar sl.
Foreldrar hans
voru Ólafur Gísla-
son frá Vesturholti
í Þykkvabæ, fædd-
ur 25.7. 1904, d.
1989 og Margrét
Guðmundsdóttir frá Norðurkoti í
Miðneshreppi, fædd 18.11. 1909,
d. 1973. Systur Grétars eru Guð-
munda Bjarný Ólafsdóttir f. 1938,
d. 2009, Jónína Margrét Ólafs-
dóttir f. 1943 og
Svanhvít Ólafsdóttir
f. 1949. Grétar ólst
upp í Keflavík en fór
16 ára á Laugarvatn
þar sem hann var í
Menntaskólanum.
Grétar stundaði nám
við Háskóla Íslands í
tannlækningum.
Grétar giftist Guð-
rúnu Elínu Sigurð-
ardóttur árið 1974,
þau skildu.
Útför hans fer fram frá Krists-
kirkju, Landakoti, í dag, 12. febr-
úar 2013, og hefst athöfnin klukk-
an 15.
Allra síðast þá á ég hér
andláti mínu að gegna,
sé þá, minn guð, fyrir sjónum þér
sonar þíns pínan megna,
þegar hann lagður lágt á tré
leit til þín augum grátandi.
Vægðu mér því hans vegna.
Þá frelsarinn í föðurins hönd,
fól nú blessaður sína önd
niður sitt höfuð hneigði fyrst
herrann, í því hann sálaðist.
Drottinn vor þannig dó á tré.
Dásemd kunni ei meiri ske.
Þú hneigðir þínu höfði ljóst,
herra, þá þú á krossi dóst.
Með því bentir þú mér það sinn
að minnast jafnan á dauða þinn.
Eins, þá ég dey, skulu augun mín
upp líta, drottinn sæll, til þín.
Fyrir þann deyð sem þoldir þú,
þig bið ég, Jesú, um það nú,
að gefi mér þín gæskan blíð
góða kristins manns dauðatíð.
Hold mitt lát hvílast hægt í frið.
Hönd þín sálunni taki við.
Svo að lifa ég sofni hægt,
svo að deyja að kvöl sé bægt,
svo að greftrast sem guðs barn hér
gefðu, sætasti Jesú, mér.
Ég lifi í Jesú nafni,
í Jesú nafni eg dey.
Þó heilsa og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt.
Í Kristí krafti eg segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þínar systur,
Jónína og Svanhvít.
Grétar frændi er loksins kom-
inn á leiðarenda. Fyrir rúmum
sjötíu árum var veikur tveggja
ára drengur færður frá fjöl-
skyldu sinni og dvaldi einn á St.
Jósefsspítala í heilt ár. Einn og
yfirgefinn, hræddur lítill peyi,
skreið upp í rúm hjá eldra fólki til
að finna sér hlýju og öryggi. Það
er erfitt að setja sig í spor þess-
arar litlu sálar. Veikindin hans
svo snemma á ævinni áttu eftir að
setja mark á líf Grétars, hann
veiktist andlega sem ungur mað-
ur og náði sér aldrei aftur. Grétar
var sérlega vel greindur, var
mjög listrænn, málaði og teiknaði
myndir og samdi tónlist. Grétar
var duglegur og þrjóskur og
seiglan hjálpaði honum oft áfram
að klífa þær hindranir sem veik-
indin færðu honum. Andlegan
styrk sótti hann í jákvæðni, trúna
og síðast en ekki síst vonina.
Hann gaf mikið til góðgerðar-
mála og þótt hann kynni ekki allt-
af að sýna það, hafði hann mikinn
kærleika fyrir öllum heiminum.
En Grétar var alltaf á förum,
hann hafði litla eirð í skinninu
sínu; litli drengurinn sem langaði
heim til fjölskyldu sinnar bjó allt-
af innra með honum. Hann talaði
sífellt um að flytja eitthvað ann-
að, flytja á annan og betri stað.
Hann talaði oft um ferðalögin
sem hann ætlaði í, störfin sem
hann ætlaði að vinna og timbur-
húsið sem hann ætlaði að byggja
sér. Jafnvel kominn á áttræðis-
aldur hélt hann í þessa von og
þessa drauma. Nú er hann Grét-
ar frændi kominn á leiðarenda,
þar sem kærleikurinn mun um-
vefja hann í eilífri hvíld.
Guð blessi þig og varðveiti
minningu þína, elsku frændi.
Sonja Margrét Scott.
Látinn er í Reykjavík í byrjun
annarrar viku í þorra vinur minn
Grétar Ólafsson. Leiðir okkar
lágu saman fyrir rúmlega þrem-
ur áratugum í gegnum hljóðfæri
mitt, klarínettuna, sem hann var
mikill áhugamaður um og hafði
lagt sig eftir að ná tökum á. Það
kom að því að ég bauð honum að
heimsækja mig í litla bláa timb-
urhúsið mitt uppi á Þórsgötu til
að spjalla um tónlist og spila sam-
an. Oftast kom hann gangandi of-
an úr Hátúni með hljóðfærið um
öxl, notaði tækifærið til að
styrkja líkamann. Honum leið vel
í timburhúsi, þoldi verr steypta
veggi. Það gladdi mig að ætíð fór
hann léttari í spori heim og hress-
ari í andanum en þegar hann
kom.
Ég gerði mér fljótt grein fyrir
því að þarna fór skarpgáfaður en
viðkvæmur maður, sem hafði oft
mátt þola andbyr í lífinu, ekki síst
vegna erfiðra veikinda allt frá
barnæsku. Við höfðum um margt
að spjalla. Hann var afar vel að
sér um klassískar tónbókmenntir
og var ástríðufullur og hrifnæm-
ur njótandi fagurrar tónlistar.
Drátthagur var hann með ágæt-
um og skildi eftir sig falleg mynd-
verk þótt aldrei hafi hann sótt
tíma í myndlist. Hann hafði unun
af því að umrita sólóverk Bachs
fyrir okkar hljóðfæri og færði
mér oft þessi nótnablöð að gjöf,
og hef ég hvorki fyrr né síðar séð
fallegri og nostursamlegri nótna-
skrift. Trúaður var hann og við
þurftum ekki að þrasa um trúmál
eins og algengt er því við vorum
báðir kaþólskir og ræddum frek-
ar og rifjuðum upp ógleymanleg-
ar klausturferðir sem hvor um
sig hafði farið í víða um álfuna.
Oft sat hann við skrifborðið þeg-
ar ég bankaði upp á hjá honum,
nú síðast á Hrafnistu í Reykjavík,
og las í biblíunni – á frönsku.
Grétar var dulur maður,
augnaráðið athugult og greindar-
legt. Hann var maður skógarins,
trjánna, og minntist oft á góða
tíma, sem hann hafði átt hjá
mætu fólki austur á Hallorms-
stað. Draumur hans var að þang-
að kæmist hann einhvern tímann
aftur. Ég þakka honum vináttuna
og björtu stundirnar, sem við átt-
um saman. Fjölskyldu hans sendi
ég innilegar samúðarkveðjur.
Í morgun flugu fuglarnir með sönginn
burt úr haustskóginum sem bíður
þögull dauða síns.
Þá boðar skrjáf í blöðum óvænt nýjan
flutning.
Vindur af súgandi hafi blæs í klarín-
ettutrén og sveigir þau til kveinstafa
yst en innar til flæðandi mýktar þar
sem skógurinn þéttist og dýpkar
og rjóðrin leggja við hlustir
en svo veikur er tónninn þá orðinn að
hann bærir hvorki kyrrð þeirra né
rauðstrengjótt blöðin.
Samt er það þessi tónn sem flýgur til
himins. Hinir hafa vetursetu í
brjóstum okkar.
(Ari Jóhannesson.)
Einar Jóhannesson.
Grétar Ólafsson
✝ Gunnar Krist-insson fæddist í
Reykjavík 10. jan-
úar 1939. Hann
varð bráðkvaddur í
Vestmannaeyjum
11. janúar sl.
Hann var sonur
hjónanna Helgu
Gunnarsdóttur og
Kristins Árnasonar
sælgætisframleið-
anda.
Móðurforeldrar voru Ingi-
björg Ágústa Einarsdóttir frá
Seltjarnarnesi og Gunnar
Brynjólfsson ættaður frá
Grindavík. Föðurforeldrar voru
Helga Níelsdóttir úr Hafnarfirði
og Árni Þor-
steinsson bíóstjóri
ættaður af Álfta-
nesi.
Systkini Gunn-
ars voru Helga f.
3.5. 1941 og Árni
og Brynjólfur en
þeir eru báðir látn-
ir.
Einginkona
Gunnars var Val-
gerður Andersen
frá Vestmannaeyjum f. 9.12.
1944. Þeim varð ekki barna auð-
ið.
Útför Gunnars fór fram 26.
janúar 2013 í kyrrþey frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum.
Eflaust hafa fyrstu skyldu-
störfin hans verið að gæta systur
sinnar, en við bjuggum þá við
umferðargötu, á Hverfisgötu 55 í
Reykjavík en það var hús föður-
fjölskyldu Helgu móður okkar.
Þar bjuggu líka afi og amma og
fleira frændfólk, jafnan var þar
margt um manninn og mikil sam-
heldni í fjölskyldunni. Ég var
rúmum tveim árum yngri en
Gunnar sem var nóg til þess að ég
leit alltaf mikið upp til hans.
Síðan fluttum við í Hlíðahverf-
ið, gengum í Austurbæjarskól-
ann, lærðum barnadansa hjá Rig-
mor í gamla Gúttó við Tjörnina
og þjóðdansa í Skátaheimilinu við
Snorrabraut og alltaf fannst mér
ég eiga flottasta dansherrann.
Hann var ótrúlega natinn við að
leyfa mér að vera með sér í öllu.
Mikið var verið í ýmsum úti-
leikjum þarna í Hlíðahverfinu
sem var að byggjast upp á þess-
um tíma og nóg af skemmtilegum
stöðum til leikja, nánast eins og
úti í sveit með Klambratúnið á
aðra hönd og Öskjuhlíðina á hina.
Þegar fjölskyldan fór í sum-
arbústað á sumrin kaus Gunnar
að fara frekar í kaupavinnu.
Hann fór í Borgarfjörðinn, í
Lundarreykjadal mörg sumur í
röð, fyrst til Ellu og Árna á
Kistufelli en síðan að Snartar-
stöðun til Jóns og Jónu. Gunnar
kunni vel við sig þarna en allt var
mjög frumstætt og fábrotið.
Hann hafði reyndar sérstakt dá-
læti á því sem var fábrotið. Hann
gekk þarna í öll störf og þótti afar
duglegur og verklaginn. Við fór-
um í heimsókn til hans og er mér
minnisstætt eldhús með moldar-
gólfi og fleira sem ég hafði ekki
séð fyrr. Þetta var alvörusveita-
bær.
Við vorum mikið í Hafnarfirði
en föðurafi okkar rak þar kvik-
myndahús, Hafnarfjarðarbíó eitt
af fyrstu bíóum á landinu. Mikið
var horft á bíó og margar mynd-
irnar lærðum við nánast utan að.
Heimilið yfir bíóinu var glæsilegt
og eru margar góðar minningar
þaðan frá ömmu, afa og Níelsi
föðurbróður okkar sem var okkur
bróðurbörnunum skemmtilegur
frændi.
Gunnar gekk í Gaggó Aust,
unglingarnir voru mikið í klíkum
á þeim árum, hann var í Fróðak-
líkunni kenndri við sjoppuna
Fróða sem var nokkurs konar
bækistöð þeirra. Þau fóru um á
mótorhjólum, flottir gæjar og
skvísur sem vöktu eftirtekt alls
staðar, og aðdáun okkar yngri
krakkanna.
Gunnar fór snemma á togara
sem seldu aflann erlendis og kom
þá færandi hendi með ýmislegt
spennandi sem var ekki komið á
mörg heimili, t.d. sjónvarpstæki
og margskonar sjaldséðan varn-
ing. Síðar tók hann Sjómanna-
skólann á einum vetri og náði sér
í skipstjórnarréttindi og eftir það
var hann lengi stýrimaður og
skipstjóri á fiskibátum og togur-
um, aðallega frá Eyjum. Hann
kynntist Völu sinni og höfðu þau
verið saman í nokkur ár þegar
þau giftu sig árið 1979, festu kaup
á húsinu við Hásteinsveg og voru
þau samhent í því að gera húsið
upp og rækta garðinn sinn.
Fengu þau hjónin viðurkenningu
fyrir snyrtilega uppgerða eign
fyrir nokkrum árum.
Valgerður hefur verið að
ganga í gegnum erfið veikindi
undanfarin ár og bið ég þess að
hún finni styrk til að takast á við
þennan missi og það sem hún er
að glíma við sjálf.
Helga Kristinsdóttir.
Gunnar
Kristinsson
Þorvaldur Jónsson, umdæm-
isfulltrúi Pósts og síma, hefur
kvatt. Ég fann fyrir söknuði.
Er ég vann hjá Pósti og síma
á Skagaströnd var Þorvaldur
Jónsson svo til mánaðarlegur
gestur þar, í eftirliti og endur-
skoðun. Þorvaldur var þægileg
og skemmtileg persóna, stór
maður með mikla rödd, samt
hlýja. Á stöðvarstjórafundum
var ekki hægt annað en að taka
eftir Þorvaldi er hann gekk í sal-
inn og rödd hans heyrðist.
Þar sem ég bjó á efri hæð
pósthússins á Skagaströnd kom
Þorvaldur Jónsson
✝ ÞorvaldurJónsson fædd-
ist á Tjörnum í
Eyjafjarðarsveit 3.
ágúst 1926. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Hlíð á Ak-
ureyri 24. janúar
2013.
Þorvaldur var
jarðsunginn frá Ak-
ureyrarkirkju 1.
febrúar 2013.
oft fyrir að sonur
minn eða dóttir
komu inn í af-
greiðsluna – trúlega
til að biðja um eitt-
hvað, vitandi að þá
væri auðveldara að
fá það því þar var
gesturinn Þorvald-
ur. Í hvert skipti
stóð Þorvaldur upp
frá pappírsfullu
borði, gekk til
krakkans, kynnti sig og heilsaði
með handabandi – beið uns
krakkinn kynnti sig og heilsaði
með handabandi. Er ég vandist
þessu hugsaði ég, já…. það er
hægt að kenna börnum.
Annað er mér minnisstætt frá
hans persónu – í hvert sinn er
hann hafði lokið verki sínu sagði
hann „nú þarf ég að hringja í
hana Rósu mína og láta hana
vita að ég sé ferðbúinn“.
Með þessum orðum vil ég
kveðja og þakka samstarfið.
Aðalbjörg Hafsteinsdóttir,
fyrrverandi stöðvastjóri
á Skagaströnd.
Kveðja frá
Sundhallarflokknum
Hann var alltaf kallaður
hrekkjusvínið í Sundhallarflokkn-
um. Nafngiftina fékk hann vegna
einbeittrar ánægju sinnar af að
koma smástríðni og glensi inn í
stundum frekar drungalega
morgna. Hann var sjálfur glettinn
og glaðvær í okkar hópi, þótt þeir
sem þekktu hann best vissu að
stutt var í alvöruna. Flestir tóku
prakkarastrikum hans með brosi,
eins og þegar hann batt saman
skóna okkar og dreifði undir vit-
lausa skápa. Þá var kalda slangan
í sturtuklefanum vopn sem beitt
var á báða bóga. Stundum voru
það skáparnir sem urðu bitbein,
en allir morgunhanar hafa sinn
ákveðna skáp í Höllinni og það
eykur ekki vinsældir neins að
biðja um vitlausan skáp. En það
gerði Jón iðulega og hafði alltaf
jafn gaman af að sjá okkur bregða.
Sumir okkar fyrtust andatak en
þeim rann strax reiðin þegar þeir
sáu kankbrosandi andlit Jóns. Allt
var þetta í glettni og gríni, gert til
að ýfa upp hugþyngsli og létta
skapið. Á uppgangsárum Sund-
hallarflokksins var Jón Reykdal
ómissandi félagi. Ef langt leið á
milli þess að hann léti sjá sig, fóru
fram umræður og bornar voru
Jón Reykdal
✝ Jón Reykdal,listmálari og
lektor við mennta-
vísindasvið Há-
skóla Íslands, lést
30. janúar á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi,
68 ára að aldri.
Jón var jarð-
sunginn frá Hall-
grímskirkju 7.
febrúar 2013.
fram fyrirspurnir
um hvað hann
dveldi. Félagar hans
úr listaheiminum, en
af þeim var nóg, fóru
á stúfana til að graf-
ast fyrir um ástæð-
ur. Það voru ekki
upplífgandi fréttir
sem okkur voru
bornar síðastliðið
misseri af líðan hans.
Við fengum sífellt
daprari fréttir sem síðan lauk með
þeirri síðustu, þegar einskis frek-
ar er spurt.
Góður dregur er fallinn frá. Við
félagarnir munum sakna hans. Án
hans er hópur okkar fátæklegri og
dauflegri. Við munum minnast
hans á viðeigandi hátt í næstu vor-
ferð á hausti komandi. Um leið og
við þökkum Jóni góðan fé-
lagsskap, færum við ástvinum
hans innilegar samúðarkveðjur.
Þröstur Ólafsson.
Kveðja frá Listvinafélagi
Hallgrímskirkju
Ljúfmennska, kímni, gott skap,
fagmennska, hugmyndaauðgi og
verkgleði eru þeir eiginleikar Jóns
Reykdal sem við í stjórn Listvina-
félags Hallgrímskirkju fengum að
kynnast á þeim 10 árum sem List-
vinafélagið naut krafta hans sem
fulltrúa myndlistar í stjórn félags-
ins. Með smitandi áhuga sínum og
metnaði fyrir hönd Hallgríms-
kirkju fékk hann marga helstu
myndlistarmenn þjóðarinnar til
að sýna í forkirkjunni.
Vinnu sína sem sýningarstjóri
myndlistarsýninga Listvina-
félagsins til ársins 2008 vann hann
endurgjaldslaust af einlægum
áhuga og innti það starf af hendi af
mikilli vandvirkni og fagmennsku.
Stórhugur hans kom hvað skýrast
fram, þegar hann hrinti í fram-
kvæmd hugmynd sinni að sýning-
unni „Mynd mín af Hallgrími“,
þar sem hann fékk 28 íslenska
myndlistarmenn til að skapa sína
mynd af Hallgrími Péturssyni eft-
ir hinni þekktu mynd Hjalta Þor-
steinssonar. Sýningin, sem var í
tilefni af 20 ára vígsluafmæli Hall-
grímskirkju og 25. starfsári List-
vinafélagsins 2006-2007, vakti at-
hygli fyrir fjölbreytni og
frumleika. Jón var sannur listvin-
ur og studdi starf Listvinafélags-
ins allt til dauðadags.
Listvinafélagið á Jóni Reykdal
stóra þökk að gjalda og verður
hans ætíð minnst með miklum hlý-
hug og þakklæti fyrir mikilvægt
framlag sitt til listalífsins í Hall-
grímskirkju.
Guð blessi minningu Jóns
Reykdal og gefi ástvinum hans
styrk í sorginni.
F.h. Listvinafélags
Hallgrímskirkju,
Inga Rós Ingólfsdóttir,
Hörður Áskelsson.
Það var á Þorláksmessu fyrir
rúmum fimm árum að Hlín dóttir
Jóns Reykdal tjáði mér að hún
vildi kynna mig fyrir foreldrum
sínum sem væru fyrir tilviljun
stödd handan við hornið. Þótti
mér þetta vera góð tíðindi kom-
andi frá stúlku sem ég hafði bund-
ið miklar vonir við þrátt fyrir að-
eins mánaðar kynni. Þegar á
fundarstað var komið var létt og
glatt yfir þeim hjónum Jóni og Jó-
hönnu og varð það mér mikill létt-
ir og fagnaðarefni.
Þetta átti eftir að verða upphaf-
ið á farsælum en því miður allt of
stuttum kynnum mínum af
tengdaföður mínum, Jóni Reyk-
dal.
Eftir að hafa verið boðið með
Hlín inná heimili þeirra Jóns og
Jóhönnu gerði ég mér grein fyrir
því að nú skyldi ég vanda mig því
hér væri á ferðinni vandað fólk. Að
ganga innum dyrnar hjá þeim
Jóni var eins og að ganga inn í
annan heim. Hvert sem litið var
blasti við framandi yfirbragð og
listræn veröld sem ég átti eftir að
skilja og meta eftir því sem ég
kynntist honum betur. Jón var
ekki bara hlýr og góður fjöl-
skyldufaðir heldur líka óvenjuleg-
ur, margbrotinn og spennandi
listamaður sem kynnti mér veröld
sem ég hafði enga hugmynd um.
Það voru mér mikil forréttindi.
Áhugasvið Jóns var víðfeðmt
og nánast ekkert honum óviðkom-
andi og afstaða hans til ýmissa
málefna einkar athyglisverð og
greinilegt var að allt sem hann
sagði var að vel athuguðu máli.
Jón var mikill fjölskyldumaður
sem kunni að meta fagurt mannlíf
og menningu. Lífsgleði virtist
vera honum eðlislæg. Hann hlakk-
aði til ævikvöldsins fyrst og
fremst til að geta fylgst með fjöl-
skyldu sinni vaxa og blómstra í
umhverfi og samfélagi sem hann
var áhugasamur um að bæta.
Besta stund í lífi mínu var þegar
ég horfði á Hlín eiginkonu mína
ganga upp að altarinu með Jóni
föður sínum. Ég vildi bara óska
þess að hann hefði getað séð Stellu
dóttur okkar leidda upp að alt-
arinu því honum hefði átt að geta
enst aldur til þess, þvílíkt hreysti-
menni sem hann var. Raunar hefði
hann átt að geta séð öll sín barna-
börn vaxa og dafna en því miður
varð svo ekki og Jón var tekinn frá
okkur öllum allt of snemma.
Á meðan ég sit hér heima í
stofu á heimili okkar Hlínar horfi
ég á myndlist Jóns Reykdal í
kringum mig og ég minnist hans
með söknuði og eftirsjá. Ég hefði
svo gjarnan viljað að börnin okkar
hefðu getað kynnst afa sínum og
öllu því merka sem hann hafði
fram að færa. Minningin um mik-
inn fjölskylduföður lifir. Bessuð sé
minning Jóns Reykdal.
Hallgrímur Stefán
Sigurðsson.