Morgunblaðið - 25.02.2013, Side 13

Morgunblaðið - 25.02.2013, Side 13
E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 6 9 0 *M ið a ð vi ð b la n d a ð a n a ks tu r BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000 Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 DACIA DUSTER – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 4.090 þús. kr. Eyðsla: 5,1 l/100 km* SKYNSAMLEG KAUP Hrikalega gott ver ð ELDSNEYTI MINNA SHIFT_ NISSAN QASHQAI – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 5.090 þús. kr. Eyðsla: 4,6 l/100 km* VINSÆLASTI SPORTJEPPINN Samkv. Umferðars tofu 2012 SUBARU XV – 4x4 Bensín, sjálfskiptur. Verð 5.590 þús. kr. Eyðsla: 6,6 l/100 km* SPARNEYTINN SUBARU Ný vél, aukinn ben sínsparnaður NÝIR SPARNEYTNIR BÍLAR ks 3,4 l/100 km* 1,5 dísil, beinskiptur. Verð 2.890 þús. kr. Í E M M / S ÍA / N M 5 6 6 9 0 *M ið a ð vi ð b la n d a ð a n a k E N N GLÆSILEGUR AUKABÚNAÐUR M.a. íslenskur leið sögubúnaður Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2013 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Þrjár fjölskyldur, einstæðar mæður frá Afganistan ásamt börnum sín- um, komu hingað til lands 25. októ- ber síðastliðinn. Þeim var hvorki vært í heimalandi sínu; Afganistan né Íran þar sem þær dvöldu, sökum ótta við ofsóknir. Ein fjölskyldan, móðir og tvær dætur, hefur komið sér fyrir í snyrtilegri íbúð í Vesturbænum. Þær hafa aðlagast vel íslenskri menningu og háttum á stuttum tíma. Þær eru brosmildar og gera sig skiljanlegar á íslensku, þrátt fyrir að hafa lært íslensku í einungis þrjá mánuði. Eldri dóttirin Zahra, 20 ára, hefur orð fyrir þeim og talar fyrir- taks ensku. Móðirin Hava, 46 ára, lætur lítið fara fyrir sér en brosir góðlega en þreytulega í senn. Yngri systirin Fereshteh, 18 ára, sér um að gesturinn hafi nóg að bíta og brenna. Hvernig var tilfinningin að koma hingað til lands? „Það batt enda á öll okkar vanda- mál og var upphafið að nýju lífi. Það var mikill léttir“, segir Zahra. Af hverju komuð þið til Íslands? „Það er slæmt ástand í Íran. Við fengum hvorki að mennta okkur né keyra bíl. Við gátum heldur ekki verið í Afganistan því þar er staða kvenna einnig mjög slæm,“ segir Zahra. Fjölskyldufaðirinn var stjórn- málamaður og honum var ráðinn bani. Hann átti enn marga óvini í Afganistan og því gat fjölskyldan ekki flutt aftur þangað. Bræður þeirra tveir eru einnig látnir. Öðrum þeirra var byrlað eitur í skólanum. „Þetta er sérstaklega erfitt fyrir móður okkar,“ segir Zahra. Þegar þessi spurning var borin upp komu djúpar hrukkur í andliti móðurinnar betur í ljós og hún ókyrrðist í sætinu. Hún beindi máli sínu til dóttur sinnar. Hún vildi skila miklu þakklæti til Íslendinga og stjórnvalda fyrir að fá að koma hing- að til lands, og svipurinn hýrnaði á ný. Zahra heldur áfram að tala um Ír- an og óréttlætið sem ríkir þar í garð kvenna. Hún lauk tveimur erfiðum inntökuprófum sem áttu að gera henni kleift að fara í háskóla en henni var meinuð innganga. Annað hefði átt að veita henni rétt til að læra til túlks og hitt var inntökupróf í læknisfræði. „Fólki frá Afganistan er ekki leyft að fara í læknisfræði í Íran. Þetta voru mikil vonbrigði fyr- ir mig því ég lagði mikið á mig til að ná þessum prófum. Ég lærði ellefu tíma á dag í lengri tíma til að ná prófinu sem er mjög þungt,“ segir Zahra. Hvernig fannst ykkur land og þjóð við fyrstu sýn? Sara segir að það hafi runnið á hana tvær grímur þegar hún leit út um gluggann á flugvélinni þegar hún lenti á Íslandi. Við blasti þétt þoka, þá velti hún því fyrir sér hvort Ísland stæði undir nafni, að hér væri bara ískalt. Í Frankfurt, þegar þær biðu eftir að komast í flug til Íslands, fræddi íranskur maður þær um að á Íslandi gengi fólk í einhvers konar „eski- móabúningum“ og hér væri alltaf kalt og snjór. Honum var víst full al- vara með fróðleiknum en þess ber að geta að hann hafði aldrei komið hingað til lands. Flóttakonurnar völdu ekki sjálfar Ísland sem áfangastað og vissu í raun fátt um land og þjóð þegar þær komu hingað. Læra íslensku af kappi Fyrir hádegi ganga þær í skóla og læra íslensku í tungumálamiðstöð- inni. Þær eru mjög ánægðar með kennsluna sem fer fram á lifandi hátt, með eldamennsku og einnig í gegnum náttúruna og göngutúra. Það er ljóst að mikill metnaður er hjá þeim að ná íslenskunni. Þegar skóladegi lýkur um hádegið fara þær heim, borða, hvíla sig og eftir það lesa þær kennslubækurnar spjaldanna á milli. Þeim gengur vel en viðurkenna að íslenskan sé nokkuð erfitt tungumál. Stelpurnar blanda aðeins íslensku og ensku saman. Zahra segir að móðir sín hafi kom- ið sér á óvart því áður hafi hún varla getað lesið persnesku en nú getur hún lesið íslensku og ensku vel. Þó að íslensku- og enskunámið gangi fyrir hjá þeim gera þær sér einnig glaðan dag, fara í búðir, bíó, skokka og rækta líkama og sál í Bað- húsinu. Þær eru sammála um að það geri þeim bara gott og systurnar horfa hlæjandi hvor á aðra. Þær rækta tengslin einnig við hin- ar fjölskyldurnar sem komu hingað á sama tíma. Stuðningsfjölskyldu sína hitta þær oft. Hún hjálpar þeim mikið og ríkir vinskapur þeirra á milli. Framtíðin er björt Næsta haust fer Zahra í mennta- skóla og stefnan er tekin á há- skólanám í tannlækningum. Eftir það vill hún læra stjórnmálafræði, fara til Afganistans og láta til sín taka í stjórnmálum og hjálpa fólkinu sínu. „Þegar ég kom hingað hafði mikil áhrif á mig að sjá hvað íslenskar konur geta gert. Íslendingar hafa sýnt mér að ef þú vilt eitthvað nógu heitt og mikið þá geturðu það. Nú finn ég að ég get það og ætla mér það!“ Fereshteh, yngri systirin, vill verða læknir. Eftir að hafa yfirgefið heimaland sitt, misst eiginmann og tvo syni lít- ur Hava björtum augum á framtíð- ina. „Framtíðin býr í dætrum mín- um, að sjá drauma þeirra verða að veruleika er nóg fyrir mig,“ segir Hava. Eitthvað að lokum? „Ég er þakklát Íslendingum fyrir að hafa haft svona mikil áhrif á mig og framtíð mína. Þegar ég bjó í Íran þá lifði ég bara frá degi til dags en núna lifi ég lífinu. Þegar ég verð tannlæknir þá ætla ég að gera fólkið mitt jafn hamingjusamt og ég er núna,“ segir Zahra kjörkuð og bjart- sýn. Morgunblaðið/Styrmir Kári Mæðgur Afganska konan Hava (fyrir miðju) og dætur hennar, Zahra og Fereshteh, komu til Íslands í október. „Upphafið að nýju lífi“  Flóttakonurnar eru þakklátar og læra íslensku af kappi  Hafa aðlagast vel íslenskri menningu á stuttum tíma Þrjár einstæðar mæður frá Afg- anistan komu hingað til lands í október 2012 í boði ríkisins. Börn þeirra eru á aldrinum 5 til 21 árs. Konurnar eru frá Afgan- istan en voru búsettar í Íran ásamt fjölskyldum sínum. Fjölskyldurnar teljast til kvótaflóttafólks, skv. skilgrein- ingu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Það þýðir að þær höfðu fengið viðurkenn- ingu á stöðu sinni sem flótta- menn utan heimalands „af ástæðuríkum ótta við ofsóknir“. Þetta er í fyrsta sinn sem tekið er á móti hópi frá Afganistan. Síðast kom kvótaflóttafólk til Íslands frá Kólumbíu árið 2010. Flóttafólk utan heimalands EINSTÆÐAR MÆÐUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.