Morgunblaðið - 26.02.2013, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.02.2013, Qupperneq 4
Í VESTURBÆNUM Kristinn Friðriksson sport@mbl.is Það verður ekki sagt annað en að öll þrjú Reykja- víkurlið Domino‘s-deildarinnar, Fjölnir, KR og ÍR, hafi valdið töluverðum vonbrigðum í vetur. KR-ingar, sem fengu ÍR í heimsókn í gær, eru hinsvegar ennþá í flotgalla á meðan Fjölnir og ÍR eiga á hættu að drukkna. ÍR voru án D‘Andre Williams og Nemanja Sovic sat á bekknum og því ekki talið líklegt fyrir leik að Breiðhyltingar fengju Óskarsverðlaun fyrir bestu frammistöðu vetrarins. Eftir þennan leik er hinsvegar ljóst að ÍR-ingar fá tilnefningu til Gullna hindbersins fyrir slælega aðkomu því þrátt fyrir kraftmikla inn- komu í byrjun leiks var aldrei spurning um enda- lok; KR gjörsigraði getulaust lið ÍR, 85:67. ÍR pressaði heimamenn frá fyrstu mínútu, allan fyrri hálfleikinn! Ég ætla ekki að gagnrýna til- raunina sem slíka en ef ÍR ætlar sér að gera þetta verða þeir að uppskera 20 stiga forskot fyrir vikið, annars er gjörningurinn tilgangslaus gegn liði sem er greinilega miklu betur mannað. ÍR-ingar voru mjög brothættir fyrir; dýptin á bekknum engin og m.a.s. var byrjunarliðið ekki fyrirfram líklegt til stórræða á útivelli. Stóru mennirnir léku lausum hala Orkueyðslan í pressunni var slík að greinileg þreytumerki voru sjáanleg á ÍR-ingum um miðjan fyrri hálfleik, en það var einmitt þá sem leiðir lið- anna tóku að skilja verulega. KR-ingar þurftu ekkert að hafa fyrir hlutunum; þegar stillt var upp í kerfi, sem gerðist ekki oft, var ákafinn slíkur hjá ÍR í vörninni að KR-ingar fóru auðveldlega framhjá þeim með göngugrind og ekki var fyr- irstaðan meiri þegar inni í teig kom. Stóru menn- irnir hjá KR áttu sannkallaðan „hagadag“ (enska, „field day“); þ.e., Kristófer Acox og Finnur Magn- ússon fengu að leika lausum hala, hýrir og sælir, um opin engi sem var vörn ÍR-inga inni í teig. Leiknum lauk í raun um miðjan annan hluta en lokanaglinn kom á fyrstu tveimur mínútunum í seinni hálfleik þegar leiftursóknir KR breyttu hálfleikstölunum 55:42 í 69:46. Í kjölfarið komu svo leiðinlegar ruslamínútur því orkulausir ÍR- ingar áttu ekki mannskap til að storka örlögum sínum. Það má alveg velta fyrir sér að ÍR hefði getað stolið þessum sigri ef þjálfarar liðsins hefðu ákveðið að spila svæðisvörn, pakkað inn í teig og látið skyttur KR-inga freista gæfunnar fyrir utan teig því afleiðingar pressuvarnarinnar voru þær að KR fékk alltof auðveld skot; 77% nýting í tveggja stiga skotum í fyrri hálfleik er ávísun á sigur. Þegar þú teflir fram svona áberandi lélegri mannskap, eins og ÍR gerði í gær, er pressuvörn einfaldlega kokhraustur gúmmítékki sem þú færð aftur í andlitið. ÍR er í þeirri stöðu að þurfa að stela stigum en ekki gefa þau frá sér. Það tók KR 15 mínútur áður en liðið fór að reykspóla á andliti reynslulítilla ÍR-inga sem voru einfaldlega ekki nægilega góðir til að mótmæla slíkri meðferð. Er- ic Palm var eini leikmaður gestanna sem eitthvað gat, Sveinbjörn Claessen má ekki eiga svona lé- legan leik aftur og ÍR þarf Sovic og Williams aftur inn til þess að eiga raunhæfan möguleika á áfram- haldandi veru í deildinni. Því miður, þá held ég að Kassandra sé á leiðinni upp í Breiðholtið. ÍR er á leiðinni niður Morgunblaðið/Golli Sterkur Kristófer Acox skoraði 17 stig fyrir KR-inga og fer hér framhjá Vilhjálmi Theodór Jónssyni, sem gerði 16 stig fyrir ÍR-inga. KR vann öruggan sigur í Reykjavíkurslagnum. - KR þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigri á heimavelli - Eru áfram í 6. sæti en ÍR-ingar sitja ráðalausir í neðsta sæti - Reykjavíkurliðin valda vonbrigðum 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013 KR – ÍR 85:67 DHL-höllin, Dominos-deild karla: Gangur leiksins: 8:5, 15:10, 20:16, 23:22, 30:27, 39:33, 45:36, 53:42, 67:46, 69:46, 73:47, 75:55, 77:60, 82:62, 83:66, 85:67. KR: Finnur Atli Magnússon 23/7 fráköst, Kristófer Acox 17/7 fráköst/3 varin skot, Helgi Már Magnússon 13/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 9/4 fráköst, Brandon Rich- ardson 7/7 fráköst/9 stoðsendingar, Brynj- ar Þór Björnsson 6/5 stoðsendingar, Dars- hawn McClellan 6/8 fráköst, Martin Hermannsson 2/6 fráköst, Darri Freyr Atlason 2. Fráköst: 36 í vörn, 11 í sókn. ÍR: Eric James Palm 28/4 fráköst, Vil- hjálmur Theodór Jónsson 16/4 fráköst, Tómas Aron Viggósson 6, Ellert Arnarson 5, Hjalti Friðriksson 4, Sveinbjörn Claes- sen 4, Þorgrímur Emilsson 2/7 fráköst, Þorvaldur Hauksson 2/5 fráköst. Fráköst: 20 í vörn, 8 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Björgvin Rúnarsson, Ísak Ernir Kristinsson. Tindastóll – Snæfell 81:79 Sauðárkrókur, Dominos-deild karla: Gangur leiksins: 0:5, 9:12, 15:19, 21:19, 26:27, 30:35, 32:41, 39:46, 42:46, 47:50, 54:52, 61:59, 63:63, 67:65, 73:71, 81:79. Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 23/6 frá- köst, Tarick Johnson 21, George Valentine 12/11 fráköst, Drew Gibson 8/6 stoðsend- ingar, Svavar Atli Birgisson 5, Helgi Freyr Margeirsson 5, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 2/4 fráköst. Fráköst: 16 í vörn, 11 í sókn. Snæfell: Jay Threatt 30/4 fráköst/5 stoð- sendingar, Ryan Amaroso 16/16 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 10, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/5 fráköst, Jón Ólafur Jóns- son 8, Sveinn Arnar Davíðsson 4/4 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 2, Ólafur Torfa- son 1/5 fráköst. Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn. Dómarar: Davíð Kr. Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Davíð Tómasson. Skallagrímur – Keflavík 75:68 Borgarnes, Dominos-deild karla: Gangur leiksins: 2:8, 13:13, 17:17, 22:21, 30:32, 36:34, 38:36, 44:36, 48:38, 55:46, 60:48, 62:50, 62:50, 62:50, 62:50, 62:50. Skallagrímur: Carlos Medlock 20/4 frá- köst/5 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergs- son 15/6 fráköst, Hörður Helgi Hreiðars- son 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigmar Egilsson 7, Davíð Ásgeirsson 6, Trausti Ei- ríksson 4/8 fráköst, Birgir Sverrisson 2. Fráköst: 18 í vörn, 11 í sókn. Keflavík: Michael Craion 17/9 fráköst, Darrel Keith Lewis 15/6 fráköst, Billy Baptist 5/6 fráköst, Hafliði Már Brynjars- son 4, Valur Valsson 4, Almar Guðbrands- son 3/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 2. Fráköst: 19 í vörn, 11 í sókn. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Sig- mundur Már Herbertsson. Staðan: Grindavík 18 14 4 1749:1563 28 Þór Þ 18 13 5 1669:1529 26 Snæfell 18 13 5 1766:1583 26 Keflavík 18 12 6 1657:1583 24 Stjarnan 18 11 7 1699:1599 22 KR 18 10 8 1556:1539 20 Njarðvík 18 9 9 1600:1548 18 Skallagrímur 18 7 11 1440:1565 14 Tindastóll 18 6 12 1439:1543 12 KFÍ 18 5 13 1596:1784 10 Fjölnir 18 4 14 1507:1694 8 ÍR 18 4 14 1495:1643 8 NBA-deildin Dallas – LA Lakers ............................ 99:103 Minnesota – Golden State ................. 99:100 Miami – Cleveland............................ 109:105 New Orleans – Sacramento............... 110:95 Brooklyn – Memphis............................ 72:76 New York – Philadelphia..................... 99:93 Phoenix – San Antonio......................... 87:97 Portland – Boston................................. 92:86 Oklahoma City – Chicago .................. 102:72 Staðan í Austurdeild: Miami Heat 54 40 14 74,1% Indiana Pacers 56 35 21 62,5% New York Knicks 53 33 20 62,3% Brooklyn Nets 57 33 24 57,9% Atlanta Hawks 54 31 23 57,4% Chicago Bulls 56 32 24 57,1% Boston Celtics 56 29 27 51,8% Milwaukee Bucks 54 26 28 48,1% Toronto Raptors 56 23 33 41,1% Philadelphia 76ers 54 22 32 40,7% Detroit Pistons 58 22 36 37,9% Cleveland Cavs 56 18 38 32,1% Washington Wizards 54 17 37 31,5% Orlando Magic 56 15 41 26,8% Charlotte Bobcats 56 13 43 23,2% Staðan í Vesturdeild: San Antonio Spurs 58 45 13 77,6% Oklahoma City 56 41 15 73,2% Los Angeles Clippers 58 40 18 69,0% Memphis Grizzlies 55 37 18 67,3% Denver Nuggets 57 35 22 61,4% Golden St. Warriors 56 33 23 58,9% Utah Jazz 56 31 25 55,4% Houston Rockets 58 31 27 53,4% Los Angeles Lakers 57 28 29 49,1% Portland T-Blazers 56 26 30 46,4% Dallas Mavericks 55 25 30 45,5% Minnesota T-wolves 53 20 33 37,7% New Orl. Hornets 57 20 37 35,1% Sacramento Kings 57 19 38 33,3% Phoenix Suns 57 18 39 31,6% körFuBolti Skallagrímur og Tindastóll stigu í gærkvöld stór skref í áttina að áframhaldandi dvöl í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með óvænt- um sigrum. Skallagrímur lagði Keflavík í Borgarnesi, 75:68, en Keflvíkingar höfðu unnið sjö síðustu leiki sína í deildinni og voru á mikilli siglingu. Tindastóll tók á móti Snæfelli, sem hefur líka verið á sigurbraut undanfarið, og Sauðkrækingar knúðu fram sigur, 81:79, eftir spennuþrungnar lokasekúndur. Helgi Rafn Viggósson skoraði síð- asta stigið úr vítaskoti en hann gerði 23 stig fyrir Tindastól í leikn- um. Snæfelli mistókst þar með að komast að hlið Grindvíkinga á toppi deildarinnar. Þessi úrslit þýða að Skallagrím- ur og Tindastóll eru nánast komin í einvígi um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni, enda þótt KFÍ geti þó enn blandað sér í þann slag. Það verður hinsvegar væntan- lega hlutskipti KFÍ að slást við Fjölni og ÍR um áframhaldandi sæti í deildinni en tvö af þessum þremur fara niður að óbreyttu. Fjórum umferðum er ólokið. vs@mbl.is Dýrmætir sigrar Skallagríms og Tindastóls Við léttum þér lífið F A S TU S _H _0 5. 01 .1 3 Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 | Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 WWW.FASTUS.IS Stuðningshandföng Göngugrindur Griptangir Salernis- og sturtustólar Fastus ehf. býður upp á heildarlausnir innan endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja. Í verslun Fastus að Síðumúla 16, 2. hæð er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum. Sérhæft fagfólk á sviði endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á vörum fyrir einstaklinga og stofnanir. Komdu og skoðaðu úrvalið - við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.