Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 2
FÓTBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðs- þjálfari kvenna í knattspyrnu, fer með afar leikreyndan hóp í Algarve- bikarinn í Portúgal í næstu viku. Hann tilkynnti 23 manna hóp sinn fyrir mótið í gær og í honum eru sjö leikmenn sem hafa spilað meira en 50 landsleiki, sex- tán sem eiga meira en 20 landsleiki að baki. Í hópnum eru jafnframt 14 af þeim 18 konum sem eru í atvinnu- mennsku erlendis um þessar mundir. Eitt nafn vantar þó af þeim sem myndað hafa kjarna íslenska landsliðs- ins undanfarin ár. Margrét Lára Við- arsdóttir, sem hefur skorað 69 mörk í 86 landsleikjum, verður fjarri góðu gamni og missir í fyrsta sinn af móti með landsliðinu. Hún er í endurhæf- ingu eftir uppskurð á læri fyrr í vetur og stefnir á að vera komin í stand fyrir úrslitakeppni EM í Svíþjóð í sumar. Ólína G. Viðarsdóttir kemur aftur inní hópinn en hún lék ekkert á síðasta ári vegna barnsburðar. Þá er Guðný B. Óðinsdóttir með á ný en hún missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla. Einn nýliði er í hópnum en það er Birna Kristjánsdóttir, markvörður Breiðabliks. Hún fyllir skarð Söndru Sigurðardóttur úr Stjörnunni sem er frá keppni í bili vegna meiðsla. Hópurinn er þannig skipaður, lið og landsleikir/mörk innan sviga: Markverðir: Þóra B. Helgadóttir (Malmö, 92), Guðbjörg Gunnarsdóttir (Avaldsnes, 21), Birna Kristjánsdóttir (Breiðabliki, 0). Aðrir leikmenn: Katrín Jónsdóttir (Umeå, 122/21), Edda Garðarsdóttir (Chelsea, 97/4), Dóra María Lárus- dóttir (Val, 83/15), Hólmfríður Magn- úsdóttir (Avaldsnes, 76/30), Ólína G. Viðarsdóttir (Chelsea, 55/2), Sara B. Gunnarsdóttir (Malmö, 54/12), Katrín Ómarsdóttir (Liverpool, 48/8), Rakel Hönnudóttir (Breiðabliki, 43/2), Sif Atladóttir (Kristianstad, 43/0), Fanndís Friðriksdóttir (Kolbotn, 33/2), Hallbera G. Gísladóttir (Piteå, 33/1), Guðný B. Óðinsdóttir (Kristianstad, 32/0), Dagný Brynjarsdóttir (Val, 23/3), Harpa Þor- steinsdóttir (Stjörnunni, 23/1), Mist Edvardsdóttir (Avaldsnes, 8/0), Gunn- hildur Yrsa Jónsdóttir (Arna-Björnar, 7/0), Elísa Viðarsdóttir (ÍBV, 4/0), Sandra M. Jessen (Þór, 3/2), Elín Metta Jensen (Val, 2/0), Glódís Perla Viggós- dóttir (Stjörnunni, 2/0). Reynslumikið lið fer til Algarve - Sjö leikmenn með meira en 50 landsleiki - Fjórtán í hópnum spila erlendis Á AKUREYRI Andri Yrkill Valsson sport@mbl.is Vorvindarnir eru snemma á ferð- inni í ár og blésu duglega fyrir norðan í gær. Hvort það hafi gefið Akureyringum þann meðbyr sem hefur vantað stóran hluta tímabilsins er óvíst, en sama hvort það var vorloftinu að þakka eða ekki þá er alveg greinilegt að þungu fargi er létt af liðinu eftir sigur 29:24, á FH. „Það er alveg satt, enda langt síðan við unnum síðast,“ sagði Bergvin Þór Gíslason, leikmaður Akureyrar, og hitti þar sannarlega naglann á höfuðið, en þetta var fyrsti sigurleikur liðsins í deildinni síðan um miðbik nóv- embermánaðar. Fögnuður liðsins var líka ósvikinn í leikslok og ómaði hið fræga meistaralag Queen um salinn þegar menn féllust í faðma. Akureyringar voru sprækir í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik og voru yfir að honum lokn- um, 13:9. Vörnin var heildsteypt og gerði sérstaklega vel í að loka á skot fyrir utan sem kom sér illa fyr- ir Ragnar Jóhannsson og félaga í sókn FH-inga. Í síðari hálfleik þorðu Hafnfirðingar þó frekar að taka af skarið og um miðbik hálf- leiksins komust þeir yfir í fyrsta skipti. Margir áttu þá líklega von á að Akureyringar myndu brotna eft- ir allt mótlætið á tímabilinu en svo var aldeilis ekki. Með Bergvin í broddi fylkingar og Jovan Kukubat í stuði í markinu gegn fullbráðum FH-ingum héldu heimamenn haus og fögnuðu eins og áður segir lang- þráðum sigri þegar lokaflautið gall. „Við höfum verið frekar óheppnir en það small allt í dag. Vörnin var góð í fyrri hálfleik, Jovan var öfl- ugur í markinu og svo virtist ekki skipta máli hvert ég skaut, það end- aði allt inni. Þetta var bara einn af þessum dögum,“ sagði Bergvin, en hann átti stórfínan leik í sókninni og var markahæstur með 9 mörk. Eftir að hafa verið viðloðandi liðið undanfarin tímabil hefur hann feng- ið aukna ábyrgð í vetur og þá sér- staklega vegna þeirra meiðslavand- ræða sem herjað hafa á norðanmenn. Hann hefur þó svarað kallinu með prýði og aðspurður var hann bara nokkuð ánægður. Alltaf hægt að gera betur „Það er auðvitað alltaf hægt að gera betur. Við höfum lent í miklum meiðslum svo það hefur komið meiri ábyrgð á okkur ungu strák- ana en ég er búinn að vera þokka- lega ánægður með mitt framlag,“ sagði Bergvin. FH-ingar hafa verið á miklu skriði undanfarið en þeim var sannarlega kippt niður á jörðina í þessum leik. Þeir voru mjög dapr- ir framan af og þá sérstaklega í sókninni, en það verður þó að hrósa þeim fyrir þann styrk sem liðið sýndi í að koma til baka í síðari hálfleik. En það tekur sinn toll að þurfa að elta stóran hluta leiksins og gerðu Akureyringar vel að ganga á lagið undir lokin og sigldu örugglega fram úr á ný. Deildin er mjög jöfn þetta árið og þrátt fyrir brösugt gengi á tímabilinu og langt frá síðasta sigurleik hafa Akureyr- ingar þó enn möguleika á sæti í úr- slitakeppninni. „Ég held að öll lið horfi þangað. Næst á dagskrá hjá okkur er leik- urinn við ÍR á laugardaginn og það er algjör úrslitaleikur fyrir okkur,“ sagði Bergvin í leikslok. Sigurdans var stiginn nyrðra - Fyrsti deildarsigur síðan í nóvember Bergvin Þór Gíslason Í BREIÐHOLTI Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Heimasigrarnir þrír hjá ÍR í N1-deild- inni í handbolta eftir áramót hafa ekki verið fyrir hjartveika. Breiðhyltingar unnu Val með marki á síðustu sekúnd- unni í fyrsta leik nýs árs, Haukar voru lagðir að velli með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var liðinn og svipuð spenna var á boðstólum þegar ÍR vann Val, 25:23, í Austurbergi í gærkvöldi. Valsmenn voru komnir í góða stöðu, 21:18, þegar þrettán mínútur voru eftir en þá mætti Davíð Georgsson til leiks af bekknum, skoraði fjögur mörk í röð, og kom ÍR yfir, 22:21. Heimamenn voru svo sterkari á endasprettinum og Sig- urjón Friðbjörn Björnsson tryggði lið- inu sigur, 25:23, þegar tíu sekúndur voru eftir. Mikilvægur sigur hjá ÍR í baráttunni um fjórða sætið, það síðasta sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni, en Breiðhyltingar eru ósigraðir á heima- velli á árinu. Áttum að vinna alla leikina Þetta var stærsta tap Vals eftir ára- mót en liðinu gengur ekkert að vinna leiki. Hlíðarendapiltar hafa ekki bragð- að á sigri í deildinni síðan í byrjun nóv- ember á síðasta ári. Eftir áramót hefur liðið gert tvö jafn- tefli og tapað með einu og tveimur mörkum. Lokaspretturinn hefur ekki verið sterkur hjá Valsmönnum. „Þetta er búið að gerast í öllum leikj- unum eftir áramót. Það er eins og við höfum þetta ekki í okkur síðustu fimm mínúturnar. Við áttum að vinna alla þessa leiki eftir áramót en klikkum allt- af á síðustu mínútunum,“ sagði Gunnar Malmquist, hornamaður Vals og fremsti maður í 3:2:1-vörn liðsins, við Morgunblaðið eftir leikinn. Innkoma Davíð Georgsson, leikmaður ÍR, sem hér brýst fram hjá Gunnari Malmquist í vörn Vals skoraði fjögur mörk í röð fyrir ÍR á mikilvægum tímapunkti sem lagði grunninn að sigri Breiðhyltinga. „Ekki séns að V - Valsmenn í vondum málum á botni deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013 England West Ham – Tottenham .......................... 2:3 Andy Carroll 25.(víti), Joe Cole 58. – Ga- reth Bale 13., 90., Gylfi Þór Sigurðsson 76. - Gylfi kom inná hjá Tottenham á 56. mín. Staðan: Man. Utd. 27 22 2 3 64:31 68 Man.City 27 16 8 3 50:24 56 Tottenham 27 15 6 6 47:32 51 Chelsea 27 14 7 6 55:30 49 Arsenal 27 13 8 6 52:30 47 Everton 27 10 12 5 41:34 42 WBA 27 12 4 11 38:36 40 Liverpool 27 10 9 8 49:34 39 Swansea 27 9 10 8 38:34 37 Stoke 27 7 12 8 26:32 33 Fulham 27 8 8 11 37:42 32 Norwich 27 7 11 9 27:41 32 Newcastle 27 8 6 13 38:48 30 West Ham 27 8 6 13 31:41 30 Sunderland 27 7 8 12 29:36 29 Southampton 27 6 9 12 38:49 27 Wigan 27 6 6 15 33:51 24 Aston Villa 27 5 9 13 26:52 24 Reading 27 5 8 14 33:51 23 QPR 27 2 11 14 19:43 17 Ítalía Lazio – Pescara........................................ 2:0 - Birkir Bjarnason lék allan leikinn með Pescara. Udinese – Napoli ...................................... 0:0 Staðan: Juventus 26 18 4 4 53:17 58 Napoli 26 15 7 4 46:21 52 Lazio 26 14 5 7 37:29 47 AC Milan 26 13 6 7 45:32 45 Inter Mílanó 26 13 5 8 41:34 44 Fiorentina 25 12 6 7 45:30 42 Catania 26 12 6 8 34:31 42 Roma 26 12 4 10 54:47 40 Udinese 26 9 10 7 35:34 37 Sampdoria 26 9 6 11 33:30 32 Parma 26 8 8 10 32:35 32 Torino 26 7 11 8 32:32 31 Cagliari 26 8 7 11 32:44 31 Chievo 26 8 5 13 26:42 29 Atalanta 26 8 5 13 24:38 27 Bologna 25 7 5 13 33:35 26 Genoa 26 6 8 12 26:37 26 Siena 26 7 6 13 27:37 21 Pescara 26 6 3 17 20:53 21 Palermo 26 3 11 12 22:39 20 Spánn Levante – Osasuna ................................... 0:2 Staðan: Barcelona 25 22 2 1 82:28 68 Atl. Madrid 25 18 2 5 48:23 56 Real Madrid 25 16 4 5 62:23 52 Málaga 25 12 6 7 37:24 42 Valencia 25 12 5 8 36:37 41 R. Sociedad 25 11 7 7 41:31 40 Real Betis 25 12 3 10 34:35 39 Rayo Vallecano 25 12 1 12 34:43 37 Getafe 25 10 5 10 35:44 35 Levante 25 10 4 11 30:38 34 R. Valladolid 25 9 6 10 34:33 33 Sevilla 25 9 5 11 34:37 32 Espanyol 25 8 7 10 31:35 31 Osasuna 25 7 7 11 22:27 28 Granada 25 7 5 13 24:36 26 Ath.Bilbao 25 7 5 13 30:50 26 R. Zaragoza 25 7 4 14 25:36 25 Celta 25 6 5 14 24:32 23 Mallorca 25 4 6 15 24:48 18 Dep. La Coruna 25 3 7 15 29:56 16 knattSpyrna Höllin, Akureyri, úrvalsdeild karla, N1- deildin, mánudag 25. febrúar 2013. Gangur leiksins: 1:0, 3:1, 5:3, 8:5, 10:8, 13:9, 14:12, 17:16, 19:20, 22:22, 25:23, 29:24. Mörk Akureyrar: Bergvin Þór Gísla- son 9, Geir Guðmundsson 5, Heimir Örn Árnason 4/3, Guðmundur Hólm- ar Helgason 4, Heiðar Þór Að- alsteinsson 4, Halldór Tryggvason 2, Valþór Guðrúnarson 1. Varin skot: Jovan Kukobat 19/1 (þar af 4 til mótherja), Stefán Guðnason 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH: Ragnar Jóhannsson 6, Ein- ar Rafn Eiðsson 4/2, Ásbjörn Frið- riksson 4, Magnús Óli Magnússon 3, Ísak Rafnsson 2, Atli Rúnar Stein- þórsson 2, Andri Berg Haraldsson 2, Þorkell Magnússon 1. Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 13 (þar af 3 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Hlynur Leifsson. Áhorfendur: 526. Akureyri – FH 29:24 N1-deild karla Akureyri – FH ...................................... 29:24 ÍR – Valur.............................................. 25:23 Afturelding – Haukar .......................... 13:16 Staðan: Haukar 17 14 1 2 421:359 29 FH 17 11 1 5 436:424 23 Fram 17 10 1 6 453:424 21 ÍR 17 8 1 8 439:452 17 Akureyri 17 6 2 9 413:424 14 HK 17 5 3 9 415:435 13 Afturelding 17 4 2 11 403:444 10 Valur 17 2 5 10 406:424 9 18. umferð: 28.2. FH – Afturelding 28.2. Haukar – HK 28.2. Valur – Fram 02.3. ÍR – Akureyri 19. umferð: 14.3. Akureyri – Valur 14.3. HK – FH 14.3. Afturelding – ÍR 14.3. Fram – Haukar 20. umferð: 21.3. FH – Fram 21.3. ÍR – HK 21.3. Akureyri – Afturelding 21.3. Haukar – Valur 21. umferð: 25.3. Haukar – FH 25.3. Fram – ÍR 25.3. HK – Akureyri 25.3. Valur – Afturelding HandBolti HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, N1-deildin: Varmá: Afturelding – Fram ................ 19.30 1. deild karla: Laugardalshöll: Þróttur – Grótta ....... 18.30 Selfoss: Selfoss – Fjölnir ..................... 19.30 Í kvöld!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.