Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 3
Ljósmynd/Algarvephotopress Leikreyndar Katrín Jónsdóttir og Þóra B. Helgadóttir eiga samanlagt á þriðja hundrað landsleiki að baki fyrir Íslands hönd. Þær spila á Algarve. Á VARMÁ Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Eftir að reglum var breytt í nútíma- handbolta, meðal annars með hraðri miðju, er sjaldséð að lið skori minna en 20 mörk í leik. Enn sjaldséðara er að lið skori minna en 15 mörk í leik. Það hefur hinsvegar Mosfellingum tekist í tveimur síðustu leikjum sín- um í N1-deildinni í handknattleik. Þeir skoruðu aðeins 12 mörk gegn Fram á fimmtudagskvöldið og að- eins 13 gegn Haukum í gær. Aftur- elding hefur því aðeins skorað 25 mörk á síðustu 120 mínútum. Hauk- ar gerðu þó lítið betur en lokatölur voru 16:13 en með sigrinum bættu Haukar við forskot sitt á toppi deild- arinnar. Úrslitin eru ekki síður merkileg fyrir þær sakir að svo langt sem töl- fræðin nær á vef HSÍ eða aftur til 1994 hafa liðin alltaf náð að skora 30 mörk eða meira. Afturelding komst nálægt þessu meti árið 1995 þegar liðið fór norður yfir heiðar og keppti við KA. Lokatölur í þeim leik voru 17:17 og því 34 mörk skoruð. Slakur handboltaleikur Þó að Haukar hafi unnið var leik- ur þeirra uppfullur af mistökum, sérstaklega í sókninni. Mikið hefur verið rætt og ritað um sóknina hjá lærisveinum Arons Kristjánssonar sem hafði eftirfarandi um málið að segja. „Okkur fannst við vera búnir að vinna vel í því undanfarið og búið að ganga ágætlega í tveimur síðustu leikjum. Sóknarleikurinn var aldrei góður í þessum leik og í raun var þetta bara slakur handboltaleikur.“ Aron hældi þó varnarleik og markvörslu sinna manna en Aron Rafn Eðvarðsson landsliðs- markvörður var án nokkurs vafa besti maður Hauka. Það sama má segja um markvörð Aftureldingar Davíð Svansson, hann var besti mað- ur heimamanna. Það er hinsvegar ótrúlegt hvað leikur Hauka hefur verið þunglama- legur eftir áramót. Það virðist vanta allt sjálfstraust þegar kemur að sóknarleiknum og mikið um ein- staklingsframtak sem virkar ekki og í gær voru barnaleg mistök alltof al- geng. Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, gerir sér fulla grein fyrir því að fjarvera manna sem eru á meiðslalistanum er liðinu erfið. Hann sagði þó að ungir og efnilegir strákar nytu að sama skapi góðs af því. Spurður hvort von væri á ein- hverjum leikmönnum fyrir næsta leik gegn FH sagði Reynir svo ekki vera. „Það er hugsanlegt að við end- urheimtum Sverri Hermannsson og Örn Inga Bjarkason í þarnæsta leik. Það er þó ólíklegra með Örn Inga.“ Söguleg úrslit í Mosfellsbæ - Haukar sigruðu í 29 marka leik Morgunblaðið/Ómar Bestur Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan leik í marki Hauka. Honum var mikið niðri fyrir þegar hann gaf sig á tal við blaðamann enda skildi hann allt sem hann átti eftir úti á vellinum en uppskar ekkert frekar en aðrir Valsmenn sem börðust svo sann- arlega eins og hetjur. „Við gefum okkur alla í þessa helvítis leiki en bara ekki síðustu mínúturnar. Okkur vantar bara herslumuninn. Það vantar þetta hjarta í okkur til að klára leikina. Við erum með mannskapinn en okkur vantar hjartað!“ sagði Gunnar sem tekur ekki í mál að fara með Hlíð- arendastórveldið niður um deild. „Það er ekki séns að Valur falli. Það er bara of stórt félag til þess – það er stranglega bannað!“ sagði Gunnar Kristinn Malmquist ákveðinn. Morgunblaðið/Kristinn Ekki séns að Valur falli“ ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013 Hans Lind-berg, hinn dansk-íslenski hornamaður HSV Hamburg, er markahæstur í Meistaradeild Evrópu í hand- knattleik þegar riðlakeppnin er að baki. Hans skoraði alls 69 mörk í tíu leikjum í riðlakeppninni en lið hans varð efst í A-riðli með 16 stig. Annar er Gasper Margur, leikmaður Celje Lasko í Slóveníu, með 65 mörk og Frantisek Sulc hjá Pick Szeged í Ungverjalandi skoraði 62 mörk. Ís- land á ekki leikmann í hópi tíu markahæstu að þessu sinni. - - - Jón ArnórStefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, tognaði á ökkla á æfingu hjá liði sínu CAI Zara- goza á Spáni á fimmtudaginn og missti af þeim sökum af síðasta leik liðsins um helgina. Samkvæmt frétt á heima- síðu félagsins eru meiðslin ekki talin alvarleg að mati lækna sem skoðuðu Jón á föstudaginn. Meiðslin ættu því ekki að halda Jóni lengi frá æfingum en hann hefur verið nokkuð óhepp- inn með meiðsli eftir áramót og gat til að mynda lítið beitt sér í Kon- ungsbikarnum í febrúar. - - - Atli Jóhannesson og Rakel Jó-hannesdóttir, bæði úr TBR, urðu um helgina Reykjavíkur- meistarar í einliðaleik í badminton. Atli vann í úrslitum Ragnar Harð- arson, ÍA, 21:13 og 21:17. Hann vann einnig í tvíliðaleik karla ásamt bróð- ur sínum Helga Jóhannessyni. Þeir bræðurnir unnu Birki Stein Erlings- son og Róbert Þór Henn, TBR, 21:16 og 21:14. Rakel vann í úrslitum Sigríði Árnadóttur, TBR, 21:10 og 21:7. Rakel og Elín Þóra Elíasdóttir, TBR, urðu Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik kvenna eftir að hafa sigr- að í úrslitum Margréti Jóhanns- dóttur og Söru Högnadóttur, TBR, eftir oddalotu 21:14, 23-21 og 21:15. Tvenndarleik unnu Helgi og Elín Þóra eftir sigur á Margréti og Daní- el Thomsen, TBR, 21:14 og 21:16. - - - Vala Rún B.Magn- úsdóttir úr Skautafélagi Reykjavíkur sigr- aði nokkuð örugglega í ung- lingaflokki A á Vetrarmóti ÍSS sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Er þetta þriðji sigur Völu í röð. Í unglingaflokki B sigraði Hekla Hallgrímsdóttir úr Birninum. Elísabet Ingibjörg Sæv- arsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar hafði talsverða yfirburði í stúlkna- flokki A en í stúlknaflokki B sigraði Eva Dögg Sæmundsdóttir úr Birn- inum. Alls kepptu 67 einstaklingar frá skautafélögunum þremur í mótinu. - - - Ísland hlaut þrjá meistaratitla áNorðurlandamóti unglinga í kraftlyftingum með hjálparbúnaði sem fram fór í Ármannsheimilinu á laugardaginn. Sindri Freyr Arn- arsson úr Massa varð Norð- urlandameistari í -66,0 kg unglinga- flokki karla og Guðfinnur Snær Magnússon úr Breiðabliki vann tit- ilinn í -120 kg flokki. Fanney Hauks- dóttir úr Gróttu sigraði í -57 kg flokki kvenna. Júlían Jóhann Karl Jóhannsson setti tvö Íslandsmet í +120 kg flokki eins og fjallað var um í blaðinu í gær en gerði allar tilraun- irnar í hnébeygju ógildar og missti því af Norðurlandameistaratitlinum. Fólk sport@mbl.is Austurberg, úrvalsdeild karla, N1- deildin, mánudag 25. febrúar 2013. Gangur leiksins: 1:0, 3:1, 3:3, 5:7, 6:10, 8:12, 13:13, 14:15, 14:16, 16:18, 17:19, 18:21, 23:21, 23:23, 25:23. Mörk ÍR: Björgvin Hólmgeirsson 8, Sturla Ásgeirsson 6/3, Davíð Georgsson 4, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 4, Jón Heiðar Gunnarsson 2, Hrannar Máni Gestsson 1. Varin skot: Kristófer Fannar Guðmunds- son 16 (þar af 7 aftur til mótherja), Seb- astian Alexandersson 2. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Vals: Orri Freyr Gíslason 6, Nikola Dokic 4, Finnur Ingi Stefánsson 4, Valdi- mar Fannar Þórsson 3, Sveinn Aron Sveinsson 2/1, Þorgrímur Smári Ólafs- son 2, Gunnar Malmquist Þórsson 1, Fannar Örn Þorbjörnsson 1. Varin skot: Hlynur Morthens 18 (þar af 6 aftur til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Þorleifur Árni Björnsson og Jón Karl Björnsson – Sæmilegir. Áhorfendur: 480. ÍR – Valur 25:23 Varmá, úrvalsdeild karla, N1- deildin, mánudag 25. febrúar 2013. Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 2:3, 5:5, 7:7, 8:7, 8:10, 11:11, 12:11, 12:13, 13:13, 13:16. Mörk Aftureldingar: Jóhann Jó- hannsson 4/1, Þrándur Gíslason 3, Hilmar Stefánsson 2, Benedikt Reynir Kristinsson 1, Helgi Héð- insson, Birkir Benediktsson 1. Varin skot: Davíð Svansson 16/1 (þar af 3 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Hauka: Þórður Rafn Guð- mundsson 3, Sveinn Þorgeirsson 2, Tjörvi Þorgeirsson 2, Sig- urbergur Sveinsson 2, Árni Steinn Steinþórsson 2, Elías Már Hall- dórsson 2, Gylfi Gylfason 2, Matt- hías Árni Ingimarsson 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 15 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Bjarki Bóasson, góðir. Áhorfendur: Óuppgefið, leik- skýrsla barst ekki. Afturelding – Haukar 13:16 Matt Kuchar sigraði Hunter Mah- an í úrslitaleik Heimsmótsins í holukeppni sem lauk í Arizona-ríki í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Kuchar sigraði 2/1 og lauk leiknum því á 17. flötinni. Þar fagnaði Kuchar sínum fimmta sigri á PGA-mótaröðinni á ferl- inum, og sínum áttunda mótssigri sem atvinnumaður. Hunter Mahan undirstrikaði hversu sterkur hann er í holu- keppni því hann sigraði á mótinu í fyrra en ef mið er tekið af sam- keppninni sem ríkir á PGA- mótaröðinni þá er mikið afrek að komast í úrslit tvö ár í röð. „Að sigra eftir að hafa keppt sex leiki við kylfinga sem eru á meðal þeirra sextíu og fjög- urra bestu í heiminum, er ótrúleg tilfinn- ing,“ sagði Kuchar við blaðamenn þeg- ar sigurinn var í höfn. Matt Kuchar er 34 ára gamall Bandaríkjamað- ur, fæddur á Flórída en búsettur í Georgíu. Þetta er hans þrettánda ár sem atvinnumaður. Sigurinn lyftir honum úr 15. sætinu upp í það áttunda á heimslistanum. kris@mbl.is Kuchar vann Mahan í úrslitaleik holukeppninnar Matt Kuchar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.