Morgunblaðið - 06.03.2013, Síða 2
2-3 leikmenn tilbúna í hverja stöðu
þannig að ekkert komi okkur á óvart
þótt einhverjar verði fyrir meiðslum
og detti út úr hópnum. Nú er til dæm-
is Margrét Lára Viðarsdóttir ekki
með okkur, hún hefur verið okkar
aðalframherji í mörg ár og þar með
þurfum við að finna aðrar lausnir þar
sem hún er ekki í liðinu. Stúlkurnar
munu sjálfar veita okkur svörin við
spurningunum með sinni frammistöðu
í mótinu og á æfingum hér á Algarve.“
Fróðlegt að sjá Guðnýju
og Ólínu aftur með liðinu
Fjórtán af leikmönnum íslenska
liðsins spila með erlendum liðum og
Sigurður segir að það sé jákvætt að
flestöllu leyti. „Ég sé þessa leikmenn
reyndar minna fyrir vikið en í þessum
hópi eru flestar af þeim bestu og af
reynslu undanfarinna ára vitum við
hverjar þeirra eru alltaf í formi. Síðan
eru aðrar að koma til baka eftir fjar-
veru, hérna eru t.d. þær Guðný Björk
Óðinsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir
með okkur á ný og það verður fróðlegt
að sjá til þeirra í þessari ferð.
Ég er fyrst og fremst ánægður með
að hafa fengið sjö leiki til undirbún-
ings fyrir Evrópukeppnina. Við reyn-
um að nýta þann tíma sem við erum
saman með liðið eins vel og mögulegt
er. Auðvitað hefði verið fínt að hafa
þetta eins og Svíarnir sem verða sam-
an í samtals 105 daga áður en EM
byrjar, en mér finnst það reyndar
vera fullmikið af því góða.“
Mitt annað heimili í mars
Þetta er sjöunda árið í röð sem Sig-
urður Ragnar fer með landsliðið til
Algarve um þetta leyti árs. „Já, þetta
er eiginlega orðið mitt annað heimili í
mars! Hér eru fínar aðstæður, við
fáum dýrmætan tíma saman með liðið
og spilum gegn nokkrum af bestu lið-
um heims,“ sagði Sigurður Ragnar,
sem á laugardaginn kemur flytur
erindi um uppbyggingu kvennafót-
boltans á Íslands á ráðstefnu sem
haldin er í tengslum við Algarve-
bikarinn.
Næsti leikur Íslands er síðan við
Svía á föstudaginn en sænska liðið er í
sjötta sæti heimslistans og er brons-
verðlaunahafi frá síðasta heimsmeist-
aramóti.
„Alltaf stærra og stærra“
Ljósmynd/Algarvephotopress
Algarve-bikarinn Tom Sermanni, þjálfari Bandaríkjanna, Pia Sundhage, þjálfari Svíþjóðar, Sigurður Ragnar Eyjólfsson
og Li Xiaopeng, þjálfari Kína, á fréttamannafundi vegna mótsins á Algarve í gær. Þessar fjórar þjóðir eru saman í riðli.
Sigurður Ragnar finnur vel á Algarve að EM nálgast Mikill fjölmiðlaáhugi á
mótinu Vonast til að fá svör við nokkrum spurningum í leikjum Íslands
Kvennalandsliðið
» Ísland mætir Bandaríkjunum,
Svíþjóð, Kína og einu liði í viðbót
í Algarve-bikarnum á næstu átta
dögum.
» Ísland leikur síðan vináttuleiki
gegn Svíþjóð í Växjö 6. apríl,
gegn Skotlandi á Laugardalsvelli
1. júní og gegn Danmörku ytra
20. júní.
» EM í Svíþjóð hefst 11. júlí og
þar leikur Ísland við Noreg,
Þýskaland og Holland í riðla-
keppninni.
FÓTBOLTI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
„Þetta mót verður alltaf stærra og
stærra í sniðum og núna finnum við
vel fyrir því að það er Evrópumót
seinna á árinu. Hér voru um 100
fréttamenn á fundi áðan, sjónvarps-
stöðvar eru mættar, leikir sýndir
beint á Eurosport og það er enn
stærri og meiri umgjörð um mótið en
á undanförnum árum,“ sagði Sigurður
Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari
kvenna í knattspyrnu, við Morg-
unblaðið í gær en hann er mættur til
Algarve í Portúgal með sitt lið til
keppni í Algarve-bikarnum sjöunda
árið í röð.
Í dag leikur íslenska liðið sinn
fyrsta landsleik á árinu, og hefur jafn-
framt lokaundirbúninginn fyrir Evr-
ópumótið í Svíþjóð. Andstæðingur
dagsins er ekki árennilegur, lið
Bandaríkjanna, sem hefur dvalið á
Algarve í átta daga og búið sig þar
undir mótið.
Veltum ekki andstæðingunum
mikið fyrir okkur
„Já, þetta er vissulega dálítið bratt í
byrjun. Bandaríska liðið er alltaf erf-
itt viðureignar, það er efst á heimslist-
anum og með frábæran mannskap.
En við erum ekki að velta þeim mikið
fyrir okkur, frekar en öðrum and-
stæðingum á þessu móti. Við einbeit-
um okkur fyrst og fremst að okkar liði
og ég vonast til þess að fá svör við
nokkrum spurningum hérna í Portú-
gal á næstu dögum,“ sagði Sigurður
Ragnar.
Hann er með 23 leikmenn með-
ferðis á Algarve. „Ég vonast til þess
að geta gefið sem flestum tækifæri í
mótinu því hérna vil ég reyna að sjá
hverjar eru næstar inn í nokkrar stöð-
ur í liðinu. Eitt af því sem við leggjum
áherslu á er að auka breiddina, eiga
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013
Bandaríska kvennalandsliðið í
knattspyrnu spilar gegn Íslandi í
dag fyrsta mótsleik sinn undir
stjórn nýs þjálfara, Tom Sermanni,
en hann tók við liðinu í vetur af
hinni sænsku Piu Sundhage. Leikur
liðanna í Algarve-bikarnum hefst
klukkan 14 í Albufeira.
Bandaríkin spiluðu tvo vináttu-
landsleiki gegn Skotum undir stjórn
Sermanni í febrúar og unnu þá
báða, 4:1 í Jacksonville í Flórída og
3:1 í Nashville í Tennessee. Ser-
manni er sjálfur Skoti, fyrrverandi
leikmaður í Skotlandi, Englandi og
Ástralíu, og þjálfaði ástralska lands-
liðið í sjö ár áður en hann tók við
því bandaríska um áramótin.
Bandaríska liðið hefur dvalið á
Algarve í átta daga við æfingar og
vann Dani í óopinberum landsleik
þar á sunnudaginn, 4:1. Liðið er efst
á heimslista FIFA og ríkjandi ól-
ympíumeistari en fékk silfur á síð-
asta heimsmeistaramóti, árið 2011,
eftir óvænt tap gegn Japan í úr-
slitaleik.
Eitt jafntefli í 12 leikjum
Bandaríkin hafa sigrað Ísland í
11 af 12 landsleikjum þjóðanna til
þessa en þær gerðu 0:0 jafntefli í
vináttuleik í Charlotte árið 2000 þar
sem Þóra B. Helgadóttir fór á kost-
um í marki íslenska liðsins.
Þrjár síðustu viðureignir þjóð-
anna hafa verið í Algarve-bik-
arnum. Bandaríkin unnu 1:0 árið
2009, síðan 2:0 ár-
ið 2010 í leik þar
sem Hope Solo
markvörður varði
vítaspyrnur frá
bæði Margréti
Láru Viðarsdóttur
og Berglindi
Björgu Þorvalds-
dóttur. Loks unnu
Bandaríkin sigur,
4:2, þegar þjóð-
irnar mættust í úrslitaleik Algarve-
bikarsins í mars 2011, eftir að Ís-
land hafði náð 2:1 forystu í fyrri
hálfleik þegar Katrín Ómarsdóttir
og Hallbera Guðný Gísladóttir skor-
uðu.
Einhver líflegasti leikur þjóðanna
var þó árið 2004 þegar 15 þúsund
áhorfendur í Rochester sáu Banda-
ríkin vinna nauman sigur, 4:3. Stað-
an var 3:0 um miðjan síðari hálfleik
en Ísland jafnaði með þremur mörk-
um á fimm mínútum þegar Erla
Steina Arnardóttir, Edda Garð-
arsdóttir og Laufey Ólafsdóttir
skoruðu á ótrúlegum leikkafla ís-
lenska liðsins.
Bandaríkin mæta með sitt sterk-
asta lið á Algarve, þar á meðal
Abby Wambach og Alex Morgan
sem urðu í fyrsta og þriðja sæti í
kjörinu á knattspyrnukonu ársins í
heiminum 2012. Átján leika með
bandarískum liðum og fimm með
evrópskum, í Svíþjóð, Frakklandi og
Englandi. vs@mbl.is
Besta lið heims er mótherjinn í dag
Þóra B.
Helgadóttir
Sveinbjörg Zophoníasdótt-
ir úr FH sigraði í fimmt-
arþraut innanhúss í flokki
22 ára og yngri á fjöl-
þrautamóti sem fram fór í
Joensuun í Finnlandi um
síðustu helgi.
Sveinbjörg fékk 3.927
stig sem er næstbesti ár-
angur hennar en hún var í
harðri baráttu um efstu
sætin því næstu tvær á eft-
ir henni fengu 3.896 og 3.852 stig.
Sveinbjörg hljóp 60 m grindahlaup á 9,09
sekúndum, stökk 1,69 m í hástökki, kastaði
kúlu 12,33 m, stökk 5,85 m í langstökki og
hljóp 800 metra á 2:28,90 mínútum.
Hún hefði náð þriðja sæti í kvennaflokki á
mótinu með þessum árangri en sigurvegarinn
þar, Mia Kruppa frá Finnlandi, fékk 4.129 stig
og Ida Markussen frá Noregi, sem keppti á
síðustu Ólympíuleikum, varð önnur með 4.078
stig.
Sveinbjörg hefur best fengið 4.063 stig inn-
anhúss, sem hún náði á sænska meist-
aramótinu 2012, og er önnur á afrekaskránni.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir á Íslands-
metið sem er 4.298 stig. Þetta var síðasta inn-
anhússmótið hjá Sveinbjörgu sem hefur þegar
tryggt sér keppnisrétt á EM 22 ára og yngri
utanhúss en það fer fram í Turku í Finnlandi í
júlí. vs@mbl.is
Sveinbjörg vann í Finnlandi
Sveinbjörg
Zophoníasdóttir
ÍBV vann Gróttu, 32:23, í 1. deild karla í
handbolta í gærkvöldi en staðan í hálfleik
var 17:12 heimamönnum í vil. Andri Heimir
Friðriksson skoraði níu mörk fyrir ÍBV og
stórskyttan Nemanja Malovic sjö en Kristján
Orri Jóhannsson var markahæstur gestanna
með fimm mörk.
Eyjamenn eru efstir í deildinni með 31
stig, tveimur stigum meira en Víkingur sem
vann Fylki, 36:29, í Víkinni í gærkvöldi.
Jón Hjálmarsson fór á kostum fyrir Víking
og skoraði ellefu mörk í tólf skotum en Óðinn
Stefánsson var markahæstur Fylkismanna með átta mörk.
Vinni ÍBV og Víkingur bæði næstu tvo leiki sína mætast þau í
hreinum úrslitaleik í Eyjum um sæti í N1-deildinni 22. mars.
tomas@mbl.is
Stefnir allt í úrslitaleik
Nemanja
Malovic
Meistaradeild Evrópu
16-liða úrslit, síðari leikir:
Man. Utd – Real Madrid...........................1:2
Sergio Ramos sjálfsmark 48. – Luka Mo-
dric 66., Cristiano Ronaldo 69.
Real Madrid áfram, 3:2 samanlagt.
Dortmund – Shakhtar Donetsk ..............3:0
Felipe Santana 31., Mario Götze 37., Jakub
Blaszczykowski 59.
Dortmund áfram, 5:2 samanlagt.
England
B-DEILD:
Cardiff – Derby.........................................1:1
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
og Heiðar Helguson í 76 mínútur hjá Car-
diff.
Millwall – Wolves......................................0:2
Björn B. Sigurðarson kom inn á á 71.
mínútu en Eggert Gunnþór Jónsson var
ekki í leikmannahópi Wolves.
Birmingham – Blackpool..........................1:1
Bolton – Blackburn ...................................1:0
Bristol City – Brighton.............................0:0
Burnley – Barnsley ...................................1.1
Crystal Palace – Hull ................................4:2
Huddersfield – Middlesbrough................2:1
Leicester – Leeds......................................1:1
Nottingham Forest – Ipswich..................1:0
Peterborough – Charlton .........................2:2
Watford – Sheffield Wed. .........................2:1
Staðan:
Cardiff 35 22 5 8 57:37 71
Watford 36 20 6 10 71:45 66
Hull 36 20 5 11 53:43 65
Cr.Palace 36 18 10 8 65:44 64
Leicester 35 17 7 11 57:30 58
Brighton 35 14 14 7 50:35 56
Nottingham F. 36 14 12 10 51:46 54
Middlesbro 36 17 3 16 55:55 54
Bolton 36 13 12 11 54:49 51
Leeds 35 14 8 13 45:49 50
Burnley 36 13 9 14 49:49 48
Derby 36 11 12 13 51:50 45
Blackburn 36 11 12 13 44:47 45
Charlton 36 11 11 14 45:50 44
Millwall 35 12 8 15 44:52 44
Huddersfield 36 11 11 14 38:62 44
Blackpool 36 10 13 13 51:50 43
Birmingham 36 10 13 13 46:58 43
Ipswich 36 11 9 16 35:55 42
Sheffield W. 35 11 7 17 40:50 40
Wolves 36 10 9 17 42:50 39
Barnsley 35 10 8 17 44:57 38
Peterboro 35 11 4 20 53:63 37
Bristol City 36 10 6 20 51:65 36
D-DEILD:
Oxford – Rotherham................................0:4
Kári Árnason skoraði annað mark Rot-
herham sem er í 4. sæti.
KNATTSPYRNA
1. deild karla
ÍBV – Grótta ..........................................32:23
Víkingur – Fylkir ..................................36:29
Staðan:
ÍBV 18 14 3 1 569:403 31
Víkingur 18 14 1 3 489:389 29
Stjarnan 18 12 3 3 526:414 27
Selfoss 18 10 1 7 482:434 21
Grótta 18 10 0 8 487:464 20
Fjölnir 18 3 1 14 396:540 7
Þróttur 18 3 0 15 418:546 6
Fylkir 18 1 1 16 394:571 3
Svíþjóð
Guif – Aranäs........................................25:28
Heimir Óli Heimisson skoraði eitt mark
fyrir Guif en Haukur Andrésson er meidd-
ur. Kristján Andrésson þjálfar lið Guif sem
er í 3. sæti deildarinnar.
Noregur
Tertnes – Storhamar ...........................27:23
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði eitt
mark fyrir Tertnes sem er í 3. sæti.
HANDBOLTI
Svíþjóð
08 Stockholm – Norrköping ...............82:85
Pavel Ermolinskij skoraði 4 stig fyrir
Norrköping og gaf 4 stoðsendingar.
NBA-deildin
Cleveland – New York ....................... 97:102
Milwaukee – Utah ............................ 109:108
New Orleans – Orlando.................... 102:105
Minnesota – Miami............................... 81:97
Denver – Atlanta ................................ 104:88
Portland – Charlotte ........................ 122:105
Golden State – Toronto.................... 125:118
KÖRFUBOLTI
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Njarðvík: Njarðvík – Keflavík............. 19.15
Vodafonehöllin: Valur – Haukar ......... 19.15
Dalhús: Fjölnir – KR............................ 19.15
Stykkish.: Snæfell – Grindavík ........... 19.15
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Akraneshöllin: ÍA – Breiðablik ................ 20
Í KVÖLD!