Morgunblaðið - 06.03.2013, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013
Sameiginlegt lið HSK og Selfoss
hlaut flest stig í stigakeppni Meist-
aramóts Íslands fyrir 11-14 ára
sem fram fór í Laugardalshöll
helgina 23.-24. febrúar, eftir jafna
keppni við lið ÍR. Sunnlendingar
hlutu samtals 517,7 stig en ÍR
494,6 stig. FH-ingar urðu síðan í
þriðja sætinu með 441 stig.
Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH
setti met í 60 m grindahlaupi í sín-
um aldursflokki, 9,65 sekúndur.
Alls sendu 22 félög eða héraðs-
sambönd úr öllum landshlutum
ungmenni til keppni á mótinu og
keppendur voru í heildina 380 tals-
ins. Stærsti hópurinn kom frá
HSK/Selfossi, 79 keppendur, ÍR
átti 60 keppendur og FH 38.
Í flokki 11 ára stúlkna bar lið
Breiðabliks sigur úr býtum með
77,5 stig. Í flokkum 12 og 13 ára
stúlkna var ÍR stigahæst með 86
stig í þeim fyrrnefnda en 116,5 stig
í þeim síðarnefnda. Í flokki 14 ára
stúlkna var FH stigahæst með 133
stig.
Í flokki 11 ára pilta bar HSK/
Selfoss sigur úr býtum með 124
stig, en ÍR í 12 ára flokki með 78
stig. UÍA hlaut flest stig í flokki 13
ára pilta, 83,6, og í flokki 14 ára
pilta varð Breiðablik efst með 84
stig.
Ómar Óskarsson, ljósmyndari
Morgunblaðsins, kom við í Laug-
ardalshöllinni og tók meðfylgjandi
myndir. vs@mbl.is
Sprettur Þrettán ára stúlkur á fullri ferð í undanúrslitum í 60 metra hlaupi þar sem keppendur voru um 60. Kúluvarp Saga Ólafsdóttir úr Hrafna-Flóka kastar í flokki 13 ára stúlkna.
Morgunblaðið/Ómar
Stigahæst Stúlkurnar frá Selfossi höfðu ástæðu til að brosa því lið HSK og Selfoss vann stigakeppni mótsins.
Langstökk María Eir Magnúsdóttir úr Fjölni í langstökki tólf ára stúlkna.
HSK og Selfoss
fengu flest stig