Morgunblaðið - 18.03.2013, Page 7
FÓTBOLTI
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
„Þetta er ekkert alvarleg. Ég var
búinn að vera stífur aftan í kálf-
anum síðustu daga. Ég fann aðeins
meira fyrir þessu undir lok fyrri
hálfleiksins og þjálfarinn vildi ekki
taka neina áhættu og skipti mér út
af snemma í seinni hálfleik,“ sagði
Kolbeinn Sigþórsson, framherji hol-
lensku meistaranna í Ajax, við
Morgunblaðið eftir 3:2-útisigur á
AZ Alkmaar í hollensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu í gær.
Kolbeinn fór af velli á 56. mínútu.
Íslendingar mæta Slóvenum í und-
ankeppni HM í Slóveníu á föstu-
daginn og gerir Kolbeinn ekki ráð
fyrir öðru en hann verði með í þeim
leik.
„Ég býst ekki við öðru en að
spila á móti Slóveníu. Ég hlýt að
hrista þetta af mér. Þetta er afar
þýðingarmikill leikur fyrir okkur.
Við megum ekki tapa miklu meira
af stigum ef við ætlum okkur að
gera eitthvað í þessum riðli. Það
yrði afar sætt að ná góðum úrslit-
um í Slóveníu og þar með myndum
við skilja Slóvenana eftir. Við förum
í þennan leik með það að markmiði
að sækja þrjú stig og ef það tekst
komum við okkur í mjög góða
stöðu. Ég er alla vega bjartsýnn
fyrir þennan leik,“ sagði Kolbeinn,
sem er nýkominn aftur á ferðina
eftir að hafa gengist undir aðgerð á
öxlinni.
Gerðum okkur erfitt fyrir
Kolbeinn og félagar eru í topp-
sæti deildarinnar en þeir eru með
einu stigi meira en PSV og Feyeno-
ord.
„Við gerðum okkur erfitt fyrir í
leiknum við AZ Alkmaar. Við sund-
urspiluðum þá í fyrri hálfleik og
áttum þá að gera út um leikinn. AZ
Alkmaar kom sér inn í leikinn með
því að minnka muninn snemma í
seinni hálfleik en við náðum sem
betur fer að vinna og taka topp-
sætið á nýjan leik. Það stefnir í
rosalega baráttu eins og undanfarin
ár. Það eru sjö leikir eftir og við
megum alls ekki misstíga okkur,“
sagði Kolbeinn, sem fékk eitt gott
færi í fyrri hálfleik en tókst ekki að
nýta það á gamla heimavelli sínum.
„Það var nett púað á mig þegar ég
fór af velli en annars fékk ég bara
ágætar móttökur,“ sagði Kolbeinn.
Kolbeinn Sig-
þórsson fann fyrir
eymslum í kálfa í
leik með Ajax í gær
AFP
Bjartsýnn Kolbeinn Sigþórsson er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Slóvenum.
Býst ekki við öðru
en að spila í Slóveníu
ÍÞRÓTTIR 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2013
Belgía
Beerschot – Cercle Brugge ................... 3:1
Arnar Þór Viðarsson lék allan tímann
fyrir Cercle Brugge.
Club Brugge – Lierse.............................. 3:0
Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 20
mínúturnar fyrir Club Brugge.
Mechelen – Zulte-Waregem .................. 2:3
Ólafur Ingi Skúlason lék allan tímann
með Zulte-Waregem.
Kortrijk – OH Leuven ............................ 0:0
Stefán Gíslason hjá Leuven er frá keppni
vegna meiðsla.
Danmörk
Randers – Silkeborg................................ 1:0
Theodór Elmar Bjarnason lék allan tím-
ann fyrir Randers en Elfar Freyr Helga-
son var á bekknum.
Bjarni Þór Viðarsson var ekki í leik-
mannahópi Silkeborg.
Noregur
Brann – Vålerenga.................................. 3:1
Birkir Már Sævarsson lék allan tímamm
fyrir Brann.
Aalesund – Haugesund .......................... 3:0
Andrés Már Jóhannesson var ekki í leik-
mannahópi Haugasund
Lilleström – Sarpsborg........................... 2:2
Pálmi Rafn Pálmason lék allan leikinn
fyrir Lilleström.
Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn
Ingi Valdimarsson léku allan tímann með
Sarpsborg. Haraldur Björnsson er frá
keppni vegna meiðsla.
Strömsgodset – Sandnes Ulf ................. 2:0
Steinþór Freyr Þorsteinsson lék allan
tímann með Sandnes Ulf.
Start – Hönefoss ..................................... 3:2
Matthías Vilhjálmsson lék allan tímann
með Start og skoraði eitt mark og Guð-
mundur Kristjánsson lék allan tímann.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson sat á bekkn-
um hjá Hönefoss en Kristján Örn Sigurðs-
son lék allan tímann.
Lengjubikar karla
A-DEILD, 1. riðill:
Víkingur Ó. – Grindavík......................... 2:1
Guðmundur Steinn Hafsteinsson 34., 39.–
Stefán Þór Pálsson 15.
Tindastóll – ÍBV....................................... 2:2
Óskar Smári Haraldsson 61., Guðni Þór
Einarsson 79. – Ragnar Leósson 57., Aaron
Spear 63.
FH – BÍ/Bolungarvík.............................. 4:0
Guðjón Árni Antoníusson 7., Kristján Flóki
Finnbogason 11., Ingimundur Níels Ósk-
arsson 15., Atli Guðnason 71.
Staðan:
Víkingur Ó 4 4 0 0 13:2 12
FH 5 4 0 1 15:8 12
Fylkir 5 4 0 1 11:7 12
Grindavík 4 1 1 2 9:8 4
ÍBV 4 0 3 1 10:11 3
Fjölnir 4 0 2 2 5:9 2
Tindastóll 4 0 1 3 2:10 1
BÍ/Bolungarvík 4 0 1 3 0:10 1
A-DEILD, 2. riðill:
KA – ÍA ..................................................... 1:1
Hallgrímur Mar Steingrímsson 57. (víti) –
Kári Ársælsson 69.
Fram – Selfoss.......................................... 4:0
Haukur Baldvinsson 12., 52., Hólmbert
Friðjónsson 17., Viktor B. Arnarsson 74.
Völsungur – Valur................................... 0:4
Matarr Jobe, Arnar Sveinn Geirsson, Þórir
Guðjónsson, Kristinn Freyr Sigurðsson.
Staðan:
Valur 5 4 0 1 16:8 12
Breiðablik 4 3 0 1 10:4 9
ÍA 4 2 1 1 11:5 7
Fram 5 2 1 2 8:6 7
KA 4 1 1 2 4:7 4
Víkingur R. 4 1 0 3 9:12 3
Selfoss 3 1 0 2 3:8 3
Völsungur 3 0 1 2 1:12 1
A-DEILD, 3. riðill:
Keflavík – Leiknir R................................ 6:1
Arnór Ingvi Traustason 13., 43., 47., Hörð-
ur Sveinsson 24.,59., Magnús S. Þorsteins-
son 66. – Dánjal á Lakjuni 79.
KR – Þór ................................................... 8:0
Þorsteinn Már Ragnarsson 15., 49., Emil
Atlason 19., 43., Atli Sigurjónsson 21., Ósk-
ar Örn Hauksson 39., Gary Martin 40., 48.
Haukar – KF............................................. 3:3
Hilmar Geir Eiðsson 2., Guðmundur Sæv-
arsson 42., Magnús Páll Gunnarsson 74. –
Kristinn Þór Rósbergsson 12.,53., Teitur
Pétursson 43.
Staðan:
KR 5 5 0 0 20:4 15
Stjarnan 6 3 1 2 14:9 10
Þróttur 4 2 0 2 9:9 6
Leiknir R. 4 2 0 2 7:10 6
Keflavík 4 1 2 1 11:10 5
Þór 4 1 1 2 9:17 4
Haukar 6 0 3 3 8:12 3
KF 3 0 1 2 5:12 1
B-DEILD, 3. riðill:
Leiknir F. – Höttur .................................. 1:1
Magni – Fjarðabyggð .............................. 1:0
Lengjubikar kvenna
A-DEILD:
Breiðablik – Þór/KA............................... 3:1
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir 7., Rakel
Hönnudóttir 46., Greta Mjöll Samúelsdótt-
ir 50. – Sandra María Jessen 36.
Stjarnan – Valur ...................................... 1:2
Harpa Þorsteinsdóttir 71. – Svava R. Guð-
mundsdóttir 60., Laufey Björnsdóttir 85.
KNATTSPYRNA
Róbert Fannar Halldórsson og Rósa Jónsdóttir urðu Ís-
landsmeistarar í karla- og kvennaflokki á Íslandsmótinu í
skvassi sem lauk um helgina.
Rósa varð þar með Íslandsmeistari í 11. sinn en hún
hafði betur á móti Hildi Einarsdóttur, 3:0, í úrslitaleik. Í
þriðja sætinu hafnaði Dagný Ívarsdóttir.
Róbert Fannar vann Íslandsmeistaratitilinn í sjötta
sinn en hann vann Arnþór Jón Þorvarðarson í úrslitaleik,
1:1. Matthías Jónsson varð í þriðja sætinu.
Í flokki stúlkna 17 ára og yngri varð Svana Helgadóttir
Íslandsmeistari, Viktoría Von Jóhannsdóttir varð önnur
og Anna Hafliðadóttir lenti í þriðja sætinu. Anna Pálína
fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í flokki stúlkna 15 ára og yngri. Kristín Erla
Guðmundsson varð í öðru sæti og Ólöf Pálína Sigurðardóttir varð í þriðja
sætinu.
Í flokki 17 ára og yngri í drengjaflokki varð Jón Orri Aronsson Íslands-
meistari, Adam Björgvinsson varð í öðru sæti og Gabríel Snorrason í þriðja
sæti. Í A-flokki karla hampaði Halldór Fannar Halldórsson Íslandsmeist-
aratitlinum, Ásgeir Már Arnarsson varð annar og Grímkell Sigurjónsson
lenti í þriðja sætinu. gummih@mbl.is
Rósa meistari í 11. sinn
Íslendingar áttu þrjá fulltrúa á sterku alþjóðlegu jú-
dómóti sem lauk í Þýskalandi. Ásta Lovísa Arnórsdóttir
keppti í -57 kg flokki, Ingi Þór Kristjánsson í 73 kg flokki
og Sveinbjörn Lura í 81 kg flokki.
Sveinbjörn náði bestum árangri þeirra en hann vann til
bronsverðlauna. Ásta keppti um bronsverðlaun en tapaði
þeirri viðureign en Ingi Þór endaði í 9. sæti.
Sveinbjörn glímdi við Þjóðverjann Nico Keading og
vann Sveinbjörn örugglega með ippon kasti. Sveinbjörn
glímdi því næst við Þjóðverjann Faruch Bulekular. Svein-
björn barðist af miklum krafti en varð að játa sig sigraðan
á ippon.
Sveinbjörn fékk uppreisnarglímur sem urðu þrjár. Mótherjar hans voru
frá Hollandi og Þýskalandi og vann hann allar glímurnar með ippon og end-
aði því með bronsverðlaun en fyrrgreindur Faruch Bulekular fagnaði sigri á
mótinu.
Ásta vann fyrstu glímu sína gegn þýskri stúlku með ippon kasti. Í næstu
glímu varð hún hins vegar að sætta sig við að tapa á stigum eftir harða og
mikla baráttu. Með sigri hefði Ásta komist í úrslitaglímuna en hún keppti
þess í stað um bronsverðlaunin sem hún tapaði. gummih@mbl.is
Sveinbjörn fékk brons
Sveinbjörn
Lura
Búlgarinn Dimitar Berbatov
fór illa með gömlu félaga sína í
Tottenham þegar Fulham
fagnaði 1:0-sigri á White Hart
Lane í gær. Berbatov skoraði
eina mark leiksins og Totten-
ham varð að sætta sig við ann-
að tapið í röð í deildinni.
Búlgarinn snjalli hefur þar
með skorað þrjú mörk í síðustu
fjórum leikjum með Fulham og
hann skoraði sitt fyrsta mark á
White Hart Lane frá því hann yfirgaf Tottenham
árið 2008. Berbatov, sem skoraði 46 mörk á tveim-
ur tímabilum með Tottenham, tryggði þar með
Fulham fyrsta sigurinn á White Hart Lane í 10 ár.
Gylfi Þór Sigurðsson var í liði Tottenham en var
skipt út af á 63. mínútu. gummih@mbl.is
Berbatov hetja á
White Hart Lane
Dimitar
Berbatov
Frank Lampard skoraði sitt
200. mark fyrir Chelsea þegar
hann skoraði fyrra markið í
2:0-sigri liðsins gegn West
Ham í gær og með honum
komst Chelsea upp fyrir Tott-
enham í þriðja sæti deild-
arinnar. Lampard, sem var
með fyrirliðabandið, lék í gær
595. leik í búningi Chelsea og
hann er nú tveimur mörkum
frá því að jafna markamet
Bobbys Tamblings sem skoraði 202 mörk fyrir
Lundúnaliðið. Lampard hefur skorað 12 mörk í
deildinnni á leiktíðinni en hann gekk í raðir
Chelsea frá West Ham fyrir 12 árum og greiddi
Chelsea 11 milljónir punda fyrir miðjumanninn
snjalla. gummih@mbl.is
Lampard með sitt
200. mark
Frank
Lampard
Kimi Räikkönen hjá Lotus vann
sigur í ástralska kappakstr-
inum, þökk sé sérdeilis vel-
heppnaðri herfræði. Annar varð
Fernando Alonso á Ferrari og
þriðji Sebastian Vettel á Red
Bull. Ólíkt helstu keppinaut-
unum kaus Räikkönen að beita
tveggja stoppa keppnisáætlun
meðan hinir völdu þrjú dekkj-
astopp. Með góðum akstri, sókn
á réttu augnabliki og dekkja-
vernd þess á milli náði hann að taka sitt fyrra stopp
miklu seinna en aðrir og ná forystu. Lagði Räikkö-
nen grunninn að sigrinum í fyrstu aksturslotu og
vann verðskuldað, sinn 20. sigur á ferlinum, og ann-
an sigurinn frá því hann sneri aftur til keppni í
formúlu-1 eftir tvö ár í rallkappakstri. sport@mbl.is
Räikkönen vann
sinn 20. sigur
Kimi
Räikkönen
Rósa
Jónsdóttir