Morgunblaðið - 18.03.2013, Síða 8
8 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2013
ZjaldanermálzhátturíNizzaeggi
Litríktábragðið.
facebook.com/noisirius
B
ra
nd
en
bu
rg
Alheimzfrumzýning
KA tryggði sér í
gær sæti í úr-
slitum um Ís-
landsmeist-
aratitilinn í
blaki karla þeg-
ar liðið hafði
betur á móti
Stjörnunni í Ás-
garði. KA-menn
höfðu betur í
hörkuleik, 3:2
en hrinurnar fóru 25:19, 13:25,
25:21, 23:25 og 9:15. Stjörnumenn
voru ansi nálægt því að fara með
sigur af hólmi en þeir voru 23:20
yfir í fjórðu hrinunni en KA-
menn áttu góðan endasprett og
lönduðu sigri. Róbert Hlöðvers-
son var stigahæstur hjá Stjörn-
unni með 31 stig en hjá KA var
Piotr Kempisty atkvæðamestur
með 30 stig.
KA mætir HK í úrslitum en úr-
slitin í Íslandsmótinu hefst í vik-
unni eftir páska en þar þarf að
vinna 3 leiki til að tryggja sér tit-
ilinn. Fyrsti leikurinn verður á
heimavelli deildarmeistaranna í
HK í Fagralundi í Kópavogi.
gummih@mbl.is
KA mætir HK
í úrslitum
í blaki karla
Róbert
Hlöðversson
Landsliðsmenn-
irnir Ólafur
Bjarki Ragn-
arsson og Ernir
Hrafn Arn-
arsson hafa
framlengt samn-
inga sína við
þýska hand-
knattleiksliðið
Emsdetten um
tvö ár. Það var
tilkynnt eftir sigurleik liðsins á
móti Friesenheim á laugardags-
kvöldið. Emsdetten vann 11
marka sigur, 30:19, þar sem Ólaf-
ur Bjarki var markahæstur sinna
manna með 6 mörk en Ernir
Hrafn skoraði 1. Árni Þór Sig-
tryggsson var markahæstur í liði
Friesenheim með 8 mörk.
Fátt virðist geta komið í veg
fyrir að Emsdetten spili í A-
deildinni á næstu leiktíð en liðið
er með með fjögurra stiga for-
skot á toppi deildarinnar og er 11
stigum á undan liðinu í fjórða
sæti en þrjú efstu liðin vinna sér
sæti í A-deildinni.
Eins og Morgunblaðið greindi
frá á laugardaginn ræddu for-
ráðamenn Lemgo við Ólaf en
hann sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann vildi sýna Ems-
detten traust og bíða eftir samn-
ingstilboði sem hann tók svo eftir
leikinn við Friesenheim.
gummih@mbl.is
Ólafur og Ern-
ir sömdu við
Emsdetten
Ólafur Bjarki
Ragnarsson
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hafnaði í 7. sæti af
14 keppendum á vetrarkastmóti Frjálsíþrótta-
sambands Evrópu sem fram fór í Castellón á Spáni
um helgina.
Ásdís kastaði lengst 57,63 metra í sjötta og síðasta
kasti og hafnaði í neðsta sæti A-hópsins á mótinu. Ís-
landsmet Ásdísar er 62,77 metrar sem hún setti á Ól-
ympíuleikunum á síðasta ári.
Heimsmeistarinn Mariya Abakumova frá Rússlandi
vann mótið með kasti upp á 69,34 metra, Evr-
ópumeistarinn Vira Rebryk frá Finnlandi varð önnur
með 63,42 metra kast og Þjóðverjinn Linda Stahl,
bronsverðlaunahafi frá síðustu Ólympíuleikum, varð
þriðja en hún kastaði 61,87 metra.
Ásdíd gerði ógilt í fyrsta kasti sínu en hin köstin
mældust: 53,73, 52,97, 55,13, 54,40 og 57,63.
Ánægð með árangurinn
„Ég verð að segja að ég er ánægð með þá lengd.
Það er nú bara mars og ég hef verið að æfa mjög
mikið,“ sagði Ásdís á Facebook síðu sinni eftir mótið
sem var hennar fyrsta á árinu. gummih@mbl.is
Ásdís í sjöunda sæti í Castellón
Ásdís kastaði 57,63 metra á fyrsta spjótkastmóti sínu á
árinu sem fram fór á Spáni Heimsmeistarinn sigraði
Morgunblaðið/Golli
Spjótkast Ásdís Hjálmsdóttir lenti í 7. sæti á sínu fyrsta móti á árinu 2013.