Morgunblaðið - 13.04.2013, Page 2

Morgunblaðið - 13.04.2013, Page 2
Í SAFAMÝRI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Fyrsti leikur Fram og ÍBV í undan- úrslitum N1-deildar kvenna í hand- knattleik í gærkvöldi var mjög kafla- skiptur. Fram fagnaði naumum sigri, 25:24, eftir að ÍBV hafði skorað fjögur síðustu mörkin. „Okkur vantaði tvær mínútur í viðbót til þess að vinna leik- inn,“ sagði hin þrautreynda Ingibjörg Jónsdóttir úr liði ÍBV með bros á vör eftir að flautað hafði verið til leiks- loka. Ingibjörg og félagar byrjuðu leik- inn af miklum krafti og voru með fimm marka forskot eftir 11 mínútur, 8:3. Hver sóknin á fætur annarri skil- aði marki auk þess sem Florentina Stanciu varði vel í marki ÍBV. Fram breytti um vörn, fór í 3/3 og mætti Eyjaliðinu framar. Það sló öll vopn úr höndum ÍBV-liðsins sem sá forskot sitt smátt og smátt verða að engu. Fram komst yfir, 12:11, þegar þrjár mínútur voru eftir af hálfleiknum og að honum loknum var staðan jöfn, 13:13. Fram-liðið hélt áfram fullum dampi fyrsta stundarfjórðunginn í síðari hálfleik. Birna Berg Haraldsdóttir fór á kostum í sóknarleiknum. ÍBV átti áfram í erfiðleikum með sóknarleik sinn og segja má að liðið hafi verið eins og höfuðlaus her í sókninni. Fram náði mest fimm marka forskoti, 22:17. Síðustu tíu mínúturnar voru Eyjaliðs- ins og engu mátti muna að það jafnaði metin. „Við vorum í erfiðleikum meira og minna allan leikinn,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram. „Við náðum nokkrum góðum köflum bæði þegar við náðum að jafna metin í fyrri hálfleik og eins framan af síðari hálf- leik. Þá náðum við góðri forystu en síðan dettum við of mikið niður þess á milli. Það vantaði skynsemi og grimmd í þetta hjá okkur á köflum. Það er það sem ég er óánægðastur með. En þetta var sigur og hann skipti mestu máli þegar upp er stað- ið,“ sagði Halldór ennfremur. Fyllum íþróttahúsið í Eyjum „Við misstum dampinn eftir góða byrjun,“ sagði Ingibjörg Jónsdóttir, leikmaður ÍBV. „Þetta var spennandi og skemmtilegur leikur, góð auglýs- ing fyrir kvennahandboltann. Næsti leikur verður í Eyjum á sunnudaginn og ég get lofað því að við munum fylla íþróttahúsið heima í Eyjum. Við finn- um að við getum farið alla leið og þekkjum það að vera litla liðið. Við gefumst ekki upp,“ sagði Ingibjörg ákveðin. Alltof kaflaskipt  Fram vann nauman sigur á ÍBV í Safamýri, 25:24  ÍBV gerði síðustu fjögur mörkin og var nærri því að jafna Morgunblaðið/Golli Duglegur Justin Shouse var í miklum ham seinni hluta leiksins í Ásgarði í gærkvöld og fer hér framhjá Hafþóri Inga Gunnarssyni. 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2013 Lengjubikar karla A-DEILD, 2. riðill: Völsungur – KA ....................................... 1:1 Hafþór Mar Aðalgeirsson 30. – Davíð Rún- ar Bjarnason 76. Valur – Selfoss ......................................... 3:1 Kristinn Freyr Sigurðsson 49., 60., Björg- ólfur Takefusa 31.(víti) – Joseph David Yoffe 82. Rautt spjald: Markús Árni Vern- harðsson (Selfossi) 66. Víkingur R. – Fram ................................. 0:3 Almarr Ormarsson 10., 90., Viktor Bjarki Arnarsson 25. Staðan: Valur 7 6 0 1 21:9 18 Breiðablik 7 5 1 1 19:8 16 ÍA 7 3 2 2 18:13 11 Fram 7 3 1 3 13:9 10 Víkingur R. 7 3 0 4 18:17 9 Selfoss 6 2 0 4 9:16 6 KA 7 1 2 4 7:14 5 Völsungur 6 0 2 4 3:22 2  Breiðablik, Valur og ÍA fara í 8-liða úr- slitin. B-DEILD, 2. riðill: ÍR – Reynir S............................................ 3:0  ÍR 12 stig, KV 6, Reynir S. 6, Grótta 6, Kári 0, Ægir 0. B-DEILD, 3. riðill: Dalvík/Reynir – Leiknir F....................... 1:4  Leiknir F. 7 stig, Magni 6, Fjarðabyggð 6, Höttur 4, Dalvík/Reynir 4, Huginn/Ein- herji 1. Holland Venlo – Zwolle ......................................... 0:2  Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leik- mannahópi Zwolle. Belgía Zulte-Waregem – Standard Liege ........ 3:4  Ólafur Ingi Skúlason kom inná hjá Zulte-Waregem á 66. mínútu.  Anderlecht 35, Zulte-Waregem 34, Standard Liege 32, Genk 32, Club Brugge 30, Lokeren 27. Danmörk Silkeborg – AGF ...................................... 3:1  Bjarni Þór Viðarsson var ekki í leik- mannahópi Silkeborg.  Orri S. Ómarsson og Oliver Sigurjóns- son voru ekki í leikmannahópi AGF.  FC Köbenhavn 58, Nordsjælland 51, Randers 44, AaB 38, OB 37, AGF 33, Esb- jerg 32, Midtjylland 31, Bröndby 27, Sön- derjyskE 27, Horsens 27, Silkeborg 27. B-deild: Hjörring – Vejle-Kolding ....................... 1:0  Davíð Þór Viðarsson lék fyrstu 80 mín- úturnar með Vejle-Kolding sem er í 2. sæti með 44 stig, jafnmörg og Viborg og Vest- sjælland sem eru í 1. og 3. sæti. Noregur Rosenborg – Start ................................... 1:1  Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn með Start en Guðmundur Kristjánsson fór af velli á 72. mínútu.  Efstu lið: Rosenborg 10 stig, Aalesund 9, Viking 6, Brann 6, Start 5, Tromsö 5, Sarpsborg 5, Lilleström 4. Svíþjóð Brommapojkarna – Norrköping ........... 1:0  Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn með Norrköping. Ítalía B-deild: Cesena – Verona...................................... 0:0  Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með Verona. Efstu lið: Sassuolo 73 stig, Verona 68, Livorno 67, Empoli 60, Varese 52. Austurríki B-deild: Kapfenberg – Austria Lustenau............ 2:1  Helgi Kolviðsson þjálfar Austria sem er í öðru sæti deildarinnar. Þýskaland Freiburg – Hannover............................... 3:1 Spánn Real Betis – Sevilla .................................. 3:3 England B-deild: Leicester – Birmingham.......................... 2:2 KNATTSPYRNA Þýskaland Wetzlar – Göppingen .......................... 30:27  Fannar Þór Friðgeirsson skoraði 2 mörk fyrir Wetzlar sem fór uppfyrir Göppingen og Lemgo í 8. sæti deildarinnar. B-deild: Bittenfeld – Emsdetten....................... 31:27  Ernir Hrafn Arnarson skoraði 1 mark fyrir Emsdetten en Ólafur Bjarki Ragn- arsson lék ekki með. Lið þeirra er með 44 stig á toppnum, Bergischer 40, Eisenach 36, Nordhorn 33 og Bietigheim 33. Frakkland Tremblay – Nantes.............................. 24:25  Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki fyr- ir Nantes sem er í 4. sæti deildarinnar. HANDBOLTI Framhús, undanúrslit kvenna, 1. leik- ur, föstudag 12. apríl 2013. Gangur leiksins: 0:1, 1:4, 2:6, 3:8, 6:10, 10:10, 12:11, 13:12, 13:13, 15:13, 18:15, 19:17, 22:17, 22:19, 24:20, 25:21, 25:24. Mörk Fram: Birna Berg Haralds- dóttir 7, Elísabet Gunnarsdóttir 6/3, Stella Sigurðardóttir 4, Marthe Sör- dal 4, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1. Varin skot: Hildur Gunnarsdóttir 13/1 (þaraf 3 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk ÍBV: Drífa Þorvaldsdóttir 7, Simone Vintale 5/1, Grigore Ggor- gata 4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Ester Óskarsdóttir 3, Sandra Gísla- dóttir 1. Varin skot: Florentina Stanciu 19 (þaraf 8 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Jón Karl Björnsson og Þorleifur Árni Björnsson, meinlausir, máttu taka fastar á málum. Áhorfendur: 150.  Staðan er 1:0 fyrir Fram. Fram – ÍBV 25:24

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.