Morgunblaðið - 15.04.2013, Síða 4

Morgunblaðið - 15.04.2013, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013 Ívar Ásgríms-son verður áfram við stjórn- völinn sem þjálf- ari karlaliðs Hauka í körfu- knattleik en und- ir hans stjórn tryggðu Hauk- arnir sér sæti í úrvalsdeildinni. Ívar tók við þjálfun liðsins í desember eftir að Pétri Guðmundssyni var sagt upp störfum og undir stjórn Ívars tapaði Hafn- arfjarðarliðið ekki leik. Þá hafa Haukarnir samið við Bandaríkja- manninn Terrence Watson um að spila áfram með liðinu en hann kom til liðsins í byrjun ársins.    Haile Gebrselassie frá Eþíópíuhrósaði sigri í hálfu maraþoni í Vínarmaraþoninu sem þreytt var í Austurríki um helgina. Þetta var þriðji sigur Gebrselassie í þessu hlaupi en hann kom í mark á 1.01,14 mínútum. Gebrselassie, sem verður 40 ára gamall í vikunni, er tvöfaldur ólympíumeistari í 10.000 m. hlaupi.    Hjónin Guðmundur Helgi Chris-tensen og Jórunn Harð- ardóttir urðu Íslandsmeistarar í enskum riffli á Íslandsmeist- aramótinu sem fór fram í skotsal Skotfélags Kópavogs í Digranesi á laugardaginn. Keppnin í Final var hörkuspennandi og þegar eitt skot var eftir var Guðmundur Helgi í öðru sæti á eftir nafna sínum, Guð- mundi Valdimarssyni frá Ísafirði. Guðmundi Helga tókst að skjótast fram fyrir nafna sinn með því að ná hæsta mögulega skori í síðasta skotinu, 10.9 stigum, og munaði þá 0.6 stigum á þeim nöfnunum.    Kobe Bryant,körfuknatt- leiksmaðurinn frábæri í liði Los Angeles Lakers, verður frá æfing- um og keppni næstu 6-9 mán- uðina en það fór eins og flestir ótt- uðust þegar kappinn fór meiddur af velli undir lok leiksins í leiknum gegn Golden State. Í ljós kom að Kobe sleit hásin. Gary Vitti þjálfari Lakers sagði að Kobe stefndi á end- urkomu þegar flautað verður til leiks á næsta tímabili í október.    Handknattleiksþjálfarinn AlfreðFinnsson stýrði liði sínu Volda upp í 1. deild kvenna í Noregi en það var hans síðasta verk fyrir félagið því hann hefur samið við úrvals- deildarfélagið Storhamar um að taka við því í sumar. Við starfi Al- freðs hjá Volda tekur Kristinn Guð- mundsson. Fólk sport@mbl.is Í ZAGREB Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í íshokkí byrjaði ekki vel þegar A-riðill 2. deildar heimsmeistaramótsins hófst í Zagreb í Króatíu í gær. Ísland tap- aði fyrsta leiknum á móti Belgíu 1:4 í Spartova-höllinni og við blasir bar- átta um að halda sæti sínu í þessum sterkari riðli deildarinnar. Sigurvegari riðilsins kemst upp í B-riðil 1. deildar en neðsta liðið fell- ur niður í B-riðil 2. deildar. Lið Belgíu kom upp úr þeim riðli og liðið er öflugt. Ef íslenska liðið hefði spil- að af eðlilegri getu þá hefði leik- urinn sjálfsagt getað orðið jafn. Sú varð þó ekki raunin því íslenska liðið var ryðgað og gerði fjölmörg mistök bæði í vörn og sókn sem gerðu útslagið. Nú kann kannski einhver að staldra við og velta því fyrir sér af hverju landslið virkar ryðgað á blaðamann. Málið er að landsliðið í íshokkí kemur aðeins saman einu sinni á ári og þá til að spila á HM sem er deildaskipt. Landsliðið hefur ekki langan tíma til að stilla sig saman en margir landsliðsmann- anna spila á Norðurlöndunum. Að þessu sinni hittist hópurinn heima á Íslandi og fékk þar af leiðandi ekki æfingaleiki á móti sterkum and- stæðingum eins og undanfarin ár þegar farið var til Svíþjóðar og Danmerkur. Æfingaleikina vantaði Frammistaðan í gær sýndi glögg- lega að liðið þarf á slíkum leikjum að halda til að finna taktinn. Stjórn ÍHÍ þarf að finna leiðir til að fjár- magna slíkar æfingaferðir fyrir HM ef krafan er sú að liðið haldi sér í þessum gæðaflokki. Ekki er gæfu- legt að mæta í erfiðan sex liða riðil og komast ekki í gang fyrr en kannski í þriðja leik. Íslenska liðið mætir á morgun Ástralíu kl. 11 að íslenskum tíma en lið Ástralíu féll niður úr 1. deild og tapaði í gær fyr- ir Króatíu 3:1. Íslendingar verða litla liðið í þeim leik en það jákvæða í stöðunni er þó það að eftir gærdag- inn þá halda Ástralar að íslenska lið- ið sé mun slakara en það raunveru- lega er. Á morgun er smá möguleiki á því að koma á óvart og stela sigri en þá þarf liðið að fækka mistök- unum verulega. Úrslitaleikur á móti Serbíu? Ef meta á stöðuna kalt eftir fyrsta keppnisdaginn þá blasir við íslenska liðinu barátta um að halda sæti sínu í riðlinum. Króatía er sterkasta liðið í riðlinum og að auki á heimavelli. Ísland á því litla mögu- leika í þeim leik og spænska liðið hefur hingað til hentað íslenska lið- inu illa. Sú staða gæti því hæglega komið upp að Ísland þurfi að vinna Serbíu í síðasta leiknum á laugardaginn til þess að halda sæti sínu í riðlinum. Íslendingar unnu leikinn við Serba 5:3 í Laugardalnum í fyrra og þurfa að endurtaka leikinn hér á Balkan- skaganum í ár. Þar er mestur mögu- leiki á sigri eins og staðan er núna. Vonbrigði gegn Belgíu Ljósmynd/Kristján Maack Allt reynt Varnarmaður Belgíu reynir allt sem hann getur til að stöðva Ólaf Hrafn Björnsson í leiknum í Spartova-höllinni í Zagreb í gær.  Fyrsti leikurinn í Króatíu tapaðist 1:4  Íslenska liðið gerði allt of mörg mistök til að eiga möguleika  Emil skoraði fyrsta mark Íslands í keppninni Ísland - Belgía » Belgar komust í 2:0 í fyrsta leikhlutanum. Emil Alengård minnkaði muninn í 2:1 á 31. mínútu og skoraði þar með fyrsta mark Íslands í keppninni eftir undirbúning Jóns Bene- dikts Gíslasonar. Belgar bættu við mörkum í öðrum og þriðja leikhluta. » Ísland mætir Ástralíu klukk- an 11 í dag að íslenskum tíma og fylgst verður með gangi mála á mbl.is. Tvö Íslandsmet voru sett á lokadegi Íslands- meistaramótsins í sundi í 50 metra laug sem kláraðist í Laugardalslauginni í gær. Hrafn- hildur Lúthersdóttir úr SH bætti eigið Ís- landsmet í 100 metra bringusundi þegar hún synti á tímanum 1:09,48. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH setti nýtt Íslandsmet í 50 metra baksundi. Ingi- björg synti á tímanum 28,99 sekúndum sem er einum hundraðasta undir Íslandsmeti Söruh Blake Bateman. Í lok móts voru stóru bikararnir afhentir og þar sópaði Hrafnhildur Lúthersdóttir að sér viðurkenningum. Hún fékk Ásgeirsbikarinn sem veittur er fyrir besta afrekið á Íslands- meistaramótinu í 50 metra laug samkvæmt stigatöflu alþjóðasundsambandsins, FINA. Bikarinn fékk Hrafnhildur fyrir 200 metra bringusund. Hún fékk einnig Kolbrúnarbikarinn sem veittur er fyrir bestan árangur kvenna á milli Íslandsmóta og þá fékk Hrafnhildur einnig Sigurðarbikarinn sem veittur er fyrir besta bringusundsafrekið á Íslandsmeistaramótinu. Jakob Jóhann Sveinsson fékk Péturs- bikarinn sem veittur er fyrir bestan árangur karla á milli Íslandsmóta. Í gærkvöldi var 16 manna landsliðshópur Ís- lands sem keppir á Smáþjóðaleikunum svo valinn. Landsliðshópurinn: Alexander Jóhannsson, KR, Anton Sveinn McKee, Ægir, Aron Örn Stefánsson, SH, Arnór Stefánsson, SH, Daníel Hannes Pálsson, Fjölnir, Davíð Hildiberg Að- alsteinsson, ÍRB, Hrafn Traustason, SH, Kol- beinn Hrafnkelsson, SH, Kristinn Þór- arinsson, Fjölnir, Bryndís Rún Hansen, Bergen Svömmerne, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH, Inga Elín Cryer, Ægir, Ingibjörg Kristín Jóns- dóttir, SH, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Ægir, Karen Sif Vilhjálmsdóttir, SH. 16 synda í Lúxemborg Morgunblaðið/Golli Bikarasöfnun Hrafnhildur Lúthersdóttir setti Íslandsmet og fékk þrjá bikara í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.