Morgunblaðið - 15.04.2013, Page 6
BADMINTON
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Þetta er alveg ótrúlega skemmti-
legt og akkúrat það sem ég ætlaði
mér að gera,“ sagði Tinna Helga-
dóttir sem varð tvöfaldur Íslands-
meistari í badminton í íþróttahúsinu
við Strandgötu í Hafnarfirði í gær.
Tinna vann öruggan sigur á Snjó-
laugu Jóhannsdóttur í úrslitum ein-
liðaleiks, 21:14 og 21:12, og landaði
þar með sínum öðrum titli í einliða-
leik, og hafði skömmu áður unnið
tvenndarleikinn með Magnúsi Inga,
bróður sínum.
„Þetta var erfitt í úrslitunum þó
að hún [Snjólaug] hafi ekki fengið
mörg stig, en það má segja að þetta
hafi verið frekar öruggt í gegnum
mótið hjá mér því ég held ég hafi
mest fengið á mig 14 stig í einni
lotu,“ sagði Tinna, sem er búsett í
Danmörku og leikur þar fyrir Vær-
löse auk þess að vera yfirþjálfari
unglingadeildar félagsins.
Árangur hennar er ansi athyglis-
verður í ljósi þess að á Íslandsmeist-
aramótinu fyrir ári sleit hún hásin.
„Ég var byrjuð að spila aftur í
september þannig að það tók bara
fimm mánuði að jafna sig. Ég er bú-
in að vera að spila á fullu í vetur en
hins vegar hætt að spila einliðaleik,
nema í þessu móti. Það er þannig í
Danmörku að annaðhvort spilar
maður bara einliðaleik eða bæði tví-
liða- og tvenndarleik eins og ég er
að gera. Ég spilaði einliðaleik á einu
móti og á æfingum til að undirbúa
mig, en það má segja að ég hafi ver-
ið að spila mig í gang bara á þessu
móti. Ég vissi lítið um hvað ég gæti
eða þá hinar stelpurnar, en ætlaði
mér sigur,“ sagði Tinna.
Hún hefur búið í Danmörku síð-
ustu fimm ár og leikið með Værlöse
í þrjú ár, bæði með 1. og 2. liði fé-
lagsins. Þrátt fyrir meiðslin tók
Tinna virkan þátt á tímabilinu sem
nú er nýlokið en á því féll 1. liðið úr
leik í 8-liða úrslitum úrvalsdeild-
arinnar en 2. liðið hélt sæti sínu í
næstefstu deild.
„Ég er búin að eiga rosalega fínt
tímabil þótt ég hafi verið meidd allt
sumarið. Ég komst að því þegar ég
sleit hásinina að ég væri ekkert
tilbúin að hætta og mun halda áfram
á meðan mér þykir þetta skemmti-
legt,“ sagði Tinna.
Hún gerði tilkall til sigurs í tví-
liðaleik kvenna en liðsfélagi hennar,
Erla Björg Hafsteinsdóttir, meidd-
ist og þær urðu því að hætta keppni
í undanúrslitum. Elín Þóra Elías-
dóttir og Rakel Jóhannesdóttir
unnu tvíliðaleikinn í fyrsta sinn í
oddalotu, 21:13, 14:21 og 21:19.
Magnús Ingi og Helgi Jóhannesson
unnu tvíliðaleik karla, sjöunda árið í
röð.
Sleit hásin í
fyrra en tók
tvo titla í ár
Tinna og Magnús Ingi Helgabörn
urðu bæði tvöfaldir Íslandsmeistarar
Morgunblaðið/Golli
Meistarar Systkinin Tinna Helgadóttir og Magnús Ingi Helgason fagna Ís-
landsmeistaratitlinum í tvenndarleik í Strandgötu í gær.
6 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Millwall – Wigan...................................... 0:2
Chelsea – Manchester City.................... 1:2
A-DEILD:
Arsenal – Norwich .................................. 3:1
Aston Villa – Fulham.............................. 1:1
Everton – QPR ........................................ 2:0
Reading – Liverpool ............................... 0:0
Southampton – West Ham..................... 1:1
Newcastle – Sunderland......................... 0:3
Stoke – Manchester United ................... 0:2
Staðan:
Man.Utd. 32 26 2 4 73:33 80
Man.City 31 19 8 4 57:27 65
Arsenal 32 17 8 7 64:35 59
Chelsea 31 17 7 7 61:33 58
Tottenham 32 17 7 8 55:40 58
Everton 32 14 13 5 51:37 55
Liverpool 33 13 11 9 59:40 50
WBA 32 13 5 14 42:43 44
Swansea 32 10 11 11 43:42 41
Fulham 32 10 10 12 44:48 40
Southampton 33 9 11 13 47:54 38
West Ham 32 10 8 14 36:45 38
Newcastle 33 10 6 17 42:59 36
Norwich 33 7 14 12 31:52 35
Sunderland 33 8 10 15 37:45 34
Stoke 33 7 13 13 28:41 34
Aston Villa 33 8 10 15 36:60 34
Wigan 31 8 7 16 37:57 31
QPR 33 4 12 17 29:54 24
Reading 33 5 9 19 36:63 24
B-DEILD:
Cardiff – Nottingham Forest ............... 3:0
Aron Einar Gunnarsson lék allan tím-
ann en Heiðar Helguson lék fyrri hálfleik-
inn og skoraði fyrsta markið.
Wolves – Huddersfield........................... 1:3
Björn Bergmann Sigurðarson lék
fyrstu 79 mínúturnar fyrir Wolves enEg-
gert Gunnþór Jónsson var ekki í leik-
mannahópnum.
Barnsley – Charlton.................................0:6
Blackburn – Derby...................................2:0
Blackpool – Burnley.................................1:0
Bristol City – Bolton................................1:2
Ipswich – Hull ...........................................1:2
Middlesbro – Brighton.............................0:2
Peterboro – Watford ................................3:2
Leeds – Sheffield W.................................2:1
Staðan:
Cardiff 42 25 8 9 68:41 83
Hull 42 24 5 13 59:47 77
Watford 42 21 8 13 78:54 71
Cr.Palace 41 18 12 11 67:54 66
Brighton 42 16 17 9 59:41 65
Bolton 42 17 12 13 62:54 63
Nottingham F. 42 16 15 11 60:55 63
Leicester 42 17 10 15 62:40 61
Charlton 42 15 12 15 57:55 57
Middlesbro 42 17 4 21 57:64 55
Leeds 42 15 10 17 53:62 55
Blackpool 42 13 15 14 57:54 54
Derby 42 14 12 16 59:58 54
Burnley 42 14 12 16 57:57 54
Birmingham 42 13 15 14 59:65 54
Sheffield W. 42 15 8 19 50:59 53
Ipswich 42 14 11 17 41:57 53
Millwall 40 14 10 16 49:55 52
Huddersfield 42 13 12 17 45:69 51
Blackburn 41 12 14 15 50:55 50
Peterboro 42 14 8 20 62:69 50
Barnsley 42 13 10 19 51:67 49
Wolves 42 13 9 20 52:63 48
Bristol City 42 11 7 24 57:76 40
WSL-deildin
Chelsea – Birmingham .......................... 1:1
Edda Garðarsdóttir lék allan tímann
fyrir Chelsea en hún bar fyrirliðabandið
en Ólína G. Viðarsdóttir lék fyrri hálfleik-
inn.
Lincoln – Liverpool ............................... 0:1
Katrín Ómarsdóttir lék allan tímann
með Liverpool.
ENGLAND
Ath.Bilbao – Real Madrid.........................0:3
R.Zaragoza – Barcelona ...........................0:3
Atl.Madrid – Granada...............................5:0
Rayo Vallecano – R.Sociedad...................0:2
Málaga – Osasuna .....................................1:0
Espanyol – Valencia..................................3:3
Levante – Dep. La Coruna.......................0:4
R.Valladolid – Getafe ................................2:1
Staða efstu og neðstu liða:
Barcelona 31 26 3 2 98:33 81
Real Madrid 31 21 5 5 80:29 68
Atl.Madrid 31 20 5 6 56:25 65
R.Sociedad 31 15 9 7 57:39 54
Málaga 31 14 8 9 44:32 50
Valencia 31 14 8 9 47:45 50
Real Betis 31 14 6 11 47:46 48
Getafe 31 12 8 11 39:46 44
–––––––––––––––––––––––––––––––––––
Osasuna 31 8 7 16 26:36 31
Dep. La Coruna 31 7 8 16 42:63 29
Granada 31 7 7 17 27:50 28
R.Zaragoza 31 7 6 18 28:49 27
Celta 30 6 6 18 29:45 24
Mallorca 30 6 6 18 32:63 24
SPÁNN
Pescara – Siena........................................ 2:3
Birkir Bjarnason tók út leikbann.
AC Milan – Napoli.....................................1:1
Cagliari – Inter Mílanó.............................2:0
Chievo – Catania .......................................0:0
Genoa – Sampdoria ...................................1:1
Parma – Udinese.......................................0:3
Torino – Roma ...........................................1:2
Palermo – Bologna....................................1:1
Atalanta – Fiorentina ...............................0:2
Staða efstu og neðstu liða:
Juventus 31 22 5 4 61:20 71
Napoli 32 18 9 5 58:30 63
AC Milan 32 17 8 7 56:35 59
Fiorentina 32 16 7 9 58:39 55
Roma 32 15 6 11 63:53 51
Lazio 31 15 6 10 40:37 51
–––––––––––––––––––––––––––––––––––
Torino 32 8 13 11 40:45 36
Chievo 32 10 6 16 32:48 36
Siena 32 9 9 14 34:44 30
Palermo 32 5 13 14 29:45 28
Genoa 32 6 10 16 32:50 28
Pescara 32 6 3 23 24:66 21
ÍTALÍA
Augsburg – E.Frankfurt..........................2:0
Stuttgart – M’gladbach ............................2:0
Schalke – Leverkusen...............................2:2
Bayern M. – Nürnberg .............................4:0
F.Düsseldorf – W.Bremen .......................2:2
Greuther F. – Dortmund..........................1:6
Mainz – Hamburger..................................1:2
Wolfsburg – Hoffenheim ..........................2:2
Staða efstu og neðstu liða:
Bayern M. 29 25 3 1 83:13 78
Dortmund 29 17 7 5 72:35 58
Leverkusen 29 14 8 7 53:38 50
Schalke 29 13 7 9 50:45 46
Freiburg 29 12 9 8 39:34 45
E.Frankfurt 29 12 6 11 42:42 42
–––––––––––––––––––––––––––––––––––
F.Düsseldorf 29 7 9 13 35:45 30
Augsburg 29 6 9 14 27:44 27
Hoffenheim 29 6 6 17 35:54 24
Greuther F. 29 2 9 18 19:52 15
B-DEILD:
Energie Cottbus – Bochum .................... 0:2
Hólmar Örn Eyjólfsson gat ekki leikið
með Bochum vegna meiðsla.
ÞÝSKALAND
PSV Eindhoven – Ajax ........................... 2:6
Kolbeinn Sigþórsson lék fyrstu 86 mín-
úturnar og skoraði fyrsta mark Ajax.
AZ Alkmaar – Utrecht............................ 6:0
Jóhann Berg Guðmundsson lék síðasta
hálftímann fyrir AZ. Aron Jóhannsson kom
inn á á 64. mínútu og skoraði 6. markið.
Heerenveen – Willem II .......................... 3:2
Alfreð Finnbogason lék allan tímann fyr-
ir Heerenveen og skoraði 2 mörk.
Breda – NEC Nijmegen .......................... 2:0
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan tím-
ann fyrir NEC Nijmegen.
Staða efstu liða:
Ajax 30 19 9 2 73:30 66
Vitesse 30 18 7 5 63:35 61
PSV Eindhoven 30 19 3 8 90:35 60
Feyenoord 30 18 6 6 55:36 60
Twente 30 15 9 6 50:27 54
Utrecht 30 15 6 9 43:38 51
Heerenveen 30 11 8 11 47:53 41
Groningen 30 11 6 13 32:45 39
NEC Nijmegen 30 10 7 13 38:53 37
Den Haag 30 8 12 10 43:56 36
HOLLAND
Keflvíkingarnir Karel Berg-
mann Gunnarsson, Krist-
mundur Gíslason og Helgi
Rafn Guðmundsson voru allir
á meðal þátttakenda á mótinu
Millennium Open í tækvondo
en keppt var í Vrsac í Serbíu.
Helgi náði bestum árangri
Íslendinganna. Hann vann 4:2
sigur í undanúrslitum en hann
mætti sterkum serbneskum
landsliðsmanni í úrslitum og
mátti sætta sig við 16:4 tap. Kristmundur náði í
bronsverðlaun í -87 kg flokki. Kristmundur vann
heimamann 3:0 í fyrsta bardaga en tapaði svo í
undanúrslitum og fékk brons. Karel keppti í -63
kg flokki unglinga og tapaði fyrir sterkum
heimamanni í fyrstu umferð. sindris@mbl.is
Silfur og brons í
Vrsac í Serbíu
Helgi Rafn
Guðmundsson
Anna Hulda Ólafsdóttir bætti
þrjú Íslandsmet í -63 kg flokki
á Íslandsmeistaramótinu í
ólympískum lyftingum. Anna
Hulda setti met þegar hún
snaraði 68 kg, og einnig þegar
hún jafnhattaði 87 kg, og þar
með þriðja metið með því að
lyfta 155 kg samanlagt.
Sigurður B. Einarsson náði
viðlíka árangri í -94 kg flokki
karla en hann snaraði 119 kg og
jafnhattaði 145 kg, og lyfti því samanlagt 264 kg.
Katrín Davíðsdóttir setti tvö met í -69 kg flokki
þegar hún snaraði 76 kg og náði samanlagt 160 kg.
Loks setti Lilja L. Helgadóttir tvö met í flokki 17
ára og yngri, í -75 kg flokki, með því að snara 69
kg og ná samanlagt 153 kg. sindris@mbl.is
Þrjú met hjá
Önnu og Sigurði
Anna Hulda
Ólafsdóttir
Heiðar Helguson kom töluvert
við sögu í liði Cardiff þegar
liðið lagði Nottingham Forest,
3.0, í ensku B-deildinni. Heiðar
skoraði fyrsta markið með
skalla og einn leikmaður For-
est var síðan rekinn af velli
undir lok fyrri hálfleiksins fyr-
ir að gefa Heiðari olnbogaskot.
Heiðar fór af velli eftir fyrri
hálfleikinn vegna meiðsla en
Aron Einar lék allan tímann.
„Heiðar tognaði í kálfanum en hann hefur gert
virkilega góða hluti með liðinu frá því hann kom
til okkar. Hann er einn hugrakkasti leikmað-
urinn sem ég hef unnið með og er frábær at-
vinnumaður,“ sagði Malky Mackay, stjóri Car-
diff, eftir leikinn. gummih@mbl.is
Stjóri Cardiff City
hrósaði Heiðari
Heiðar
Helguson
Hönefoss – Haugesund ........................... 0:1
Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kristján
Örn Sigurðsson léku allan tímann fyrir
Hönefoss.
Andrés Már Jóhannesson var ekki í leik-
mannahópi Haugasund.
Lilleström – Brann .................................. 2:0
Pálmi Rafn Pálmason lék allan tímann
fyrir Lilleström.
Birkir Már Sævarsson lék allan tímann
fyrir Brann.
Tromsö – Sandnes Ulf ............................ 0:1
Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði
sigurmark Sandnes en honum var skipt út-
af á 89. mínútu.
Sarpsborg – Aalesund............................. 0:2
Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn
Ingi Valdimarsson léku allan tímann fyrir
Sarpsborg en Ásgeir Börkur Ásgeirsson
sat á bekknum. Haraldur Björnsson er frá
keppni vegna meiðsla.
Viking – Odd Grenland........................... 1:0
Indriði Sigurðsson fyrirliði lék allan tím-
ann fyrir Viking en Jón Daði Böðvarsson
síðustu 15 mínúturnar.
Álasund 12, Rosenborg 10, Viking 8,
Strömsgodset 7, Lilleström 7, Brann 6,
Start 5, Tromsö 5, Sarpsborg 5, Haugasund
4, Sandnes 4, Sogndal 4, Odd 3, Hönefoss 3,
Vålerenga 3, Molde 0.
NOREGUR