Morgunblaðið - 19.04.2013, Side 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ
Ástandsskoðun reiðhjóla
á vinnustöðum og vorhátíðum.
Námskeið og fyrirlestrar um
samgönguhjólreiðar
Hjólið þitt
með Dr. BÆK
www.hjólafærni.is • Sími 864 2776
V
ið erum öðruvísi reið-
hjólaverslun en hinir,
meira svona eins og
lífsstílsbúð,“ útskýrir Al-
exander. „Við seljum
klassísk reiðhjól, fatnað og aukahluti
sem gera lífið skemmtilegra. Við er-
um lítið í spandex-hjólafatnaði en
leggjum þeim mun meiri áherslu á
venjuleg föt. Þá eru hjólin okkar
þessi sígildu borgarhjól frá Englandi
og Hollandi. Þetta eru þriggja, fimm
og átta gíra hjól í fallegum litum sem
gaman er að hjóla á.“
Gott að hjóla í Reykjavík
Að sögn Alexanders eru hjólin
fyrst og fremst hugsuð sem ferðamáti
í borginni og þar þurfi sjaldnast fleiri
gíra en átta. „Fyrir fólk sem þarf ekki
að hjóla nema fimm til átta kílómetra
í vinnuna þá henta þessi hjól prýði-
lega. Þá er líka leikur einn að klæðast
fallegum fötum á meðan hjólað er.“
Alexander er Þjóðverji en hefur
búið hér í fjórtán ár. Hann var vanur
að fara allra sinna ferða á hjóli þegar
hann bjó í Þýskalandi og hélt því
áfram þegar hann kom hingað til
lands. „Ég keypti mér fjallahjól, eins
og allir, enda taldi ég það nauðsynlegt
á Íslandi, nálægð náttúrunnar og allt
það. Hins vegar er reiðhjólastígakerf-
ið orðið svo gott í Reykjavík að maður
þarf ekkert fjallahjól í bænum. Þá eru
göturnar alltaf snjóruddar fljótt og
vel á veturna og maður kemst fljótt
og vel á milli staða – og þá er einfalt
mál að vera fallega til fara á hjólinu.
Eftir því sem reiðhjólastemningin
var í auknum mæli á uppleið hér
ákvað Alexander að tími væri til kom-
inn að kenna fólki að hjóla um í flott-
um fötum. „Um leið vildi ég minna á
að reiðhjól er farartæki, ekki síður en
íþróttatæki. Þá þarf maður heldur
ekki að klæðast spandexfötum og
skipta svo um þegar í vinnuna er
komið. Á hjólunum frá okkur fer
maður líka hægar, og hjólreiðarnar
verða afslappaðri og yfirvegaðri. Á
fjallahjólum eru menn alltaf að flýta
sér heil ósköp en á virðulegu þriggja
gíra hjóli tekur fólk lífinu með ró og
svitnar þá miklu síður,“ bætir Alex-
ander við. „Þá sleppur maður líka við
umstangið að fara í sturtu og skipta
um föt.“ Hann bendir á að í Þýska-
landi sé mjög algengt að fólk fari
ferða sinna á reiðhjóli, hvort heldur
er til vinnu eða að hitta vini á kaffi-
húsi, svo dæmi sé tekið. „Og það fer
varla nokkur maður að tylla sér á fínt
kaffihús í spandexgalla?“
Reiðhjól af klassíska skólanum
Reiðhjólaverzlunin Berlín selur
hjól frá nokkrum framleiðendum sem
búa til hjól með sígildum formerkj-
um, ef svo má segja. „Við erum til
dæmis með ensk hjól sem heita Bobb-
ins, einnig erum við með Pashley sem
koma líka frá Englandi en þar er á
ferðinni elsti reiðhjólaframleiðandi
Englands, starfandi frá 1906, og þar á
bæ eru hjólin ennþá handsmíðuð eins
og þau voru framleidd í upphafi síð-
ustu aldar.“ Alexander útskýrir að
Pashley handsmíði hjól eftir pönt-
unum, og fyrir bragðið sé framleiðslan
heldur umfangsminni en hjá stærri
fjöldaframleiðendum. „Pashley smíð-
ar kannski um 12.000 hjól á ári en
stóru framleiðendurnir smíða um
10.000 hjól á mánuði!“ Loks nefnir
hann Dutchie, enn eitt enskt merki
sem reyndar lætur smíða sín hjól sam-
kvæmt gamalli forskrift í Hollandi,
eins og nafnið vísar til. „Það eru mjög
skemmtileg klassísk hjól, með 28"
dekkjum og ljós og innbyggðum dý-
namó. Alveg tilvalin hjól í borginni.“
Allt fyrir lífstílinn
Þar sem Berlín er ekki bara reið-
hjólaverslun heldur lífstílsbúð, eins og
Alexander nefndi að framan, selur
verslunin miklu meira en bara hjólin
sjálf, eins og hann bendir á. Í Berlín
má fá körfur og töskur til að setja á
bögglaberann, ásamt alls konar fal-
legum fatnaði. „Við erum með fallegar
regnslár sem hannaðar eru fyrir reið-
hjólafólk, einnig regnkápur fyrir döm-
urnar og gallabuxur frá SWRVE, en
þær eru sérhannaðar fyrir reið-
hjólafólk; þær eru úr sérstaklega
sterku efni, án sauma innanfóta, með
lágt mitti að framan svo beltið grafist
ekki inn í maga en hærra að aftan svo
ekkert gægist upp úr buxna-
strengnum þegar hjólað er,“ bætir Al-
exander við og hlær. Þá tiltekur hann
sérstaklega mikið þarfaþing sem til
sölu er í Berlín, en það eru hjálmar
sem líta út eins og húfur. Öryggið þarf
því alls ekki að vera á kostnað stílsins.
„Þá þarf maður ekki að vera með stór-
an hjálm eins og hjólreiðakeppn-
ismaður, heldur bara fallegt höfuðfat.
Og það eru ýmsar gerðir í boði, við
allra hæfi. Það er vel hægt að vera
öruggur á hjólinu en líta samt vel út.“
Að auki eru margs konar hanskar á
boðstólum, hálsbindi, slaufur, tweed-
föt og vaxjakkar, litríkir sokkar og ís-
lenskir treflar og hanskar frá Varma,
svo fátt eitt sé nefnt. „Allt sem þarf til
að hjóla með stíl,“ segir Alexander.
Það er því auðheyrt að Reið-
hjólaverzlunin Berlín er rekin af hug-
sjón. Hvert er þá markmið Alexand-
ers og félaga? „Við viljum fá sem
flesta á hjólin sín hér í borginni, nota
þau sem farartæki og dægradvöl. Og
það er engin ástæða til annars en að
líta vel út og klæðast fallegum fötum
þegar hjólað er.“
jonagnar@mbl.is
Að hjóla með stíl
Morgunblaðið/Kristinn
Hugsjón „Við seljum klassísk reiðhjól sem gera lífið skemmtilegra.“
Lífstíll Hjólreiðar eru lífstíll sem geta falið í sér ýmsan lúxus.
Körfur Fást af ýmsu tagi í Berlín.
Höfuðatriði Það gildir að hafa hausinn í lagi.
Gæði Gæðin eru allsráðandi í Reiðhjólaverzluninni
Berlín auk þess sem klassíkin er jafnan í hávegum.
Hjólreiðar eru ekki bara
líkamsrækt heldur lífsstíll
og ferðamáti. Að ferðast
um á hjóli þarf því fráleitt
að koma niður á stílnum
frá degi til dags, eins og
Alexander Schepsky hjá
reiðhjólaverzluninni Berlín
bendir á.
Reiðhjólaverzlunin Berlín ætlar að efna til sérstaks hjólreiða-
dags þann 1. júní næstkomandi þar sem þátttakendur þurfa
að vera í betri fötunum, auk þess sem hjólum með klassíska
laginu er gert hátt undir höfði. Viðburðurinn nefnist „Tweed
Run“ og er þetta annað árið í röð sem hann er haldinn.
„Í fyrra tóku um 60 manns þátt, allir á fallegum, sígildum
hjólum og í fínum fötum. Í ár eigum við von á ekki færri en
100 manns,“ segir Alexander. Ásamt Berlín standa Herra-
fataverslun Kormáks og Skjaldar, og verslunin Geysir, að
Tweed Run deginum. „Við ætlum að hjóla niður Laugaveg-
inn, um Vesturbæinn og enda á KEX Hostel þar sem mann-
skapurinn tyllir sér í „high tea“ á enska vísu og hefur það
gott eftir skemmtilegan hjólatúr.“
Dagurinn verður auglýstur á Facebook-síðu Berlínar þegar
nær dregur og þar geta áhugasamir skráð sig til þátttöku í
þessum skemmtilega hjólaviðburði, ásamt því að skoða
myndir frá Tweed Run 2012.
Tweed Run: stælleg
halarófa á hjólum
Útgefandi Árvakur Umsjón Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Blaðamenn Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Auglýsingar Ingi Fróði Helgason ingi@mbl.is Sigrún sigurðardóttir sigruns@mbl.is
Prentun Landsprent ehf.