Morgunblaðið - 19.04.2013, Blaðsíða 4
Skráning og nánari upplýsingar
á hjoladivinnuna.is
Keppt er um:
• Flesta þátttökudaga - vinnustaðakeppni
• Flesta kílómetra - liðakeppni
ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS KYNNIR:
Samstarfsaðilar
Aðalstyrktaraðili
Vertu með!
Vinnustaðakeppni
8.-28. maí
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kópavogur Skugginn fylgir hjólreiðamanninum þegar sólin skín. „Mér
nægir að hjóla í eina til eina og hálfa klukkstund. Fara svo stundum í
lengri ferðir þá með eitthvert markmið í huga,“ segir Árni Gunnarsson.
Þ
að er kvöl fyrir hvern
ungling að vera of feitur.
Þeim einstaklingum þarf
að liðsinna með jákvæðri
hvatningu. En svo er það
fullorðna fólkið, sem á að vera
komið til vits og ára og þekkja
hættur offitu og hreyfingarleysis,“
segir Árni Gunnarsson, fv. alþing-
ismaður.
„Það er nánast óskiljanlegt þeg-
ar fólk gengur á hönd óhollu mat-
aræði og hreyfingarleysi við tölvur
og sjónvarp. Vonandi tekur ný
kynslóð við, sem virðir líkama sinn
og lætur hann ekki afskræmast
vegna rangra lífshátta. Og sú kyn-
slóð er á leiðinni, að minnsta kosti
eru margir af henni í hópi hjól-
reiðafólks.“
Gæðingur úr Hekluferð
Um dagana hefur Árni víða látið
að sér kveða. Var fréttamaður, sat
á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og
var, á síðasta skeiði starfsævinnar,
framkvæmdastjóri Heilsustofn-
unar Náttúrulækningarfélags Ís-
lands í Hveragerði. Þegar svo til
æskunnar er litið segir Árni að
hjólreiðar komi fljótt upp í hug-
ann.
„Reiðhjól voru dýrgripir, eink-
um barnahjól. Þegar ég var kom-
inn á hjólaaldurinn var ekki á allra
færi að eignast slíka gersemi. Örn-
inn var verslun og verkstæði á
Spítalastígnum, stutt frá heimili
mínu fyrir 10 ára aldurinn. Þar gaf
að líta ýmis fögur hjól, en ég eign-
aðist mitt fyrsta 8 eða 9 ára gam-
all,“ segir Árni sem minnist þess
þegar faðir hans, sem var far-
arstjóri í svonefndum Hekluferð-
um til Leith í Skotlandi keypti í
einni ferðinni gæðing fyrir soninn.
„Svo ýtti pabbi mér af stað.
Hjólið var ávallt tekið inn á kvöld-
in og þess vandlega gætt. Nú
liggja hjól eins og hráviði um allt
og enginn virðist ásælast þau,
nema kannski þau vönduðustu og
dýrustu. Sum eru reyndar úr lé-
legu efni, ryðga fljótt og verða lít-
ið spennandi.“
Út á Nes og inn í Elliðaárdal
Snemma á þessu ári flutti Árni
með fjölskyldu sinni frá Selfossi,
þar sem hann hafði búið und-
anfarin ár. Er nú kominn í Kópa-
vog. Báða staðina segir hann
henta vel til hjólreiða.
„Á Selfossi eru góðar hjóla- og
göngubrautir. Þar hjólaði ég yf-
irleitt í Hellisskógi, sem er
útivistarparadís, skammt fyrir of-
an bæinn. Annars hefur mér kom-
ið nokkuð á óvart hvað hjóla- og
göngubrautir liggja víða í Kópa-
vogi og tengingar við önnur sveit-
arfélög eru frábærar. Heiman frá
mér get ég hjólað út á Seltjarn-
arnes, inn í Elliðaárdal og líklega
til Hafnarfjarðar, þótt ekki hafi ég
farið lengra en út á Arnarnes. Ég
á eftir að kanna stór svæði,“ segir
Árni sem nýtur að hjóla meðfram
sjónum, t.d. í Kópavogi og á Kárs-
nesi og út með Skerjafirði.
Fylgjast með og
tengjast náttúrunni
„Hluti af ánægjunni við að hjóla,
er að geta fylgst með og tengjast
náttúrunni, horfa á fuglalífið og
fylgjast með gróðrinum. Ég hef
lítinn áhuga á að komast sem
lengst á sem skemmstum tíma,“
segir Árni. „Mér nægir að hjóla í
eina til eina og hálfa klukkustund.
Fara svo stundum í lengri ferðir
þá með eitthvert markmið í huga.
En það er fyrst og fremst útiver-
an, hreyfingin og slökunin sem
skipta mig máli. Að mínu mati eru
hjólreiðar langbesta líkamsræktin.
Eru líka hollar fyrir sálina.“
Árni fer sinna ferða á léttu og
meðfærilegu hjóli, með góðum
hemlum og sex gírum. „Framboð á
nýjum og stöðugt fullkomnari reið-
hjólum er mikið. Sama gildir um
reiðhjólafatnað. Verð á reiðhjólum
getur verið ævintýralega hátt, en
þá er fólk kannski að kaupa tækni
sem það hefur ekki beinlínis þörf
fyrir. En hver hefur sinn smekk.
Aðalatriðið er að koma sér af
stað.“
Útrýmir ekki einkabílnum
Reiðhjólið verður seint til að út-
rýma einkabílnum á Íslandi, segir
Árni, þótt ekki sé nema veðrátt-
unnar vegna. Íslendingar geti hins
vegar ferðast mun meira á hjóli en
nú er raunin. Í dag sé talið að um
4% Íslendinga fari á hjóli til vinnu.
Í Danmörku sé hlutfallið margfalt
hærra. Þá megi nefna Kína og
Indland þar sem reiðhjólið er
beinlínis mikilvægasta farartækið.
„Með vaxandi hagsæld í þessum
löndum eignast æ fleiri bíla. Með
því eykst loftmengun. En reið-
hjólið mengar ekki. Það hefur
einnig verið notað við margvísleg
verkefni. Norður-Víetnamar og
Víet-Cong sigruðu Bandaríkja-
menn, mesta herveldi heims þar
sem þeir fóru um landið í stríðinu
á hjóli. Fluttu vopn og varning í
skjóli nætur eða eftir jarðgöngum
til Suður-Víetnams og höfðu fá
önnur tæki til þeirra verka. Nið-
urstaðan af þessu öllu er því ein-
föld, það er reiðhjól eru hern-
aðarlega mikilvæg.“
sbs@mbl.is
Reiðhjól eru hernaðarlega mikilvæg
Dýrgripir æsku Árna Gunnarssonar voru reiðhjól úr
Erninum. Hreyfing er mikilvæg og þar eru hjólreiðarnar
sterkur leikur. Á hjóli úr Kópavogi. Útivera, hreyfing og
slökun skipta máli. Tengjast náttúru og gott fyrir sál.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Víetnam Í austurlöndum fjær eru
hjólreiðar mikilvægur samgöngu-
máti, í stríði sem friði.
’Annars hefur mérkomið nokkuð áóvart hvað hjóla- oggöngubrautir liggja víða í Kópavogi og tengingar
við önnur sveitarfélög
eru frábærar. Heiman
frá mér get ég hjólað út
á Seltjarnarnes, inn í
Elliðaárdal og líklega
til Hafnarfjarðar.
4 | MORGUNBLAÐIÐ