Morgunblaðið - 19.04.2013, Síða 5

Morgunblaðið - 19.04.2013, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ | 5 H jólasöfnunin okkar er liður í því að gefa börn- um sem ekki eiga hjól tækifæri á að eignast slíkt og þar með efla heilbrigði og þroska þeirra. Við hvetjum alla sem luma á hjólum af öllum stærðum og gerðum í geymsl- unni að gefa þeim framhaldslíf og gleðja barn í leið- inni,“ segir Sig- ríður Guðlaugs- dóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheillum – Save the Child- ren á Íslandi. Um komandi mánaðamót hefst hjólasöfnun sam- takanna og hjól- reiðakeppninnar WOW Cyclothon. Það er fyrsta alþjóðlega hjólreiða- keppnin á Íslandi. Hjólað er með boðsveitarformi í fjögurra til tíu manna liðum hringinn í kringum landið á 72 klukkustundum dagana 19.-22. júní, þegar miðnætursólar nýtur gjarnan við. Heilbrigði og mikilvæg hreyfing Nú er runnið upp annað árið sem efnt er til reiðhjólasöfnunar sem er samstarfsverkefni Barnaheilla, Gámaþjónustunnar, Hringrásar, Sorpu auk félagsþjónustunnar í Reykjavík. Á síðasta ári var rúmlega 200 reiðhjólum úr söfnuninni út- hlutað til barna sem ekki áttu hjól. Hjólasöfnunin er liður í átaksverk- efninu Hreyfing og líkamlegt heil- brigði. Það miðar að því að efla vit- und barna og fullorðinna um mikilvægi hreyfingar og stuðla þannig að líkamlegu og andlegu heil- brigði barna. Öll áheit á liðin í hjóla- keppninni renna til verkefnisins. Sjálfboðaliðar gera hjólin upp undir styrkri stjórn sér reyndari manna. Hjólaviðgerðardagurinn mikli verður svo haldinn með pomp og prakt laugardaginn 1. júní. „Þar mun lokahnykkurinn í viðgerðum fara fram undir ljúfum tónum og léttum veitingum og vonandi góðu veðri líkt og á síðasta ári,“ segir Sig- ríður. Hún bendir og á að meiri upp- lýsingar um verkefnið megi t.d. finna á fésbókarsíðu þess sem er facebook.com/hjolasofnun. Fram á fullorðinsár „Flest börn á Íslandi eiga reiðhjól og geta nýtt sér það við leik og til að komast á milli staða. Það eru þó til börn sem eiga ekki hjól og hafa ekki tækifæri á slíku vegna fjárhags- legrar stöðu fjölskyldunnar. Slíkt getur gert þeim erfitt fyrir að vera þátttakendur í tómstundastarfi með jafnöldrum sínum. Slíkt getur alið á mismunun og félagslegri einangrun. Að læra að hjóla er jafnframt mik- ilvæg leikni sem fylgir börnum fram á fullorðinsár,“ segir Sigríður Guð- laugsdóttir. sbs@mbl.is Að læra að hjóla er mik- ilvæg leikni Barnaheill og WOW Cyclothon safna reiðhjólum. Hreyf- ing og heilbrigði. Rúmlega 200 hjól í fyrra. Félagslega mikilvægt fyrir börnin að eiga hjól. Laghent Viðgerðakona dyttar að í tengslum við söfnunina á sl. ári. Um 200 gömul reiðhjól bárust þá og eftir viðgerð voru þau skínandi fín. Gleði Stór áfangi í lífi barna er að eignast fyrsta reiðhjólið Sigríður Guðlaugsdóttir ’Við hvetjum alla semluma á hjólum af öll-um stærðum og gerðumí geymslunni að gefaþeim framhaldslíf og gleðja barn í leiðinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.