Morgunblaðið - 19.04.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.04.2013, Blaðsíða 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ Leiðangur Hjólað yfir Kerlingarskarð til norðurs. Fjallið er Rauðakúla. Þar var í áratugi þjóðleiðin í byggðarlögin á norðanverðu nesinu, eða þar til svonefnd Vatnaleið var opnuð í kringum sl. aldamót. Þ egar nýir vegir eru tekn- ir í notkun verða þeir gömlu að skemmtilegum hjólreiðabrautum. Þetta er raunin víða um land og mikilvægt fyrir hjólreiðafólk að vera með augun opin gagnvart möguleikunum,“ segir Örlygur Steinn Sigurjónsson. Hann starfar innan Íslenska fjallahjólaklúbbs- ins og er, ásamt Hrönn Harð- ardóttur, fararstjóri í leiðangri klúbbsins vestur á Snæfellsnes þriðju helgina í júní í sumar, það er dagana 22. og 23. iúní í sumar. Grófur vegur en miklir möguleikar Vestur á Nesi eru margar skemmtilegar hjólaleiðir, að sögn Örlygs. Umhverfið segir hann líka stórbrotið og það gerir ferðir um þessar slóðir áhugaverðar. „Dagskrá helg- arinnar er þann- ig að fólk kemur sér sjálft vestur í Stykkishólm og þar höldum við til aðfaranótt laugardagsins en þá verður farið úr Hólm- inum, um Helga- fellssveit og vestur í Berserkjahraun. Þetta er falleg leið, hringur sem er um 40 kílómetrar,“ segir Örlygur. Í framhaldinu, það er á sunnudeg- inum, verður farið úr Hólminum og suður á Nesið. Áð verður á Hjarðarfelli og farið í hjólareisu um gömlu leiðina yfir Kerl- ingaskarð. Þar var í áratugi þjóð- leiðin í byggðarlögin á norð- anverðu nesinu, eða þar til svonefnd Vatnaleið var opnuð í kringum sl. aldamót. „Þetta er dæmi um skemmti- lega hjólaleið og þjóðveg sem fær nýtt hlutverk. Þessi leið liggur um afar fallegt umhverfi, vegurinn er að vísu grófur og brattur en möguleikarnir miklir. Leiðin yfir Kerlingaskarðið er lítið farin í seinni tíð þó slíkt sé vel þess virði. Þessir þrjátíu kílómetrar standa algjörlega fyrir sínu,“ seg- ir Örlygur sem hefur starfað sem leiðsögumaður síðustu árin, fyrir ýmis ferðafélög. Yfir Tröllatunguheiði „Já, ég ætla að reyna að hjóla talsvert um landið á þessu ári,“ segir Örlygur. Nefnir í því sam- bandi t.d. Landmannalaugar og uppsveitir Árnessýslu. Einnig er á stefnuskránni að fara vestur í Reykhólasveit og hjóla gömlu leið- ina um Tröllatunguheiði, það er niður í Steingrímsfjörð á Strönd- um. Sá spotti er um það bil þrjá- tíu kílómetrar langur. Þetta eru þær slóðir þar sem skemmst er yfir landið þvert, en þarna er far- ið yfir hálsinn sem tengir Vest- firðina sem haus við Ísland sem líkamann sjálfan. sbs@mbl.is Kappsamir fara um Kerlingaskarð Íslenski fjallahjólaklúbburinn stefnir á Snæfellsnes í sumar. Helgafellssveit og Kerlingaskarð. Örlygur ætlar þvert yfir landið. Örlygur Steinn Sigurjónsson ’Þegar nýir vegir eru teknir í notkunverða þeir gömlu aðskemmtilegum hjólreiðabrautum. SUMAR 2012 HALTUÁFRAM Allar nánari upplýsingar á powerade.is ogmarathon.is Verðlaun í öllumhlaupu m Powerade drykkjarstöð var í öllumhlaupum Aðgöngumiði í sund inn ifalinn í þátttökugjaldi Ferðaskrifstofan Vita g efur ferðavinninga fyrir flest samanlögð st ig í karla- og kvennaflokki. VÍÐAVANGSHLAUP ÍR 19. apríl 2012 - 5 km FJÖLNISHLAUPIÐ 17.maí 2012 - 10 kmo g skemmtiskokk MIÐNÆTURHLAUP SUZU KI 21. júní 2012 - 21,1 km - 10 km - 5 km ÁRMANNSHLAUPIÐ 11. júlí 2012 - 10 km REYKJAVÍKURMARAÞON ÍSLANDSBANKA 18. ágúst 2012 - 42,2 k m - 21,1 km - 10 km - 42 ,2 kmboðhlaup - 3 km HLAUPIN Hlauptu í s umar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.