Morgunblaðið - 17.05.2013, Side 1

Morgunblaðið - 17.05.2013, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 7. M A Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  114. tölublað  101. árgangur  FJÖGUR LIÐ TAP- LAUS OG ÞRJÚ ENN ÁN STIGA FJÖLBREYTT FERÐASUMAR 2013 MANNRÉTTINDI BROTIN DAGLEGA 40 SÍÐNA AUKABLAÐ SILJA BÝR Í PALESTÍNU 10ÍÞRÓTTIR Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Hreppsnefnd Rangárþings ytra hefur samþykkt að leita álits hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hvort sveitarfélaginu sé heimilt að beita sér gegn því að fast- eignir verði seldar á nauðungaruppboði á meðan rétt- aróvissa er um lögmæti verðtryggðra fasteignalána. Guðfinna Þorvaldsdóttir, efsti maður á Á-lista, lagði fram tillöguna sem fékk samhljóða samþykki í hrepps- nefnd. Hún segir að í 78. grein stjórnarskrár sé tilgreint að sveitarfélög skuli sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Því vilji sveitarfélagið kanna hvort því sé heimilt að banna ríkisvaldinu að selja fasteignir á nauðungaruppboði að sinni. „Ég veit ekki hvort við höfum heimild til að gera þetta. En við get- um ekki bara horft upp á fólk missa heimili sín. Þú nærð heimili þínu ekki svo auðveldlega til baka þegar búið er að selja það bankanum. Vafi leikur á lögmæti lánanna og það eru dómsmál í réttarkerfinu. Ef það er einhver leið sem hægt er að fara til þess að fresta nauðungaruppboðum þá skiptir miklu máli að kanna alla möguleika til þess,“ segir Guðfinna. Hagsmuna- samtök heimilanna samþykktu á aðalfundi sínum 15. maí að skora á sveitarfélög að beita sér fyrir slíkri frest- un. »21 Beiti sér gegn uppboðum Guðfinna Þorvaldsdóttir  Rangárþing ytra vill kanna hvort banna megi uppboð Íslenski Eurovisionhópurinn var kampakátur eftir að ljóst var að framlag Íslands, „Ég á líf“, mun keppa til úrslita í Malmö í Svíþjóð á laugardaginn. „Þetta kom skemmtilega á óvart og það er gaman að fá eitt tækifæri í viðbót til þess að syngja þetta lag á þessu flotta sviði í þessum sal,“ sagði Eyþór Ingi Gunnlaugsson, fulltrúi Íslendinga í Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gærkvöldi. Ís- lenski hópurinn þótti standa sig vel á sviðinu, Eyþór Ingi er sáttur við frammistöðuna en segir þó að allt- af sé hægt að gera betur. Hann segir hópinn ekkert hafa velt fyrir sér hvort lagið kæmist áfram eða ekki. „Við hugsuðum ekkert út í það. Fókusinn var allur á að gera þetta eins vel og við gátum.“ »42-43 Ljósmynd/Helgi Jóhannesson Eyþór Ingi fékk framhaldslíf Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Jafnlaunaátakið sem ríkisstjórnin tilkynnti í kjölfar stofnanasamnings við hjúkrunar- fræðinga á Landspítalanum nær eingöngu til stofnana í eigu og rekstri ríkisins, ekki þeirra stofnana sem eru á fjárlögum frá ríkinu sam- kvæmt þjónustusamningum, eins og Reykja- lundur, Hrafnista, Heilsuhælið í Hvera- gerði, Heilsugæslan á Akureyri og Hornafirði og mörg dvalar- og hjúkrun- arheimili. Birgir Gunnars- son, forstjóri Reykjalundar, er mjög ósáttur við þessa stjórnsýslu og segir jafnlaunaátak- ið greinilega ná til sumra en ekki allra. Telur hann að um klárt brot sé að ræða á þjónustu- samningum ríkisins við þessar stofnanir. Að sögn Birgis var bréf sent 12. apríl sl. til allra heilbrigðisstofnana í eigu og rekstri rík- isins og tilkynnt að launagrunnur þeirra yrði hækkaður vegna jafnlaunaátaksins um 4,8% frá 1. mars sl. Fór Birgir að grennslast fyrir um af hverju þetta náði ekki til stofnana eins og Reykjalundar. „Reykjalundur er rekinn eins og hver önn- ur ríkisstofnun á fjárlögum. Við erum fjár- mögnuð fyrir ríkisfé og tökum upp alla mið- læga kjarasaminga sem ríkið gerir við starfsfólk,“ segir Birgir. „Það er skýrt ákvæði í okkar samningi um að ef gerðar verða breytingar á verðlags- eða launagrunni annarra heilbrigðisstofnana í rekstri ríkisins eigum við að fá sömu bætur,“ segir Birgir, sem fékk þau svör hjá stjórnvöldum að þetta ætti bara við um stofnanir í eigu ríkisins, ekki einkafyrirtækja eða sjálfseignarstofnana sem veita ríkinu þjónustu samkvæmt verk- samningum. Birgir hefur reiknað út að Reykjalundur hefði átt að fá 60 milljónir króna vegna átaksins. Átak um jöfn laun fyrir suma  Telur ríkið brjóta þjónustusamninga Átak » Fjármála- ráðuneytið seg- ir jafnréttis- og kjaramál þess- ara stofnana ekki á vegum ríkisins.  „Tvær móðursystur mínar voru búnar að fá brjóstakrabbamein. Móðir mín lést úr krabbameini,“ segir 43 ára gömul kona sem greindist með brjóstakrabbamein í fyrra. Nú hyggst hún leita upplýs- inga um hvort hún sé í áhættuhópi og segir að ef svo sé, þá hefði hún viljað fá tilkynningu um það fyrr. Konur sem hafa fengið krabbamein og voru á fundi í stuðningsmiðstöð- inni Ljósinu í gær voru flestar þeirrar skoðunar að þær hefðu vilj- að fá að vita ef þær væru í meiri hættu en aðrir. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagrein- ingar, telur það vera rétt fólks að fá að vita ef það beri þessi gen. „Okk- ur ber skylda til þess að bjarga lífi,“ skrifar Kári í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. »12, 14 og 27. Vill fá að vita hvort hún er í áhættuhópi Brjóstakrabbamein Margir vilja fá að vita hvort þeir séu í áhættuhópi. Morgunblaðið/Ómar  Talsverður fjöldi hefur ekki enn staðið skil á skattframtölum sínum, en allir framtalsfrestir einstaklinga eru útrunnir. Í gær hóf embætti rík- isskattstjóra að senda út tölvu- póst til 10.000 einstaklinga sem ekki hafa skilað framtali og að auki eiga 2.238 bóta- þegar Tryggingastofnunar ríkisins, sem ekki hafa skilað framtali, von á bréfi frá ríkisskattstjóra þar sem þeir eru hvattir til að skila. »4 10.000 tölvupóstar frá ríkisskattstjóra Skúli E. Þórðarson ríkisskattstjóri. „Það er hluti af okkar umhverfis- og samfélagsstefnu að leggja okkar af mörkum til þeirra svæða sem við ferðumst um, þannig að okkur fannst full ástæða til þess að stíga þetta skref,“ segir Elín Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri fyrirtæk- isins Íslenskir fjallaleið- sögumenn. Tilefnið er sú ákvörðun forsvars- manna fyrirtækisins að láta hluta af fargjaldi gönguferða á þess vegum á Laugaveg- inum renna til upp- byggingar og vernd- unar svæðisins. Að sögn Elínar þarf að bæta göngustíga og merkingar. Eins þarfnist viðkvæmir hlutar leið- arinnar uppbyggingar. Þá þurfi meðal annars að huga að salern- isaðstöðu á milli skála, enda þurfi að þjónusta allt fólkið sem fer þarna um. Hún áætlar að mörg hundruð manns fari Laugaveginn með fyrir- tækinu í sumar. Þótt ekki verði um digran sjóð að ræða muni hann nýtast vel. Slíkt gjald verði lagt á fleiri ferðir fyrirtækisins í framtíðinni. »2 Taka upp gjald til verndunar náttúru og ýmiss viðhalds á Laugaveginum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.