Morgunblaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013 VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég hefði viljað fá tilkynningu um það ef ég er í meiri hættu en aðrir á að fá brjóstakrabbamein vegna erfða, en ég veit að það eru ekki allir sömu skoðunar,“ sagði 43 ára gömul móðir í Reykjavík. Hún vildi ekki láta nafns síns getið. Konan greind- ist með brjóstakrabbamein í desem- ber 2012 og fór í aðgerð þar sem hluti af öðru brjóstinu var tekinn. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, segir hægt að finna með skjótum hætti um 2.400 Íslendinga, karla og kon- ur, sem eru með stökkbreytt gen sem eykur líkur á að þeir fái krabbamein í brjóst eða blöðruháls- kirtil. Í viðtal við erfðaráðgjafa „Tvær móðursystur mínar voru búnar að fá brjóstakrabbamein, önnur í bæði brjóst og leið nokkur tími á milli. Móðir mín lést úr krabbameini en ekki brjósta- krabbameini,“ sagði konan. Frá því að hún greindist hefur hún spurt sig hvort þessi sjúkdómur liggi í ætt- inni. Hún á pantaðan viðtalstíma hjá erfðaráðgjafa á Landspít- alanum. „Ég væri ekki að fara í þetta við- tal nema vegna þess að mig langar að vita þetta. Ég hef líka spurt mig hvers vegna ég var ekki búin að kanna þetta fyrr? Ég vissi að lík- urnar væru kannski meiri á að ég fengi brjóstakrabbamein en aðrar konur vegna þess að tvær móð- ursystur mínar höfðu fengið það.“ Læknir hennar sagði að ekki væri víst að tengsl væru á milli veikinda hennar og veikinda móðursystr- anna. Þær hefðu getað verið með einhverja allt aðra tegund af brjóstakrabbameini en hún fékk. Mikil aðgerð að taka brjóstin Kvikmyndaleikkonan Angelina Jolie er með erfðavísi BRC-A1. Hon- um fylgir meiri hætta á að fá krabbamein en BRC-A2 erfðavís- inum sem er mun algengari hér á landi. Hvað finnst konunni um þá ákvörðun Jolie að láta taka af sér bæði brjóstin? „Ef það eru 80-90% líkur á því að hún fái mein í brjóstin, þá skil ég hana vel. Þegar ég greindist sögðu læknarnir að það væri nóg að taka hluta af öðru brjósti mínu. Líkurnar á því að þetta kæmi aftur væru ekk- ert meiri hvort sem tekinn væri hluti af brjóstinu eða allt brjóstið.“ Fyrir aðgerðina hafði henni verið sagt frá öðrum konum sem höfðu látið taka annað brjóst eða bæði, eins og það væri ekkert stórmál. „Það er hægara sagt en gert að láta taka af sér brjóst eða bæði brjóstin. Þetta er stór og erfið að- gerð og hefur örugglega heilmikil áhrif á mann. En ef mér yrði sagt að ég væri með gen, sem eykur hættu á brjóstakrabbameini, þá þyrfti ég að skoða hvort ég ætti að láta taka bæði brjóstin.“ Konan sagði að hún myndi í öllum tilvikum ráðfæra sig við lækna og taka mark á þeirra ráðleggingum. Hún vissi til þess að íslenskir læknar hefðu ráð- lagt einhverjum konum að láta taka bæði brjóstin til að draga úr hættu á að þær fengju brjóstakrabba- mein. Sjálfskoðun mjög mikilvæg Hún sagði mjög mikilvægt að kon- ur skoðuðu á sér brjóstin sjálfar enda fyndust fyrstu merki um brjóstakrabbamein við sjálfsleit í mörgum tilvikum. Leiðbeiningar eru m.a. á vefnum www.brjosta- krabbamein.is. „Ég fann mitt mein sjálf í nóv- ember 2012. Ég hafði farið í brjósta- myndatöku í byrjun desember 2011 og þá fannst ekki neitt. Það gæti hafa verið byrjað en ekki orðið nógu stórt til þess að það sæist á mynd,“ sagði hún. „Ég leitaði aldrei að ein- kennum í brjóstunum, þrátt fyrir að móðursystur mínar hefðu greinst. Ég fann þetta óvart. Það þarf að leggja svo mikla áherslu á að konur leiti sjálfar. Það þyrfti að vera áróð- ur um það í sjónvarpinu og mynd- bönd um hvernig best er að leita.“ „Ég hefði viljað fá tilkynningu“  Kona sem greindist með brjóstakrabbamein í desember 2012 segist vilja vita hvort hún sé í meiri hættu en aðrar konur vegna erfða  Hún fann meinið fyrir tilviljun en hafði farið í skoðun ári fyrr Morgunblaðið/Ómar Aðgerð Kona sem greindist með brjóstakrabbamein í desember 2012 fór í aðgerð og var hluti annars brjóstsins tek- inn. Hún leggur mikla áherslu á að konur skoði brjóst sín reglulega en sjálf fann hún meinið fyrir tilviljun. GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND Á R N A S Y N IR STINGDU þÉR AF ÖLLU fyrir sundið til mánudags20%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.