Morgunblaðið - 17.05.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Félagar í Íslenska hljóðljóðakórnum æfðu í gær-
kvöldi gjörning Magnúsar Pálssonar sem nefnist
Stuna og byggist á ljóði Matthíasar Jochumssonar
um Hallgrím Pétursson. Gjörningurinn verður
fluttur í Listasafni Reykjavíkur á laugardag á
sýningu á lifandi verkum Magnúsar sem verður
þá opnuð á Listahátíð. Hátíðin verður sett við
Reykjavíkurhöfn í dag klukkan 17.45 þegar verk
Lilju Birgisdóttur verður leikið á skipsflautur.
Æfðu Stunu um sálmaskáldið fyrir Listahátíð
Morgunblaðið/Einar Falur
Listahátíð í Reykjavík hefst í dag með verki sem er leikið á skipsflautur
Hæstiréttur staðfesti í gær þann dóm Héraðs-
dóms Reykjavíkur að íslenska ríkið skuli
sýknað af kröfu þýska bankans Dekabank.
Hann hafði krafið ríkið um 338 milljóna evra –
jafnvirði um 54 milljarða íslenskra króna –
bætur vegna taps sem bankinn varð fyrir í við-
skiptum við Glitni. Sjö dómarar dæmdu í mál-
inu.
Forsaga málsins er sú að fyrri hluta árs
2008 lánaði Dekabank Glitni 677 milljónir evra
í formi endurhverfra viðskipta um kaup og
sölu á fjármálagerningum sem Landsbankinn
og Kaupþing höfðu gefið út. Þegar íslensku
bankarnir féllu í október 2008 lýsti Dekabank
kröfu við slit Glitnis og höfðaði jafnframt
skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu.
Sú krafa er reist á þeim forsendum að sak-
næm og ólögmæt háttsemi af hálfu íslenska
ríkisins hafi verið meðverkandi ástæða tjóns
þýska bankans. Sú háttsemi hafi meðal annars
falist í setningu neyðarlaganna og að ann-
markar hafi verið á framkvæmd lögboðins eft-
irlits með fjármálamarkaðinum. Vísaði bank-
inn meðal annars í niðurstöðuna í máli Geirs
H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í
Landsdómi og skýrslu rannsóknarnefndar Al-
þingis.
Hæstiréttur hafnaði því hins vegar að ríkið
hefði gerst sekt um saknæma eða ólögmæta
háttsemi. Vísaði hann meðal annars í fyrri
dóm sinn um lögmæti neyðarlaganna. Þá taldi
Hæstiréttur að frumorsök og aðalástæða
tjóns Dekabanka hefði verið eigið aðgæslu-
leysi með því að bankinn lánaði Glitni háar
fjárhæðir og mat lánshæfi íslenska bankans
aðeins á grundvelli ársskýrslna fyrir 2006 og
hluta árs 2007. Bankanum hefði verið mátt
vera ljós hættan á því að hvorki Glitnir né hin-
ir íslensku bankarnir gætu staðið við skuld-
bindingar sínar.
Kaup ríkisisins í Glitni breyttu engu
Dekabank taldi að sú ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar og Seðlabankans að veita Glitni 600
milljóna evra lán til þrautavara um miðjan
október 2008 hefði ekki hlotið málefnalega og
lögmæta afgreiðslu. Hún hefði eyðilagt það
litla traust á íslenska bankakerfinu sem staðið
hefði eftir.
Á þetta féllst Hæstiréttur ekki og taldi
ósannað að önnur viðbrögð við ósk Glitnis um
neyðarlán hefðu breytt nokkru um örlög hans.
Þvert á móti benti flest til þess að á þeim tíma-
punkti hefði það ekki skipt sköpum fyrir líkur
hans á að standa af sér erfiðleikana hvaða við-
brögð erindi hans fékk. Þessi málsástæða
gæti því engu breytt um þá niðurstöðu
að aðgæsluleysi Dekabank hefði
verið aðalorsök hans eigin tjóns.
kjartan@mbl.is
Ríkið var sýknað af milljarðakröfu
Ríkið hefði getað þurft að greiða jafnvirði 54 milljarða kr. í bætur vegna
falls Glitnis Þýski bankinn Dekabank taldi ríkið ábyrgt fyrir fjártjóni
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Það þarf að bæta stíga, bæði merk-
ingar og eins þarfnast viðkvæmir
hlutar leiðarinnar uppbyggingar.
Huga þarf að salernisaðstöðu á milli
skála o.m.fl. enda þarf að þjónusta
allt fólkið sem fer þarna um. Þetta er
því margþætt,“ segir Elín Sigurðar-
dóttir, framkvæmdastjóri Íslenskra
fjallaleiðsögumanna, um tilefni þess
að fyrirtækið hefur innleitt sérstakt
gjald af ferðum á Laugaveginum.
Gjaldið er 1% af fargjaldinu og er
því meðal annars ætlað að laga
skemmdir vegna átroðnings og koma
í veg fyrir að landið láti meira á sjá
vegna sívaxandi straums ferða-
Hún áætlar að mörg hundruð
manns fari Laugaveginn með fyrir-
tækinu í sumar.
„Ekki er ennþá ljóst hver upp-
hæðin verður þetta árið en þótt ekki
sé um digran sjóð að ræða er ljóst að
hann mun nýtast vel og verður gjald-
ið lagt á fleiri ferðir fyrirtækisins í
framtíðinni. Við höfum kallað þetta
„skattlagningu á okkur sjálf“ segir
Elín um þetta skref fyrirtækisins.
Laugavegurinn er ein vinsælasta
gönguleið landsins. Hún er um 55
kílómetra löng og tengir Land-
mannalaugar og Þórsmörk.
Leiðin nýtur sívaxandi vinsælda
og segir Elín ljóst að umferð um
hana muni aukast frekar. Því sé
brýnt að grípa til þessara aðgerða.
manna um svæðið. Gjaldtakan hófst í
fyrrahaust af ferðum sem eru farnar
frá og með þessu sumri. Verður
gjaldið varanlegt.
Í samstarfi við nokkra aðila
Að sögn Elínar mun fyrirtækið
eiga í samvinnu við Ferðafélag Ís-
lands, sveitarfélagið Rangárþing,
samtök sjálfboðaliða sem tengjast
Umhverfisstofnun og aðra sem hags-
muna eiga að gæta, um hvernig fénu
er ráðstafað.
„Það er hluti af okkar umhverfis-
og samfélagsstefnu að leggja okkar
af mörkum til þeirra svæða sem við
ferðumst um, þannig að okkur fannst
full ástæða til þess að stíga þetta
skref,“ segir Elín.
Hefja gjaldtöku til verndar Laugaveginum
Morgunblaðið/Ásdís
Laugavegurinn Úr Laugavegsgöngu með Ferðafélagi Íslands.
Fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn mun verja hluta af fargjaldi til uppbyggingar leiðinni
Huga þurfi að salernisaðstöðu milli skála Hyggjast innleiða gjaldið á fleiri leiðum í framtíðinni
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for-
maður Framsóknarflokksins, og
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, ræddu um skiptingu
ráðuneyta milli flokkanna á fundi sín-
um í Alþingishúsinu í gær en viðræð-
urnar tóku á þriðja tíma.
Formennirnir hittust síðdegis eftir
að hafa farið yfir málin hvor í sínu lagi
um morguninn. Aðstoðarmenn þeirra
notuðu tímann á meðan þeir funduðu í
þinghúsinu til að fara í sameiningu yf-
ir ýmis atriði sem varða stjórnarsátt-
málann. Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær er vinna við
sáttmálann langt komin.
Að sögn aðstoðarmanna Bjarna og
Sigmundar Davíðs hyggjast formenn-
irnir ræða við ráðherraefni í dag.
Hafa fundir innan stofnana flokkanna
um sáttmálann og skiptingu ráðu-
neyta ekki verið tímasettir. Þá þótti
flest benda til að ný ríkisstjórn yrði
ekki mynduð fyrr en eftir helgi og var
horft til þriðjudagsins í því efni.
Morgunblaðið ræddi við á annan
tug þingmanna í flokkunum tveim í
gær og voru þeir þöglir sem gröfin
um stöðuna. Ekki náðist í formennina
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Rætt um
skiptingu
ráðuneyta
Formenn ræða við
ráðherraefni í dag
„Það hefði haft gríðarleg áhrif ef ríkið hefði
tapað málinu. Krafan ein og sér er alveg gríð-
arleg,“ segir Einar Karl Hallvarðsson rík-
islögmaður um niðurstöðu Hæstaréttar í
máli Dekabank gegn íslenska ríkinu.
Hann segir að í málinu hafi stjórnsýslan og
eftirlit stofnana verið undir auk þess
sem rýnt var í undirbúning þýska
bankans fyrir lánveitinguna.
Málið hefði getað haft for-
dæmisgildi og önnur mál gegn
ríkinu getað siglt í kjölfarið,
að því gefnu að fyrning-
arfrestir væru ekki þegar út-
runnir.
Hefði getað haft
fordæmisgildi
RÍKISLÖGMAÐUR