Morgunblaðið - 17.05.2013, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.05.2013, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013 Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Dagleg störf mín eru mjögfjölbreytt þar sem þaðer varla hægt að fá dag-skrá mannréttindabrota senda með morgunpóstinum. Pal- estínskt fólk er þó afar öflugt í friðsamlegri mótspyrnu sinni svo dagatalið okkar er yfirleitt stút- fullt þó að við séum ætíð tilbúnar að hlaupa til,“ segir Silja Pálma- dóttir, tvítugur sjálfboðaliði í Pal- estínu. Það skiptir Silju miklu máli að fólk muni að Ísrael hernam Palestínu og viti að þar eru mann- réttindi brotin daglega og kyn- þáttahatur og mismunun er mikil. „Lög sem gilda um Palestínumenn eru algjörlega út fyrir öll mörk. Landtökufólk, stutt af hernum, stelur landsvæðum miskunnar- laust, fólk er dæmt fyrir engar eða rangar sakir, án sannana, á hverj- um degi, fær að dúsa í fangelsi í mörg ár og borga háar sektir til Ísraelsríkis. Landtökufólk gengur berserksgang í hverri viku með steinkasti, eignaskemmdum eða jafnvel morðum. Aðskilnaðarmúr- inn rís hærra með hverjum deg- inum og sker sig allstaðar inn á landsvæði Vesturbakkans.“ Ólíklegt að hún verði skotin Silja segist búa yfir mun meira öryggi en innfæddir og að hún viti með nokkurri vissu að hermennirnir séu ólíklegir til að skjóta á hana gúmmíhúðuðum stálkúlum eða venjulegum byssu- kúlum er þeir draga upp byssur sínar við mótmæli. „Ég bý einnig Mótmælir hernámi í sjálfboðavinnu Eftir að hafa setið skylduáfanga í átakasögu í Kvennaskólanum vaknaði áhugi hjá hinni tvítugu Silju Pálmadóttur á að halda út í sjálfboðastarf. Hún hafði sam- band við félagið Ísland – Palestína sem aðstoðaði hana við að finna samtök til að starfa með. Í dag er hún við störf í smábæ norðarlega á Vesturbakkanum hjá sam- tökum sem standa fyrir friðsamlegum aktífisma gegn hernáminu. Sjálfboðaliði Silja með bæinn Deir Istyia í baksýn en hún býr þar. Átakasvæði Föstudagsmótmæli í Kifr Kadum. Margar eru þær myndasíðurnar á ver- aldarvefnum en fáar betri en ljósmynda- síðan theastrocat- .blogspot.com. Um er að ræða verkefni Ionu Sjafnar Hunt- ingdon-Williams en hún hefur um nokk- urt skeið hlaðið þar upp ljósmyndum sín- um og eru þær nú mörg hundruð. Nú stendur yfir ljós- myndasýning í búð Farmers Market við Hólmaslóð 2 þar sem verk hennar og Daní- els Perez eru til sýn- is. Sýningin mun standa þar til í byrj- un júní og er hægt að skoða hana á opnun- artíma búðarinnar. Á síðu Ionu má kenna ýmissa grasa. Þar má meðal annars finna skemmtilegar kyrralífsmyndir, port- rett og tískuljósmyndir auk þess sem skroppið hefur verið út fyrir landsteinana. Iona hefur auk þess verið fengin til þess að taka ljós- myndir af hinum ýmsu viðburðum og greinilegt er að stjörnukisi kann að munda vélina. Vefsíðan www.theastrocat.blogspot.com Ljósmyndari Iona Sjöfn stendur á bak við síðuna. Ljósmyndasýning á Granda Ný klúbbakvöld sem bera nafnið RVK DNB munu hefja göngu sína í kvöld klukkan ellefu á skemmtistaðnum Volta. Kvöldin munu upphefja svo- kallaða Drum & Base og Jungle tón- list og plötusnúðar fyrsta kvöldsins þekktir reynsluboltar innan þess sviðs. Reyndir menn segja að lægð hafi verið yfir Drum & Base menning- unni hér á landi upp á síðkastið en nú verði blásið til sóknar. Skemmtistað- urinn Volta hefur meðal annars lagt mikið í gott hljóðkerfi auk þess sem ýmsir plötusnúðar sem áður störfuðu innan senunnar hafa ákveðið að snúa aftur til grasrótanna. Drum & Base og Jungle tónlist verður spiluð í kvöld Klúbbakvöld á Volta Reynsluboltar Þeir Andri Már, Elvar, Aggi Agzilla og Ari Plasmic. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Áþessari stundu eru hátt íhundrað manns búnir aðmelda sig á hvora tónleika um sig. Ætli þetta sé ekki svona átta- tíu prósent sama fólkið,“ segir Hall- dór Eldjárn en svo skemmtilega vill til að bæði hann og bróðir hans, Úlfur Eldjárn, standa fyrir útskriftartón- leikum sínum nú um helgina. „Ég er búinn að læra á trommur í átta ár og mun halda mína burtfar- artónleika næstkomandi laugardag. Úlfur spilar í mínu verkefni og síðan er hann með sína eigin tónleika á sunnudaginn. Það eru útskriftar- tónleikar frá Listaháskóla Íslands en hann nam þar almennar tónsmíðar. Ég mun reyndar ekki spila á tónleik- unum hans, það hefði annars verið góður skiptidíll. Hann á þá bara inni hjá mér greiða,“ segir Halldór en þess má geta að Úlfur leikur á hljóð- færi á borð við svuntuþeysi, trega- horn og þeremín í verki Halldórs. Lokaverkefni Úlfs, Strengja- kvartett nr. 8, er samansett af mörg- um einingum sem hægt er að raða saman á margan hátt og útkoman því sjaldnast eins. Hann verður með fjóra hljóðfæraleikara sér til halds og trausts, einum færri en Halldór. „Verkið mitt er nokkurs konar blanda af rokki og djassi og er um klukkutíma flutning að ræða. Það eru hvorki meira né minna en sextán manns sem eru að útskrifast frá FÍH samhliða mér. Þetta er stærsti hópur sem hefur útskrifast úr skól- anum að ég held. Það eru búnir að vera burtfarartónleikar frá FÍH al- veg síðan í mars. Maður er búinn að mæta á tónleika og í snittuveislur hjá öllum,“ segir Halldór. Hann hefur litlar áhyggjur af því að tónleikar hans verða á sama tíma og margumrætt Eurovision og telur að tilviljunin muni að öllum lík- indum ekki hafa nein áhrif á framtíð- arplön hans. „Ég veit ekki hvort ég á að vera svokallaður hatari, en ég held að ég muni aldrei koma nálægt Eurovisi- on,“ segir hann. Tónleikar Halldórs verða haldnir á laugardag í húsnæði FÍH við Rauðagerði 27 og hefjast þeir klukkan 18. Tónleikar Úlfs verða í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudag og hefjast klukkan 20. „Öllum er vel- komið að mæta á bæði verk og að- gangur ókeypis,“ segir Halldór að lokum og ljóst að gleðin verður mikil hjá þeim bræðrum um helgina hvað sem Eurovision líður. Helgin verður þétt hjá þeim Halldóri og Úlfi Bræðurnir Eldjárn með útskriftartónleika Morgunblaðið/Eggert Bræður Þeir Halldór og Úlfur halda tónleika á laugardag og sunnudag. T il bo ði n gi ld a 15 .- 20 .m aí 20 13 eð a m eð an bi rg ði r en d as t. Dásamlegt dekur Kringlan - Sími: 577 7040 | www.loccitane.com Almond tvenna Almond sturtugelskrúbbur 200 ml og handkrem 30 ml. 2.550 kr. Andvirði 3.720 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.