Morgunblaðið - 17.05.2013, Qupperneq 11
Bændur lifa í ótta Hermenn í South Hebron Hills banna föður ungu stúlk-
unnar sem stendur við hlið Silju að rækta land sitt.
yfir þeim forréttindum að ég lifi
ekki í stöðugu óöryggi, ekki er
hægt að handtaka mig og halda án
dóms og laga í mörg ár eins og in-
fæddum þó að ég geti svo sannar-
lega verið handtekin og send heim
án dóms og laga hvenær sem er.
Ég mun ekki vera borin fölskum
sökum eða myrt og eignir mínar
og sjálfsvirðing eru töluvert
öruggari en innfæddra.“
Silja taldi sig vera með á nót-
unum um það hver staða fólksins
væri áður en hún fór út en hún
segir það þó hafa komið sér á
óvart hversu dagleg niðurlæging
og mannréttindabrot eru kerfis-
bundin. „Ég ber djúpa virðingu
fyrir styrk þessarar langþjáðu
þjóðar að vera enn að berjast fyrir
réttlæti og frjálsri Palestínu.
Landið sjálft kom mér samt í raun
mest á óvart því þótt ótrúlegt sé
er þetta dásamlegasti staður sem
ég hef nokkru sinni komið til.
Landslagið er svo fagurt, fólkið er
yndislegt og menningin er ómetan-
leg.“
Börnin nefnd eftir
glötuðum æskuslóðum
Daglegt líf fólks í Palestínu er
litað af hernáminu og í flótta-
mannabúðunum nefnir fólk börnin
sín eftir glötuðum æskuslóðum og
börnin alast upp við sögur um
blómlega, frjálsa daga. „Bændur
lifa við stöðuga ógn árása land-
nema og hver einasti smábær sem
ég hef heimsótt hefur tapað
stórum parti lands síns til hersins,
ólöglegra landnemabyggða eða
undir aðskilnaðarmúrinn. Áhrifin á
ungt fólk, og þá sérstaklega unga
stráka, er hin stöðuga ógn um
handtöku. Herinn getur hvenær
sem er birst á milli tvö og fjögur á
nóttunni og handtekið smástráka,
stundum til yfirheyrslu og stund-
um til fangavistar. Langflestir sem
ég hef rætt við hér hafa setið í
fangelsi í einhvern tíma. Þá yfir-
leitt fyrir sakir sem ekki er gerð
grein fyrir eða fyrir upplognar
sakir.“
Engin uppgjöf heldur von
um bjarta framtíð
Silja fann fyrir töluverðu óör-
yggi ættingja og vina þegar hún
tilkynnti þeim ferð sína til Palest-
ínu. „Þar sem fjölmiðlar víða um
heim starfa nær algjörlega í þágu
Ísraels og upplýsingaflæði er stífl-
að með röngum upplýsingum virð-
ist fólk vera örlítið hræddara um
ástand Palestínu en raunin er.
Sem er synd þar sem þetta er
land sem allir sem hafa áhuga á
ríkri menningu, náttúrufegurð og
fallegu fólki að innan sem utan
ættu að kynnast.“
Í Palestínu er skortur á sam-
stöðu frá alþjóðaliðum og það er
stöðugt auðveldara að komast á
svartan lista þar sem viðkomandi
er meinuð innganga í landið.
„Þetta sýnir einungis að yfirvöld
hræðast það upplýsingaflæði sem
berst út í heiminn með alþjóða-
liðum. Eftir áratugi hernáms virð-
ist fólk ekki binda neina von við
núverandi kerfi. Það þýðir þó ekki
að fólkið hér sé búið að gefast upp
eða sé hætt að berjast heldur að
það líti einnig til bjartrar fram-
tíðar. Framtíðar þar sem Palestína
sé frjáls undan hernáminu og geti
byggt upp eigið frjálst kerfi, laust
við eignaupptöku, handtökur,
morð, misrétti og aðskilnaðar-
múr.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013
Breskar iðnaðarborgir hafalengi verið mér sem grárog þokukenndur draum-ur. Auk þess að vera
Mekka bæði tónlistar og knatt-
spyrnu hefur verið þar mikil gróska
í kvikmyndagerð í gegnum tíðina.
Ég snaraði því gæsina þegar mér
bauðst að eyða heilum vetri í Cov-
entry við handritaskrif. Áður en ég
hélt utan ráðfærði ég mig við reynd-
ari menn sem tjáðu mér að Coventry
væri menningarsnautt glæpabæli og
að þangað færi enginn nema til-
neyddur. Ég hugsaði mig tvisvar um
en ákvað engu að síður að láta slag
standa. Lengi hefur eymdin í iðn-
aðarborgunum verið mikið yrkisefni
og vonaðist ég til þess að verða fyrir
tilskildum áhrifum.
Ég held að það verði seint sagt um
Coventry að hún sé nokkurskonar
miðstöð menningar né lista. Þjóð-
verjar sprengdu borgina í tætlur í
síðari heimstyrjöld og má enn
sjá þess merki. Samkeppni
varð þess valdandi að flestar
þær verksmiðjur sem borgin
hýsti fóru á hausinn og mikið
atvinnuleysi skapaði félagsleg
vandamál. Bréf frá lögreglunni
tilkynnti mér og meðleigj-
endum mínum til að
mynda að sautján inn-
brot hefðu verið
framin í götunni okk-
ar fyrstu vikuna eft-
ir að við fluttum inn
og okkur ráðlagt að
sofa með okkar
helstu verðmæti
undir koddanum.
Þrátt fyrir menn-
ingarleysið í borg-
inni var hægt að
finna sér ýmislegt til
dægradvalar. Á góð-
viðrisdögum var farið
með bolta og góða bók í
einhvern almenningsgarðinn og
gjarnan kjamsað á fiski og frönsk-
um. Einhverntímann ætlaði ég í vin-
semd minni að bjóða ókunnugum og
eirðarlausum Bretum að spila við
mig fótbolta.
„Hvort viltu spila við okkur fót-
bolta eða kaupa af okkur eiturlyf?“
spurðu þeir um hæl. „Bara both in
bland,“ hváði ég við með bros á vör
og íslenskum hreim. Upp drógu þeir
einhverskonar Pandóru-box með öll-
um þeim gersemum er Coventry
hafði upp á að bjóða. Þegar ég tjáði
þeim að ég hefði verið að grínast
dundu á mér þau breskustu blóts-
yrði sem ég hafði nokkurn tím-
ann heyrt. Ég var ýmist blóð-
ugur þetta eða blóðugur hitt.
Flestir þeirra sem urðu á
vegi mínum voru þó mjög al-
mennilegir og kurteisir, hvort
sem það var sjálftitlaði seið-
karlinn sem bjó við hliðina á
mér eða búðareigandinn í
götunni sem seldi ein-
ungis gerviarna. Ég
komst að þeirri nið-
urstöðu að ef þú
finnur þér ekkert
að gera þá þýðir
það ekki að um-
hverfi þitt sé
snautt eða óá-
hugavert. Það
þýðir einfaldlega
að þú sjálfur sért
leiðinlegur og þurr.
»„Hvort viltu spila viðokkur fótbolta eða
kaupa af okkur eiturlyf?“
Heimur Davíðs Más
Davíð Már
Stefánsson
davidmar@mbl.is
118 Já.is Stjörnur.is Símaskrá Já í símann i.ja.is
Á landsbyggðinni:
• Afgreiðslustöðvar Póstsins
• Verslanir Símans og Vodafone á Akureyri
Símaskráin liggur frammi á eftirtöldum stöðum
Á höfuðborgarsvæðinu:
• Afgreiðslustöðvar Olís og Skeljungs
• Verslanir Krónunnar
• Verslanir Símans, Vodafone og Tals
• Skrifstofa Já, Glæsibæ, Álfheimum 74
Símaskráin 2013
Í ár er Símaskráin tileinkuð
sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins
Landsbjargar og þeirra góða starfi.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
7
6
6
5