Morgunblaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013 Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is „Við vildum hafa samræmd viðbrögð þannig að það kæmust ein og sömu skilaboðin til allra foreldra,“ segir Þröstur Freyr Gylfason, formaður foreldrafélags Grandaskóla. Eftir at- vik sem átti sér stað í Vesturbænum á þriðjudaginn, þar sem maður nam stúlku á ellefta aldursári á brott á leið hennar heim úr skóla og er talinn hafa brotið gegn henni, sendu formenn foreldrafélaga grunnskóla Vestur- bæjar sameiginlegan tölvupóst til for- eldra í hverfinu. Í bréfinu er farið yfir stöðu mála og foreldrar barna í hverf- inu hvattir til að ræða málin í róleg- heitum við börn sín. Fólkið lætur sig málið varða „Þetta er okkar samfélag, þetta snertir okkur öll,“ segir Þröstur. „Við höfum auðvitað áhyggjur, þetta er mjög alvarlegur atburður.“ Hann segir formennina hafa fengið fjölmargar hringingar í kjölfar tölvu- póstsins. „Fólk lætur sig þetta varða og veltir fyrir sér hvernig best er að bregðast við,“ segir Þröstur. „For- eldrar og forráðamenn barnanna í hverfinu vilja bregðast sem réttast við.“ Formennirnir hafa nú þegar óskað eftir upplýsingafundum með lögreglu þar sem foreldrar, kennarar og aðrir sem láti sig málið varða séu velkomn- ir. „Ég held að samfélagið allt láti sig þetta varða,“ segir Þröstur. Mark- miðið með slíkum fundi sé að fá ráð frá lögreglunni. „Við viljum einnig fá tækifæri til að spyrja spurninga milli- liðalaust.“ Þá velta foreldrarnir einnig fyrir sér hvort möguleiki sé á að auka sýni- leika lögreglunnar eftir að skólanum lýkur, líkt og á morgnana fyrir utan grunnskólana. „Við þurfum að vinna með samfélaginu, þá fáum við mesta virkni,“ segir Þröstur einnig. Forvarnirnar skipta máli „Við viljum einnig að handhægt og aðgengilegt upplýsingaefni sé til stað- ar fyrir foreldra, kennara og alla sem svona mál getur varðað,“ segir Þröst- ur. Hann segir foreldrafélögin hafa kallað eftir efni, sem varðar viðbrögð við aðstæðum sem þessum, þegar ókunnur einstaklingur gefur sig að barni „Það eru forvarnirnar sem skipta mestu máli,“ segir Þröstur. „Í því liggur að fræða börnin um hvað eigi að gera í svona aðstæðum.“ Í tilkynningunni koma fram stuttir og hnitmiðaðir punktar þar sem for- eldrum er meðal annars bent á að segja börnum sínum að tala ekki við ókunnuga og veita umhverfi sínu at- hygli ef þau upplifa hættu. Þröstur segir þessar leiðbeiningar komnar frá fagfólki, en hann vilji sjá slíkar leiðbeiningar í formlegri útgáfu. Maðurinn sem nam stúlkuna á brott situr nú í gæsluvarðhaldi. Í yf- irheyrslum lögreglu hefur maðurinn borið fyrir sig minnisleysi. Tekin verður dómskýrsla af stúlkunni í dag. Engin vitni hafa gefið sig fram. Samhugur meðal for- eldra í Vesturbænum  Hugmyndir um að auka sýnileika lögreglu eftir skólatíma Morgunblaðið/Júlíus Lögregla Foreldrar vilja funda með lögreglu vegna málsins. Vilja upplýsingafund » Stúlka á ellefta aldursári var numin á brott af manni á fer- tugsaldri þegar hún var á leið heim úr skóla. » Formenn foreldrafélaga grunnskóla Vesturbæjar sendu tilkynningu til foreldra barna í hverfinu. » Þeir óska eftir upplýs- ingafundi með lögreglu og upplýsingaefni fyrir foreldra og kennara. Félagið Göngum saman var stofnað 13. september 2007 í þeim tilgangi að styrkja íslensk- ar grunnrannsóknir á brjósta- krabbameini. Sama haust veitti félagið rannsóknarstofu dr. Jór- unnar Erlu Eyfjörð prófessors fyrsta styrkinn vegna rannsókna á brjóstakrabbameini og áhrifum BRCA2-erfðavísisins. Gunnhildur Óskarsdóttir, for- maður Göngum saman, sagði að félagið hefði styrkt grunnrann- sóknir á brjóstakrabbameini á hverju ári síðan, þar á meðal rannsóknir á ættgengi og ætt- lægni sjúkdómsins. „Vísinda- menn um allan heim eru að skoða þessa þætti og við Íslend- ingar getum lagt okkar af mörk- um,“ sagði Gunnhildur. En hvað þykir henni um það að fólk sem er með stökkbreytt BRCA2-gen sé látið vita af því, líkt og Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill? „Ég held að maður þurfi að hugsa það til enda áður en slíkra upplýs- inga er aflað,“ sagði Gunnhildur. „Það að fá þessar upplýsingar getur bæði valdið ótta og sett viðkomandi í mikinn vanda. Ef ég fer í erfðapróf og í ljós kem- ur að ég er með þetta gen hvað ætla ég að gera?“ Gunnhildur taldi að það gæti verið erfitt, t.d. fyrir unga konu sem ekki hefur eignast börn, að fá slíkar upplýsingar. GÖNGUM SAMAN STYRKIR RANNSÓKNIR Á BRJÓSTAKRABBA Málið þarf að hugsa til enda Gunnhildur Óskarsdóttir utilif. is FRÍTT Í SUNDHJÁ ÍTR MEÐ ÖLLUMSUNDFÖTUMMEÐAN BIRGÐIR ENDAST Konur, sem allar hafa fengið krabbamein og voru á fundi í endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðinni Ljósinu í gær, voru flestar á því að þær hefðu vilj- að fá að vita af því ef þær væru í meiri hættu en aðrir að fá krabbamein vegna erfða. Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður Ljóssins, sagði að ein kon- an hefði sagt að hún hefði alls ekki viljað fá slíkar upplýsingar ung að aldri og eiga svo von á krabbameini alla ævi. Skoðanir voru mjög skiptar meðal kvennanna í Ljósinu um hvort þær hefðu viljað látað taka af sér brjóstin, þrátt fyrir að sumar vissu af fleiri dæmum um einstaklinga í fjölskyldu sinni sem höfðu fengið krabbamein. „Þetta er mjög flókið mál og greinilega mjög skiptar skoðanir um það,“ sagði Erna. „Konurnar sögðu að það virtist sem það þyrfti þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort það mætti fara í svona persónulegar upplýsingar um fólk og láta það svo vita af þessum erfðaþætti.“ Margir hafa tjáð sig undanfarna daga um þörfina fyrir yfirvegaða og vandaða umræðu um hvort upplýsa eigi fólk um aukna áhættu vegna erfða. Skiptar skoðanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.