Morgunblaðið - 17.05.2013, Side 20

Morgunblaðið - 17.05.2013, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Framkvæmdir við nýtt útibú Ís- landsbanka á Stórhöfða 9, þar sem Tækniskólinn var áður til húsa, hóf- ust í byrjun maí. Um er að ræða sameiningu þriggja útibúa bankans sem nú eru á Stórhöfða, í Mos- fellsbæ og í Hraunbæ. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki í ágúst og nýtt útibú verði opnað í sept- ember. Samkvæmt upplýsingum frá Ís- landsbanka voru útibú Glitnis 21 árið 2008. Þeim hafði þá fækkað úr 29 frá árinu 2005. Eftir fyrirhugaða sameiningu á Höfðabakka verða útibú Íslandsbanka 19. Við sameiningu Íslandsbanka og Byrs voru útibú beggja banka nýtt og staðsetning valin út frá besta að- gengi viðskiptavina. Útibú Byrs sameinuðust útibúum Íslandsbanka á Kirkjusandi, Reykjanesi og á Ak- ureyri og útibú Íslandsbanka sam- einuðust Byr í Hafnarfirði og Kópa- vogi. Útibú Byrs í Árbæ varð að útibúi Íslandsbanka en því útibúi verður lokað þegar nýtt verður opnað á Stórhöfða 9. Ekki meiri sameining að sinni Í fréttatilkynningu frá Íslands- banka segir Una Steinsdóttir, fram- kvæmdastjóri viðskiptasviðs bank- ans, að þetta sé liður í að efla útibú en samhliða huga að hagræðingu í starfseminni. Að sögn Guðnýjar Helgu Her- bertsdóttur, upplýsingafulltrúa bankans, hefur ekki verið tekin ákvörðun um frekari sameiningu útibúa. Tólf útibú bankans þjónusta nú viðskiptavini á höfuðborg- arsvæðinu en níu eru á landsbyggð- inni. Íslandsbanki sameinar þrjú útibú Morgunblaðið/Rósa Braga Framkvæmdir hafnar Til stendur að sameina þrjú útibú Íslandsbanka og opna þess í stað eitt stærra á Stórhöfða 9. Elsa Yeoman, forseti borgarstjórn- ar, afhenti í gær fulltrúa Samtaka um kvennaathvarf Mannréttinda- verðlaun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013. Afhendingin fór fram í Höfða á mannréttindadegi Reykja- víkurborgar. Samtök um kvennaathvarf voru stofnuð árið 1982, og hafa því verið starfrækt í rúm 30 ár. Á opnunardegi athvarfsins var fyrsta konan mætt og á þeim nærri þrjátíu árum sem liðin eru hafa 3.400 konur dvalið þar um lengri eða skemmri tíma, margar með börn sín líka. Enn fleiri konur hafa þegið þjónustu athvarfsins í ráðgjöf og sjálfshjálparhópum en sími athvarfsins er opinn allan sólar- hringinn árið um kring. Á nýliðnu ári dvöldu 200 gestir, konur og börn, hjá samtökunum í allt frá einum degi upp í 213 daga. 87 börn dvöldu að meðaltali 24 daga í at- hvarfinu. Elsa Yeoman sagði við afhendingu mannréttindaverðlaunanna að Sam- tök um kvennaathvarf væru vel að viðurkenningunni komin. Kvenna- athvarfið hefði unnið ötult starf í bar- áttu gegn ofbeldi og komið konum og börnum þeirra til hjálpar í neyð. Sigþrúður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastýra Kvennaathvarfsins, tók við mannréttindaverðlaununum. Verðlaunin eru höggmynd eftir Eddu Þóreyju Kristfinnsdóttur myndlistarmann. Mannréttinda- verðlaunin eru veitt árlega þeim ein- staklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektar- verðan hátt staðið vörð um mann- réttindi tiltekinna hópa. Markmiðið með mannréttindadeginum er að vekja athygli á þeim málum sem varða mannréttindi borgarbúa og á mannréttindastefnu Reykjavíkur- borgar. Kvennaathvarf verðlaunað  3.400 konur dvalið þar frá upphafi Verðlaunaveiting Elsa Yeoman ásamt Sigþrúði Guðmundsdóttur. SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt samt geta séð út Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Rafg.hleðslutæki 4amp 5.495 6amp 6.495 15amp 16.895 Strákústur 30 cm 999 40 cm 1.599 Bílþvottakústur lengjanlegur 1,8 mtr 2.999 Hjólkoppar 13” 1.395 1.495 1.595 14” 15” 5 mtr kapall 6.995 Ljósabretti Bensínbrúsi 5 ltr 999 10 ltr 1.599 20 ltr 2.399 Sonax vörur í úrvali Ruslapokar sterkir 10 stk 399 50 stk 1.899 Tesa pökkunarlímband 299 Reiðhjólafesting fyrir 2 hjól 4.785 Samkvæmt yfirliti á vef Umhverfis- stofnunar var farið í 223 eftirlits- ferðir þar sem merkingar á efna- vörum voru skoðaðar á síðasta ári. Gerðar voru kröfur um úrbætur eftir 54 eftirlitsferðir, engar athugasemdir voru gerðar eftir 67 eftirlitsferðir og minniháttar at- hugasemdir, þar sem ekki þótti þörf á eftirfylgni, voru gerðar eftir 94 eftirlitsferðir. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór í langflestar ferðir, eða 162. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis fór í 35 heimsókn- ir og Heilbrigðiseftirlitið á Norður- landi eystra fór í tólf heimsóknir. Til samanburðar þá var farið í 352 eftirlitsferðir árið 2011, skv. upplýsingum úr vefgátt, sem er upplýsingaveita um efnavörueftirlit. Í 61 skipti var farið í matvöru- verslanir og 33 sinnum í hár- greiðslustofur. Merkingum á efnavörum oft ábótavant

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.