Morgunblaðið - 17.05.2013, Síða 26

Morgunblaðið - 17.05.2013, Síða 26
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ítala hefur verið til í íslensk-um rétti í árhundruð. Síðustuáratugi hefur þessi aðferðekki nýst sem tæki til að draga úr beit á afréttum vegna ágreinings um aðferðir við mat á beitarþoli. Ákvæði um ítölu hafa verið í lög- um í mörg hundruð ár. Í land- leigubálki Jónsbókar var gert ráð fyrir ítölu í afréttarlönd og í Rétt- arbót Eiríks konungs frá 1294. Þessi ákvæði voru í gildi þar til ný lög um afréttarmálefni, fjallskil og fleira tóku gildi á árinu 1969. Eins og orðið getur gefið til kynna felst ítala í því að telja búfé á afrétt. Hún kveður á um hversu margt fé megi vera á afréttinum og eftir atvikum hvað hver landeigandi megi reka margar skepnur á fjall. Ef slíkt kerfi væri innleitt nú yrði það væntanlega kallað kvóti, afréttar- kvóti, sem kvæði á um hversu mikið hver bóndi mætti nýta af beitarþoli afréttarins. Fullskipað en ekki ofskipað Í lögunum segir að ítala skuli svo ákvörðuð að fullskipað sé í landið en ekki ofskipað, miðað við beitarþol. Þýðir þetta væntanlega að heimilt sé að nýta afréttinn eins og gróðurinn þolir, án þess að til ofbeitar komi. Tekið er fram í lögunum að byggt skuli á beitarþolsrannsóknum svo sem við verði komið og jafnframt skuli tekið tillit til aðstæðna hverju sinni. Á síðustu þremur eða fjórum áratugum hefur ítala verið gerð um fimmtán sinnum, yfirleitt að kröfu Landgræðslunnar sem hefur talið of- beit ógna gróðri á tilteknum af- réttum. Í nánast öllum tilvikum varð landgræðslustjóri undir í störfum ítölunefnda en fulltrúar sem skipaðir voru af sýslumanni og Bænda- samtökunum voru í meirihluta. Studdist meirihlutinn við beitar- þolsmat sem Rannsóknastofnun landbúnaðarins gerði en það byggð- ist á uppskeru gróðurs á afréttunum og hvað hún myndi duga til fram- færslu margra kinda og hrossa yfir sumarið. Oft kom út úr því að fjölga mætti á fjalli en ekki þyrfti að fækka. Landgræðslan hefur litið á ítölu sem þvingunarúrræði sem gripið væri til þegar samningar takast ekki. Þegar niðurstaðan varð ítrekað sú að heimiluð var miklu meiri beit en stofnunin taldi afréttina þola losnaði þvingan. Af sömu ástæðu var aldrei óskað eftir yfirmati. Það var talið þýðingarlaust þar sem byggt yrði á sama beitarþolsmati. Hver á að meta? Yfirítölunefnd sem skipuð var vegna deilna um beitarþol Almenn- inga norðan við Þórsmörk er sú fyrsta frá því yfirmat var heimilað. Meirihluti ítölunefndarinnar grundvallaði niðurstöðu sína á eigin rannsóknum á uppskeru gróðurs á afréttinum og fór þó varlega við ákvörðun fjárfjölda. Byggðust rann- sóknirnar á sama grundvelli og beit- arþolsmat RALA fyrr á árum. Í gild- andi lögum er ekki kveðið á um hver skuli annast rannsóknir á beitarþoli vegna ítölu. Landgræðslan telur að miðað við forsögu lagaákvæðisins og með vísan til landgræðslulaga beri Landbúnaðarháskóla Íslands að ann- ast verkið. Vildi stofnunin miða við rannsóknir og mat sem Landbún- aðarháskólinn hefur gert fyrir Almenninga. Samkvæmt þeim er ástand landsins þannig að afréttur- inn telst ekki beitarhæfur. Niðurstaða málsins fyrir yfir- ítölunefnd ræðst því væntanlega af því hvor aðferðin verður talin réttari. Mismunandi aðferðir við mat á beitarþoli Ljósmynd/Hreinn Óskarsson Landgræðsla Nýgræðingurinn sprettur í förum tækja landgræðslufólks á Almenningum. Skiptar skoðanir eru um áhrif beitar á gróður á afréttinum. 26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar samþykktvoru lög um fjölmiðla forðum lögðust sumir stjórnmálamenn gegn þeim og áttu fullt í fangi við að útskýra viðsnúning sinn. Sár- asta slaginn áttu þeir við sam- visku sína og urðu þar undir. VG missti þá hreinleika sinn að nokkru, en því verki síðar haldið áfram með markvissari hætti. VG hafði áður krafist lagasetningar um efnið en lögðust nú gegn henni þar sem þeir töldu að baugsveldið, sem hafði Samfylkinguna og fleiri í vasanum, myndi ná að gera ríkisstjórninni erfitt fyrir. Seinna voru sett önnur lög um fjölmiðla sem gefa ríkinu færi á að skipta sér af innra starfi fjölmiðla og hóta þeim dagsektum. Slík löggjöf ætti að vera þeim geð- felld sem hneigjast til forsjárhyggju af gömlum skóla, sem varð undir þegar sovétið dó. Í Fréttablaðinu sagði á dög- unum frá fáeinum stað- reyndum sem snertu þann sem ekki mátti snerta. Ritstjórinn sagðist standa með blaða- manninum. Blaðamaðurinn fauk. „Nýr“ ritstjóri birtist og er orðinn aðalritstjóri allra frétta hjá Baugi. Sagt er að ritstjórinn á Fréttablaðinu sé jafnsettur „aðalritstjóranum!“ Þetta er ástandið og að auki vill ríkið stjórna fjölmiðlum og hótar dagblöðum dagsektum. Hin nýju fjölmiðla- lög endurspegla viðhorf úreltrar vinstristefnu} Svona er komið Síðastliðiðhaust fórKastljósið mikinn í nokkur kvöld um svokallað „fjárhags- og mannauðskerfi rík- isins“. Engu var líkara en að „rann- sóknarblaðamenn“ þáttarins hefðu hrokkið af límingunum, eins og það er kallað, og nokk- ur dæmi eru um. Efnið sem upp var blásið var raunar þannig vaxið að það hentaði mjög illa til yfirborðs- legrar umfjöllunar á borð við þá sem oftast verður í slíkum þætti. Þeir sem ekki voru inn- vígðir, og þeir eru fáir til, skildu illa það sem á borð var borið. En þó var ljóst að um- fjöllunarmenn Kastljóssins töldu að um mikið hneyksli væri að tefla og tók öll fram- setningin mið af því. Fljótlega varð þó ljóst að á bak við mála- tilbúnaðinn stóð Vg-þingmað- urinn Björn Valur Gíslason sem virtist eiga óuppgerðar sakir við Ríkisendurskoðun. Kastljós lét sig hafa að reka erindi hans. Í frétt Mbl.is í gær segir: „Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins mætir þörfum stjórn- valda og stjórnsýslu og virkni þess uppfyllir kröfur ríkisins í meginatriðum. Ekkert bendir til að betri útkoma hefði feng- ist fyrir ríkið með því að nýta aðra lausn en þá sem varð fyrir valinu fyrir tólf árum. Þetta er meginniðurstaða óháðrar erlendrar sérfræði- úttektar á Orra, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins. Kostn- aður kerfisins er innan eðli- legra marka og ávinningur af kerfinu getur réttlætt kostn- aðinn. Kerfið hafi skapað verulegt virði fyrir ríkið og stofnanir þess, samkvæmt því sem kemur fram á vef fjármálaráðuneyt- isins. „Mælt er með því að kerfið verði notað áfram, en skerpt á stefnumið- aðri stjórnun, ábyrgð og eign- arhaldi kerfishluta Orra. Farið verði reglubundið yfir notkun kerfisins og þróunarmögu- leika. Til lengri tíma þurfi einnig að vinna að stefnumót- un um upplýsingavinnslu rík- isins. Jafnframt er lagt til að miðlæg þjónusta við ríkisstofn- anir verði efld.““ Ekki fer fram hjá neinum þeirra sem látnir eru standa fjárhagslega undir rekstri Rík- isútvarpsins, að Kastljós- mönnum þykir nokkuð til um meint hlutverk sitt sem gagn- rýnanda á íslenska tilveru. Hefur þar víða verið seilst og stundum langt. Einn þáttur hefur þó algjörlega orðið út undan. Það er sjálfsgagnrýnin. Þess vegna er ekki líklegt að menn þar á bæ geri með mann- sæmandi hætti hreint fyrir sínum dyrum eftir hina sér- kennilegu herferð þáttarins og samferðamannsins úr þinginu. Bæði Ríkisendurskoðun og þeir embættismenn sem báru ábyrgð á „Orra, fjárhags- og mannauðskerfinu“ sem nú hef- ur fengið svo prýðilega ein- kunn eiga þó slíkt inni. Vafalít- ið er þó að fjárhags- og mannauður „RÚV“ ætti að væra nægjanlegur til að rísa undir afsökunarbeiðni þegar slík er viðeigandi, eins og nú er. Uppblástur Kast- ljóss var lítt skilj- anlegur og nú er í ljós komið að hann var einnig óboðlegur} Dugar fjárhags- og mannauðurinn? Í slendingar hafa alloft trónað á toppi listans yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Það hlýtur að vera til marks um það hversu ánægð við erum með lífið og tilveruna og ekki síst hvert annað. Eða hvað? Er hægt að vera hamingjusamur þegar manni finnst allt annað fólk vera ómögu- legt? Nýlega hafa komið upp þrjú mál þar sem þrjár konur hafa verið kallaðar ýmsum ljótum nöfnum af samlöndum sínum. Þeim hefur verið hótað barsmíðum og annars konar ofbeldi og þeim hafa verið gerðar upp ýmsar annarlegar og miður eftirsóknarverðar hneigðir af blá- ókunnugu fólki á netinu. Hvers vegna skyldi það vera? Jú, þær tjáðu sig á opinberum vett- vangi um skoðanir sínar á tilteknum málefnum. Ein heitir Kolbrún Bergþórsdóttir og hún telur óþarfa fjaðrafok hafa verið í kringum starfslok knatt- spyrnustjóra í Englandi, önnur er Bryndís Schram sem velti upp í pistli sínum spurningum um stéttaskiptingu kvenna sem orsakist meðal annars af ótímabærum barn- eignum. Sú þriðja, sem heitir Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir, segir tímabært að huga að breytingu á afgreiðslu- tíma áfengissölustaða. Nú eru öll þessi málefni væntanlega vel þess virði að ræða þau, rétt eins og svo margt annað, annaðhvort af al- vöru eða á léttum nótum eftir því til hvers hugur fólks stendur. En varla eru þau tilefni til þess að hóta fólki og kalla það andstyggilegum nöfnum, jafnvel þó að maður kunni hugsanlega að vera á öndverðum meiði. Satt best að segja man undirrituð ekki eftir því að karlmanni hafi verið hótað hinum fjöl- breytilegustu limlestingum fyrir það eitt að hafa skoðanir á málefnum sem þessum, en það er aftur á móti efni í annan pistil. Einelti meðal barna á netinu hefur verið talsvert til umræðu undanfarin misseri. Afar ljót mál hafa komið upp og í kjölfar þeirra hef- ur samfélaginu orðið ljóst mikilvægi þess að kenna börnum ábyrga nethegðun. Skólum hef- ur meðal annars verið kennt um ástandið, að þar sé ekki lögð nægilega mikil áhersla á að kenna börnum að umgangast hvert annað í netheimum og þess vegna séu þau svo vond hvert við annað. Sama viðkvæðið eins og svo oft áður; þegar vart verður við einhverja bresti í samfélaginu, þá skulu skólarnir gjöra svo vel að taka á málum. En hvað um restina af samfélaginu, okkur fullorðna fólkið? Hver á að kenna okkur ábyrga nethegðun og hvað skyldu börnin okkar læra af þessum þremur dæmum sem nefnd eru hér að ofan? Einhver börn gætu vel dregið þá ályktun að það væri bara í besta lagi að níðast á fólki fyrir það eitt að hafa skoðanir. Eftir nokkrar vikur fara skólabörn í sumarfrí og þar með munu skólar landsins standa auðir þar til í haust. Er ekki upplagt að nota tækifærið og halda þar námskeið í ábyrgri nethegðun? Þörfin er augljóslega fyrir hendi. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Hamingjusama þjóðin tjáir sig STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Við undirbúning nýrra land- græðslulaga komu fram tillögur um að Landgræðsla ríkisins fengi beittari þvingunarúrræði til að ná fram markmiðum um gróðurvernd og landgræðslu, til að grípa til ef aðrar leiðir reyn- ast ekki færar. Í áliti nefndar var bent á að bestu leiðirnar væru að ná sam- starfi við aðila og beita leið- beinandi og hvetjandi stjórn- tækjum. Ef það dygði ekki þyrfti að vera hægt að beita þving- unarúrræðum. Rætt var um beitingu dagsekta og sjálf- tökuúrræða. Þau gætu falist í heimildum til að framkvæma úrbætur eða að loka svæðum sem þarfnast verndar. Síðast- nefndu aðgerðinni má líkja við heimildir Hafró til lokunar veiði- svæða til verndar uppvaxandi fiski. Einnig var talið að Land- græðslan þyrfti að hafa heim- ildir til að fjarlægja búfé sem fer inn á friðuð svæði. Heimild til að loka svæðum VILJA BEITTARI ÚRRÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.