Morgunblaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013
✝ María Árna-dóttir fæddist í
Ólafsfirði 25. jan-
úar 1942. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Lögmanns-
hlíð 5. maí 2013.
María var dóttir
hjónanna Jónu
Guðrúnar Antons-
dóttur, f. 23. októ-
ber 1908, d. 5. nóv-
ember 1989 og
Árna Antons Guðmundssonar,
f. 2. ágúst 1905, d. 4. ágúst
1957. Systkini Maríu eru: Ant-
on Sigurðsson, giftur Herdísi
Egilsdóttur, Aðalbjörg Árna-
dóttir (látin), gift Júlíusi
Snorrasyni, Una Matthildur
Árnadóttir, gift Friðriki Egg-
ertssyni og Ólafur Árnason,
giftur Arnfríði Valdimars-
dóttur.
Eiginmaður Maríu var Vé-
björn Eggertsson rafvirkja-
meistari, f. 31. ágúst 1940, d.
24. júní 2008. Þau gengu í
hjónaband 31. ágúst 1963 og
23. júní 1993 og Ísak Leó Krist-
jánsson, f. 13. janúar 2000, fað-
ir þeirra er Kristján Hákonar-
son. Stjúpbörn Jónu eru
tvíburarnir Guðrún Eva Ró-
bertsdóttir og Óskar Páll Ró-
bertsson, f. 20. nóvember 2005.
Stjúpsonur Maríu er Hall-
grímur Eggert Vébjörnsson, f.
18. maí 1963, dóttir hans er
Antonía María Elisabeth Maul
Eggertsdóttir, f. 10. mars 2009.
Móðir hennar er Anna Maria
Maul.
María fluttist frá Ólafsfirði
16 ára að aldri og fór að vinna
á hjúkrunarheimilinu Skjald-
arvík. Hún vann síðan við hin
ýmsu þjónustu- og sölustörf og
saumaskap hjá Leikfélagi Ak-
ureyrar. Hún lærði nudd hjá
Nuddskóla Íslands og á Nudd-
stofu Brynjólfs Snorrasonar og
lauk meistaraprófi. Með nudd-
inu vann hún einnig hjá félags-
þjónustu Akureyrarbæjar við
atvinnuleit fatlaðra. María var
virk í ýmiskonar félagsstarfi,
var í sinawik-klúbbnum Perl-
um á Akureyri, söng með Gígj-
unum og lék og söng með
skemmtiflokknum Krútt-
mögum og ýmsu fleiru.
Útför Maríu fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 17. maí
2013, kl. 13.30.
eiga þau saman
þrjár dætur: 1)
Halldóra, f. 28. júlí
1963, gift Baldri
Guðlaugssyni, þau
eiga tvö börn, Guð-
laugu, f. 31. októ-
ber 1979, maki
Inga Rósa Ragn-
arsdóttir og Nönnu
Berglindi, f. 13.
febrúar 1984, maki
Sveinn Grímars-
son. Synir Nönnu eru Vébjörn
Dagur Kristinsson, f. 29. júlí
2003, faðir hans er Kristinn
Magnússon, og óskírður
Sveinsson, f. 15. apríl 2013. 2)
Unnur Elva, f. 30. maí 1967.
Dætur hennar eru Ylfa María
Lárusdóttir, f. 18. júní 2000,
faðir hennar er Lárus Þór Guð-
mundsson, og Viktoría Mist
Birgisdóttir, f. 27. apríl 2004,
faðir hennar er Birgir Hilm-
arsson. 3) Jóna Guðrún, f. 1.
maí 1971, maki Róbert Þór-
hallsson. Börn hennar eru Að-
albjörg Kara Kristjánsdóttir, f.
Elsku mamma, tengda-
mamma, amma og langamma.
Nú hefur þú fengið langþráð
frelsi. Nú ertu frjáls frá sjúk-
dómnum sem rændi þig og okkur
þinni dásamlegu persónu. Nú
manstu allt og fylgist með stelp-
unum þínum, barnabörnum og
barnabarnabörnum vaxa úr grasi
og nýja langömmustráknum í
fyrsta sinn. Þannig lifðir þú lífinu
alltaf, vakandi yfir þeim sem þér
þótti vænt um og þér þótti vænt
um alla. Heimili okkar stóð alltaf
opið, alltaf fullt af fólki í eldhús-
inu hjá mömmu og pabba hvort
sem það leitaði huggunar eða
gleði, alltaf var gnægð af hvoru
tveggja. Hjarta þitt var stórt og
fallegt. Þú varst alltaf tilbúin að
stökkva til og aðstoða náungann,
máttir ekkert bágt sjá. Þú fórst
af stað um miðjar nætur ef að
einhver þurfti á þér að halda og
skaust skjólshúsi yfir alla þá sem
ekki höfðu í önnur hús að vernda.
Barnabörnin þín tilbáðu þig, ekk-
ert var ómögulegt í þinni veröld
og það var mikið ævintýri að
koma í heimsókn til ömmu og afa.
Ísbíltúr seint um kvöld var vin-
sæll hjá litlum krílum og miðnæt-
urveisla var ekki óalgeng á þínu
heimili. Auðvitað voru þau bara
snillingar og uppfinningasöm þó
að foreldrar þeirra myndu skil-
greina það sem óþekkt. Þú elsk-
aðir litlu englana þína. Þú varst
líka svo endalaust stolt af okkur
öllum, það fyllti okkur eldmóð
um að vera það besta sem við
gátum orðið. Þú studdir okkur
ávallt. Stjúpsyni þínum tókst þú
sem þínum eigin og umvafðir
hann ást sem og okkur hin.
Snilldarkokkur varstu og gast
hrist heilu veislurnar fram úr
erminni. Saumaskapur var líka
þín sterka hlið og eiga litlu prins-
essurnar í lífi þínu allar undur-
fagra kjóla sem þú sast yfir næt-
urlangt og ávallt fengum við
systur nýjan búning að morgni
hvers öskudags. Við minnumst
mömmu sem mikils gleðigjafa,
brosandi, jákvæð og til í allt. Hún
var vinamörg og vinsæl og var
það vegna þess hve einlæg hún
var og alltaf til í eitthvað
skemmtilegt. Hún miklaði ekki
fyrir sér að vera með fíflalæti á
almannafæri öðrum til skemmt-
unar. Þegar að við systur fórum í
gegnum myndirnar okkar fund-
um við enga birtingarhæfa mynd
í blöðum en ófáar myndir af
mömmu með gervitennur og hár-
kollur. Hún lék m.a. systur
Eiríks Fjalars á skemmtunum og
lét hún útbúa tennur hjá tann-
smið og kollu og sýndi snilldar-
takta. Gítarinn var aldrei langt
undan og var mikið sungið á
heimilinu. Við minnumst fjöl-
margra stunda þegar að við sát-
um saman og sungum margradd-
að og var hún dugleg að kenna
okkur gömul lög og texta frá sín-
um yngri árum. Söngurinn var
henni kær og jafnvel þegar að
sjúkdómurinn var búinn að yfir-
buga hana gat hún sungið og
raddað.
Við söknum þín svo sárt elsku
mamma og munu minningarnar
ylja okkur um ókomna tíð.
Tengdamamma, takk fyrir allt
og allt.
Elsku amma, þú varst besta
amma í heimi.
Hvíl í friði.
Halldóra Vébjörnsdóttir,
Baldur Guðlaugsson,
Unnur Elva Vébjörnsdóttir,
Jóna Guðrún Vébjörnsdóttir,
Róbert Þórhallsson, Hall-
grímur Eggert Vébjörnsson,
Guðlaugur, Nanna Berglind,
Ylfa María, Viktoria Mist, Að-
albjörg Kara, Ísak Leó, Guð-
rún Eva, Óskar Páll,
Vébjörn Dagur, óskírður
Sveinsson og Antonía María.
Elsku besta vinkona. Nú þeg-
ar lífsgöngu þinni er lokið viljum
við þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar sem við fengum að
eiga með þér. Það sem við höfum
baukað í gegnum árin er efni í
heila bók. Sinawik- og Kiwanis-
skemmtikvöld, Jónsmessunætur-
vökur, skáldakvöldin okkar, sam-
vera með fjölskyldum og vinum
og síðast en ekki síst kaffisopi og
spjall með þér um lífið og til-
veruna.
Að komast í nudd til þín var
alltaf endurnærandi fyrir sál og
líkama.
Við ætlum ekki að fara yfir
lífshlaup þitt, það gera aðrir, en
viljum kveðja þig með ljóði sem
við sungum alltaf þegar við hitt-
umst og gítarinn var nálægur.
Fram í heiðanna ró
fann ég bólstað og bjó
þar sem birkið og fjalldrapinn grær.
Þar er vistin mér góð,
aldrei heyrist þar hnjóð,
þar er himinninn víður og tær.
Heiðarból ég bý
þar sem birkið og fjalldrapinn grær.
Þar er vistin mér góð,
aldrei heyrist þar hnjóð,
þar er himinninn víður og tær.
Mörg hin steinhljóðu kvöld
upp í stjarnanna fjöld
hef ég starað með spyrjandi þrá.
Skyldi dýrðin í geim
bera af dásemdum þeim
sem vor draumfagri jarðheimur á?
Þetta loft er svo tært,
finnið þytmjúkan þey,
hve hann þyrlar upp angan úr mó.
Nei, ég vildi ekki borg,
né blikandi torg,
fyrir býlið í heiðanna ró.
(Friðrik A. Friðriksson.)
Við trúum því að þegar okkar
tími kemur munum við setjast í
græna lautu og þú spila af þinni
alkunnu snilld og við syngja allar
saman aftur.
Hvíldu í friði, Mæja mín,
Helena, Eiríkur,
Helga og Reynir.
Kveðja frá Sinawik-
klúbbnum Perlum
Elskuleg vinkona okkar og fé-
lagi, María Árnadóttir, lést
sunnudagsmorguninn 5. maí. Fé-
lagsskapurinn okkar hafði haft í
hyggju að halda í árlega vorferð
sína þennan dag, en María valdi
daginn til sinnar eigin vorferðar,
til þeirra heima sem hún ætíð átti
staðfasta trú á að biðu hennar að
þessari jarðvist lokinni.
Það var mikið lán fyrir klúbb-
inn þegar María, fyrir nær 40 ár-
um, ákvað að koma í hópinn.
Glaðsinna, verkhög, ljúf, trú-
lynd og traust starfaði hún með
okkur og Kiwanisbræðrum að
þeim verkum sem að var unnið
og var sterkur liðsmaður. Að
auki bjó hún yfir hæfileikum sem
gerðu allar okkar skemmtistund-
ir og gleðifundi að endalausum
gamanmálum. Hún söng, spilaði
á gítar, lék, dansaði, hermdi eftir,
samdi, saumaði búninga og átti
alltaf hugmyndir í pokahorninu.
Mikið óskaplega er hún búin að
gefa okkur marga hláturs- og
kátínuskammta, sem enn er verið
að taka inn. Varla komum við svo
saman að ekki sé eitthvað
skemmtilegt frá þessum tíma
rifjað upp og við hlæjum að allri
vitleysunni úr sjálfum okkur.
Vonandi eigum við eftir að gera
það sem lengst.
Maja var líka vinur í raun, átti
hlý orð, góða nærveru og bænir
er á bjátaði.
Í fylgd Halldóru dóttur sinnar
sótti hún fundi svo lengi sem
heilsan leyfði. Hennar verður
saknað sárt, en minningarnar
munu lifa. Takk, elsku Maja okk-
ar, fyrir allar gömlu og góðu
stundirnar.
Sunnanblærinn blíði,
hann beri til þín inn,
frá mér kærstu kveðju,
og koss á vanga þinn.
(GJ)
Halldóru, Unni og Jónu og öll-
um ástvinum vottum við einlæga
samúð.
Fyrir hönd Sinawikklúbbsins
Perla,
Ásta Sigurðardóttir.
María Margrét
Árnadóttir
✝ Hulda Ingvars-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 6.
október 1921. Hún
lést í Sunnuhlíð í
Kópavogi 8. maí
2013.
Móðir hennar
var Sigríður Böðv-
arsdóttir, frá Snæ-
býli í Skaftár-
tungu, f. 14. janúar
1893, d. 28. nóv-
ember 1979. Faðir hennar var
Ingvar Erasmus Einarsson, f. í
Krosshjáleigu í Berufirði 28.
nóvember 1891, d. 8. desember
1968. Börn Sigríðar og Ingvars,
er upp komust, voru sjö, en þau
eru, auk Huldu: Sigurlína, hár-
greiðslukona, f. 1917, látin, Ein-
ar, bankamaður og aðstoðar-
ráðherra, f. 1920, látinn,
Hrefna húsmóðir, f. 1921, látin,
Ingvar Sigurður, forstjóri, f.
1924, látinn, Gunnar Ágúst,
skrifstofumaður, f. 1927, látinn,
og Garðar hagfræðingur, f.
1937. Hulda og Hrefna voru
eineggja tvíburar og voru alltaf
mjög nánar.
Hulda giftist árið 1951 Sig-
urnýasi Frímannssyni (Didda),
Huldu tekur við skipstjórn á
togaranum Hávarði Ísfirðingi,
frá Ísafirði, flyst fjölskyldan
vestur og þar býr hún til ársins
1938 að aftur er flutt suður. Á
Ísafirði vann Hulda við rækju-
vinnslu og heimilisstörf í for-
eldrahúsum. Hulda fór svo til
Siglufjarðar og vann hjá Páli
frænda sínum á rakarastofu
hans þar til hann flutti til
Reykjavíkur.
Síðar fór hún til Vest-
mannaeyja og vann þar á rak-
arastofu móðurbróður síns
Árna Böðvarssonar uns hún fór
til Reykjavíkur. Hugur hennar
stóð til að læra rakaraiðn en
hernámið kom í veg fyrir það.
Hún hefði orðið fyrsti menntaði
kvenrakarinn hefði hún klárað
námið. Í Reykjavík vann hún
m.a. á vefstofu og í Sælgerðinni
Freyju þar sem hún kynntist
eiginmanni sínum. Eftir að hafa
hugsað um heimili og börn fór
Hulda að vinna í Niðursuðu-
verksmiðjunni Ora um 1970 og
vann þar fram í júlí 2001 þegar
hún var að verða 80 ára. Hulda
glímdi við heilabilun í mörg ár
en bjó þó með syni sínum þar til
hún þarfnaðist það mikillar
umönnunnar að hún fór á
Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð
fyrir um þremur árum.
Útför Huldu Ingvarsdóttur
fer fram frá Hjallakirkju Kópa-
vogi í dag, 17. maí 2013, og
hefst athöfnin kl. 13.
f. 10. febrúar 1925,
d. 31. desember
1994. Sigurnýas
rak smurstöð
SHELL v. Skógar-
hlíð með félögum
sínum í rúm 30 ár.
Fyrsta húseign
þeirra var Bakka-
gerði 7 kjallara og
síðar Bræðratunga
22 þar sem þau
bjuggu frá 1964
nánast til dauðadags. Börn
þeirra eru: 1) Kristbjörg Sig-
urnýasdóttir, f. 1952, búsett á
Hvammstanga, maki Jóhannes
Ragnar Jóhannesson. Börn:
Birgir Páll Hjartarson; Ágúst
Örn Jóhannesson; Aldís Olga
Jóhannesdóttir og Hulda Signý
Jóhannesdóttir. 2) Frímann Sig-
urnýasson, f. 1956, búsettur í
Kópavogi, 3) Hrefna Sigurlín
Sigurnýasdóttir, f. 1957, búsett
í Reykjavík, maki Ásgeir Torfa-
son. Börn: Sigrún Ásgeirsdóttir
og Þóra Ásgeirsdóttir. 4) Birgir
Páll Hjartarson, uppeldissonur
þeirra, sonur Kristbjargar, f.
1969, búsettur í Reykjavík,
maki Sylwia Lichy.
Nokkru eftir að Ingvar faðir
Það var í síðustu viku að sím-
inn vakti mig fyrir allar aldir.
Það var systurdóttir mín sem
sagði mér að nú væri hún Hulda
stóra systir mín farin. Það kom
mér nú ekki á óvart því kvöldið
áður hafði ég átt langt samtal
við Frímann systurson minn,
sem sagði mér að hverju stefndi
og þó að hún hafi fyrir löngu
verið farin í sinn eigin heim, þá
var það sárt.
Minningarnar gera vart við
sig. Ég er nú einn eftir af hópi
sjö systkina sem komust til
manns og af þeim, sem öll voru
10 til 20 árum eldri en ég, var
Hulda mér kærust. Hún var á
sextánda ári þegar ég fæddist
og hún tók mig strax til sín.
Hún var ekki bara ein af stóru
systrum mínum heldur varð hún
mér sem önnur mamma. Ég
man óljóst eftir fyrstu bernsku-
árunum og ávallt var Hulda til
staðar. Hún var handboltastelpa
og margfaldur Íslandsmeistari
með Ármanni og þær voru ófáar
æfingarnar og keppnirnar þar
sem ég var hafður með enda tal-
inn „heillagripur“ liðsins. Það
var ekki ósjaldan að hún forðaði
mér frá „flengingu“ vegna
strákapara þar sem félagar
mínir fengu sínar, en af því að
hún svaraði símanum heima þá
slapp ég með alvarlegt tiltal og
loforð um að vera góður strákur
í framtíðinni.
Og svo kom hann „Diddi“
sem varð maðurinn hennar til
sögunnar og ekkert breyttist
því þau tóku mig með í útilegur
og annað.
Ég varð fullorðinn og eign-
aðist mína eigin fjölskyldu.
Unnur, konan mín, varð náinn
vinur þeirra beggja, Huldu og
Didda og fyrir börnin mín voru
þau afi og amma.
Við fylgdumst að í gegnum
lífið fjölskyldurnar tvær, í blíðu
og stríðu eins og sagt er. Það
voru sumarleyfin, veiðiferðir,
fjallaferðir, sumarbústaðaferðir
og á öllum hátíðum var komið
saman heima hjá þeim eða okk-
ur. Þegar erfiðleikar komu upp
þá var staðið þétt saman.
Það varð skarð fyrir skildi
þegar Sigurnýas (Diddi) mágur
minn féll frá á gamlársdag 1994.
Þeim fækkaði mjög snöggt
fjalla- og veiðiferðunum, en
heimsóknunum í Bræðratungu
fækkaði ekki.
Árin hafa liðið og börnin full-
orðnast og stofnað eigin heimili
og barnabörnin líka.
Við sem elst erum finnum að
lífið hefur sinn gang og okkar
tími kemur. „Diddi“ mágur
minn fór 1994, Unnur mín fyrir
fimm árum og nú hún Hulda
stóra systir mín og „mamma“.
Ég kveð hana með ást og mikl-
um trega.
Það var mér erfitt fyrir
mörgum árum að upplifa þegar
sjúkdómurinn, sem leiddi til
þess að hún hvarf í sinn eigin
heim, byrjaði að þróast. Þetta
gerðist hægt og hljótt, en stöð-
ugt og einn góðan veðurdag var
hún Hulda systir mín farin og
það var sárt.
Ég dáðist mjög að umhyggj-
unni sem þau systkinin Frí-
mann, Kiddý og Hrefna Lína og
Birgir Páll sýndu mömmu sinni
þessi síðustu ár. Þeim mökum
þeirra og fjölskyldum sendi ég
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur og bið góðan Guð að
styrkja þau og styðja.
Ég efast ekki eitt andartak
um að það hefur verið fríður
hópur með Didda og Unni mína
í fararbroddi sem tók á móti
henni stóru systur minni þegar
hún steig yfir þröskuldinn.
Litli bróðir,
Garðar.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju
sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku amma.
Það að hafa fengið að vera
hjá þér þína síðustu daga var
mér svo mikils virði. Það er svo
merkilegt að þegar ég sest
hérna niður til að skrifa minn-
ingarorð um þig, þá skýst upp í
huga minn ýmislegt sem ég á
erfitt með að koma orðum að.
Þú varst svo dugleg kona,
þrjósk með eindæmum en vildir
gera svo vel við alla sem stóðu
þér nærri. Þú tókst ávallt vel á
móti okkur þegar við komum til
þín í Bræðratunguna, passaðir
vel upp á að enginn yrði svang-
ur og varst alltaf til í spil. Lag-
tertan þín góða er ekki fyrir alla
að gera, ég hef reynt að ná að
gera tertuna eins og þú gerðir
hana, en það hefur ekki tekist
enn.
Þegar ég eignaðist hana Söru
mína þá varstu svo ánægð með
langömmubarnið þitt og þú
sinntir henni svo vel á meðan
heilsa þín leyfði. Endalaust
komst hún Sara mín upp með að
svindla á þér í spilamennskunni,
en það skipti þig einhvern veg-
inn ekki máli því þú naust sam-
verunnar svo mikið.
Minningin un þig standandi
úti á tröppunum í Bræðratung-
unni veifandi er sterk. Frá því
að við settumst inn í bílinn og
líklega þar til við vorum komin
út götuna, þá stóðst þú þarna
úti og veifaðir til okkar í kveðju-
skyni. En nú erum það við sem
kveðjum þig, þín verður sárt
saknað.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hulda Signý Jóhann-
esdóttir og fjölskylda.
Okkur systkinin langar til að
minnast Huldu Ingvarsdóttur
sem nú er fallin frá. Hulda
frænka var stóra systir hans
pabba og hún var alltaf stór
partur af lífi okkar. Við misstum
ömmu Siggu og afa Ingvar
snemma frá okkur og Hulda
frænka lagði sig fram í því að
fylla í það skarð ásamt Didda
heitnum. Hún var alltaf auka
amma fyrir okkur öll. Öll eigum
við góðar og fallegar minningar
um Huldu frænku og hjá henni
fengum við alltaf faðmlag. Á
jóladag var alltaf fastur siður að
fara í kaffi til hennar þar feng-
um við alltaf alvöru heitt súkku-
laði með rjóma og fullt af dýr-
indis meðlæti, rjómakökur og
brauðtertur. Brúnkakan hennar
Huldu var eitt af því besta sem
við fengum og það var alltaf
gott að koma í heimsókn til
hennar og fá sneið með mjólk-
urglasi og ekki spilltu fyrir öll
dönsku Andrésar andarblöðin
en í heimi ungra barna var það
mikill fjársjóður. Stundum feng-
um við líka appelsínu með syk-
urmola, sem fyrir lítil kríli var
algjört sælgæti. Á sumrin var
farið í ævintýralegar útilegur og
veiðiferðir á jeppunum hans
Didda og pabba og oft var setið
fram eftir við veiði, söng og
skemmtilegar sögur. Við erum
öll þakklát fyrir að hafa átt
Huldu sem frænku, hún auðgaði
líf okkar með hlýju, umhyggju
og kærleik. Frímanni, Kiddý,
Hrefnu Línu, Bigga Palla og
ættingjum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Karen, Anna Sigríður,
Ingvar og Ingibjörg
Garðarsbörn og fjölskyldur.
Hulda
Ingvarsdóttir