Morgunblaðið - 17.05.2013, Side 33

Morgunblaðið - 17.05.2013, Side 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013 ✝ Kristín Her-mannsdóttir fæddist á Hellis- sandi 11. ágúst 1930. Hún lést 12. maí 2013 á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Hún var dóttir hjónanna Ágústínu Ingibjargar Krist- jánsdóttur, f. 5.8. 1892, d. 17.2. 1979, og Her- manns Hermannssonar, f. 29.7. 1893, d. 7.11. 1979. Þau Ágúst- ína og Hermann eignuðust sex börn, og var Kristín sú fimmta í röðinni, en þau voru: Verónika, f. 23.6. 1918, d. 5.2. 2005, Arn- björg, f. 22.9. 1919, d. 16.4. 2008, Kristbjörg, f. 22.1. 1922, d. 22.10. 2011, Hermann, f. 2.10. 1926, d. 22.2. 1997, og Helga f. 16.3. 1937. Hálfbróðir þeirra systkina var Kristinn Friðberg Hermannsson, f. 23.11. 1928, d. 30.7. 1995. Kristín giftist Sæ- mundi Bæringssyni, f. 16.5. 1923, frá Sellátri á Breiðafirði 28.12. 1952. For- eldrar hans voru Bæring Níelsson Breiðfjörð, f. 28.7. 1892, d. 23.8. 1976, frá Sellátri og Ólöf Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 15.3. 1892, d. 5.12. 1980, frá Brennu á Hellis- sandi en þau bjuggu í Sellátri um tíma en síðar í Stykkishólmi. Börn þeirra Kristínar og Sæmundar eru: Bæring, f. 18.11. 1952, maki Ragnhildur Elín Ágústdóttir, f. 9.11. 1953, Ágústa Ingibjörg, f. 31.1. 1964, maki Mark Ernest Wiles, f. 20.2. 1957, Geir, f. 19.8. 1964, maki Marianne Culbert og Eydís Björg, f. 30.8. 1970, sam- býlismaður Hólmgeir Hólm- geirsson, f. 10.1.,1970. Fyrir á Sæmundur Hafstein, f. 31.10. 1946, maki Þórdís Kolbeins- dóttir, f. 15.12. 1947. Útför Kristínar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 17. maí 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku amma mín í Langó er látin. Ég á aðeins góðar minn- ingar um hana ömmu, fullar af blíðu, gleði, tónlist, hlátri, hlýju og kærleika. Amma var engill og mér svo kær, svo kenndi hún mér svo margt. Hún kenndi mér blíðu, elsku, gleði og hlýju og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Hún er sú hjartahlý- jasta manneskja sem ég hef kynnst. Alltaf átti hún eitthvað fallegt að segja um allt og alla og trúði aldrei neinu ljótu upp á neinn. Ógleymanlegar eru stundirn- ar þegar amma og afi komu í Rifið til okkar á sumrin. Glaður svaf maður á dýnu á gólfinu svo að þau gætu sofið í rúminu mínu. Árlegt ferðalag í Voginn, en á hverju vori fórum við og hittum afa og ömmu þar á af- mælinu hans afa. Margt var brallað og mikið hlegið. Báts- ferðir, eggjatínsla, spil og leikir bæði úti og inni. Sem barn þurfti ég oft að koma til Reykjavíkur og gisti ég ávallt hjá ömmu og afa. Þau voru ætíð boðin og búin að taka á móti mér og Eydís óþreytandi við að hafa mig í eft- irdragi, en hún hefur alltaf verið mér frekar sem stóra systir en frænka, enda bara 5 ár á milli okkar. Ógleymanlegir eru líka bíltúrarnir í ísbúðina á Lauga- læk svo niður á höfn og líka sundferðir í Laugardalslaugina. Það var ómetanlegt að eiga hana ömmu að þegar ég sjö ára þurfti að leggjast inn á Landspítalann, en amma vann þar alla tíð við ræstingar. Hún kom til mín á hverjum degi og var það ómet- anlegt fyrir litla einmana stúlku, því að á þessum tíma gátu for- eldrarnir ekki verið hjá manni öllum stundum. Stundir í Langó þegar amma spilaði fyrir okkur Dýrin í Hálsaskógi og Kardi- mommubæinn af plötu. Eða þegar amma heyrði skemmtilegt lag í útvarpinu, hækkaði vel í tækinu og sagði við afa: „Sæ- mundur, ætlarðu ekki að dansa við mig?“ svo sveif hún um stof- una og söng hátt. Við skellihlóg- um að uppátækjunum hennar og gleði. Af því að ég átti heima úti á landi en amma í Reykjavík gaf hún mér tvær englastyttur og sagði mér að, af því að hún gæti ekki verið hjá mér þá ætlaði hún að gefa mér þessa engla til að vaka yfir mér. Alltaf þegar ég leit á englana hugsaði ég til ömmu. Og nú veit ég að hún mun vaka yfir mér með hinum englunum. Mikið er ég glöð að ég skyldi hafa vit á því að fara reglulega til þeirra í Langó þeg- ar ég var í Versló en ég fór nán- ast vikulega í Langagerðið því þar átti ég alltaf skjól í kærleika og hlýju. Amma settist alltaf hjá mér á sófann og nuddaði tærnar á mér svo blítt og kallaði mig engilinn sinn. En þetta hafði hún gert frá því að ég var pínu- lítil stelpa. Svo af því að það var alltaf svo hlýtt og notalegt hjá þeim þá sveif svefnhöfginn fljótt á og fyrr en varði fann maður að amma var búin að breiða yfir mann teppi svo það var öruggt mál að maður sofnaði. Elsku amma, það eru mín for- réttindi að hafa átt þig að svona lengi og ég er óendanlega þakk- lát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Börnin mín eru líka ríkari fyrir að hafa kynnst þér. Elsku amma mín, ég elska þig og mun geyma minninguna þína í hjarta mínu að eilífu. Guð geymi þig þangað til við hitt- umst á ný. Þín Anney. Í dag kveðjum við elsku ömmu mína, ömmu í Langó. Þó að við hefðum vitað í hvað stefndi er maður aldrei tilbúinn að kveðja. Frá því að amma lést á sunnudaginn síðastliðinn hafa minningarnar streymt fram í huga mér, tárin hafa runnið en brosið alltaf fylgt með. Því ég á bara ljúfar og góðar minningar um hana ömmu mína. Endalaus ást hennar á okkur „englunum“ sínum eins og hún kallaði okkur leyndi sér ekki. En amma baðaði okkur í fallegum orðum, kossum og knúsum. Amma dýrkaði börnin sín og alltaf þegar við komum með börnin okkar til hennar ljómaði hún. Ég átti yndislega stund með ömmu fyrr á þessu ári en þá fórum við Ey- dís með Karenu Líf til hennar. Eins og áður stóð ekki á ömmu en hún sat með hana í fanginu, strauk henni og sagðist svo eiga fallegustu börnin í öllum heim- inum. Svona stundir eru mér svo dýrmætar og er ég afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið það tækifæri að kynna börnin mín fyrir ömmu, því amma var ein- stök kona sem hafði óendanlega hlýju og ást að gefa. Minning- arnar, kossana og knúsin geymi ég í hjarta mínu með miklu þakklæti fyrir einstaka ömmu. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir.) Elsku amma mín ég elska þig ofurheitt. Sjáumst seinna. Þinn „engill“ alltaf, Dagný Dögg. Kristín Hermannsdóttir ✝ Gunnar Skag-fjörð Sæ- mundsson versl- unarmaður fæddist í Ólafsfirði 8. október 1921. Hann lést á Landakoti 10. maí 2013. Gunnar var son- ur hjónanna Hólm- fríðar Gísladóttur, f. 1895, d. 1975 og Sæmundar Þorvaldssonar, f. 1894, d. 1987. Bróðir Gunnars var Sigvaldi sem er látinn, stjúpsystir Gunnars var Hrönn Albertsdóttir sem einnig er látin. Gunnar Skagfjörð kvæntist 18.8. 1945 Rósu Daney Willi- amsdóttur, f. 8.11. 1923, d. 15.7. 2010, foreldrar: Jónína Lísebet Daníelsdóttir, f. 1895, d. 1972, og William Þor- steinsson, f. 1898, d. 1988. Gunnar og Rósa eignuðust fimm börn, þau eru: 1) William Skagfjörð, f. 1945, maki Sig- þau eiga fjórar dætur. Ágústa, maki Óli Jón Jónsson þau eiga þrjú börn. Gísli Kort, maki Auðbjörg Björnsdóttir, þau eiga þrjú börn. Gunnar Tómas, maki Katharina Schumacher, þau eiga eina dóttur. 4) Gunn- ar Skagfjörð, f. 1958, maki Guðrún Jóhanna Rafnsdóttir, börn þeirra eru Árni Rafn, maki Júlía Khoo. Þór og Svan- dís. 5) Anna Skagfjörð, f. 1960, maki Sigurður Daníel Gunnarsson, börn þeirra eru Daníel, maki Anna Sif Farest- veit, þau eiga tvö börn. Sigríð- ur Daney, maki Mathieu Tari, þau eiga eina dóttur og Fríða Björg, maki Sigmar Þrastar- son. Gunnar útskrifaðist úr Reykholtsskóla og Verslunar- skóla Íslands. Á unglingsárum starfaði Gunnar við sjó- mennsku, síðar starfaði hann hjá eða stjórnaði ýmsum fyr- irtækjum, s.s. Últíma, Plastik, Bókaverslun MFA, Sam- kaupum og Heimilismark- aðnum, Gunnar lauk langri starfsævi hjá Útvegsbanka Ís- lands síðar Íslandsbanka. Gunnar Skagfjörð verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í dag, 17. maí 2013, og hefst athöfnin kl. 15. rún G. Jónsdóttir, dætur þeirra eru: Rósa, hún á eina dóttur og barna- barn. Linda á tvö börn og Íris, maki Þorvarður L. Björgvinsson, þau eiga þrjú börn. 2) Sæmundur Skag- fjörð, f. 1946, maki Inga Ás- geirsdóttir. Sæ- mundur var áður giftur Sig- ríði Kristinsdóttur, d. 2008, synir þeirra eru Kristinn, maki Verity Sharp, þau eiga tvo syni og Kristinn á einn son úr fyrri sambúð. Gunnar, maki Sigríður Ásgeirsdóttir, Gunnar á tvö börn úr fyrri sambúð. Hörður, maki Mar- grét S. Lárusdóttir, þau eiga tvær dætur. 3) Margrét Skag- fjörð, f. 1950, maki Halldór Kjartansson. Var áður gift Kristófer Má Kristinssyni, börn þeirra eru Daði Már, maki Ásta Hlín Ólafsdóttir, Gleðin og sorgin með tárum sig tjá í tindrandi perlum á manna brá sem morgundögg liðinnar nætur sá veit einn hvað veldur er grætur. Ég vissi svo vel í hvað stefndi, en engu að síður fylltist ég tómleika og sorg þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að afi Gunni væri dáinn. Eftir að amma dó fannst mér ég kynnast nýjum manni í afa. Afi var dútlari sem var alltaf að föndra eitthvað í skúrnum eða úti við á meðan amma dekraði við alla sem komu í heimsókn og sinnti félagslegum tengslum fyrir þau bæði. En eftir að amma dó birtist þessi mjúki og yndislegi maður sem naut þess að segja mér hvað hann var ánægður með mig og fjölskyld- una mína, hvað ég ætti fallegt heimili og svo framvegis. Ef við heimsóttum afa eða hann okkur, þá hringdi hann alltaf daginn eftir til að þakka fyrir sig og dásama okkur. Stundum minnti hann þó á sinn gamla sjálfan og endaði símtalið með að segja „þú hefur fitnað“, eða „gefur þú börnunum ekki örugglega að borða líka?“. Þarna kom kímni- gáfa hans svo greinilega fram, sumir móðguðust en honum tókst aldrei slíkt með mig. Afi var alltaf að yrkja ljóð, en einhverra hluta vegna mátti ekki festa þau á blað. Sem betur fer náðist þó að varðveita ein- hver þeirra, því í dag eru þau okkar fjársjóður. Mér finnst við hæfi að kveðja með hans eigin ljóði, einu af fáum sem náðist að varðveita. Nú er efst í huga mínum algóður Guð að þakka þér það sem þú af kærleik þínum óverðskulduðum veittir mér. Hafðu þökk fyrir allt, elsku afi, þín verður minnst með gleði í hjarta og bros á vör. Íris. Elsku afi minn. Áður en ég hélt út íheim kom ég í heimsókn til þín til að kveðja þig og við áttum dýrmæta stund saman og þú sagðir við mig að þú hefðir ekkert að gefa mér í veganesti nema lítið ljóð. Þetta ljóð hefur fylgt mér alla ferðina og verið mitt mikilvægasta veganesti. Ég vil að þið hin fáið að njóta þess með mér og vona að þið finnið sama boðskap og ég fann í því. Þú aldrei ert ein ef átt guð í hjarta. Af einlægni hann biður í kærleikans þrá. Þá áttu framtíð fagra og bjarta og farsælan grundvöll að byggja allt á. (G.S.S.) Þó það sé alltaf erfitt að kveðja get ég vel ímyndað mér hversu breitt bros þitt hefur verið þegar þið amma funduð hvort annað á ný á einhverjum sólríkum fallegum stað. Þú kyssir ömmu frá mér. Þin, Svandís Gunnarsdóttir. Gunnar Skagfjörð Sæmundsson Helgi S. Guð- mundsson var sérstakt góð- menni. Jafnan rólegur og yfir- vegaður og í góðu jafnvægi. Talaði hægt og skynsamlega. Sagði ekki alltaf margt en þó heilmikið. Þá voru líka lagðar við hlustir. Við bræðurnir kynnt- umst honum á velmektarárum okkar í Framsóknarflokknum þar sem hann hafði mikil áhrif þótt lítið færi fyrir honum og hann sæktist lítt eftir áhrifastöð- um. Helgi S. var mannasættir, ráðagóður og lagði jafnan gott eitt til. Fyrir honum voru allir jafnir og allir velkomnir. Hann tók öllum vel, háum sem lágum, vandamönnum sem vandalaus- um, vinum sem viðhlæjendum, siðvöndum sem siðblindum, Guðsmönnum sem guðlausum. Til Helga gátu allir leitað og þeim var öllum tekið fagnandi. Við bræður minnumst gleð- Helgi Sigurður Guðmundsson ✝ Helgi SigurðurGuðmundsson fæddist í Reykjavík 29. desember 1948. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 30. apríl 2013. Útför Helga fór fram frá Hallgríms- kirkju 8. maí 2013. innar og kímninnar í starfi okkar með Helga. Glettni og bliks í auga sem lýsti upp eilífðar- baráttu okkar allra við að bjarga heim- inum og bæta sam- félagið. Stundum tókst okkur vel til og stundum síður. Við munum líka eft- ir alvöruþrungnum samræðum um höggorma þessa heims og hælbíta sem óskunda ollu og oft þar sem sem síst skyldi. Þá var gott að hlusta á Helga. Hann var frábær sam- vinnu- og samverkamaður. Í stjórnmálum kynnist maður allri mannlífsflórunni. Helgi S. var einstakur gimsteinn í þeirri flóru. Hann hugsaði alltaf um hagsmuni heildarinnar umfram eigin og hafði því ólíkt mörgum öðrum lítinn hug á að trana sér fram á þeim vettvangi. Nú er þessi mikli mannkostamaður horfinn af sviðinu. Við kveðjum góðan félaga og velgjörðarmann með þakklæti og virðingu í huga. Við biðjum góðan Guð um að vaka yfir fjölskyldu hans og styrkja þau í sorginni. Guð blessi minningu þessa góða drengs. Einar Kristján Jónsson og Guðjón Ólafur Jónsson. ✝ Ástkær afi okkar, tengdaafi og langafi, BRYNJÓLFUR KARLSSON fyrrv. slökkviliðsmaður, Ásholti 2, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 6. maí, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 22. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Kristjáns Eldjárns gítarleikara, 0513-18-430830, kt. 650303-3180, eða aðra styrktarsjóði eða líknarfélög. Brynjólfur Hjartarson, Edda Björk Viðarsdóttir, Benedikt Hjartarson, Jóhanna María Vilhelmsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, HARALDAR HRAFNKELS EINARSSONAR rennismiðs. Guð blessi ykkur. Margrét J. Magnúsdóttir, Kristín J. Pétursdóttir, Magnús R. Bjarnason, Helgi Haraldsson, Greta Benjamínsdóttir, Hrafnhildur Haraldsdóttir, Elvar Ö. Elefsen, Dröfn Haraldsdóttir, Helga B. Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Minningarathöfn um ástkæra eiginkonu, móður, tengdamóður, dóttur og systur, ÖNNU KRISTÍNU ÓLAFSDÓTTUR, fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík miðviku- daginn 22. maí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Hjörleifur B. Kvaran, Lísa Margrét Sigurðardóttir, Kristján H. Johannessen, Eysteinn Sigurðarson, Katrín Eyjólfsdóttir, Bjarki Sigurðarson, Hjördís Isabella Kvaran, Ólafur G. Guðmundsson, Steinunn Aagot Kristjánsdóttir, Ingvi Steinar Ólafsson, Sigrún Guðný Markúsdóttir, Atli Ragnar Ólafsson, Sólveig Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.