Morgunblaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 45
AF CANNES
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Sem endranær er mikill spenn-ingur í loftinu á Cannes-kvikmyndahátíðinni í Frakk-
landi. Hátíðin er ein sú virtasta í
heiminum í dag, ef ekki sú virtasta.
Á þessari hátíð hafa margir af
merkustu kvikmyndaleikstjórum
sögunnar verið uppgötvaðir. Marg-
ar magnaðar myndir eru í aðal-
keppninni og dómnefndin er ekki
af verri endanum. Formaður dóm-
nefndarinnar er Steven Spielberg
en aðrir nefndarmenn eru meðal
annarra Nicole Kidman, Ang Lee
og Christoph Waltz sem lék eitt að-
alhlutverkanna í Tarantino-
myndunum Inglorious Basterds og
Django.
Hátíðin var opnuð í fyrradagmeð bíómynd Baz Luhrmann,
The Great Gatsby, eftir skáldsögu
Scott Fitzgerald. Myndin hefur
fengið mjög misjafna dóma og þótt
það sé alltaf áhugavert að sjá
mynd eftir Luhrmann eru menn
sammála um að þetta sé ekki ein af
hans bestu myndum.
Af þeim myndum sem keppa
Krassandi myndir í Cannes
Morgunblaðið/Halldór Kolbeinsson
Stjörnustóð Dómnefndin í Cannes er m.a. skipuð Steven Spielberg, Nicole Kidman, Ang Lee og Christoph Waltz.
um Gullpálmann eru líklega þekkt-
astir Coen-bræðurnir, Steven So-
derbergh, Jim Jarmusch og Roman
Polanski. Mynd þeirra Ethan og
Joel Coen nefnist Inside Llewyn
Davis og fjallar um söngvara sem
er að reyna að lifa af list sinni í
Greenwich Village árið 1961.
Soderbergh sem hefur gert
mjög margar vinsælar og virtar
bíómyndir síðan hann sló í gegn
með sinni fyrstu bíómynd, Sex,
Lies and Videotape árið 1989, er
líka með períódumynd. En hans
mynd fjallar um hipp og kúl karl-
menn í skemmtanabransanum á
áttunda áratugnum sem eiga í
leynilegu ástarsambandi.
Mynd Polanskis nefnist La Vé-
nus a la fourrure og fjallar, einsog
ýmsar aðrar myndir Polanskis, um
sadó-masó ástarsamband í París
þar sem eiginkona hans, Emm-
anuelle Seigner, leikur aðal-
hlutverkið.
Jim Jarmusch fjallar um neð-anjarðartónlistarmann í Detro-
it og svo má ekki gleyma Dananum
Nicolas Winding Refn sem vann
leikstjóraverðlaunin á hátíðinni
hér í Cannes fyrir tveimur árum
þegar hann var með myndina
Drive. En sú mynd kom honum á
heimskortið þótt Íslendingar hafi
þekkt hann allt frá hans fyrstu
mynd, Pusher, sem sló í gegn á
Norðurlöndunum og gekk vel í
kvikmyndahúsum á Íslandi. Zik
Zak films með Þóri Snæ Sigur-
jónsson í fararbroddi hafa unnið
mikið með Refn þótt þeir séu ekki
einn framleiðenda þessarar nýjustu
myndar hans. Only God Forgives
heitir myndin hans á hátíðinni í ár
og Ryan Gosling er aftur í aðal-
hlutverkinu. Myndin fjallar um
glæpamann sem stýrir boxklúbbi í
Bangkok en þann bissness notar
hann til að þvo peninga af eitur-
lyfjasölu. Bróðir hans er myrtur og
mamma þeirra kemur til Bangkok
og heimtar hefnd.
Nicolas Winding Refn er einn
af nýju uppáhöldum Cannes-
hátíðarinnar og sumir skjóta á að
hann fari með aðalverðlaunin,
Gullpálmann, heim til sín þetta
árið.
» Á þessari hátíðhafa margir af merk-
ustu kvikmyndaleik-
stjórum sögunnar verið
uppgötvaðir.
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2013
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
Á TOPPNUM Í ÁR
KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
THEGREATGATSBY2D KL.5-8-10:55
FAST&FURIOUS6FORSÝND KL.10:55
FAST&FURIOUS6VIPFORSÝND KL.10:55
STARTREKINTODARKNESS3D KL. 5:10 - 8 - 10:50
STARTREKINTODARKNESS VIP KL. 5:10 - 8
PLACE BEYOND THE PINES KL. 5:10 - 8 - 10:50
IRON MAN 33D KL. 5:10 - 8 - 10:40
OLYMPUS HAS FALLEN KL. 5:30 -8
KRINGLUNNI
THEGREATGATSBY2D KL.5:10-8-10:50
IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40
PLACE BEYOND THE PINES KL. 8 - 10:50
ÓFEIGUR GENGUR AFTUR KL. 5:50
THEGREATGATSBY2D KL. 5:10 - 8 - 10:50
STARTREKINTODARKNESS3D KL. 5:10 - 8 - 10:50
IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40
PLACE BEYOND THE PINES KL. 5:10 - 8 - 10:50
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
FAST&FURIOUS6FORSÝND KL.10:40
THEGREATGATSBY2D KL.8
STARTREKINTODARKNESS3D KL. 8
IRON MAN 3 2D KL. 5:20 - 10:55
THE CROODS ÍSLTAL KL. 5:50
AKUREYRI
THEGREATGATSBY2D KL.5:10-8
STAR TREK INTO DARKNESS 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40
IRON MAN 3 3D KL. 10:55
NEW YORK OBSERVER
THE PLAYLIST
J.J. ABRAMS ER MÆTTUR MEÐ BESTU
HASARMYND ÞESSA ÁRS!
EMPIRE
FILM
T.V. - BÍÓVEFURINN
THE GUARDIAN
STÓRFENGLEG
EXHILARATING
ALDEILIS RÚSSÍBANI, ÞESSI MYND.
SJÁÐU HANA!
FRÁBÆR
FORSÝND
Opnunarmynd kvikmyndahátíðar-
innar í Cannes, The Great Gatsby,
eftir leikstjórann Baz Luhrmann
verður frumsýnd hér á landi í dag.
Kvikmyndin er byggð á samnefndri
skáldsögu F. Scott Fitzgerald.
Sögusviðið er Bandaríkin árið 1922
og segir af auðmanninum Jay
Gatsby og kynnum hans af sölu-
manni og fyrrverandi hermanni,
Nick Carraway. Gatsby heldur
íburðarmiklar veislur í glæsilegu
óðalssetri sínu á Long Island en
lætur afar lítið fyrir sér fara.
Gatsby og Carraway verður vel til
vina en óveðursskýin hrannast upp.
Í aðalhlutverkum eru Leonardo Di-
Caprio, Carey Mulligan, Tobey Ma-
guire, Joel Edgerton og Isla Fisher.
Metacritic: 55/100
Mikill Leonardo DiCaprio og Carey Mulligan í The Great Gatsby.
DiCaprio leikur Gatsby
Bíófrumsýning
Bandaríski tón- og myndlistarmað-
urinn Daniel Higgs kemur fram á
tónleikum á Faktorý í kvöld auk
hljómsveitarinnar Just Another
Snake Cult. Tónleikarnir hefjast kl.
20 og er frítt inn. Higgs lék með
harðkjarnasveitinni Reptile House
á níunda ára-
tugnum og
stofnaði síðar
rokksveitina
Lungfish. Hann
hefur einnig gef-
ið út eigin tónlist
undir nafninu
Cone of Light,
svo fátt eitt sé
nefnt.
Daniel Higgs á tón-
leikum á Faktorý
Ljóð á ýmsum
tungum er yfir-
skrift hádegis-
tónleika sem
haldnir verða í
dag kl. 12 í Há-
teigskirkju. Á
þeim flytja Auð-
ur Guðjohnsen
messósópran og
Lilja Eggerts-
dóttir píanóleikari valdar ljóða-
perlur á ýmsum tungumálum,
m.a. íslensku og rússnesku, m.a.
vorvísur, vögguljóð og ástar-
söngva. Hádegistónleikar eru
haldnir í kirkjunni annan hvern
föstudag.
Auður og Lilja í
Háteigskirkju
Auður Guðjohnsen