Morgunblaðið - 30.05.2013, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Vill einfalda regluverkið
Innanríkisráðherra segir mikilvægt að einfalda regluverkið um Rib-báta
Enginn afsláttur verði gefinn af öryggi Finni hinn gullna meðalveg
„Það er algjört lykilatriði að einfalda reglu-
verkið í kringum þetta og tryggja að þetta sé
aðgengilegra og auðveldara fyrir rekstrar-
aðila,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir inn-
anríkisráðherra, spurð um afstöðu sína til
reglugerðar um svokallaða Rib-báta. Fyrir
skömmu staðfesti innanríkisráðuneytið ákvörð-
un Siglingastofnunar um auknar öryggiskröfur
á hendur þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem
notast við Rib-báta, en um er að ræða harð-
botna slöngubáta. Rekstraraðilar bátanna hafa
kvartað yfir því að þetta mál hafi valdið þeim
miklu tjóni.
Að sögn Hönnu Birnu er alveg einboðið að
endurskoða verði þessar reglur og taka það til
skoðunar hvernig hægt sé að samræma það að
öryggi sé tryggt og fyrirtækin rekstrarhæf.
„Það er auðvitað líka mjög snúið fyrir okkur að
gefa einhvern afslátt af því sem eru taldir mjög
mikilvægir öryggishagsmunir,“ segir Hanna
Birna og bætir við að endurskoða verði reglu-
verkið og að vinnu við þá endurskoðun verði
hraðað.
Hanna Birna leggur áherslu á að í þessu máli
eins og svo mörgum öðrum sé mikilvægt að
finna hinn gullna meðalveg. „Það er alveg ljóst
að það er rétt sem rekstraraðilar benda á, sér-
staklega í þessu umhverfi, að regluverkið í
kringum þessi fyrirtæki og þennan rekstur er
of flókið, of umfangsmikið og það getur verið að
þegar menn fara yfir það, þá sjái þeir að það
séu líka gerðar of miklar kröfur. Við verðum að
skoða það án þess þó að gefa afslátt af því
þannig að öryggi sé með einhverjum hætti ógn-
að,“ segir Hanna Birna.
„Það er algjört lykilatriði
að einfalda regluverkið
í kringum þetta.“
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Fyrrverandi stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna
(LÍN) afgreiddi nýjar úthlutunarreglur áður en hún lauk
störfum. Þetta staðfesti Guðrún Ragnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri LÍN, við Morgunblaðið. Reglurnar voru
afgreiddar til þáverandi menntamálaráðherra á síðasta
stjórnarfundi fráfarandi stjórnar þann 19. apríl síðastlið-
inn. Það kemur því í hlut nýs menntamálaráðherra, Illuga
Gunnarssonar, að afgreiða málið endanlega.
Ekki tilbúin að nefna krónuhækkun
Guðrún er ekki tilbúin til að nefna krónu- eða prósentu-
hækkanir sem felast í reglunum, en játar því að fram-
færslulán hækki eitthvað og sömuleiðis sé til skoðunar að
hækka frítekjumark. „Það sem ákveðið var fyrir ári síðan
var að reyna að tryggja ákveðna verðlagshækkun á fram-
færslu frá einu ári til annars og því voru menn að vinna út
frá í þessum tillögum. Síðan voru fulltrúar námsmanna
með ákveðnar hugmyndir um að fá
hækkun á frítekjumarkið og það var
vilji til þess að skoða það, en síðast
þegar ég vissi var ekki búið að ganga
úr skugga um að fjárlagaheimild væri
fyrir því,“ segir Guðrún og tók fram að
óábyrgt væri að nefna tölur í þessu
sambandi þar sem reglurnar væru
ekki endanlega staðfestar. Guðrún
segir að hækkun framfærslu í fyrra
hafi tekið mið af verðbólgu fyrra árs,
nú sé horft til þess að hækka fram-
færslu til móts við verðbólgu ársins 2012. Það sé útgangs-
punkturinn í úthlutunarreglunum. Segist hún vel skilja
fulltrúa námsmanna sem vilji hækka frítekjumark enda
hafi laun hækkað undanfarin ár á meðan frítekjumark
hafi haldist óbreytt. Guðrún segist ekki vita til þess að ný
stjórn LÍN hafi verið skipuð en gerir ráð fyrir að nýja
stjórnin muni vilja kynna sér tillögur fyrrverandi stjórn-
ar, afgreiða reglurnar og leggja í hendur nýs ráðherra.
Hækkuðu lán og hættu
Stjórn LÍN samþykkti hækkun námslána rétt áður en hún
lauk störfum Ákvörðun nú í höndum menntamálaráðherra
Guðrún
Ragnarsdóttir
Króatarnir tutt-
ugu og sjö sem
fluttir voru úr
landi á þriðjudag
eftir að Útlend-
ingastofnun synj-
aði þeim um leyfi
hér á landi fengu
greiddar fimmtíu
evrur, jafnvirði
um átta þúsund
króna, í farareyri vegna ferða innan-
lands í Króatíu á hvern fullorðinn ein-
stakling. Samkvæmt upplýsingum
embættis ríkissaksóknara fengu börn
tuttugu og fimm evrur, jafnvirði um
fjögur þúsund króna, í farareyri.
Heildarkostnaður vegna ferð-
arinnar liggur ekki fyrir en leiga á
farþegaflugvél WOW-Air nam átta
milljónum króna. Útlendingastofnun
greiðir þann kostnað.
Flestir úr hópnum hafa áfrýjað
niðurstöðu Útlendingastofnunar til
innanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið
úrskurðaði hins vegar að Króötunum
skyldi vísað frá landinu á meðan farið
væri yfir kærur þeirra.
Króatar verða frjálsir til ferða og
dvalar hér á landi frá og með 1. júlí
næstkomandi þegar Króatía gerist
aðildarríki Evrópusambandsins.
kjartan@mbl.is
Fimmtíu
evrur í
farareyri
Króatarnir fóru úr
landi í fyrradag.
WOW-vél leigð
fyrir átta milljónir
„Það fóru 7 eða 8 kíló í ferðinni, ég
fann að það héngu utan á mér bux-
urnar,“ segir
Ingólfur Geir
Gissurarson
sem kom til
landsins í gær
eftir að hafa
gengið á Eve-
rest-fjall,
hæsta fjall
heims.
Ingólfur
segir að erfiðið
hafi ekki verið búið þegar komið var á
tindinn því gangan niður sé einnig
erfið. „Bakaleiðin úr grunnbúðum er
tekin á þremur dögum en við fórum
upp í grunnbúðir á níu dögum. Þetta
er stíf ganga en miklu léttara yfir öllu
og maður getur leyft sér að stoppa í
þorpunum og fá sér að borða þegar
maður vill,“ segir Ingólfur. Hann var
alls 59 daga í ferðinni.
Missti 7-8 kíló
á göngunni
Margrét Svavarsdóttir
og Ingólfur Geir.
Þessir fimmtabekkingar í Háteigsskóla voru sposkir á svip er ljósmyndara
bar að garði í gær er nemendur fimmtu bekkja Háteigsskóla buðu aðstand-
endum sínum í heimsókn til að taka þátt í menningarmóti. Menningarmóts-
verkefnið Fljúgandi teppi er hluti af fjölmenningarstarfi Borgarbókasafns
Reykjavíkur og hefur farið á milli skóla í borginni í fimm ár.
Á menningarmótum taka nemendur þátt með því að kynna áhugamál sín
og persónulega menningu. Nemendum í Háteigsskóla tókst vel til og voru
kynningarnar jafn fjölbreyttar og þær voru margar. Krakkarnir komu
með muni að heiman, útbjuggu veggmyndir, sýndu kúnstir með bolta og
léku á hljóðfæri, svo eitthvað sé nefnt.
Sköpun og fjölbreytni í fyrirrúmi hjá nemendum
Morgunblaðið/Rósa Braga
MOJITOBOOST
Á MÁNUDEGI
- af hverju ekki?
Mojitoboost
1 lítið Vanilluskyr.is
1 msk hrásykur
0,5 dl limesafi
1 dl ananassafi
6-8 myntulauf
6-8 ísmolar