Morgunblaðið - 30.05.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.05.2013, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 150. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Anna Kristín fannst látin 2. „Verra en blaut tuska“ 3. Gifta sig eftir 24 ára samband 4. „Ég varð ofsalega hrædd“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Mezzoforte heldur tónleika í Silfurbergi í Hörpu 6. júní nk. í tilefni af því að 30 ár eru nú liðin frá því að lag sveitarinnar „Garden Party“ komst á vinsældalista víða um heim, fyrst íslenskra laga. Morgunblaðið/Guðmundur Rúnar Mezzoforte heldur tónleika í Hörpu  Þjóðminjasafni Íslands verður á morgun afhent fyrsta flíkin sem Eggert Jóhanns- son feldskeri saumaði eftir pöntun en það var lambskinnsjakki sem hann saum- aði árið 1977 fyrir Rannveigu Guð- mundsdóttur sem síðar varð alþing- ismaður og ráðherra. Jakkinn verður varðveittur í safninu. Fyrsti jakki Eggerts í eigu þjóðarinnar  Leikhópurinn CommonNonsense, sem stendur á bak við Grímu- verðlaunasýninguna Tengdó í Borg- arleikhúsinu, mun vinna að nýrri sýn- ingu fyrir leikhúsið á næsta leikári. Sú ber vinnuheitið Dagbók djass- söngvarans og mun leik- konan Kristbjörg Kjeld bætast í hópinn. Verkið verður þróað út frá texta eftir leikarann Val Frey Einarsson, einn liðs- manna CommonNon- sense og annan tveggja leikara Tengdó og verður frumsýnt á vor- mánuðum 2014. Kristbjörg Kjeld með CommonNonsense Á föstudag Suðlæg átt 3-10 m/s. Rigning eða skúrir syðra og vestra, en bjart norðaustantil. Hiti 6-12 stig. Á laugardag Hæg breytileg átt og skúrir í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 10-18 m/s og rigning sunnan- og vestanlands. Heldur hægari vindur og bjartviðri framan af degi nyrðra og eystra. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast norðaustantil. VEÐUR Það reyndi á taugar leik- manna Víkings R. og BÍ/ Bolungarvíkur í gær en bæði lið slógu út 2. deild- arlið í vítaspyrnukeppni í 32-liða úrslitum bik- arkeppni karla í knatt- spyrnu. Tíu leikir fóru fram í gær. Úrvalsdeildarlið ÍBV, ÍA og Fylkis lentu í vandræðum en komust öll áfram, sem og 3. deildarlið Magna frá Grenivík, svo einhver séu nefnd. »2 Dramatík en fátt óvænt í bikarnum Íslenska kvennasveitin vann til gull- verðlauna í 4x200 metra skriðsundi á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í gær. Íslenska sveitin synti á tímanum 8.25,74 mínútum og setti þar með nýtt Íslandsmet og bætti mótsmetið á leikunum. Í sigursveitinni voru þær Eygló Ósk Gústafsdóttir, Inga Elín Cryer, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Jó- hanna Gerða Gúst- afsdóttir. »1 Íslandsmet hjá kvenna- sveitinni í boðsundi Íslensku landsliðin í körfuknattleik léku bæði á Smáþjóðaleikunum í Lúx- emborg í gær. Kvennalandsliðið byrj- aði vel í mótinu og vann Möltu 77:59 þar sem andstæðingarnir áttu engin svör við leik Helenu Sverrisdóttur sem skoraði 28 stig. Karlalandsliðið tapaði hins vegar illa fyrir heima- mönnum, 88:61, en hafði áður unnið stórsigur á San Marínó. »1 og 4. Leikmenn Möltu áttu engin svör gegn Helenu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Hildur Hjörvar hhjorvar@mbl.is „Nemendur finna að það að fara svona fljótt af stað út í samfélagið og æfa íslenskuna eykur sjálfstraustið,“ segir Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir verkefnisstjóri, sem ásamt þeim doktor Guðrúnu Theodórsdóttur lektor og Kolbrúnu Friðriksdóttur aðjúnkt stendur að Íslenskuþorpinu. Íslenskuþorpið er verkefni á vegum Háskóla Íslands. Efnið er kennt í námskeiðum í íslensku sem öðru máli og gengur út á að gera nem- endum kleift að nota íslensku við hversdagslegar aðstæður. Þorpið samanstendur af fyrirtækjum sem bjóða upp á að afgreiða nemendurna á íslensku, en samskiptin undirbúa nemendur í tímum. Mikilvægt að æfa tal frá byrjun „Nýjustu rannsóknir í ann- arsmálsfræðum sýna að málnotkun er forsenda máltileinkunar,“ út- skýrir Guðlaug Stella. „Að tala málið á fyrstu stigum tungumálanámsins er mjög mikilvægt, sérstaklega við raunverulegar aðstæður og það er meðal annars þess vegna sem við fórum út í þetta verkefni.“ Kjarkur til að tala við aðra Íslendinga eykst Verkefnið hefur að sögn Guð- laugar Stellu gengið vonum framar. „Það kom okkur á óvart hvað það skipti fólk rosalega miklu máli að mæta vinsemd og velvilja.“ Þorbjörg Karlsdóttir bókasafns- fræðingur á Borgarbókasafninu tek- ur í sama streng. „Þetta hefur geng- ið mjög vel, starfsfólkið er reiðubúið að sýna nemendunum þolinmæði og þetta truflar ekki starfsemina,“ en Borgarbókasafnið er eitt af níu þátt- tökufyrirtækjum Íslenskuþorpsins. „Könnun sem við gerðum meðal nemenda sýndi að ánægjuhlutfallið er um 90%,“ segir Guðlaug Stella. Samkvæmt könnuninni telja lang- flestir nemendur sig hafa þjálfast í framburði og tali, aukið orðaforða sinn og sjálfstraustið sömuleiðis. „Nemendur finna að það að fara svona fljótt af stað út í samfélagið og æfa sig eykur sjálfstraustið. Til dæmis sagði einn að það hefði komið sér á óvart hvað Íslendingar skildu mikið af því sem hann sagði, en ann- ar sagðist nú hiklaust nota íslensku í daglegu lífi.“ Fyrirmynd verkefna erlendis „Við erum fyrirmynd þorpa sem verða sett upp í Danmörku og Sví- þjóð innan skamms,“ segir Guðlaug Stella, en skólarnir sem að því standa eru Syddansk Universitet í Óðinsvéum og Interaktiv Institut í Stokkhólmi. Segist hún vona að verkefnið muni teygja anga sína enn víðar á komandi árum. „Viltu tala íslensku við mig?“  Nýstárleg tungumálakennsla slær í gegn Ljósmynd/Íslenskuþorpið Opnun Íslenskuþorpsins Nemendur í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands hönnuðu umhverfi og útlit þorps- ins, þ. á m. merki þess sem sjá má í bakgrunni. „Viltu tala íslensku við mig?“ eru einkennisorð verkefnisins. Ljósmynd/Íslenskuþorpið Á vettvangi Te&Kaffi í Austurstræti er eitt þeirra fyrirtækja sem taka þátt í Íslenskuþorpinu. Hér sést nemandi æfa íslenskuna með kaffibarþjóni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.