Morgunblaðið - 30.05.2013, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2013
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„Í mínum augum lítur það þannig út
en ef þú spyrð bændur þá gætirðu
fengið annað svar,“ svaraði Sauli
Niinistö, forseti Finnlands, þegar
hann var spurður hvort Evrópusam-
bandsaðild landsins hefði komið
landbúnaði þar vel, á sameiginlegum
blaðamannafundi þeirra Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar, forsætis-
ráðherra, eftir fund þeirra í Ráð-
herrabústaðnum í gær.
Finnar gengu í Evrópusam-
bandið á 10. áratug síðustu aldar og
sagði Niinistö að upphaflega hefðu
bændur haft efasemdir um aðildina.
„Síðan komst ég að því sem
fjármálaráðherra að bændurnir
báru meira traust til Brussel en fjár-
málaráðuneytisins. Þeir vildu frekar
að styrkirnir færu í gegnum Brussel
en að gefa ráðuneytinu færi á að
skerða þá!“ sagði forsetinn.
Möguleikar á samvinnu
Sigmundur Davíð sagði að að-
stæður í Finnlandi hefðu verið aðrar
þegar það gekk í ESB en þær sem
eru nú hér á landi. Aðaláherslan í
viðræðum þeirra Niinistö hefði verið
á að Ísland héldi nánum tengslum og
góðum samskiptum við ESB og Evr-
ópulönd sama hvað aðildarumsókn-
inni liði.
Leiðtogarnir tveir ræddu auk
þess meðal annars um málefni
norðurslóða, norræna samvinnu,
reynslu Finna af kreppu og mat-
vælaframleiðslu. Um hið síðast-
nefnda sögðust þeir sammála um að
löndin tvö hefðu tækifæri til að flytja
út innlenda framleiðslu til annarra
Evrópuríkja og nýrra markaða í
Austur-Asíu. Þá sáu þeir fyrir sér
samstarf Finna og Íslendinga á sviði
matvælaframleiðslu.
„Í framtíðinni munum við snúa
aftur í svonefnda gamaldags mat-
vælaframleiðslu en einnig um-
hverfisvæna hátækni [í landbúnaði].
Ég held að bæði Ísland og Finnland
hafi góða möguleika á að leggja fram
góðar lausnir þar,“ sagði finnski for-
setinn.
Morgunblaðið/RAX
Heimsókn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Sauli Niinistö, forseti Finnlands.
Telur reynslu land-
búnaðar af ESB góða
Forsetafrúr Jenni Haukio, forsetafrú Finnlands, og Dorrit Moussaieff, for-
setafrú Íslands, með Þórarni Jónassyni í Laxnesi í gær.
Aðaluppdrættir bygginga í Reykja-
vík eru nú aðgengilegir á vefnum.
Um er að ræða 130 þúsund teikn-
ingar.
Þeir sem þurfa teikningar geta
nú farið inn á vefinn teikning-
ar.reykjavik.is í stað þess að sækja
afrit uppdrátta í afgreiðslu bygg-
ingarfulltrúa. Sá möguleiki verður
þó áfram í boði hjá Þjónustuveri
Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12
– 14.
Nýir samþykktir aðaluppdrættir
eru skannaðir og settir inn í kerfið
innan mánaðar frá afgreiðslu bygg-
ingarleyfisumsókna. Þó teikn-
ingasafnið á vefnum nái til flestra
bygginga í Reykjavík eru nokkrar
undantekningar þar á af öryggis-
ástæðum, s.s. sendiráð erlendra
ríkja og byggingar Alþingis. Eig-
endur húsa geta óskað eftir því að
grunnmyndarteikning húsa þeirra
sé fjarlægð úr gagnagrunninum.
Ráðhús Reykjavíkur við Tjörnina.
Teikningar af húsum
í Reykjavík á vefinn
Franska skútan
Étoile verður
heiðursgestur á
Hátíð hafsins í
Reykjavík um
helgina. Hún
mun hafa viðdvöl
í Reykjavík 30.
maí til 2. júní.
Skútan mun
heimsækja þrjá
staði þar sem
reistir hafa verið franskir spítalar:
Vestmannaeyjar, Reykjavík og
Fáskrúðsfjörð.
Hápunktur heimsóknarinnar er
þátttakan í Hátíð hafsins og sjó-
mannadeginum, 1. og 2. júní, en í ár
verður haldið upp á sjómannadag-
inn í 75. skipti.
Frönsk skúta
á Hátíð hafsins
Étoile í Vest-
mannaeyjahöfn.
Ársfundur UNICEF á Íslandi fer
fram í dag í fundarsal Þjóðminja-
safns Íslands og hefst klukkan 10.
Á fundinum mun Stefán Ingi
Stefánsson, framkvæmdastjóri
UNICEF á Íslandi, kynna niður-
stöður ársins 2012 í starfi lands-
nefndarinnar. Svanhildur Konráðs-
dóttir, stjórnarformaður, segir frá
ferð sinni til Síerra Leóne og
skýrslan State of the World’s Child-
ren 2013 verður kynnt. Fundurinn
er opinn.
Ársfundur UNICEF
haldinn í dag
STUTT
Árin segja sitt1979-2013
BISTRO
Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is
Lauga-ás special
Lambalæri bearnaise
Gratíneraður fiskur
Lauga-ás special
Lambalæri bearnaise
Gratíneraður fiskur
Sumarið er komið í
Álafoss
ÁLAFOSS
Álafossvegur 23, Mosfellsbær
Opið: Mánud. - Föstud. 09:00 - 18:00
Laugard. 09:00 - 16:00
www.alafoss.is