Morgunblaðið - 30.05.2013, Page 42

Morgunblaðið - 30.05.2013, Page 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2013 Langtímaleiga www.avis.is 52.100 kr. á mánuði og allt innifalið nema bensín!* Hafðu endilega samband við okkur í síma 591 4000 eða kíktu á avis.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. *Hyundai l10, árgerð 2011, í 36 mánaða leigu. Komdu í langtímaleigu Avisog láttu dæmið ganga upp! idex.is - sími 412 1700 framl.- sölu- og þjónustuaðili Schüco á Íslandi - merkt framleiðsla • Íslensk framleiðsla, framleitt af Idex álgluggum ehf. • Hágæða álprófílkerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga ÁLGLUGGAR - þegar gæðin skipta máli www.schueco.is Söngkonan Janis Carol Walker, sem kallaði sig áður Janis Carol, heldur tónleika á Café Rosenberg á laugardaginn, 1. júní kl. 21, ásamt hljómsveit. Janis muna eflaust margir Íslendingar eftir því hún var nokkuð þekkt söngkona hér á landi á árunum 1965-1976, söng þá með þekktum djasstónlistarmönn- um á borð við Guðmund Stein- grímsson og popphljómsveitum. Janis flutti til Svíþjóðar, tók þar þátt í söngvakeppni í Stokkhólmi árið 1976 með íslensku hljómsveit- inni Lava og flutti svo tveimur ár- um síðar til Lundúna þar sem hún breytti nafni sínu í Carol Nielsson. Í Lundúnum fór hún með aðalhlut- verk í mörgum söngleikjum And- rews Lloyd Webber, m.a. Cats og Jesus Christ Superstar og flutti til Seattle í Bandaríkjunum árið 2004. Janis er nýflutt aftur til Reykja- víkur en hún hætti að syngja í ein 19 ár sökum astma. Hún tók hins vegar aftur að stunda sönglist og hefur sungið hefðbundna djass- tónlist sl. tvö ár, innblásin af tveim- ur þekktum og margverðlaunuðum djassistum í Seattle, Overton Berry og Clarence Acox. Hún gaf út hljómplötu í Bandaríkjunum fyrir nokkrum mánuðum sem þeir leika m.a. á. Hljómsveit Janis á tónleik- unum á Café Rosenberg skipa þeir Kjartan Valdemarsson á píanó, Sig- urður Flosason á saxófón, Gunnar Hrafnsson á bassa og Einar Schev- ing á trommur. Á efnisskránni verður ástríðufull og sveiflukennd djasstónlist, lög eftir höfunda á borð við Duke Ellington, Cole Por- ter og George Gershwin. Frekari upplýsingar má finna á carolniels- son.com. helgisnaer@mbl.is Endurkoma Janis Carol syngur á tónleikum á laugardaginn. Janis Carol snýr aftur með djassi  Syngur standarda á Café Rosenberg Morgunblaðið/Sigurgeir S. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Þetta er alveg ótrúleg tilfinning, sérstaklega af því að þetta eru verð- laun fyrir alla hönnun,“ segir graf- íski hönnuðurinn Hjalti Karlsson, spurður hvernig tilfinning það sé að hljóta hin virtu sænsku hönnunar- verðlaun Torsten och Wanja Söder- berg í ár. Í gær var kunngert að Hjalti hlyti verðlaunin en þau verða afhent í Gautaborg 4. nóvember og sama dag opnuð sýning með verkum Hjalta í Röhsska-safninu þar í borg. „Prófnefndin bað um að fá að hitta mig og ég bjóst alls ekki við að vinna þetta, datt það ekki í hug. Þetta kom rosa mikið á óvart þegar þau hringdu og sögðu að ég hefði unnið þetta. Þetta er enn að síast inn, ég er ekki alveg búinn að ná þessu og augljóslega rosalega ánægður með þetta,“ segir Hjalti um verðlaunin en þau eru veitt ár- lega norrænum hönnuði sem þykir hafa skarað fram úr í störfum sínum og talin ein þau virtustu sinnar teg- undar í heiminum. Hjalti er þriðji Íslendingurinn sem hlýtur verðlaun- in en þeir fyrri eru Steinunn Sigurð- ardóttir fatahönnuður og Sigurður Gústafsson húsgagnahönnuður. Stórfyrirtæki í viðskiptum Hjalti býr og starfar í New York og hefur þar rekið hönnunarstofuna Karlsson & Wilker frá árinu 2000 með Þjóðverjanum Jan Wilker. Við- skiptavinir Karlsson & Wilker í gegnum tíðina hafa m.a. verið fyr- irtækin Puma, Nike og Diesel, nú- tímalistasafnið MoMA, plötufyr- irtækið Capitol Records, dagblaðið New York Times og Rockefeller Foundation, svo fáein séu nefnd. Spurður hvort hann haldi að verð- launin hafi mikla þýðingu fyrir hann, upp á framtíðina að gera, seg- ist Hjalti halda það. „Það er frábært að fá svona viðurkenningu, alveg meiriháttar, þannig að ég hugsa að þetta komi örugglega til með að hjálpa okkur einhvern veginn,“ seg- ir hann. Hvað sýninguna í Röhsska varðar segist Hjalti ætla að reyna að vinna sérstakt verkefni fyrir hana, í stað þess að sýna gömul verk. Í verðlaunafé hlýtur Hjalti eina milljón sænskra króna, jafnvirði um 18,5 milljóna íslenskra króna. Spurður að því í hvað hann ætli að nýta verðlaunaféð segir Hjalti að líklega muni hann deila því með fé- laga sínum Wilker og hugsanlega láta það renna inn í fyrirtækið. „Öll verkefnin sem við gerum eru 50/50 þannig að þetta er ekki bara ég,“ bendir Hjalti á. Adobe og Gus Gus – Eruð þið með einhver stór verk- efni í vinnslu núna á stofunni? „Við erum að vinna tvö verkefni með hugbúnaðarfyrirtækinu Adobe og svo erum við alltaf með einhverja geisladiska og minni verkefni,“ svarar Hjalti og nefnir sem dæmi að framundan sé verkefni fyrir hljóm- sveitina GusGus. „Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi hennar og er mjög spenntur fyrir því,“ segir Hjalti og getur þess að lokum að til standi að opna litla Karlsson & Wilker-stofu í Reykjavík, seinni hluta þessa árs. Sá þriðji Hjalti Karlsson er þriðji íslenski hönnuðurinn sem hlýtur ein virt- ustu hönnunarverðlaun heims, Torsten och Wanja Söderberg-verðlaunin. „Enn að síast inn“  Grafíski hönnuðurinn Hjalti Karlsson hlýtur sænsku Torsten och Wanja Söderberg-hönnunarverðlaunin í ár Tíminn Hönnun Hjalta og Wilker fyrir tímaritið Time árið 2008 vakti þónokkra athygli. Tölublaðið kom út í lok árs og í því var farið yfir það markverðasta sem gerðist á árinu. Dæmi um hönnun Karlsson & Wil- ker má finna á vef stofunnar, karlssonwilker.com.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.