Monitor - 16.05.2013, Qupperneq 7
7FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2013 Monitor
HLUTIR
sem verða pottþétt
í Eurovision
1 BERFÆTTAR KONUR. Eftirað Loreen upphafði alsælt
náttúrubarnið með sigri sínum
í fyrra var alveg ljóst að ýmis
Evrópulönd myndu vippa fram
tánum.
2 FATASKIPTI Á SVIÐINU.Hvernig væri að í staðinn
fyrir að rífa sig úr fötunum
tæki einhver flytjandinn það á
sig að klæða sig alltaf í fleiri og
fleiri föt eftir því sem líður á og
endaði í kraftgalla?
3 ÁSTARJÁTNINGAR.Keppendur í Eurovision
2013 elska áhorfendur, elska
kynnana, elska Svíþjóð og
umframt allt elska þeir Evrópu.
Horfnir eru dagarnir þar sem
maður sendi mömmu kveðju í
gegnum ljósvakamiðla.
4 EUROVISION-HÆKKUNIN.Hún er yfirleitt í sirka
öðru hverju lagi og er ætlað
að rífa upp stemninguna. Það
tekst stundum.
5 AÐDÁENDUR Í HVÍTUMFÖTUM. Af einhverjum
ástæðum tekst myndavélunum
alltaf að finna að minnsta kosti
tvo mjög æsta Eurovision-nörda
klædda í hvítt og flaggandi
flennistórum fánum. Ætli þetta
séu alltaf sömu gæjarnir?
6 TACK SÅ MYCKET. Þú ertekki í Eurovision ef þú
kannt ekki að þakka fyrir þig á
móðurmáli heimamanna.
7 GLEÐITÁR. Einhverpoppdívan, karlkyns eða
kvenkyns, mun bara ekki skilja
hvað það gengur vel þegar 12
stigin góðu hrúgast inn.
8 LAG UM FRIÐ. Það kemuryfirleitt frá Ísrael.
9 ÞJÓÐARSTOLT. Þjóðlegirdansar, búningar og
söngvar eru staðlað fyrirbæri
enda þykir Eurovision frábær
landkynning. Hvern langaði
ekki til Rússlands eftir að hafa
séð ömmurnar í fyrra?
10AUSTUR-EVRÓPUFRÆNDSKAPUR. Við
munum bölva honum allt fram
í rauðan dauðann. „Helvítis
klíkuskapur“ hreytum við út
úr okkur og gefum Dönum tólf
stig og ást okkar allra.
10
Monitor er svo heppinn að
eiga sannkallaðan Euro-hauk
í horni, hann Hauk Johnson,
sem mun fylgjast grannt með
gangi mála í Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva
Þá er hin árlega, vikulanga raðfullnæging Eurovision-nörda
hafin og hún er hvergi kraftmeiri en akkúrat hér í Malmö.
ðum hversu mikil upplifun
vera hér en mætti kannski
marfrí í Strumpalandi fyrir
ti. Til að gefa smá innsýn
ðburði fyrsta sólarhringsins
drífa sig beint í höllina til
neralprufuna. Þá fær maður
í aðeins meiri ró en í beinni
u og maður nær jafnvel að
r alveg fremst til að fá betra
horn. Því næst var brunað í
ingarpartí ísraelsku sendi-
ndarinnar þar sem maður
ddi sér á hummus og alls
nar kosher-mat og kannski
rgum saklauss fólks, á
meðan ísraelski fulltrúinn
öng Hallelujah uppi á sviði.
n þrátt fyrir að þarna væru
argir af flytjendum ársins
komnir saman til að troða upp tók alvöruveislan ekki við fyrr
en komið var á Eurofan Café, þar sem stærsta Eurovision-
pöbbkviss sögunnar fór fram. Yfir 140 lið tóku þátt en þegar
nördar á þessu stigi safnast saman er ekki auðvelt að finna
sigurvegara þar sem allir virðast vita allt. Og Eurovision-
kræsingarnar héldu áfram að dælast inn, eins og rjómabollur
á færibandi beint upp í munn á mér. Áður en yfir lauk hafði
maður séð Riverdance, heyrt íslensk og erlend Eurovision-lög
og meðal annars hlýtt á hinar fornfrægu Bobbysocks. Hera
Björk átti að vera þar en forfallaðist en þar var einnig Linda
Martin sem allir muna að sjálfsögðu eftir frá 1992, þegar hún
vann fyrir Írland með laginu Why Me eftir Johnny Logan.
Linda sló reyndar algjörlega í gegn, orðin 66 ára, í djörfum
glimmerkjól og tók hún meðal annars hittarann Ooh Ahh
Just a Little Bit með stuðningi léttklæddra ungra karldansara
við gríðarlegan fögnuð áhorfenda.
Ég staldraði aðeins við, hugsaði með mér að það væri
örugglega fátt skemmtilegra og þakklátara en að vera gömul
kona sem hefur unnið Eurovision. Við erum eins og mafían
– þegar þú ert kominn inn þá kemstu ekki út og við sjáum
alltaf um þig. Svo varð ég svolítið leiður því það er mjög
óraunhæft að ég verði nokkurn tímann gömul kona sem
hefur unnið Eurovision. En lífið hérna megin er líka gott
og heldur áfram og í staðinn get ég hlakkað til að hjálpa
Ruslönu að pumpa upp sitt egó þegar hún er orðin gömul
og ferill hennar er á enda. Árið 1982 neitaði franska ríkis-
sjónvarpið að sýna Eurovision og sagði dagskrárstjórinn að
Eurovision væri vitnisburður um sturlun (e. monument to
insanity). Hann hefur kannski haft eitthvað fyrir sér.
Haukur Johnson
Auðvitað
er þetta
sturlun
FIMM
SIGURSTRANGLEG
Emmelie de Forest
Only Teardrops
Lagið hefur þann sérstaka
eiginleika að grípa mann strax
og er það mikilvægur eiginleiki.
Söngkonan hefur sérstaka og góða
rödd og það er nokkuð augljóst
hvert tólfan frá Íslandi fer í ár.
Cascada Glorious
Þetta lag tel ég líklegt til
sigurs því það er grípandi.
Lagið er frekar líkt Euphoria en ég
held að öllum sé nokkuð sama.
Robin Stjernberg You
Lagið er ekki beint í
uppáhaldi hjá mér en ég
held að það muni gera það gott. En
ég er hræddur um að hann gæti
látið falsettuna yfirbuga sig og
gefið okkur falskan flutning.
Valentina Monetta
Crisalide (Vola)
Valentina er mætt aftur
með mun betri tilraun en í fyrra.
Ítölsk ballaða með grípandi laglínu
sungin af góðri söngkonu er
fullkomin uppskrift að árangri en þó
er ég nokkuð viss um að hún vinni
ekki heldur lendi mjög ofarlega.
Margaret Berger I Feed
You My Love
Persónulega finnst mér
lagið leiðinlegt en margir virðast
vera ósammála. Það helsta sem
mér líkar ekki við lagið er hversu
viðvaningslegur textinn og fram-
burðurinn er og hversu hart lagið er
í útsetningu. Þótt mér líki ekki við
lagið þá er það mjög grípandi enda
er því spáð velgengni.
Hvert er þitt uppáhaldslag í keppninni í ár og af
hverju? Mitt uppáhaldslag verður að vera Danmörk og
ég er nokkuð viss um að ég sé ekki einn um það. Það
er ólíkt öllum öðrum lögum í keppninni, það hefur
einstakan hljóm og ég bara hreinlega vona að það
vinni.
Hvað er versta lagið í ár og af hverju? Lag Lettlands
get ég án alls efa sagt að sé klósettpása keppninnar í
ár. Lagið er ekki áheyrnarhæft og ég hef algjörlega gef-
ist upp á að hlusta á það. Söngvarar hljómsveitarinnar
eru falskari en heyrnarlausir hrafnar og meðlimir
hennar kunna bara einfaldlega ekki að rappa. Ég vil
einnig segja að sviðsframkoma þeirra er alls ekki
ásættanleg og varðandi búningana finnst mér að þeir
hefðu átt að fá skriflegt leyfi frá Páli Óskari, því aðeins
hann getur ákveðið hvort einhver annar en hann geti
púllað glimmer-gallann.
Hvaða lag mun koma á óvart í ár og af hverju?
Keppnin í ár er ekki auðveldlega lesin og ég held að
mikið muni koma á óvart en ég er ekki viss um hvað
það verður, eitthvað verður það þó.
Hvar lendir Ísland og af hverju? Ég spái því að Ísland
komist áfram í undankeppninni og muni lenda í 10.-
20. sæti. Lagið á nokkuð góðan séns þar sem það er
vel samið og Eyþór alveg fjandi góður söngvari, það fer
eiginlega bara eftir tónlistarsmekk Evrópubúa.
Eftirminnilegasta atriðið í Euro frá upphafi? Það fer
allt eftir hverri og einni manneskju. Eftirminnilegasta
atriðið er ákveðið af áhorfandanum og þau eru svo
mörg sem gætu komið til greina. En margir vilja halda
að það sé dúóið HaBatlanim með Shir Habatlanim,
lagið sem Íslendingar þekkja sem Húbba Húlle-lagið,
frá Ísrael árið 1987.
Flottasti íslenski búningurinn frá upphafi? Ég verð að
segja að íslensku búningarnir hafa allir annað hvort
verið alveg ótrúlega hallærislegir eða alltof látlausir.
Þau Gréta og Jónsi voru þó mjög nett í fyrra.
Hvað þarf gott Eurovision-partí að hafa? Góðan mat
sem hægt er að borða fyrir framan sjónvarp, nammi,
snakk, gos og þess háttar góðgæti og auðvitað góðan
félagsskap.
Palli gefur glimmer-
galla-leyfi
TORFI TÓMASSON
Fyrstu sex: 311098.
Eurovision er: Frábær skemmtun.