Monitor - 16.05.2013, Side 8
Í hvaða sæti myndir þú setja þennan titil á fótbolt-
aafrekalistanum þínum? Þetta er minn fyrsti titill í
meistaraflokki þannig þetta er klárlega númer eitt.
Hvernig fagnaðir þú titlinum með félögum þínum?
Menn drukku nokkra kalda og skelltu sér svo niður í
miðbæ Alkmaar og þar var grjóthörð stemning.
Hvað hefur skilað þér á þann stað sem þú ert á í
dag? Mikill metnaður og svo að sjálfsögðu aukaæf-
ingarnar sem maður hefur gert í gegnum tíðina.
Er stefnan sett ennþá hærra? Já, að sjálfsögðu er hún sett
hærra. Ég vil komast í stærri deild og stærra lið einn daginn
og vonandi rætast þeir draumar.
Hvað tekur við í sumar? Bara slaka á með fjölskyldu og
vinum svo kannski kíkir maður á heimavöll Rúriks og Arons
um helgar sem að sjálfsögðu er B5.
Lumar þú á einhverjum skilaboðum til yngri knattspyrnu-
iðkenda sem dreymir um að verða atvinnumenn í knatt-
spyrnu? Þið skuluð reyna að taka mikið af aukaæfingum og
hafa gaman af þessu, ég held að það sé aðalmálið.
8 MONITOR FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013
Það er alltaf yndislegt þegar Íslendingar láta að sér kveða á
erlendri grundu. Við fögnum því þegar íslenskt lag heyrist í
útlöndum, þegar Íslendingur gerir Hollywood-mynd eða þegar
landsliðin okkar ná langt á stórmótum. Heimur knatt-
spyrnunnar er ansi stór en samt eigum við marga fulltrúa
sem eru að gera það gott á fótboltavellinum. Kvennalandsliðið
er eitt það besta í heimi og margar þeirra leika með liðum í
Evrópu og verður gaman að sjá hvernig þeim mun reiða af
í sínum deildum. Nýlega hafa þó margir piltar gert það gott
með sínum félagsliðum og gerðust nokkrir þeirra svo
almennilegir að spjalla við blaðamann Monitor.
Íslendingar eiga fjöldann allan
af hæfileikaríkum íþróttamönn-
um sem hafa gert það gott í
útlöndum og í vor eigum við
þónokkra fulltrúa sem lyftu titli
með félagsliðum sínum í Evrópu.
Íslenskir bikarlyftingam
Í hvaða sæti myndir
þú setja þennan titil á
fótboltaafrekalistanum
þínum? Þessi bikar-
meistaratitill fer í fyrsta
sætið hjá mér. Ég vann
hollenska bikarinn með
SC Heerenveen árið 2009.
Þrátt fyrir að hafa setið á
bekknum í úrslitaleikn-
um þá spilaði ég mikið
það ár og fannst ég því
eiga helling í þeim titli. En það er alltaf aðeins skemmtilegra
þegar þú spilar sjálfan úrslitaleikinn og vinnur hann þannig að
þessi fer á toppinn.
Hvernig fagnaðir þú titlinum með félögum þínum?
Eftir gífurleg fagnaðarlæti á vellinum sjálfum, tók við þriggja
tíma rútuferð heim til Esbjerg. Augljóslega var aldrei dauður
punktur í þessari rútuferð og menn að fá sér einn, tvo, þrjá.
Þegar heim var komið var haldið beinustu leið niður í miðbæ
þar sem við fögnuðum með kærustum, konum og stuðnings-
mönnum fram til morguns.
Hvert var klefalagið hjá liðinu? Það er mjög misjafnt eftir því
hver er DJ. Ef það er finnski landsliðsmarkmaðurinn okkar þá er
mikill sumarfílingur í gangi. Svo erum við með einn frá Ghana
sem er rosalega trúaður og hlustar bara á trúartónlist sem
enginn vill heyra. Hann er mjög lúmskur í því að koma sínu á
framfæri. Fær sennilega hjálp að ofan.
Hvað hefur skilað þér á þann stað sem þú ert á í dag? Ég hef
fórnað mjög miklu til þess að vera þar sem ég er. Ég flutti frá
fjölskyldu og vinum þegar ég var 15 ára gamall til þess að alast
upp við hollenskan knattspyrnustíl, þann stíl hef ég síðan tekið
með mér til Danmerkur og mun taka með mér þangað til ferlin-
um lýkur. Í þau skipti þar sem ég hef kynnst mótlæti, þegar ég
hef meiðst og annað, þá hef ég reynt að vera jákvæður og unnið
að því að koma sterkari til baka í hvert einasta skipti og haft trú
á sjálfum mér. Allt þetta hefur skilað sér í þann persónuleika
sem ég hef utan vallar og þá hæfileika sem ég hef innan vallar.
Er stefnan sett ennþá hærra? Stefnan er alltaf sett hærra. Nú
eru tveir titlar komnir í hús, en ég þekki ekki orðið saddur í
fótbolta. Nú byrja ég að setja stefnuna á næsta titil, hvar sem
það verður. Vonandi í einni af stærstu deildum Evrópu.
Hvað tekur við í sumar? Ég er að útskrifast sem stúdent. Búinn
að taka einn og einn áfanga í gegnum tíðina og þá er tilvalið að
henda í eitt sjóðheitt útskriftarpartí í tilefni af því.
Einnig er mikilvægur landsleikur við Slóvena í byrjun júní sem
ég set stefnuna á að taka þátt í. HM-draumurinn lifir og við
ætlum að halda honum lifandi með sigri á Slóvenum heima.
Sjóðheitt
útskriftar-
partí í
sumar
ARNÓR SMÁRASON
Fyrstu sex: 070988.
Félagslið: Esbjerg FB í Danaveldi.
Landsleikjafjöldi: 16 landsleikir og 2
landsliðsmörk.
Uppáhaldsknattspyrnumaður: Steven
Gerrard hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi,
hann hefur átt frábæran feril. Upp á síðkastið hef
ég gert það að vana mínum að horfa á klippur með Dennis
Bergkamp fyrir leiki. Þvílíkur leikmaður sem það var.
Fótboltaskótegund: Nike CTR360 Maestri 3.
Í hvaða sæti myndir þú setja þennan titil á fótboltaafreka-
listanum þínum? Þetta er stærsta afrek sem ég hef verið
hluti af. Í fyrra tapaði ég í úrslitaleik Carling Cup á Wembley
og þó að það hafi auðvitað verið skemmtileg upplifun þá
hefur það alltaf verið draumur minn að spila í úrvalsdeild-
inni á Englandi svo þessi titill fer í fyrsta sætið.
Hvernig fagnaðir þú titlinum með félögum þínum? Ég
fagnaði vel með strákunum inni í klefa. Svo hringdi ég í
mömmu gömlu til að heyra hversu stolt hún væri af litla
stráknum sínum. Síðan héldum við allir í bæinn með kon-
um og öllu starfsliðinu þar sem við fögnuðum til morguns.
Hvað hefur skilað þér á þann stað sem þú ert á í dag?
Dugnaður meira en allt. É
hef verið svakalega
duglegur að vinna í
mínum veikleikum
og bætt mig svakalega
mikið þó ég segi sjálfur
frá. Svo spilar aginn inn
í þetta líka. Menn þurfa
að hafa aga í þessum
harða heimi, það er bara
þannig.
Er stefnan sett ennþá
hærra? Ég er búinn að
ná markmiðinu sem
ég setti mér þegar ég
kom til Englands svo
núna set ég mér annað
markmið. Ég er ekki búinn
að setja mér það ennþá en
stefnan er alltaf hærra þv
maður getur alltaf bætt si
nema ef maður heitir Mes
JÓHANN BERG
GUÐMUNDSSON
Fyrstu sex: 271090.
Félagslið: AZ Alkmaar í Hollandi.
Landsleikjafjöldi: 24 leikir.
Uppáhaldsknattspyrnumaður: Cristiano
Ronaldo, eða Big Game Ron eins og hann er kallaður, er minn
uppáhaldsleikmaður. Svo er auðvitað ekki hægt að líta fram hjá Messi
en hann verður að sætta sig við annað sætið á mínum lista.
Fótboltaskótegund: Nike Vapor.
Grjóthörð stemning
í miðbæ Alkmar
ARON EINAR
GUNNARSSON
Fystu sex: 220489.
Félagslið: Cardiff City.
Landsleikir: Ég er ekki alveg með það
á hreinu. Er ég ekki kominn i 35 eða
eitthvað þannig? (innsk. blm: Aron er
kominn með 34 landsleiki)
Uppáhaldsknattspyrnumaður: Makalele var í miklu uppáhaldi
þegar ég var yngri en núna er það Cristiano Ronaldo, mér finnst
gaman að fylgjast með honum. Svo er Rúrik Gíslason svakalega
myndarlegur inni á vellinum svo ég verð að nefna hann líka.
Fótboltaskótegund: Puma Speed, ég þarf á þessum aukahraða að
halda, segja sumir.
g
í
g
si.
Hringdi í mömmu
beint eftir fögnuðinn