Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 16.05.2013, Qupperneq 12

Monitor - 16.05.2013, Qupperneq 12
Þ egar undirritaður settist niður með röppurunum Arnari Frey Frostasyni og Helga Sæmundi Guðmundssyni brann á mér aulabrandari. Í ljósi þess að strákarnir mynda saman hljómsveitina Úlf Úlf og koma frá Sauðárkróki varð ég að spyrja hvort ekki væri viðeigandi að kalla þá „úlfa í sauðargærum“ en um leið gefa til kynna að mér væri ekki fyllilega alvara með spurningunni. Ég uppskar viðeigandi aulahlátur og svarið: „Hvernig getur það verið að við höfum aldrei fengið þessa spurningu áður? Kannski má svo sem kalla okkur það, en helst ekki samt.“ Þegar aulabrandarinn var afgreiddur spjallaði undirritaður við Arnar og Helga um djammið í Færeyjum, íslenskt rapp, dýrslega eðlið í manninum og vinsælasta lag FM957 á síðasta ári, Ég er farinn. Þegar ég hringdi í ykkur í gær varst þú í baði í Færeyjum, Arnar. Hvað voruð þið að gera þar? A Viltu að ég segi þér frá baðinu? Því þetta var rosalega gott bað. En nei, við vorum að spila á þrítugsafmæli Norræna hússins í Þórshöfn ásamt Sísí Ey, færeysku hljómsveitinni Birtu og danska DJ-inum Brynjólfi. Við vorum þarna yfir helgi og þetta var bara stanslaust partí og mikil vinátta á meðal þjóða. H Birta, sem inniheldur meðal annars Janus úr Bloodgroup, var sem sagt aðalnúmerið á þessum tónleikum og meðlimir hennar höfðu bara ákveðið að velja tvær íslenskar hljómsveitir til að spila líka og þau höfðu samband við okkur, sem var mjög skemmtilegt. Mér skilst að þið hafið báðir verið að koma til Færeyja í fyrsta sinn. Hvernig var það? A Það var ógeðslega gaman og Færeyingar eru eiginlega bara alveg eins og Íslendingar að öllu leyti. Hins vegar mega þeir „step up their game“ þegar kemur að því að leggja götur og gera hamborgara. Það er engin regla á gatna- kerfinu, þetta eru allt bara einstefnugötur þvers og kruss yfir einhverja kletta. Að vísu er það kannski bara kúl hvernig þau lifa með náttúrunni á meðan við Íslendingar erum alltaf eins og við séum í SimCity, jöfnum allt við jörðu áður en við byggjum. En Færeyingar eru stórkostlegir og veðrið var miklu betra en ég þorði að gera ráð fyrir. H Já, það var milt og huggulegt. Þetta með hamborgarana sem Arnar kom inn á var aðallega það að þeir nota kjötfars en ekki nautahakk. Þetta var bara eins og svikinn héri í brauði. A Já, svo var einhver bleik sósa á þeim. Ég get ekki einu sinni staðsett bragðið af henni. H Djammið þarna var líka mjög skemmtilegt. Eftir að staðirnir hjá þeim loka þá fer samt enginn heim strax. Annaðhvort hangir fólk bara úti á götu saman í einn eða tvo tíma þar til þeir fara heim eða það fer á svokallað „morgunball“. A Eftirpartí í Færeyjum heita sem sagt „morgunball“, sem er náttúrlega geðveikt. Þið eruð báðir frá Sauðárkróki. Eruð þið æskuvinir af Króknum? H Við urðum vinir þegar við vorum svona 13-14 ára. A Við höfum vitað hvor af öðrum alla ævi en fyrir 13-14 ára aldurinn héngum við ekkert saman af því að það er eitt ár á milli okkar. Einhverra hluta vegna var ég bara með jafnöldrum mínum og Helgi bara með jafnöldrum sínum þangað til hann fattaði að ég væri rappari. Þá tók hann mig eiginlega bara undir sinn verndarvæng. H Þá myndaðist ákveðinn vinahópur, við tveir og Jói vinur okkar sem er í Redd Lights í dag. Þið nefnið báðir íþróttamenn sem æskuátrúnaðargoðin ykkar. Voruð þið íþróttagarpar alveg þar til þið kynntust rappinu? H Ég var í fótbolta þegar ég var mjög ungur en fór svo yfir í körfubolta og stundaði hann þar til ég var 15-16 ára. Eftir það fór allt til fjandans. A Ég æfði fótbolta, körfubolta og golf og var alveg á fullu í því þangað til ég var svona 15-16 ára. Ég flosnaðist einmitt líka bara upp úr því þegar ég fór að djamma og þegar íþróttirnar hættu að snúast um það að hafa gaman af þeim. Við stundum hins vegar alveg báðir líkamsrækt í dag, við erum ekki bara einhverjir rónar. Hvernig komust þið í kynni við rappið? A Mér finnst eiginlega óraunverulegt hvað ég var ungur þegar ég fattaði að rapp væri sú tónlist sem mig langaði helst að hlusta á. Fyrstu minningar mínar um rapp tengjast plötunni Doggystyle með Snoop Dogg sem kom út árið ’93 þegar ég var 5 ára. Ég hef kannski ekki verið 5 ára þegar ég hlustaði á hana, en ég man klárlega eftir að hafa verið að hlusta á hana í 2. bekk. Ég man eftir að hafa verið að hlusta á hana inni í herbergi hjá stóra bróður vinar míns og svo stal ég plötunni (hlær). Og skilaðir þú henni aftur? A Nei, reyndar ekki. Fljótlega fór ég svo að semja mína eigin texta. Fyrst ætlaði ég reyndar bara að þýða enska rapptexta og nota þá. Ég man eftir að hafa ætlað að fara í gegnum textann við Gz and Hustlas með enska orðabók að vopni en það gekk náttúrlega ekki vel. Svo þegar ég heyrði fyrst rapplag á íslensku áttaði ég mig á því að það væri mögulegt að semja á íslensku og fyrsta lagið mitt varð til þegar ég var svona 13 ára. Ég hef aldrei á ævinni verið jafnákafur og áhugasamur um eitthvað af því ég vissi bara að þetta væri það sem mig langaði að gera. Meira en áratug síðar er ég alveg jafnviss. H Þegar ég var lítill hlustaði ég mest á kasettu með sænsku „næntíshljóm- sveitinni“ Ace of Base þangað til stóri bróðir minn tók mig einu sinni á rúnt- inn og leyfði mér að hlusta á Tupac. Upp frá því hefur hann verið minn maður. Þegar ég var 11 ára var ég sem sagt bara heima hjá mér að rappa á ensku um að drepa löggur og eitthvað (hlær). Upp frá því tókuð þið báðir þátt í Rímnaflæði. Helgi, þú vannst árið 2002 og Arnar, þú lentir í 2. sæti árið eftir. Öðluðust þið mikla reynslu af því? H Já, algjörlega. Það var auðvitað virkilega góð reynsla að þora að stíga upp á svið í fyrsta skipti. Þetta var samt líka fyndið, maður vissi í raun svo lítið hvað maður var að gera. Ég var bara einhver lítill gaur frá Sauðárkróki sem var allt í einu mættur í einhverja rappkeppni í Reykjavík. Ég fór meira að segja bara einn, mamma skutlaði mér og félagsmiðstöðin vissi ekki einu sinni að ég 12 MONITOR FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Texti: Einar Lövdahl einar@monitor.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is ARNAR UM HELGA Þrjú orð sem lýsa Helga vel: „Úlfur Úlfur gaurinn“. Það sem ég kann best að meta við hann: Hann er á sömu blaðsíðu og ég þegar kemur að flestu í veröldinni - og þegar hann er það ekki þá er hann sjaldnast „dick about it“. Það fyndnasta sem hann hefur gert: Einu sinni var ég með honum á bar þar sem hann missti og mölbraut tvo stóra bjóra í röð, áður en hann gat fengið sér sopa, því hann „kunni ekki lengur á hendur“, eins og hann orðaði það. Það sem ég öfunda hann mest fyrir: Hann er margfalt betri tónlistarmaður en ég. Það er samt öfund í bland við aðdáun. Það sem pirrar mig við matarsmekkinn hans: Hann nennir alltaf að hafa svo fokking mikið fyrir kvöldmatnum sínum. Of oft sit ég og borða hafragraut eða eitthvað „jafn easy“ og fæ Snap- chat af honum að klæmast við 300 g steik. Það sem pirrar mig við aksturslagið hans: Hann er prýðilegur ökumaður en stundum mætti hann alveg halda í sér fretum. Viðvörun væri allavega næs.

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.