Monitor - 16.05.2013, Síða 13

Monitor - 16.05.2013, Síða 13
hefði tekið þátt og unnið fyrr en nokkrum vikum seinna. A Það var svipað með mig. Ég var bara látinn út einhvers staðar í Breiðholti og vissi ekki neitt. Ég var allt í einu bara mættur upp á svið og þekkti bók- staflega ekki neinn í salnum. Þetta var ógeðslega góð reynsla og auðvitað kúl að lenda til dæmis á palli í einhverju dæmi sem fékk jafnvel umfjöllun í blöðunum og svona. Helgi, mér er sagt að þú hafir hins vegar snúið baki við rappinu tímabundið. Dróst þú hann aftur inn í leikinn, Arnar? A Já, mögulega. H Ég held að það sé alveg hægt að orða það þannig. Ég var í rokkhljómsveit og einni blúshljómsveit og svo þegar við vorum í Fjölbrautaskólanum á Sauð- árkróki þá varð þessi hugmynd til hjá okkur að stofna rapphljómsveit sem væri með lifandi undirspili og þá fór ég og keypti mér „syntheseizer“ og við stofnuðum Bróður Svartúlfs. Bróðir Svartúlfs vann Músíktilraunir árið 2009. Hvað varð til þess að sú sveit hvarf af sjónarsviðinu og Úlfur Úlfur spratt fram? A Þetta voru alls ekki einhver dramatísk endalok hjá Bróður Svartúlfs. Við vorum bara komnir á stað þar sem menn höfðu mismikinn áhuga á því sem við vorum að gera, það gekk illa að semja tónlist og ég held að við höfum allir vitað í hvað stefndi. Líklega hefur aðalástæðan verið sú að okkur Helga lang- aði að gera eitthvað rapptengt en hina langaði að gera eitthvað meira rokk. H Á þeim tímapunkti bjuggum við Arnar saman og við vorum þá þegar farnir að leika okkur aðeins að gera öðruvísi lög bara tveir saman. A Já, það má segja að Úlfur Úlfur hafi byrjað sem hálfgert grínhliðarverkefni sem við fórum síðan smám saman að taka alvarlega. Hljómsveitin Of Monsters and Men vann Tilraunirnar árið á eftir ykkur. Hugsið þið aldrei: „Bara ef Bróðir Svartúlfs hefði haldið áfram, þá værum við að spila í Jay Leno og Saturday Night Live í annarri hverri viku“? Báðir hlæja. A Sko, eitt í sambandi við Bróður Svartúlfs var það að þetta var alls ekki tónlist fyrir hvern sem var. Of Monsters and Men semur tónlist sem er mjög aðgengileg, sem er mjög góður hlutur í mínum augum. Það er hæfileiki að geta gert aðgengilega tónlist sem er frumleg á sama tíma. Ég vil meina að við höfum verið frumlegir en ekkert sérstaklega aðgengilegir. H Við gerðum tónlist sem við erum mjög stoltir af en við vorum kannski ekki beint að hugsa út í það að markaðssetja hana vel. A Einmitt. Engu að síður var það í gegnum allt dæmið með Bróður Svartúlfs sem við föttuðum að þetta væri eitthvað sem við gætum kýlt á. Hún lagði grunninn að því sem við erum að gera í dag. Hvernig finnst ykkur íslenska rappsenan? A Hún er góð en hún er kannski lítil að því leytinu til að það eru ekki mjög margir sem eru að reyna að búa sér til einhvern tónlistarferil úr þessu og mér finnst að fleiri mættu gera það. Á undanförnum árum hefur íslenskt rapp að mínu mati farið upp á eitthvað æðra „level“ og ég held að það sé eiginlega pródúsentunum að þakka. H Já, „sándið“ er alltaf að verða betra og menn eru líka búnir að viðurkenna þetta poppelement innan rappsins. Ég held að um leið og það gerðist hafi rappið orðið aðgengilegra. Þið áttuð aðalslagarann á FM957 í fyrra, Ég er farinn. Munið þið eftir augna- blikinu þar sem þið vissuð að þetta lag myndi ná flugi? H Já, það var þegar Emmsjé Gauti sagði okkur það. A Já, mig minnir að hann hafi verið fyrstur til að segja það svona hreint út. Alveg eins og allt með Bróður Svartúlfs lagði grunninn að því sem við erum að gera í dag, þá breytti þetta lag ansi miklu fyrir okkur sem hljómsveit. Ég geri ráð fyrir að þið séuð báðir með lagið sem hringitón í símanum ykkar og vekjaraklukku. A Einmitt (hlær). Ég elska þetta lag en ég forðast það næstum því að heyra það. H Já, maður var kominn með leiða á því áður en það kom út þannig að þú getur rétt ímyndað þér. Lagið var að finna á frumburði sveitarinnar, breiðskífu sem ber nafnið Föstudagurinn langi, sem þið gáfuð ókeypis á netinu. Hvers vegna gerðuð þið það? A Í fyrsta lagi var það ódýr kostur og í öðru lagi var það ótrúlega góð leið til að ná til sem flestra. Eins og þú segir var þetta frumburðurinn okkar, það vissi þannig séð enginn hver við vorum og okkur langaði bara að sem flestir myndu hlusta á okkur. H Við létum gera 100 eintök af plötunni sem seldust upp á útgáfutónleik- unum. Síðan fannst okkur bara allt í lagi að hafa hana fría á netinu af því upptökuferlið var alls ekki dýrt. Við tókum plötuna alla upp sjálfir í svefnher- berginu heima hjá mér, hljóðblönduðum sjálfir og fengum svo vini okkar í Redd Lights til að „mastera“. Nú eruð þið að byrja að kynna efni af næstu breiðskífu og sendið frá ykkur nýtt tónlistarmyndband í kvöld við lagið Sofðu vel. A Já, þetta er lag sem við unnum í samstarfi við Redd Lights, rétt eins og Ég er farinn. Þrátt fyrir það er annar tónn í þessu. Við erum sem sagt ekki að fara að gera það sama aftur. H Fólk á sem sagt ekki að búast við einhverjum sumarslagara, það er að segja við lögðum ekki upp með það. A Ég held að þetta lag gefi samt mjög góða mynd af því sem við erum að stefna að með næstu plötu. Ég hef aldrei á ævinni verið jafn- ákafur og áhugasamur um eitt- hvað af því ég vissi bara að þetta væri það sem mig langaði að gera. Meira en áratug síðar er ég alveg jafnviss. 13FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 MONITOR HELGI UM ARNAR Þrjú orð sem lýsa Arnari vel: Swole, skegg og FIFA. Það sem ég kann best að meta við hann: Hann er svokallaður „do-er“. Ég er stundum erfiður að vinna með en hann slær mig utanundir. Það þarf að slá mig utanundir. Það fyndnasta sem hann hefur gert: Arnar er mjög góður að „qwoppa“ og getur gert sig tileygðan. Einu sinni vorum við á hóteli í Amsterdam og Arnar „qwoppaði“ tileygður allan hótelganginn. Það var „the funniest shit“. Það sem ég öfunda hann mest fyrir: Að vera „do-er“ og „thinker at the same time“. Ég vil líka geta „qwoppað“. Það sem pirrar mig við matarsmekkinn hans: Ég vil helst ekki tala um það. En það er „dead serious“. Það sem pirrar mig við aksturslagið hans: Það er ekkert að aksturslaginu hans. Hann er sann- kallaður ökuþór. Hann kann samt ekki að keyra sjálfskipta bíla og harðneitar að reyna. Það fer ekki í taugarnar á mér en það er megaskrýtið. Hann ætti að tala við einhvern um það.

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.