Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 16.05.2013, Qupperneq 18

Monitor - 16.05.2013, Qupperneq 18
18 MONITOR FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 Hver er Svavar? Ég er 20 ára strákur sem býr í Fossvoginum. Ég hef æft fót- bolta frá því ég man eftir mér og hef gríðarlega mikinn áhuga á tónlist og tísku. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Ég hef aldrei verið þessi týpa sem fylgir alltaf tískunni. Ég reyni alltaf að finna mér föt sem mér finnst þægilegt að vera í og sem klæða mig vel. Ég er mjög mikið fyrir flotta jakka og þá sérstaklega þá sem eru frekar gamaldags og finnst gaman að gefa gömlum fötum nýtt líf. Þegar ég fer í fín föt finnst mér gaman að leika mér með slaufu-/bindisvalið þegar ég er með til dæmis sokka eða vasaklút í stíl. Mér finnst mjög gaman að eiga flotta skó og hef ég örugglega oftast eytt mánaðarlaunun- um mínum í skókaup. Hvar kaupir þú helst fötin þín? Mér finnst langskemmtilegast að versla í útlöndum og þá sérstaklega í Svíþjóð og Danmörku. Uppáhaldsbúðirnar mínar þar eru WoodWood, H&M, Weekday og Urban Outfitters. Hérna heima eru þær helstu KronKron, 17 og Kormákur og Skjöldur. Hvaða árstími finnst þér skemmtilegastur hvað varðar tísku? Mér finnst skemmtilegast að kaupa mér föt á sumrin því þá getur maður leikið sér meira með liti og föt sem maður myndi aldrei klæðast á veturna. Ég er mjög heitfengur og finnst gaman að geta farið í einhverjar flottar stuttbuxur og hlýraboli. Hver er best klæddi karlmaður í heimi? Það koma aðeins þrír til greina, Pharrell Williams, David Beckham og Johnny Depp. Ég get bara ekki valið á milli þeirra. Áttu þér uppáhaldshönnuð? Nei, enginn sem stendur upp úr í augnablikinu. Uppáhaldstískutrendið þitt þessa dagana? Mér finnst marglitir og mynstraðir sokkar koma sterkir inn. Hvað er ómissandi fyrir stráka að eiga í fataskápnum fyrir sumarið? Flotta hlýraboli, litaðar stuttermaskyrtur og nauðsynlegt að eiga flott sólgleraugu. Er eitthvað skemmtilegt framundan hjá þér í sumar? Ég flyt út til Noregs núna í lok maí og ætla að vinna hjá pabba mínum þar í allt sumar sem smiður. Svo ætla ég að skella mér á Rock Werchter-tónlistarhátíðina í byrjun júlí og sjá þar mjög margar góðar hljómsveitir í góðra vina hópi. Ef þú yrðir að fá þér tattú, hvernig tattú myndir þú fá þér og hvar? Mig langaði alltaf að fá mér tattú frá því að frændi minn fékk sér eitursvalan dreka yfir allt bakið þegar ég var lítill gutti. Ég er nú þegar kominn með tvö tattú á hendina og hef síðan verið með höfuðið í bleyti fyrir nýjum hugmyndum fyrir „half- sleeve“. Þessa vikuna fékk Stíllinn Svavar Cesar Hjaltested í heimsókn en Svavar hefur gríðarlegan áhuga á tónlist og tísku. Að hans mati er sumarið skemmtilegasti árstíminn hvað varðar tísku og telur hann mynstraða og marglita sokka koma sterka inn um þessar mundir. Eyðir oft mánaðar- laununum í skókaup M yn di r/ Ró sa B ra ga SPARI JAKKI - LANGAFI ÁTTI HANN SKYRTA - KORMÁKUR OG SKJÖLDUR SLAUFA - H&M BUXUR - GALLERÍ 17 SKÓR - GALLERÍ 17 HVERSDAGS JAKKI - GALLERÍ 17 BOLUR - WOODWOOD BUXUR - GALLERÍ 17 SKÓR - NIKE TOWN UPPÁHÁLDS SKYRTA - H&M BUXUR - KRONKRON SKÓR - GALLERÍ 17 ÚT Á LÍFIÐ JAKKI - KORMÁKUR OG SKJÖLDUR SKYRTA - H&M BUXUR - WEEKDAY SKÓR - FOOTLOCKER

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.