Monitor - 16.05.2013, Síða 22

Monitor - 16.05.2013, Síða 22
Tölvuhangs á kvöldin Líkaminn hefur sína eigin líffræði- legu klukku sem sveiflast á um það bil 24 klst. fresti. Rannsóknir benda til að við höldum þessum hring nokkuð fullkomlega ef það eru engin ytri áhrif svo sem breyting á lýsingu eða hitastigi, og sömuleiðis að það sé hægt að hafa áhrif á þennan hring með ytra áreiti. Til dæmis að halda fólki lengur vakandi með því að hafa meiri birtu. Tölvuskjárinn er dæmi um slíka birtu. Tölvuskjáir voru hannaðir til að herma eftir dagsbirtu, það er sniðugt þegar við vinnum á daginn en verra þegar erum að hangsa í tölvunni um kvöldið. F.lux er sniðugt forrit sem breytir lýsingunni á skjánum út frá birtunni hjá þér. Það þýðir að yfir miðjan daginn er hann blár og bjartur en seinna á kvöldin verður hann rauðari og mýkri. Það þýðir að þú getur horft á þáttinn þinn áður en þú ferð að sofa án þess að vera stjarfur í augunum yfir þessum bláa bjarta bjarma seint á kvöldin og svo ekki ná að sofna. Bergur er fyrrverandi frjálsíþróttakappi og starfar sem ÍAK einkaþjálfari hjá Reebok Fitness. Kynntu þér málið nánar á www. facebook.com/baeting BÆTINGARÁÐ BERGS Eyþór Ingi - Ég á líf Lagði ég af stað í það langa ferðalag ég áfram gekk í villu eirðarlaus Hugsaði ekki um neitt, ekki fram á næsta dag Einveru og friðsemdina kaus Ég á líf, ég á líf yfir erfiðleika svíf Ég á líf, ég á líf vegna þín Þegar móti mér blæs yfir fjöllin há ég klíf Ég á líf, ég á líf, ég á líf ------------------------------------------- I left it a long journey I walked forward error restless Was not thinking about anything, not until the next day Solitude and serenity chose I have a life, I have a life the difficulties drift I have a life, I’m alive because of you When I receive blows Mountain high I climb I have a life, I’m living, I’m living Takk, Google Translate 22 MONITOR FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 EINTÓM ÞVÆLA Bangsinn Brynjar, hálfbróðir Bingó Bjössa, hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að sumarið gekk í garð. Í hvaða fjar- lægð hættir maður að sjá Jörðina ber- um augum? Þær reikistjörnur sem eru sýnilegar með berum augum frá Jörðu eru Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Til að reikistjarna sjáist ekki með berum augum frá Jörðinni þarf maður að fara til Úranusar sem er í u.þ.b. 2875 milljón km fjar- lægð frá sól. Samt er örugglega nóg að fara eitthvert á milli Júpíters og Satúrnusar til að sjá ekki Jörðina berum augum. Við sjáum að vísu Júpíter og Satúrnus en jörðin sést samt líklega ekki þaðan því þær eru mun stærri en Jörðin. VÍSINDAVEFURINN Jólajeppi Til eru mörg orð yfir einstaklinga sem eru bara ekki með þetta. Rasshaus hefur verið mikið notað en nú er orðið jólajeppi að koma sterkt inn á frasamarkaðinn. Dæmi: „Alberti Inga var bara hent útaf B5 um helgina fyrir dólgslæti.“ „Gat nú verið. Þvílíkur jólajeppi þessi gæi.“ FRASAKÓNGARNIR Í hverri viku munu frasakóngarnir Brynjar Ásgeir og Viktor Örn kenna okkur nýjustu frasana og orðin svo við getum verið fersk í umræðunni hverju sinni. VIKTOR OG BRYNJAR ERU ALLTAF SLAKIR Á KANTI leiðir til að klúðra sumarvinnunni þinni Sumarið er tíminn til þess að fara með nýfengna hæfileika úr námi út á vinnumarkaðinn og klúðra svo öllu með því að vera með stæla. 1 SVARAÐU ÖLLUM SPURNINGUM MEÐ “MAMMA’ÐÍN”. Prófaðu mismunandi raddir, tónhæðir og hraða í tilsvörum þínum. 2 KLÆDDU ÞIG Á ÓVIÐEIGANDI HÁTT. Mættu á hælum í alla útivinnu (hvors kyns sem þú ert) og rokkaðu ruslakarlalúkkið á skrifstofunni. 3 INSTAGRAMMAÐU ÞIG REGLULEGA VIÐ AÐ GERA ÓVIÐEIGANDI HLUTI OG HASHTAGGAÐU VINNUSTAÐINN ÞINN. Hvort sem þú ert á djamminu, klósettinu eða bara í heimsókn hjá Kim Jong Un vini þínum þá þurfa allir að vita af því og líka hvar þú vinnur. 4GRÁTTU HÁTT OG MEÐ TILÞRIFUM MINNST EINU SINNI Á DAG. Þú getur til dæmis grátið af því einhyrning- ar eru ekki til í alvörunni eða vegna þess að þú saknar Margaret Thatcher. 5 SLÁÐU UM ÞIG MEÐ FRÆGUM VINI Í ÞAÐ MINNSTA ÞRISVAR Á DAG. Monitor mælir með Þórunni Antoníu, Gísla Marteini eða Ásgeiri Kolbeins. 6SKREYTTU VINNUSTAÐINN ÞINN. VELDU NÝTT ÞEMA Í HVERRI VIKU OG HAFÐU ÞAU SEM FURÐULEGUST. Monitor mælir með hvítlauksþema, Cher-þema og hamstraþema. 7BREYTTU STILLINGUM. T.d. á skrifborðsstólum, Facebook, símum og bara öllum öðrum tækjum sem þú kemst í hjá vinnufélögum þínum. 8SNÝTTU ÞÉR. Oft, mikið og hátt. Boraðu síðan líka smá í nefið og safnaðu því á vegg. 9KLIPPTU ÞIG INN Á MYNDIR AF SIGMUNDI DAVÍÐ OG BJARNA BEN OG HENGDU ÞÆR UPP Á VINNUSTAÐN- UM. Talaðu um þá sem „strákana“. 10 VELDU ÞÉR EINN VINNUFÉLAGA TIL AÐ STARA Á. Ef hann spyr út í hegðun þína skaltu snúa þér rólega við án þess að svara og ganga í burtu. í belg & biðu ÍSL-ENSKUR TEXTI Hvernig haldið þið að mér líði? 10 Ferlega er heitt að vera í svona svörtu í sólinni. Já, það segir þú satt. Tístland #12stig Guðný Hauksdóttir @Gvedny Ok, horfði ekki á júró því ég var svo upptekin við að búa mér til Twitter aðgang og vera með ! #12stig Loftbola @loftbola Við skulum ekki gefa upp alla von strax, við slógum jú í gegn á blaðamannafund- inum. #þettaerbúið #12stig Ásgeir Þórisson @asgeirdadi Munurinn á milli Arsenal og Liverpool #12stig #hehe #fotbolti Stephen Casgrave @Steveninn Heimurinn syrgir geimrapp svartfjalla- lands. #rapollo13 #montenegro #12stig Einar Matthías @BabuEMK Atkvæðin frá geimstöðinni í Mír bárust ekki í tæka tíð No more Svartfjallaland #skandall #12stig Pawel Bartoszek @pawelbartoszek felix stendur sig vel, ekki búinn að und- irstrika hvaða dauða sambandsríki hvert land tilheyrði fyrir 30 árum... #12stig Dögg Matthiasdottir @dewice Note to self, ekki hoppa í kögurkjól #12stig Ívar Guðmundsson @ivargud Ótrúlegt hvað Bonnie Tyler hefur haldið útlitinu án lýtalækna!, hehe #12stig Dabbi vals @Dabbivals Bretland sendir út dúett með Bonnie Tyler og Photoshop #12stig Sveinn Gudmarsson @svennigudmars Þýska lagið í ár hljómar NÁKVÆMLEGA eins og Euphoria! Er þetta eitthvað grín?! #12stig Petur Jonsson @senordonpedro Ég finn fyrir kynþokkafordómum gegn HvítaRússlandsatriðinu. Höldum hatrinu í burtu. #12stig Bragi Valdimar @BragiValdimar Úps. Pissaði á mig af spenningi. #12stig Baldvin Bergsson @baldvinthor Ætla að stela geimhjálmi baksviðs. Ekki eins og það þurfi að nota þá aftur á laugardag. #12stig margrét erla maack @mokkilitli ég skiiiiil ekki af hverju Never ever let you go vann ekki á sínum tíma. #12stig #danmörk Vera Knutsdottir @knutsdottir Greinilegt að kynnirinn hefur miskilið eitthvað reglurnar #hjoladivinnuna #12stig frettir @frettir Búinn að downloada öllum lögunum úr forkeppni kvöldsins af því að þau voru svo góð. Er tungan í mér svört? #12stig Jóhannes Þór @johannesthor Er þessi belgíski maður afkvæmi Biebers og Frikka Dórs? #12stig Steinunn Jónasdóttir @steinunnj Fékk kynnirinn ekki memoið að hafmeyjusnið er out? #12stig Þórarinn Hjálmarsson @thorarinnh Fyrst allir eru að fylgjast með #12stig - Er að selja 3 árganga af Andrési Önd blöðum, seljast hæstbjóðanda Pawel Bartoszek @pawelbartoszek sænskur barnakór, einmitt það sem þurfti til að ég myndi elska euforia en meira #12stig Baldvin Bergsson @baldvinthor Einn blaðamaður klappaði eftir Monten- egro. Hann er frá Montenegro. #12stig margrét erla maack @mokkilitli af hverju eru dönsku strákarnir ekki ótrúlega sætir? #fallegustumenníheimi #12stig Venju samkvæmt var mikið líf og fjör á Twitter þegar fyrri umferð forkeppni Eurovision fór fram. Monitor tók saman nokkur góð tíst úr Tístlandi sem merkt voru með #12stig.

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.