Monitor - 27.06.2013, Side 3

Monitor - 27.06.2013, Side 3
Leitarvélin Google er magnað fyrirbæri en trúlega segi ég engum fréttir þegar ég fleygi því fram. Langt er liðið síðan undirritaður varð allt að því líkamlega háður leitarvélinni og ef ég hefði fengið 50 aura fyrir hvert skipti sem ég hef „gúglað“ eitthvað um ævina væri ég múraður maður. Það að viðurkennt sé að tala um að „gúgla“ þetta eða „gúgla“ hitt segir ýmislegt um hvernig sess fyrirbærið hefur skipað sér í daglegu lífi okkar. Orðið er meira að segja að finna í íslenskri orðabók. Ég á sex ára frænda sem er bæði í senn forvitinn og fróður gaur. Ég hef gaman af því að spjalla við hann um heimspekileg og menn- ingarleg málefni og um daginn bárust samræð- ur okkar að laginu Gangnam Style. Í kjölfarið bað frændi minn mig um að gúgla lagið en þar sem ég er takmarkaður áhugamaður um Gangnam Style beindi ég umræðunni frekar að Google og spurði frænda minn hvort hann vissi alveg hvað það væri eiginlega. Hann svaraði án þess að hika: „Já, það er svona eins og YouTube, nema bara maður skrifar texta.“ Það var eitthvað við það að hann skyldi nota YouTube til þess að skilgreina Google sem mér fannst svo stórkostlegt. Drengurinn er sannarlega fæddur á tækniöld. Skömmu seinna átti þessi sami strákur í samræðum við ömmu sína þar sem hann spurði hvort amma hans tryði á Jesú. Amman sagðist viss um að hann hefði verið til á sínum tíma en guttanum fannst það ekki nægilega skýrt svar og spurði: „Getum við ekki bara gúglað það?“ Það er skemmtilegt að ímynda sér - eða öllu heldur trúa því að hægt sé að gúgla allt og hver veit nema að svoleiðis verði það einn daginn. Hafið þið gúglandi gott, Einar Lövdahl FYRIR ÍSBÍLTÚRINN Ísbúðin Valdís hóf starfsemi sína í byrjun mánaðar og hefur svo sann- arlega hitt í mark hjá íselskandi Íslendingum. Ísbúðin er staðsett á Grandagarði og hentar því vel fyrir ísbíltúr í kvöldsólinni úti á Gróttu. Valdís leggur upp úr ferskum kúluís og vill ritstjórn Monitor hrósa aðstandendum Valdísar sérstaklega fyrir ljúffengu vöffluformin sem bökuð eru á staðnum. FYRIR DEKURDÝR Fish Spa Iceland við Hverfisgötu býður upp á 20 mínútna meðferð með svokölluðum Garra Rufa-fiskar. Neytendur leggja bera fætur sína í fiskabúr og fiskarnir narta í fæturna sem ætlað er að kalla fram líkam- lega sem og andlega vellíðan. Þar að auki fjarlægir nart fiskanna dauða húð og eykur blóðstreymi í fótleggj- um. Sem fyrr segir er Fish Spa til húsa á Hverfisgötu, nánar tiltekið á horni hennar og Barónsstígs og skorar Monitor á forvitna lesendur sína að prófa dálítið fótanart. Þeir sem skella sér á ATP um helgina eru hvattir til að merkja Instagram-myndir með #monitormynd. fyrst&fremst 3FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 MONITOR MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Umsjón: Einar Lövdahl (einar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Lísa Hafliðadóttir (lisa@monitor.is) Anna Marsibil Clausen (annamarsy@monitor. is Umbrot: Monitorstaðir Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl. is) Forsíða: Styrmir Kári (styrmirkari@ mbl.is) Myndvinnsla: Ingólfur Guðmundsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 VIKAN www.facebook.com/monitorbladid MÆLIR MEÐ... GA MONITOR EFST Í HUGA MONITOR EFST Í HUGA MONITOR EFS Er hægt að gúgla allt? B L A Ð IÐ Í T Ö L U M ár eru liðin síðan Mugison spilaði á ATP í Bretlandi5 21 árs var Arnór Dan þegar hann flutti heim eftir 16 ára dvöl í Danmörku -blog er kynnt til leiks í Stílnum mörk hefur Elín Metta skorað í Pepsi-deildinni í ár Marta María Jónasdóttir Nú kemur sér vel að eiga heimasaum- aðan glæran plastjakka ... Hjálpi mér hvað ég er heppin. 26. júní kl. 8:49 „Það er oft þannig með ATP-hátíðirnar að ákveðnar hljómsveitir eða tónlistarmenn eru einskonar gestgjafar. Á hátíðinni sem ég spilaði á voru það Mike Patton og Melvins,“ segir Mugison um tildrög þess að hann kom fram á All Tomorrows Parties-hátíðinni í Bretlandi árið 2008. ATP fer fram um helgina á Ásbrú en það er nafnið sem gamla herstöðin við Keflavíkurflugvöll hefur hlotið. Hátíðin er haldin víða um heim ár hvert en hér á landi verður enginn eiginlegur gestgjafi. Mugison er meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni en dagskráin skartar einvalaliði innlendra og erlendra listamanna. „Ég er mjög spenntur fyrir að sjá Nick Cave. Ég elska fiðluleikarann hans, Warren Ellis, það er einhver mesti töffari sem ég hef nokk- urn tímann séð á sviði. Það er einhver Jimi Hendrix-fílingur yfir honum,“ segir Mugison. „Manni finnst fiðlan svo viðkvæm svo það er alveg klikkað að sjá þennan mann sem er loðinn eins og górilla tengja þetta í gítarpedala og vera bara sexý að spila á þetta. Ég hef séð hann nokkrum sinnum og spyr mig í hvert skipti af hverju ég sé ekki svona töff,“ segir Mugison og bætir því við að hann hlakki einnig sérstaklega til að sjá Múm. Mugison segist síðast hafa farið á herstöðvarsvæðið með afa sín- um á 9. áratugnum. „Hann vann þarna uppi á velli í fjörutíu ár en ég hef aldrei komið þarna eftir að þetta varð svona listamannanýlenda en ég reikna fastlega með því að þetta verði bara snilld.“ Siglir í kringum landið Það er nóg að gera hjá Mugison því í næstu viku hyggst hann sigla hringinn í kringum landið ásamt fleira tónlistarfólki. „Áhöfnin á Húna er alveg klikkað verkefni. Við spilum á 16 stöðum víðsvegar um landið og alltaf á bryggjum og í fjörum,“ segir Mugison. Verk- efnið er til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem selur inn á tónleikana hverju sinni en einnig mun Ríkissjónvarpið sýna sjón- varpsþætti um ævintýri áhafnarinnar. „Þetta er ekta hugmynd sem maður talar um en svo klárar maður bjórinn, fer að sofa og gleymir þessu. Hann Jón Þór sem stendur á bakvið þetta er hinsvegar svona galdrakarl sem kemur hlutunum bara í framkvæmd.“ Mugison segist blessunarlega ekki hafa þurft á hjálp björgunar- sveitanna að halda. „Ég bý á Súðavík og síðasta vetur vorum við föst inni allavega fimm sinnum í nokkra daga í senn,“ segir hann. „Maður er oft alveg með hjartað í buxunum ef einhver skyldi meiða sig og þurfa að fara upp á spítala. Þá er gott að vita af þessu frábæra fólki sem er til í að leggja sig í hættu við að bjarga öðrum.“ 210 „Spyr mig af hverju ég sé ekki svona töff“ Á FACEBOOK Simmi Vill Biddu, var ekki Þórudagurinn i gær? 25. júní kl. 14:14 MUGISON Á 30 SEK. Fyrstu sex: 040976. Í ísbúðinni fæ ég: Í magann. Uppáhalds teikni- myndapersóna: Kung Fu Panda. Hvenær varstu síðast alveg skegglaus: Síðustu jól líklega, og þá leit ég út eins og handbolti. Uppáhaldsmatur: Steiktur steinbítur. Jón Ólafsson Axl Rose er byrjaður að vinna á skrifstofu. Hann kallast nú Excel Rose. 23. júní kl. 9:48 Bragi Valdimar Skúlason Allir að smessa uppáhalds Jóninn sinn í nótt. 23. júní kl. 9:48 María Birta Lebron <3 21. júní kl. 2:51 11 M yn d/ Kr is tin n Mugison kemur fram á ATP Iceland um helgina en hann hlakkar mest til að sjá fiðluleikara Nick Cave munda bogann Agnes Björt Andradóttir Að vera nakin en samt í sumarkjól er geggjuð tilfinning. 26. júní kl. 19:09

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.