Monitor - 27.06.2013, Page 14
SMÁA LETRIÐ
14 MONITOR FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013
við færum að semja fyrir næstu Fresco-plötu. Við fórum
síðan í kynningartúr þar sem maður fékk að syngja á
sjúklega flottum stöðum með sinfóníuhljómsveit og það
var ólýsanlegt.
Þið eigið líka saman lag sem kemur í lok hvers þáttar af
Broadchurch, sem slegið hafa í gegn í Englandi og verða
sýndir í bandarísku sjónvarpi í haust.
Já, Óli var fenginn í að semja tónlist fyrir þessa þætti
sem eru geðveikir. Hann bauð mér að semja sönginn fyrir
lagið og það gekk allt saman upp. Ég fékk reyndar ekki
að semja textann, það var pínu leiðinlegt, en söngurinn
minn kemur allavega alltaf í lok hvers þáttar. Þetta Óla-
ferli hefur sem sagt verið algjört ævintýri og það hefur
líka gefið mér frábær tækifæri og ég hef tekið eftir því á
Facebook að Agent Fresco hefur eignast fleiri aðdáendur
úti í heimi í gegnum þetta verkefni, sem er snilld.
Sérð þú fyrir þér að framtíðin beri í skauti sér fleiri
verkefni fyrir þig sem sólósöngvara?
Ég sækist alltaf eftir áskorunum. Ég hef fengið mörg
skemmtileg og óskemmtileg tilboð að undanförnu og ég
stekk á þau skemmtilegu ef ég hef tíma. Þetta er samt
mjög skýrt hjá mér, Agent Fresco er númer eitt hjá mér. Ég
hef meira að segja þurft að taka það fram við fólkið sem
stendur mér næst af því að tónlistin er lífið mitt. Talandi
um áskoranir, þá sendi ég umsókn á Pegasus þegar það
var verið að leita að sköllóttum Íslendingum fyrir Game
of Thrones en hef ekki fengið svar. Ég elska Game of
Thrones þannig að ég er sjúklega svekktur að hafa ekki
fengið neitt svar. Ég vona bara innilega að þeir hafi þá
fundið einhverja frábæra sköllótta gaura hérna á Íslandi,
annars verð ég brjálaður.
Talandi um áskoranir,
þá sendi ég umsókn á
Pegasus þegar það var verið að
leita að sköllóttum Íslending-
um fyrir Game of Thrones en
hef ekki fengið svar.
KVIKMYNDIR
Myndin sem ég get horft á aftur og aftur: Wak-
ing Life, ég held að ég hafi séð hana 15 sinnum.
Myndin sem ég væli yfir: Vegna þess að ég
missti pabba minn tengi ég mjög við myndir sem
snúast um samband föður og sonar og græt yfir
þeim, eins og til dæmis The Road og Big Fish.
Svo verð ég að nefna Engla alheimsins.
Myndin sem ég grenja úr hlátri yfir: This Is
Spinal Tap.
Uppáhaldsmyndin mín í æsku: Þegar ég var lítill þá langaði mig að
vera Agent Molder í X-Files.
Versta mynd sem ég hef séð: The Room, en hún er samt líka best.
TÓNLIST
Lagið í uppáhaldi þessa stundina: The Shame
með The Blood Brothers.
Lagið sem kemur mér alltaf í gott skap: Sjón-
varpsþáttarstefið í Benny Hill, það er einkahúmor
hjá mér og vini mínum í Danmörku.
Lagið sem ég fíla í laumi: Ég „blasta“ öllu, en
en ef ég þarf að nefna eitthvað þá er það bara
eitthvað nu metal sem ég hef hlustað á frá því
að ég var yngri.
Lagið sem ég syng í karókí: Maniac með Michael Sembello og svo líka
Take on Me með A-ha af því að ég er með dansspor við bæði lögin.
Nostalgíulagið: Drive með The Cars.
FORM OG FÆÐI
Uppáhaldsmatur: Kebab.
Maturinn sem ég fæ mér þegar ég ætla að taka
mig á: Borða eins en hreyfi mig meira.
Versti matur sem ég hef smakkað: Er alæta,
bring it on!
Líkamsræktin mín: Fótbolti (KF Mjöðm) og hot
yoga.
Stoltasta augnablikið á íþróttaferlinum
mínum: Skoraði þrennu í bikarúrslitum með liðinu mínu Sorø Freyja í
Danmörku.