Monitor - 27.06.2013, Page 16

Monitor - 27.06.2013, Page 16
16 MONITOR FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 Vita hvar þeir eru getnir M yn d/ Ár ni Sæ be rg Í upphafi vikunnar birtist nýjasti Vinsældalisti Rásar 2 þar sem útgáfa ykkar Kaleo-manna af Vori í Vaglaskógi trónir á toppnum. Kom þetta þér í opna skjöldu? Já, þetta kom mjög skemmtilega á óvart. Það er að sjálfsögðu ánægju- legt að þetta veki athygli og fólk á öllum aldri virðist hafa skoðanir á þessu, líklega vegna þess hvaða lag þetta er, sem er mjög skemmtilegt. Eruð þið forfallnir Villa Vill-menn eða hvers vegna ákváðuð þið að taka þetta fræga lag? Ég er bara fyrst og fremst virkilega hrifinn af þessu lagi og hef spilað það í gegnum tíðina. Ég útsetti þessa útgáfu fyrir svona ári og ber mikla virðingu fyrir Jónasi Jónassyni, sem samdi lagið, og Kristjáni frá Djúpa- læk, sem samdi þennan fallega texta. Auðvitað gef ég samt Villa líka fullt kredit. Lagið er hrikalega fallegt og má spila á margan hátt. Eins og við segjum, gott lag má spila á hvaða hátt sem er. Nú er myndband í bígerð við lagið, ekki satt? Jú, öll síðastliðin helgi fór í að taka upp myndband sem verður frumsýnt á Gamla Gauknum á föstudagskvöld. Við tókum upp alveg fram undir morgna helgarinnar í samstarfi við félaga okkar, Baldvin Vernharðsson, sem var að klára Kvikmyndaskólann, og Hörð sem leikstýrir myndbandinu. Við fengum leikara til liðs við okkur og það unnu þetta allir af góðmennsku og hjálpsemi og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Það verður að fá að koma í ljós hvernig myndband þetta er, en þetta verður einhvers konar ástarsaga í íslenskri náttúru. Fyrr á árinu senduð þið frá ykkur lagið Rock n‘ Roller sem einnig var leikið í útvarpi. Er plata á teikni- borðinu? Við stefnum á að gefa út EP-plötu í ágúst. Við tökum plötuna upp hjá Arnari Guðjónssyni úr Leaves og það gengur svo sem ekkert alltof hratt þar sem við fjármögnum hana sjálfir og allt slíkt. Við öflum fjár með því að spila jafnóðum en með aukinni athygli og fleiri giggum gengur þetta hraðar fyrir sig. Tónlist ykkar virðist innblásin af svokölluðu gullaldarrokki. Er það hluti af dálæti þínu á menningu fyrri tíma að vera ekki á Facebook? Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þessu (hlær). Þó svo að Facebook hafi vissulega sína kosti þá nenni ég bara ekki að gefa mér tíma í að vera hluti af þessari netmenn- ingu, þetta höfðar bara ekki til mín. En hvernig gengur að koma tónlist sinni á framfæri án þess að vera á Facebook? Hljómsveitin er nú með Facebook- síðu og ég læt þar við sitja. Ég kem reyndar sem minnst að henni en við notum hana auðvitað töluvert til að auglýsa hvar við erum að spila og svo framvegis. Þetta hefur ekki bitnað á mér eða okkur til þessa að minnsta kosti. Hvað þýðir „Kaleo“? Þetta er karlmannsnafn frá Hava- íeyjum sem þýðir víst líka „hljóð“ á havaísku. Í því samhengi má nefna að Davíð, trommuleikarinn okkar, er getinn á Havaíeyjum. Úr því að ég er að nefna það, þá má fljóta með að ég er getinn uppi á jökli. Fer sumarið bara í að klára plötuna eða verður nægur tími fyrir tónleikaspilerí? Hjólin eru skyndilega farin að snúast svolítið hratt hjá okkur, það er auðvitað frábært. Sumarið fer vissulega í að klára plötuna, það á að vera í forgangi, en annars reynum við að vera sem duglegastir að spila. Við erum að spila á Gamla Gauknum á laugardaginn ásamt Vintage Caravan og svo spilum við hátíðinni Ólæti á Ólafsfirði. JÖKULL Á 30 SEKÚNDUM Fyrstu sex: 200390. Uppáhaldshljóðfæri: Ég spila á Fender Telecaster en mig dreymir um að eignast Gibson ES 335. Uppáhaldstónlistarmaður: Paul McCartney, ef ég þyrfti að velja einn. Draumatónleikastaðurinn: Maður hefði ekkert á móti því að spila á Glastonbury. Besta plata íslenskrar tónlistarsögu: Ágætis byrjun með Sigur Rós. Lagið Vor í Vaglaskógi í nýrri útsetningu hljómsveitarinnar Kaleo hefur ómað í gríð og erg í útvarpi að undanförnu. Monitor tók púlsinn á Jökli Júlíussyni söngvara.

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.