Monitor - 27.06.2013, Síða 18
18 MONITOR FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013
Ég var sjö ára lítið stelpuskott þegar foreldrar mínir tóku
þá afburðagóðu ákvörðun að flytja í Laugardalinn. Þar var
aðalsportið að vera í kór (en ekki hvað?) og það var því ekki
spurning hvort, heldur hvenær ég mætti á æfingu hjá Kórskóla
Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Það var svo 13
árum síðar, eða haustið 2010, sem við kórstúlkurnar í Graduale
Nobili, sem er eins konar framlenging á barna- og unglinga-
kórnum, urðum hluti af stórskemmtilegu verkefni: að syngja
inn á nokkur lög á væntanlegri plötu Bjarkar Guðmundsdóttur,
Biophilia. Lokaútkoman varð hins vegar sú að við sungum í
átta lögum af tíu og það var því ekki annað í stöðunni en að
taka þátt í tónleikaferðalaginu sem fylgdi í kjölfarið.
Tour de France-stemning
og míkrófónakennsla
Við sungum sex tónleika sumarið 2011 á Manchester
International Festival. Þar var margt nýtt fyrir okkur að læra.
Í fyrsta lagi höfðum við ekki hugmynd um hvernig ætti að
syngja í hljóðnema, saklausu kórstelpurnar sem við vorum. Í
öðru lagi rann okkur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar
við föttuðum að við gætum ekki bara staðið og sungið, við
urðum að hreyfa okkur eitthvað. Eftir að hafa reynt nokkrar
misheppnaðar kóreógraphíur þá ákváðum við bara að gera
„eitthvað“.
Við lentum í ýmiss konar öðrum vandræðum sem fylgja því
að hafa 24 stelpur upp á sviði með 24 snúru-hljóðnema. Okkur
fannst nauðsynlegt að hafa vatn á sviðinu og því var okkur
úthlutað vatnspokum eins og Tour de France-gæjarnir nota.
Þeim tróðum við inn á búningana okkar og svo mátti sjá okkur
bítandi í slöngu á miðjum tónleikum til þess að fá okkur sopa
af næstum sjóðandi vatni með þessu líka svakalega plast-
bragði. Við vorum fljótar að losa okkur við þá og hlæjum mikið
af þessari tilraun í dag.
Gangsterar og hipsterar
í New York
Við sungum tíu tónleika í New York í febrúar og mars 2012.
Við bjuggum á þessu líka fína gistiheimili í Brooklyn sem var á
besta stað, ef maður beygði til hægri endaði maður í gettóinu
en ef maður beygði til vinstri endaði maður í Williamsburg.
Ágætis blanda af gangsterum og hipsterum. Við upplifðum
skotárás fyrsta kvöldið okkar og tilheyrandi þyrlueltingarleit á
þökum Bushwick-hverfisins. Við, skíthræddar kórstúlkurnar,
földum okkur á bakvið gardínur á meðan starfsfólk gistiheim-
ilisins hljóp út á götu og fylgdist með.
Við sungum ferna tónleika í Queens Hall of Science sem
er frekar magnaður tónleikasalur inn í vísindasafni. Seinni
tónleikarnir sex fóru fram í Roseland Ballroom á Manhattan
og þar fetuðum við í fótspor sjálfrar Beyoncé. Í New York
afrekuðum við ýmislegt, eins og t.d. að fara í bruggverksmiðju
og syngja þar íslenska þjóðsönginn í skiptum fyrir bjór. Við
gerðum einnig aðeins menningarlegri hluti eins og að fara í
heimsókn í höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Við slúttuðum
svo ferðinni með ansi skemmtilegu lokapartýi með búninga-
þema þar sem mér tókst að festast í lyftu með Kim Catrall.
Hún hrósaði mér fyrir flottan búning, en ég var annar helm-
ingurinn af Men in Black, með naglalakkað sippubandshald
sem „memory eraser“, sem var að sjálfsögðu nauðsynlegur
leikmunur.
Rokkstjörnulíf og köngulær
í Suður-Ameríku
Í Mexíkó hófst rokkstjörnulífið af alvöru þar sem við fengum
lögreglufylgd hvert sem við fórum. Í Costa Rica fórum við í
sólbað með LMFAO og Skrillex var æstur í að gera dubstep-
kórútsetningar. Í Chile sló fólk upp tjaldbúðum fyrir utan
hótelið okkar og var sannfært um að við værum dansararnir
hennar Bjarkar. Þá fórum við að efast um sönghæfileika okkar
og að við værum jafnvel bara á rangri hillu í lífinu. En þegar við
sáum upptökur af tónleikum þar sem við erum hoppandi og
skoppandi út um allt leikandi eldfjöll þá áttuðum við okkur á
því að við ættum kannski bara að einbeita okkur að söngnum.
Við náðum aðeins andanum í Buenos Aires þar sem bjuggum
í þrjár vikur og sungum nokkra tónleika í gamalli, skítugri,
en sjarmerandi vöruskemmu sem var breytt í tónleikastað.
Það kom ekki á óvart þegar risakönguló hafði hreiðrað um sig
undir einum mónitornum fyrir eina tónleikana!
Haustið 2010 var Erla María Markúsdóttir bara venjulegt íslenskt
kórnörd. Þremur árum síðar hefur hún ferðast um allan heim sem
bakraddasöngkona hjá Björk ásamt kórnum sínum Graduale Nobili.
ERLA MARÍA
Fyrstu sex: 311289
Skemmtilegasti tónleikastaðurinn:
Hollywood Bowl. Það verður varla
toppað að hafa sungið á sama sviði
og Bítlarnir.
Fallegasti staðurinn: Eiginlega ekki
hægt að velja einn, en Jaco-strönd í
Costa Rica mun ég aldrei gleyma.
Frægasti einstaklingurinn sem
við hittum: Fengum 2 fyrir 1 þegar
Robert Pattinson og Katy Perry
komu saman á tónleika í Hollywood
Palladium núna í maí.
Skemmtilegustu áhorfendurnir: Tón-
leikagestir í Buenos Aires í Argentínu
sungu fótboltasöngva og stöppuðu
og klöppuðu eftir hverja tónleika,
manni leið bara eins og Messi.
Rokkstjörnulíferni
kórstúlkunnar
BÚNINGAR STÚLKNANNA
ERU ANSI SKRAUTLEGIR
ÞESSAR KÓRSTELPUR ERU
ENGIN LÖMB AÐ LEIKA SÉR VIÐ
LEIKKONAN KIM CATRALL FESTIST Í
LYFTU MEÐ NOKKRUM STÚLKNANNA
Í BUENOS AIRES FÓRU STÚLKURNAR
Í SKEMMTIGARÐ TILEINKAÐAN JESÚ
ERLA MARÍA DEILIR
FERÐASÖGU SINNI
MEÐ MONITOR