Monitor - 27.06.2013, Blaðsíða 19

Monitor - 27.06.2013, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 Monitor Eurotrip Sumarið 2012 ferðuð- umst við um Evrópu að mestu leyti í svokölluðum tónleikaferðalagslang- ferðabílum (e. tour bus). Það er eiginlega ómögu- legt að lýsa sumrinu í nokkrum orðum en það sem stendur upp úr eru eflaust einkaþjónarnir í Marokkó, danseftirpartý á Spáni með Páli Óskars og Stuðmannaþema, útilega í tourbus í Pýraneafjöllun- um, tónleikar í hringleika- húsi í Nimes í Frakklandi og Hróarskelda sem var mögnuð upplifun, 90.000 manns, hellirigning, sól og flugeldar. Vetrartúr Síðastliðinn vetur var sá kaldasti í París í 100 ár. Það hefði verið ágætt að vita það fyrirfram þar sem við sungum ferna tónleika í sirkustjaldi. Búningsherbergin okkar voru hjólhýsi sirkusfólksins og þar var að finna alls kyns misáhugaverða hluti eins og geitaskít og hárbrúska. Síðustu tvennir tónleikarnir okkar voru í hefðbundnara tónleikahúsnæði, Le Zenith. Þar var Sigur Rós einnig með tónleika sem við kíktum á. Við tók svo eftirpartý þar sem hápunktur kvöldsins var án efa þegar Jónsi rasskellti hálfan kórinn með risasvöxn- um plasthamar. California dreaming... Úr kuldanum í París og kuldanum á Íslandi með tilheyrandi vorprófum og veseni var himneskt að komast til San Francisco núna í maí. Við heim- sóttum vin okkar Zuckerberg í höfuðstöðvar hans, kíktum í hippahverfið og hommahverfið áður en við flugum yfir til borgar englanna. Þar tóku Robert Pattinson og Katy Perry á móti okkur en slúðurblöðin í Hollywood túlkuðu það þannig að þar sem meira en helmingurinn kórmeðlima er ljóshærður sé það víst nýja týpan hans. Það stóð ekki orð um tónleikana. Eftir þrenna tónleika í Hollywood Palladium lá leið okkar á einn merkasta tónleikastað í heimi: Hollywood Bowl. Nú tekur við stutt pása á Íslandi áður en lokahnykkur Biophilia-túrsins hefst. Þar ætlum við okkur m.a. að syngja á tónleikahátíðum í Ottawa, Toronto og Chicago, fara í fjallgöngu og borða sushi í Tokyo auk þess sem við munum syngja fyrir framan ca. 140.000 manns á Fuji Rock Festival. Það verður að viðurkennast að það er frekar stórt stökk á þremur árum fyrir litla dömukórinn Graduale Nobili. Við erum ótrúlega þakklátar fyrir þetta tækifæri og munum búa að því það sem eftir er, það er nokkuð ljóst. STÚLKURNAR HOPPUÐU AF KÆTI Í HOLLYWOOD ROBERT PATTISON DJAMMAÐI MEÐ STELPUNUM Í L.A. HÓPURINN BÆÐI FERÐAÐIST OG SVAF Í RÚTUNNI GÓÐU GRADUALE NOBILI KOM EINNIG FRAM Á SÓLÓTÓNLEIKUM TROMMARA BJARKAR, MANU DELAGO

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.