Monitor - 27.06.2013, Side 22

Monitor - 27.06.2013, Side 22
Saga Richards Ku- klinski hefur verið vel skrásett en tvær bækur og tvær heimildar- myndir hafa komið út sem segja sögu þessa svæsna leigumorðingja. Nú hefur bæst í hópinn leikin kvikmynd um afdrif fjölskylduföðurins frá New Jersey, sem stundaði iðju sínu af miklum móði á austurströnd Bandaríkj- anna. Það sem er merkilegast við The Iceman er að hún er byggð á sönnum atburðum og er það með ólíkindum hversu lengi honum tókst að stunda iðju sína án þess að vera gómaður. Kuklinski segist sjálfur hafa myrt á milli 100 – 250 manns á þeim rúmum tuttugu árum sem hann var í bransanum og lagði hann mikið upp úr fjölbreytni í drápunum, en meðal þeirra tækja og tóla sem hann notaði má nefna skotvopn, barefli, víra, blá- sýru, eggvopn og hendurnar. Í aðalhlut- verkið var Michael Shannon fenginn í verkið en hann á að mínu mati stórleik sem illmennið Kuklinski. Shannon ferst ótrúlega vel úr verki að leika annars vegar elskulegan fjölskylduföður og hins- vegar miskunarlausan morðingja og sýna svo hvernig þessi tvö líf tvinnast saman þegar á dregur. Shannon er þó ekki einn á ferð því stórstjörnulið leikara mannar vaktina í The Iceman og ber þar helst að nefna Winona Ryder, Ray Liotta og Chris Evans, að ógleymdum James Franco sem á fína innkomu. Sagan gerir Kuklinski góð skil og veitir nokkra sýn í fortíð hans og hvað stuðlaði að því að hann varð að þeirri ófreskju sem raun ber vitni. Af því efni sem ég hef lesið og skoðað um hann þá virðist sem leikstjóranum Ariel Vromen hafi tekist vel til með að koma sögunni frá sér á spenn- andi og skilmerkilegan hátt. Fyrir þá sem eru komnir með aldur til mæli ég hiklaust með henni en þeir sem eru viðkvæm- ar sálir ættu að fara varlega því hún verður ansi óhugnanleg á köflum. Ískaldur ísmaður K V I K M Y N D THE ICEMAN HJÁLMAR KARLSSON John Cale (Channing Tatum) er lögreglumaður sem sinnir þingvörslu í alríkisþinghúsinu í Washington. Honum hefur verið neitað um draumastarfið að gæta forseta Bandaríkjanna, James Sawyer (Jamie Foxx). Hann vill ekki bregðast dóttur sinni og segja henni fréttirnar, og hann fer því með hana í skoðunarferð um Hvíta húsið. Skyndilega ræðst vel vopnuð sérsveit hryðjuverkamanna inn í Hvíta húsið og tekur það á sitt vald. Stjórnsýsla landsins fer úr skorðum og tíminn er á þrotum, og því verður Cale að taka á honum stóra sínum og bjarga forsetanum, dóttur sinni og sjálfu landinu áður en það er um seinan. skjámenning „Hann er ekkert skrímsli. Hann er bara strákur eins og ég.” Ikíngut (2000) FRUMSÝNING HELGARINNAR White House Down Leikstjóri: Roland Emmerich. Aðalhlutverk: Channing Tatum, Jamie Foxx og Maggie Gyllenhaal. Lengd: 137 mínútur. Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára. Kvikmyndahús: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó. 22 MONITOR FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2013 VILTU VINNA MIÐA? facebook.com/monitorbladid Ein af skemmtilegri hasarhetjum Marvel- fyrirtækisins er Deadpool, en hér er á ferðinni spandexklæddur egóisti sem vinnur fyrir sér sem málaliði og veit fátt skemmtilegra en að höggva menn í herðar niður með sverðum eða fylla þá af blýi úr hinum ýmsu skotfærum sem hann ber. Deadpool fær vandasamt verkefni upp í hendurnar og þurfa leikmenn að stýra honum í gegnum það. Á leið sinni talar hann bæði við sjálfan sig og leikmennina og gerir mjög óhefðbundna hluti, enda er Deadpool uppfullur af sjálfum sér og engum öðrum. Hann er gjörsamlega óútreiknanlegur, fer sínar eigin leiðir og gerir grín að öllum. Spilun leiksins minnir bæði á Transformers- og Spiderman-leikina sem hafa komið út síðustu árin, enda er leikurinn gerður af High Moon Studios sem gerðu fyrrnefnda leiki. Leikmenn geta barist við óvinina í leiknum í návígi með sverðum og svo úr fjarlægð með byssum. Oftar en ekki dugar bara að hamra á alla takkana og vona það besta, en það getur reyndar orðið svolítið leiðigjarnt þegar líður á leikinn. Fyrir utan bardaga leiksins er bara verið að labba og hoppa um og keyra þannig söguþráðinn áfram. Þannig að spilunin er í eðli sínu mjög einföld líkt og margir aðrir þriðju persónu hasarleikir. Grafíkin í Deadpool er ágæt, ekkert stórkost- leg, það sama má segja um tónlist leiksins. Talsetningin er hinsvegar ágæt og nær persónan að skila húmornum og ruglinu vel frá sér og hlær maður nokkrum sinnum að vitleysunni. Deadpool er leikur sem er uppfullur af sjálfum sér. Hann spilar á mjög öruggri línu, allt er eins og það á að vera, engir sénsar teknir og lítið um frumleika. Nokkrar X-Men- persónur koma fram í leiknum, en aðeins stuttlega og aðeins svo að virðist sem Deadpool geti urðað yfir þær og gert grín að þeim. Tegund: Hasarleikur PEGI merking: 18+ Útgefandi: Activision Dómar: 6 af 10 – Gamespot 6 af 10 – IGN.com 6 af 10 – Official Xbox Magazine Deadpool ÓLAFUR ÞÓR JÓELSSON TÖ LV U L E I K U R Uppfullur af sjálfum sér

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.